Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Síða 31
DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983.
39
Úr kvikmyndinni„Húsið"sem nú fær mjög góða dóma og veróiaun eriendis.
„Húsið” fær lofsam-
lega dóma í Variety
Eins og við sögðum frá í blaðinu í
vikunni, fékk íslenska kvikmyndin
„Húsið” sem gerð er af Saga Film,
þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni
Fantasy Film Festival, sem lauk i
Brussel um síðustu helgi.
Þarna voru sýndar 43 myndir — allt
myndir sem fjalla um dularfulla at-
burði — og komust 22 þeirra í keppni
um verölaunin sem veitt voru. Voru
þessar 22 myndir frá 14 löndum.
Athygli vakti, að á þessari hátíð fékk
myndin „Kami Kaze 1989”, sem hinn
þekkti leikstjóri Wolf Grenn stjórnaði,
engin verðlaun. Var þetta mjög umtöl-
uð mynd, og þá kannski mest fyrir þaö
að þetta var síðasta myndin sem
Rainer-Werner Fassbinder lék í.
Saga Film sem framleiddi myndina
„Húsið” hefur nú gert samning við
þýska fyrirtækið Studio Hamburg um
dreifingu á myndinni. Er reiknað með
að það gangi vel eftir verðlauna-
veitinguna um helgina, en engin mynd
fékk þar eins mörg verðlaun og hún.
Myndin var fyrir skömmu sýnd á
sameiginlegri kvikmyndahátíð
Noröurlandaþjóðanna í Ástralíu og
Nýja Sjálandi. Hlaut hún þar mjög
lofsamleg ummæli. Er meöal annars
skrifaö um hana í hinu fræga
kvikmyndatímariti Variety, sem út
kom í síöustu viku, og fær hún þar
mjöggóöa dóma.
-klp-
„Nauðsynlegt að gera
ráð fyrir baðhúsi”
— segir í at hugasemd f rá rekst rarfélagi Ölf usborga
„Þegar hugað var aö framtíðarupp-
byggingu staðarins þótti nauðsynlegt
að gera ráð fyrir baðhúsi og jafnvel
sundaöstöðu, einkum með tilliti til þess
að ekki er baöaöstaöa í 22 húsanna á
svæðinu, svo og þess hlutverks staöar-
ins að vera orlofsstaður.”
Svo segir m.a. í orðsendingu
rekstrarstjórnar Ölfusborga sem bor-
ist hefur DV vegna skrifa blaðsins um
baðhúsbyggingu í Ölfusborgum.
Segir ennfremur að ákveðið hafi
verið að kaupa annað húsið sem verka-
lýðsfélögunum í Vestmannaeyjum hafi
verið gefið eftir gos, og breyta því í
baðhús.Síðan segir:
Þann 1. október 1981 geröu
arkitektamir Þorvaldur Kristmunds-
son og Magnús Guðmundsson nýja
kostnaöaráætlun um þær breytingar.
Sú áætlun hljóðaði upp á kr. 699.600,-
(miöað viö byggingavísitölu í sept. sl.
kr. 1.861.574,-). Á aðalfundi í Sam-
eignar- og rekstrarfélagi ölfusborga
sem haldinn var 27. febrúar 1982 var
kynnt tillaga um breytta tilhögun
baðhússframkvæmda. Var þar m.a.
gert ráð fyrir að flytja baöaöstööu frá
þeim stað sem upphaflegar tillögur
gerðu ráð fyrir, og að byggja nýtt hús
frá grunni. Þessi tillaga fékk ekki
hljómgrunn á fundinum, en jafnframt
var ákveðið að standa við fyrri ákvörð-
un um breytingu hússins og staðarval.
