Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Qupperneq 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. Samfestingar fyrir dömuna Þessi fallegi samfestingur er sá sem allar stelpur vilja í dag. Hann er til í svörtu og gráu og kostar 1.590 krónur. Peysan, sem er úr tweed, kostar 858 kr., trékúluhálsfesti sem er svo mjög vinsæl kostar 385 kr. og leöurbelti 450 kr. Þessi búnaöur ungu stúlkunnar í dag fæst í London, dömudeild, í Austurstræti. Dömu lambhúshettur Einu sinni vildu allar stelpur loðhúfur með dúskum. Nú er sú tfð liðin og nú er aðaltfskan lambhúshettur. Þær eru jafnt notaðar til skrauts og sem vörn gegn vetrarkuldanum. Þessi lambhúshetta fæst í London, dömudeild, og kostar 250 kr. Hún er ígráuog svörtu. Einnig er til úrval af sjölum frá 425 krónum. Tomma- og Jennabolur Verslunin Spói, í Kaupgarði f Kópavogi, selur þessa skemmtilegu Tomma- og Jennaboli. Þeir eru þannig gerðir að ef ýtt er á þá félaga ýlfra þeir á móti. Þetta er flík sem krakkarnir verða ekki fúlir út í. Og veröiö er aðeins 195krónur. Konunglegt frá Anemone og Tettan í Óskablóminu, Húsi verzlunarinnar, er aöeins vestur-þýskt gæðapostulín á boðstólum; konungleg merki eins og Tettan og Anemone ásamt fleiri heimsþekktum merkjum. Verðiðá vasanum á myndinni er 714 kr., kannan kostar 1.036 krónur. Skreytingar við öll tækif æri í Óskablóminu, Húsi verzlunarinnar, er mikið úrval af fallegum blómaskreytingum, bæði í postulínsskálum, bast- eða leirskálum. Verðiö er frá 450 krónum. IMachtmann kristall í Óskablóminu í Húsi verzlunarinnar við Kringlumýri er ákaflega fjölbreytt úrval af fallegum, vönduöum og heimsþekktum gjafa- vörum. Má þar nefna Nachtmann vestur- þýska handslfpaöa kristalinn sem fæst f úrvali. í þessum vörum er 24% blýkristall. Vasar á myndinni kosta kr. 1.848, vasi í miöið kr. 2.890 kr., öskubakki kr. 2.538 og kanna 4.268 kr. Einnig er mikiö úrval af veggskreytingum. ítalskar, handunnar styttur Ef þú vilt gefa alveg sérstaka gjöf þá færðu hana f Óskablóminu, Húsi verzlunarinnar. Má þar nefna þessar ftölsku, handunnu styttur, sem aðeins eru framleidd fimmtfu til hundrað stykki af hverri tegund, aðeins nokkur stykki af sumum. Með hverri styttu fylgir númeraðskír- teini. Verðið er frá 625 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.