Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1983, Page 32
40 Nýjar bækur DV. FÖSTUDAGUR18. NOVEMBER1983. LAURA INGALLS WILDER HÚSIÐ VIÐ SILFURVATN Láru-bækurnar Húsið við Silfurvatn Húsiö viö Silfurvatn er fimmta bókin í flokknum Láru-bækurnar en höfund- ur þeirra er Laura Ingalls Wilder. Fyrri bækurnar fjórar heita Húsið á sléttunni, Húsiö í Stóru-Skógum, Sveitadrengur og Húsiö viö ána. Karl Ingalls fær vel launaöa vinnu hjá fyrirtæki sem er aö leggja járn- braut vestur yfir Dakóta. Hann hefur líka hug á aö eignast jörð á þeim slóöum til að tryggja framtíö fjölskyld- unnar. Henni hefur liöiö vel í húsinu viö ána en nú eru aðstæður breyttar. Og í námunda viö Silfurvatn í Dakóta er mikið um aö vera, fólk flykkist þangaö til aö nema land og Karl ætlar ekki aö veröa síöastur í kapphalupinu. Húsiö viö Silfurvatn er 240 blaösíöur prýdd mörgum . teikningum. Oskar Ingimarsson islenskaöi. IASSI I ÍBARATTU Thoger Birkeland Lassi í baráttu I baráttu er fyrsta bókin í bókaflokki um strák sem heitir Lassi. Hann elst upp í litlu sjávarþorpi en aöstæöur verða til þess aö hann veröur aö flytj- ast til stórborgarinnar. Sagan segir frá baráttu Lassa í höröum heimi stór- borgarinnar. Hún lýsir því hversu ólík tilveran er á þessum tveim stöðum, þorpinu og borginni. Sagan er einkar vel rituð og heldur lesandanum viö efnið frá upphafi til enda. Hún gefur ljósa mynd af lífi sem ótrúlega mikill fjöldi barna og ungl- inga veröur aö búa viö en fæst okkar yröu líklega ánægö meö. Höfundurinn er einn snjallasti barna- og unglingabókahöfundur Dana, Thoger Birkeland. Bækur hans eru gífurlega vinsælar í Danmörku og fáir höfundar njóta viðlíka hylli ogl hann. Sigurður Helgason bókavöröur þýddi. Hann hefur ritað mikið um barna- og unglingabækur í blöö og tímarit. Bókin er 128 bls. í Din-broti. Prent- smiöjan Oddi hf. prentaði. Kápumynd er teiknuö hjá Almennu auglýsinga- stofunni hf. Til fundar við.. Jesú frá Nasaret eftir Paul Leer-Salvesen Þetta er fyrsta bókin í nýjum bóka- flokki — Til fundar viö... sem ætlaöur er börnum og unglingum. Þar er fjallað um fólk sem hefur haft mikil áhrif á aöra, jafnvel um allan heim, raunar á ólikan hátt og á mismunandi tímum. Því er þaö þó sameiginlegt aö áhrifa þess gætir enn í dag. Höfundur varpar fram spurningum sem eflaust leita á ungmenni. Hann svarar mörgum þeirra en minnir jafn- framt á aö ekki fæst svar viö öllu. „Hvernig var Jesús? Margir hafa sagt frá honum og æviferli hans. En enginn samtíöarmanna hans teiknaöi hann eöa lýsti útliti hans. Viö verðum því sjálf aö gera okkur mynd af honum í huga okkar.” Sagan um Jesú er hér sögö á annan hátt en viö eigum aö venjast. Frásögn- in er einföld og skýr en jafnframt áleit- in og vekur til umhugsunar. Paul Leer-Salvesen er guöfræöingur og hefur atarfaö sem fangaprestur. Hann hefur skrifaö nokkrar bækur fyrir ungmenni. Bók hans, Vængbrot- inn, hlaut verölaun norska mennta- málaráöuneytisins 1981. Næstu bækur í bókaflokknum veröa uin Chaplin, Bítlana og Martin Luther King. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er 112 bls. í Din-broti. ÆSKAN Pess bera menn sár eftir Ragnar Þúrsteinsson Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný íslensk skáldsaga eftir Ragnar Þorsteinsson. Haraldur og Karl voru æskuvinir og félagar sem ólust upp viö gjörólíkar aðstæður. Annar var sonur fátækrar verkakonu, hinn frá auöugu kaup- mannsheimili. Báöir lögöu þeir hug á sömu stúlkuna. Þá skildu leiðir. I staö vináttu tóku undirferli og hatur völdin. Gamalt leyndarmál snerti þá báöa, leyndarmál . einstæörar móöur og auöugs athafnamanns. Þess bera menn sár en ný íslensk ástar- og örlagasaga, raunveruleg og umfram allt spennandi. Bókin er 159 bls., prentuö og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikn- ingu geröi Kristján Jóhannsson. Margs konar dagar eftir Rune Belsvik Bókin fjallar um krakka í fiskiþorpi í Noröur-Noregi. Höfundurinn situr í stofunni heima hjá sér og horfir yfir bæinn. Hann lýsir því hvaö krakkarnir hafast aö. Það eru margs konar dagar sem líða hjá... — spennandi dagar þegar leyni- lögreglufélög eru stofnuð og heims- meistarinn í hjólreiðum brunar upp brekkurnar... — erfiöir dagar þegar mávurinn veld- ur áhyggjum og krakkarnir fljóta á jökumtilhafs... — kaldir dagar þegar margt frýs fast í svörtu myrkrinu — og dagar fullir af vorboöum. Rune Belsvik er ungur norskur rit- höfundur sem hlotið hefur verölaun og afar góöa dóma fyrir bækur sínar. Þýöandinn, Guöni Kolbeinsson, segir í viðtali í Æskunni um bókina: „Ég varö alveg heillaöur af þessari sögu og get sagt meö sanni aö það er langt síöan ég hef lesiö jafngóöa bók.” Bókin er unnin í Prentsmiöjunni Odda hf. Hún er 128 bls. í Din-broti. Jakobsglíman eftir Sigurð A. Magnússon i Ot er komin hjá Máll og menningu þriöja bindi uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar og ber þaö heitið JAKOBSGLlMAN. Fyrri bindin tvö eru Undir kalstjörnu, sem út kom 1979, og Möskvar morgundagsins frá 1981. IJAKOBSGLIMUNNI er sögumaöur nýfermdur og nær sagan yfir þrjú átakaár í lifi hans. Síöari heims- styrjöldin er í algleymingi en þrátt fyrir stríösgróöa hafa aðstæður fjöl- skyldu hans aldrei verið ömurlegri. Hér segir frá tilraunum drengsins til aö komast aö heiman, standa á eigin fótum, mennta sig og ná fótfestu í KFUM þegar hann hefur játast Kristi. Þar eru fyrir menn sem hafa mikil áhrif á sögumann og valda sumir erf- iöri togstreitu í sálarlífi hans. Um leið og sagan fylgir drengnum og lýsir af næmi umbrotum æskuára hans sýnir hún nánasta umhverfi hans og verður sérkennileg heimild um einstakling í Reykjavík stríðsáranna. Bókin er 263 bls., unnin aö öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd geröi Hilmar Þ. Helgason. íslandsferð sumarið 1857 eftir Nils O:son Gadde Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina Islandsferð sumarið 1857 eftir Nils O:son Gadde. I maí 1857 lögöu 4 Svíar af staö frá Kaupmannahöfn í rannsóknarleiö- angur til Islands og var leiðangurs- stjóri hinn kunni vísindamaöur Otto Torell. I hópnum var Nils 0:son Gadde, síöar læknir og prófessor í Lundi, og lýsti hann leiðangrinum ítar- lega í minnisblöðum og fjölmörgum sendibréfum sem hann síðar felldi í samfellda frásögn. Fyrir hann voru hin almennu áhrif af landi og þjóö það sem máli skipti. Hann lýsir mannlífi og kjörum þjóöar- innar, siöum og venjum en