I samræmi við það voru framkvæmd-
ir loks hafnar í ágúst 1982. Þegar ljóst
var að framkvæmdin yrði kostnaðar-
samari en ráð haföi verið fyrir gert,
m.a. vegna vegðbólgu, var haldinn
fundur í fulltrúaráöi rekstrarfélags
ölfusborga 9. desember 1982, og leitað
eftir afstöðu húseigenda til fram-
kvæmdanna í Ijósi hins aukna kostn-
aðar. Var þar samþykkt að haldiö
skyldi áfram framkvæmdum við gerð
baðaðstöðu í ölfusborgum og var
stjórninni heimilað að innheimta hjá
húseigendum framlög til baðaðstöö-
unnar. A fundi í félaginu í febrúar 1983
var síðan ákveöin frekari tilhögun
greiðslna frá húseigendum svo að
ljúka mætti verkinu. Var framkvæmd-
um að mestu lokið í ágúst 1983.
Kostnaöurinn við breytingamar var
þá orðinn kr. 1.697.000.-skv. upplýsing-
um frá Bókhaldstækni. Sú tala gæti
breyst til hækkunar við endanlegt upp-
gjör framkvæmdanna. Talan 2,5
milljónir kr., sem mikið hefur verið
hampaö i blööunum mun vera komin
frá Halldóri Bjömssyni en þá tölu gaf
hann blaðamanni DV og hafði hann þá
í huga kaupverð hússins og kostnað við
uppsetningu þess í upphafi.
Ástæðan fyrir drætti á þessum
framkvæmdum frá 6. mars 1980 til
ágúst 1982 er einfaldlega sú að á árinu
1974 komu í ljós gíf urlegar skemmdir á
hitaveitukerfi oriofsbyggðarinnar í
Ölfusborgum, þannig aö endumýja
varð aUar lagnir bæði utan og innan á
öUu svæðinu. Framkvæmd þessi stóö
yfir rúmlega 2 ár og kostaði þá tugi
mUljóna kr. Það fé var fengið að láni
hjá lífeyrissjóðum og bönkum aö
stærstum hluta.
Við þetta komst rekstrarfélagiö í
mikinn fjárhagsvanda sem það hefur
fyrst á þessu ári komist út úr.
Aðalfundur Sameignar- og
rekstrarfélags Ölfusborga hefur dreg-
ist. Fundurinn hefur nú verið ákveðinn
hinn 26. nóvember nk. og verða reUcn-
ingar félagsins þá lagðir fram.
Næturakstur
fyrir Kópa-
vogsunglinga
— hefst væntanlega með næsta
diskókvöldi í Agnarögn
Akveðið hefur veriö að Strætis-
vagnar Kópa vogs geri tilraun tU þess
að reka næturakstur eftir diskókvöld
í nýrri félagsmiöstöö í bænum.
Agnarögn. Þar kom hins vegar upp
drykkjuvandamál fyrir þrem vikum,
annað diskókvöldið frá opnun, og var
ekkert diskótek síðustu tvær helgar.
Búist er við því að ungUngarnir
hafi nú áttað sig á þvi, hvaða afleiö-
ingar vandamál af þessu tagi geta
haft í för með sér og þess vegna verði
diskótek aftur jafnvel um næstu
helgi. Er þá ætlunin að SVK sendi
vagn um allan bæinn eftir diskótekiö,
um klukkan hálftvö aðfaranótt laug-
ardags.
Forstöðumaur SVK, Karl Áma-
son, segir það skUyrði af hálfu SVK
að fulltrúi útideildar Félagsmála-
stofnunar verði meö í förum.
Hugmyndir voru uppi um nætur-
akstur úr Reykjavík, þegar sem
mest bar á KópavogsungUngum á
HaUærisplaninu við Aðalstræti. Nú
hafa þeir unglingar að mestu flutt sig
á skemmtistaðinn D-11 við Smiðju-
veg í Kópavogi, svo að ekld er taUn
þörf á næturakstri SVK úr Revkja-
vík, unglinganna vegna. D-14 hefur
svo gamla herrútu I næturakstri um
aUt höfuðborgarsvæðið.
