Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Side 28
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
Jóhann S. Hannesson lést 9. nóvember
sl. Hann fæddist á Siglufiröi 10. apríl
1919, sonur Hannesar Jónassonar og
Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá MA1939
og próf í ensku og málvísindum frá
Berkeley-háskóla í Kalifomíu 1945. Aö
undanteknum árunum 1947—1950, en
þá var hann kennari viö Gagnfræöa-
skóla Vesturbæjar í Reykjavík og
síöan lektor í ensku viö Háskóla Is-
lands, var hann í Ameríku við nám og
störf til ársins 1959. Síðan kom hann
heim og var skólameistari viö Mennta-
skólann á Laugarvatni 1960—1970. Þar
næst starfsmaöur fræösluskrifstofunn-
ar í Reykjavík 1970—1972, en síðan
kennari viö MHUitaskólann í Hamra-
hlíð. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er
Lucy Winston. Þau eignuöust tvö börn.
Utför hans veröur gerö frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 15.
Einar Haraldsson frá Breiðavaði,
Dagsbrún Skagaströnd, verður jarö-
sunginn frá Hólaneskirkju, Skaga-
strönd, laugardaginn 19. nóvember kl.
14. Jarðsett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Sigurjón Þorsteinsson frá Reykjum
lést 12. nóvember sl. Hann var fæddur
þann 31. júli 1928 að Reykjum í Staöar-
hreppi, Vestur-Húnavatnssýslu. Eftir-
lifandi eiginkona hans er Sigurbjörg
Lilja Ágústsdóttir og eignuðust þau tvö'
börn. Lengst af starfaði Sigurjón sem
bílstjóri hjá bifreiðastöðinni Bæjar-
leiöum. Minningarathöfn um Sigurjón
fór fram frá Háteigskirkju í morgun
kl. 10.30.
Hans Jörgen Ólafsson, Austurvegi 8
Selfossi, andaðist í Borgarspítalanum
16. nóvember.
Astrid Marie Christensen lést í Hem-
ing 16. nóvember.
Gunnlaugur Sveinn Sveinsson, Suður-
hólum 30, verður jarðsunginn laugar-
daginn 19. nóvember. Athöfnin hefst
með bæn að Húsagarði á Landi kl.
12.30. Utförin verður gerð frá Skarðs-
kirkju og hefst kl. 14. Bílferð verður frá
Umferöarmiöstööinnikl. lOárdegis.
Guðmunda Guðmundsdóttir, Klepps-
vegi 28, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 21. nóvember
kl. 10.30. Jarðað verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Ólafur Oddgeir Kristinsson, Fossheiði
1 Selfossi, veröur jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 19. nóvember
kl. 15.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu við
leit að Pétri William Jack sem fórst með Hafem-
inum SH 122 31. okt. síðastliðinn. Einnig öllum
þeim f jölda sem sýndu okkur samúð og vinarhug
á þessari stundu og við útför hans.
Elín Guðmundsdóttir Hrafnhildur Dia Jack
íris Blómlaug Jack Róbert og Vigdís Jack
Fjóia Burkney Jack °g aðrir aðstandendur.
VEFTA,
HÓLAGARÐI
Hafið þið komið í nýju vefnaðarvöruverslunina í
Hólagarði?
Þar er mikið úrval af efnum í alls konar fatnað.
Sníðaþjónusta á staðnum.
Vefta, Hólagarði — Sími 72010.
VANTAR
ÞIG SAL?
undir fundi —
árshátíðir — þorra-
- fermingar — brúð-
kaup eða hvers konar
mannfagnað?
í sírtia dji"»
ATH. 73g&
Góðir kylfingar!
Munið Opið hús á miðvikudags
kvöldum
frá kl. 20.00 til 23.30.
í gærkvöldi_______ í gærkvöldi
LOKAÐ KERFIHANDA
AKUREYRINGUM
Sólin skein yfir Smjörvatnsheiði og
söngfuglar komu svífandi ofan af
Efra-dal einn fagran og hamingju-
ríkan dag á liðnu sumri er ég var á
ferðalagi fyrir austan.
Kom ég þar sem heitir á Hvanná
og saup kaffi og hlýddi drykklanga
stund á segulbandsupptöku frá
Þorrablóti Jökuldælinga, sem bónd-
inn geymdi eins og f jársjóð og spilaöi
fyrir gesti sína er svo bar undir.
Á Þorrablóti Jökuldælinga er
jafnan fenginn hagorður maður, gáf-
aður og skemmtilegur, til þess að
flytja einhverskonar yfirlit eða annál
um mannlíf sveitarinnar og að þessu
sinni hafði Páll yngri á Aöalbóli
tekist á hendur þann vanda.
Páll yngri Pálsson er gæddur
ákjósanlegri röddu, skýrri og karl-
mannlegri, sem hann beitir af kunn-
áttu eins og útfarinn útvarps-
maður. Vísurnar voru hnyttnar og
launfyndnar. Hið óbundna mál eins
og logaði allt í dásamlegum dylgjum
og tilvísunum, fram sett í geysilega
virðulegum frásagnarstíl fomum.
En stundum var ég ekki nógu
kunnugur mannlífi sveitarinnar til
þess að vita hvað Páll var að fara en
þá stöðvaði Arnór bóndi segulbandið
og skýrði fyrir mér hvaö lá að baki
hinu græskufulla gamni. Síðan ók ég
hlæjandi austur meö Jökulsá og
harmaði þaö eitt að geta ekki borið
Páli bónda þakkir fyrir ágæta
skemmtun.
I gær var ég að hlusta á skemmti-
þátt þeirra Akureyringa í útvarpinu,
„Rás lb — fræöilegur möguleiki”.