veröur einnig tíörætt um náttúru landsins og þá erfiöleika sem þeir félagar urðu aö yfirstíga vegna óblíörar veöráttu og straumharöra vatnsfalla. Feröalýsing Gaddes kom fyrst út í Svíþjóð áriö 1976, búin til prentunar og meö ítarlegum formála eftir Ejnar Fors Bergström og eftirmála eftir Olov Isaksson. Gissur 0. Erlingsson þýddi bókina á íslensku en umsjón meö íslensku útgáfunni haföi Þorvaldur Bragason landfræöingur. Islandsferö sumarið 1857 er 165 bls., prýdd fjölda mynda. Káputeikningu gerði Jean- Pierre Biard. Setningu, prentun og bókband annaöist Prentsmiöjan Oddi. ISLANDSFERÐ SUMARIÐ 1857 úr minnishlöAum og bréfum fr«í NILS O-SON GADDE Börnin syngja jólalög Komin er út jólasöngbók meö nótum, sem heitir BÖRNIN SYNGJA JOLA- LÖG. Þar er aö finna alþekkt jólalög og sálma, svo sem: Göngum við í kringum, Adam átti syni sjö, Þyrni- rós, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Gekk ég yfir sjó og land, I skóginum, Heims um ból, I Betlehem er barn oss fætt — og fleiri sálma og söngva, sem sungnir eru á jólunum. Lögin eru öll skrifuö og hljómsett á einfaldan hátt. Bókina prýöa stórar og fallegar lit- myndir, en Olafur Gaukur hljómlistar- maöur valdi lögin. Utgefandi er Set- berg. Kysstu stjörnurnar eftir Bjárne Reuter KYSSTU STJÖRNURNAR, barna- saga eftir danska rithöfundinn Bjarne Reuter, er komin út hjá Máii og menningu. Þetta er framhald af bók- inni Veröld Busters sem kom út í fyrra og þýðandinn, Olafur Haukur Simonar- son, fékk viöurkenningu fræösluráös fyrir. Olafur Haukur þýöir einnig þessa nýju bók. Söguhetjan, Buster Oregon, býr í Kaupmannahöfn og lendir í mörgum ævintýrum. I þessari bók spinnast þau mörg út frá leiksýningunni sem sett er á fjalirnar í skólanum og Buster tekur þátt í. Margar athyglisveröar per- sónur koma viö sögu, til dæmis Súlí- man fursti, Hrosshárs-Kalli, Elvíra álfamær, Rósa og Ingeborg, Villi Valdi, Pipar-Ása og heilagur Gogga- lús. Bjarne Reuter er nú einn vinsælasti barnabókahöfundur Dana og hefur samiöfjölda bóka. Kysstu stjörnurnar er 128 bls. Aftast eru nótur að lögum sem Olafur Haukur gerði viö texta í sögunni. Setningu og prentun vann Prentrún en Bókfell hf. annaöist bókband. Hugtölcog heiti í BÓKMENNTAFRÆÐI Hugtök og heiti í bókmennta- f ræðí tJt er komin á vegum Bókmennta- fræðistofnunar Háskóla Islands hand- bókin HUGTÖK OG HEITI I BOK- MENNTAFRÆÐI. Mál og menning gefur bókina út. Hér er fjallaö um helstu hugtök í bókmenntafræði í víöri merkingu, aö meötöldum skyldum greinum, svo sem ! bókmenntasögu, leiklistarfræöi, brag- fræði, stílfræði og þjóöfræði. Margir sérfróöir menn leggja hönd að þeim rösklega 700 greinum sem í bókinni eru en ritstjóri hennar er dr. Jakob Bene- diktsson. Áhersla er lögö á aö gera grein fyrir ýmsum nýjungum í bók- menntafræöi, sem lítið hefur birst um áður á íslensku, en einnig er fjallað ítarlega um atriði úr íslenskri bók- menntasögu. Þetta er ekki handbók sérfræðinga heldur er hún ætluö öllu áhugafólki um bókmenntir, almennum lesendum, kennurum, nemendum og rit- höfundum. Bókin er 318 bls., sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bund- in hjá Bókfelli hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.