I samtaUnu við Karl Ámason sagöi
hann þaö mjög áríöandi aö góö sam-
skipti næðust mUU SVK og ungling-
anna, ef næturaksturinn ætti að eiga
framtíð fyrir sér. Það væri af nauð-
syn að hafa yrði sérstakan gæslu-
mann útideUdar með í fömm í þess-
ari tUraun, því að dæmi væra um að-
súg að vagnstjórum og lögregluað-
gerðir þeim til vemdar. HERB
Athugasemd frá Landssambandi iðnaðarmanna:
Óheillaspor
— ef sexmannanefnd
ákvarðar veiðskráningu eggja
Framkvæmdastjórn Landssam-
bands iönaöarmanna hefur sent frá
sér athugasemd vegna umræðu
þeirrar sem orðið hefur um verð-
skráningu á eggjum.
Landssambandið samþykkti á
fundi í síðasta mánuði að draga full-
trúa sinn úr sexmannanefnd ef verð-
skráning á eggjum yrði felld undir
nefndina eins og rætt hafði verið um í
sambandi viö stofnun eggjasamlags.
I athugasemd Landssambandsins
segir að í framhaldi af þessari sam-
þykkt hafi málsvarar Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins og fram-
kvæmdanefndar Sambands eggja-
framleiðenda drepið umræðunni á
dreif og vUjandi eða óvUjandi ekki
haldið sig við kjarna málsins. Hafi
þeir bendlað stjóm Landssambands-
ins við ummæli og skoðanir sem hún
hefur aldrei viðhaft.
Landssambandið viU því koma
eftirfarandi athugasemd á fram-
færi: ,díið sanna í þessu máli er á
hinn bóginn það að fyrirhugaðri stofn-
un eggjadreifingarstöðvar hefur
ekki verið mótmælt af hálfu Lands-
sambandsins. Stjórn Lands-
sambands iðnaöarmanna telur þaö
hins vegar óheUlaspor, verði orðið
viö kröfum vissra afla þess efnis, að
Framleiðsluráð landbúnaðarins,
með aðstoð sexmannanefndar, ann-
ist verðskráningu aUra eggja á inn-
lendum markaði. Eggjafram-
leiðendur hafa til þessa ekki notið
atbeina Framleiðsluráðs land-
búnaðarins og sexmannanefndar við
verðlagningu á eggjum. Hefur í þess-
ari búgrein rikt samkeppni og hafa
risið upp eggjabú sem án ríkisforsjár
og styrkja hafa getað boðið egg sín á
viðunandi verði, að minnsta kosti
miðaö við sumar aðrar landbúnaðar-
afurðir. I lögum er svo fyrir mælt að
landbúnaðarráöherra geti ákveðið
meö reglugerð að Framleiðsluráðið
skuli annast verðskráningu á eggj-
um, ef eggjaframleiöendur óski
þess. Ræður sexmannanefnd engu
um þá ákvörðun. I slíkri skipan felst
að allir verði að selja egg sín á sama
verði, nauðugir vUjugir, og varðar
refsingu ef einhver byöi þau á lægra
verði en hið opinbera skráða verð
segði til um. Skipti engu þótt
einstakir eggjaframleiðendur gætu
sýnt fram á að tilkostnaður þeirra
við framleiðsluna væri aðeins brot af
hinu opinbera verði.”
Stjórn Landssambandsins bendir
á að eggjaverð hafi veruleg áhrif á
verð innlendrar kökuframleiðslu og
þar með samkeppnishæfni fyrir-
tækja í brauð- og kökugerð gagnvart
erlendum keppinautum. Hjá fyrir-
tækjum í þessari iðngrein starfa nú
mUIi 600 til 700 manns. „Þessir aðUar
eiga rétt á því að afkomu þeirra sé
ekki teflt í tvísýnu,” segir í niðurlagi
ithugasemda Landssambandsins.
OEF
Leiðrétting:
Skákáhugamaður skal það vera
Guðmundur Búason alþingismaður
var sagður mikiU „skákmaður” í við-
tali sem birtist í DV á mánudag. Þarna
átti að standa „skakáhugamaður”, og
er Guðmundur beðinn velvirðingar á
þessu.
SÝNING
laugardag kl. 9—16.
Ármúla 20
Fteykjavík
Símar 84630
og 84635