Þá fannst mér oft vont aö geta ekki
stöðvað segulbandið í RUVAK og
beðið um útskýringar. Utvarpsandi
þáttarins hafði mjög á oröi nauðsyn
þess að útvarpsefni RÚVAK færi
rétta boðleið eftir lokuðu kerfi,
kapalkerfi, svo að Akureyringar
einir fengju að sitja aö þessum her-
legu andans krásum, og eftir þennan
skemmtiþátt er eins líklegt að menn
hér sunnan heiðar taki þeirri uppá-
stungu fegins hendi.
En Olafur Torfason og þeir á
RUVAK hafa sýnt að þeir vaxa meö
hverri raun og svo mun einnig von-
andi veröa eftir þessa.
Baldur Hermannsson.
Árni Kr. Sigurðsson, bóndi, Bjarkar-
landi Vestur-Eyjafjöllum, verður jarð-
sunginn frá Stóradalskirkju laugar-
daginn 19. nóvember kl. 14.
Hjálmar Bjarnason fv. bankafulltrúi
lést 7. nóvember sl. Hann fæddist
í Keflavík 17. janúar, árið 1900.
Foreldrar hans voru frú Anna Emelía
Þorsteinsdóttir og Nicolai Carl F.P.
Bjarnason. Hjálmar réðst í þjónustu
Islandsbanka árið 1917 og starfaði þar
við fjölþætt skrifstofustörf til ársloka
1920. Hóf hann þá störf hjá Bergenska
skipafélaginu í Reykjavík. Þann 1. júlí
1931 réðst Hjálmar í þjónustu Otvegs-
banka Islands og starfaði þar óslitið til
ársloka 1962 að hann hætti störfum
fyrir aldur sakir. Hjálmar kvæntist
Elísabetu Jónsdóttur en hún lést árið
1963. Þeim hjónum varð fimm barna
auðið. Utför Hjálmars verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir lést 9.
nóvember sl. Hún var fædd 6. október
1907, foreldrar hennar voru hjónin Þor-
björg Guðmundsson og Guðríöur
Guðrún Jónsdóttir. Eftirlifandi eigin-
maöur hennar er Ásmundur Vil-
hjálmsson. Þeim varð sjö barna auðið.
Otför Guðbjargar verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15.
íþróttir
Selfosshlaupið
Selfosshlaupið hefst á morgun, 19.
nóv., á íþróttavellinum á Selfossi kl.
14. Hlaupnir veröa 10 km í karla-
keppninni og 4 km í kvennakeppn-
inni.
Umsjón með mótinu hefur Gísli
Magnússon, sími 99-1819.
Tónleikar
Tónleikar
Bergþóra Arnadóttir syngur í Ásmundarsal
á morgun. Laugardaginn 19. nóvember kl.
14.30 mun Bergþóra Amadóttir leika nokkur
lög í Ásmundarsal í tengslum við myndverk
á myndlistarsýningu Björgvins Björgvins-
sonar í Ásmundarsal, Freyjugötu 41.
Sími AA-samtakanna
Eigir þú viö áfengisvandamál að stríða þá er
simi samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag-
lega.
Tilkynningar
Ekki um voða-
skot að ræða
Pilturinn, sem lést á rjúpnaveiðum í
Sæmundarhlíð í Skagafirði fyrr í
þessari viku, lést ekki af voöaskoti eins
og fullyrt haföi verið í sumum fjöl-
miðlum.
Viö, krufningu fannst ekkert hagl í
líkama piltsins. Er því talið að hann
hafi hrapað og slasast en komist aftur
á fætur og eitthvað á leiö heim til sín en
þá hrapað aftur.
Pilturinn hét Sæmundur Jónsson og
var frá Fosshóli í Sæmundarhlíö í
Skagafirði. -klp-
Happdrætti
Happdrætti körfuknatt-
leiksdeildar ÍR
Dregið hefur verið í happdrætti Körfuknatt-
leiksdeildar lR. Eftirtalin númer hlutu vinn-
ing.
1. Utanlandsferð nr. 7750
2. Ljósmyndavél Pentax ME nr. 3523
3. Ljósmyndavél Fujiea HD-S nr. 7244
■ 4. Skíöaútbúnaður nr. 4998
5. Skíðaútbúnaður nr. 3364
6. Skíðaútbúnaður nr. 763
7. Ljósmyndavél Fujica Flash nr. 6030
8. Ljósmyndavél Fujiea Flash nr. 3083
9. -34. Hljómplötuúttekt í Fálkanum, 234,373,
424, 595, 1066, 1135, 1423, 1567, 1735, 2238, 2605,
2800, 2823, 3289, 3418, 3451, 4198, 4496, 4563,
4905,5452,5768,5978,5979 , 6537,6735.
Stjórnin.
Afmæli
80 ára afmæli á í dag Bragi Ölafsson
læknir, Barmahlíð 9 Rvík. Bragi var
héraðslæknir í Hofsóshéraði 1934—1944
og á Eyrarbakka 1945—1967, síöan
aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík
1967—1976.
Sextugur verður laugardaginn 19.
nóvember Kristján Helgason, Jórufelli
8, einnig eiga þau hjónin Kristján og
Guðrún Jóhannesdóttir silfurbrúökaup
sama dag. Þau verða að heiman.
Fylkísbasar
Arlegur basar Fylkiskvenna verður haldinn í
Arbæjarskóla laugardaginn 19. nóvember kl.
14. Á boðstólum verður jólaföndur, kökur og
flóamarkaður. Ágóðinn rennur í byggingar-
sjóð Fylkis. Velunnurum félagsins er bent á.
að koma með kökur í skólann kl. 13 sama dag.
Stjórnin.
Basarar