Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 4
;
Mikil kirkju-
sóknyfir
jólahátíðina
Kirkjusókn var meö mesta móti yfir
jólahátíöina. Aösóknin aö miönætur-
messu í Hallgrímskirkju á aöfangadag
var svo mikil aö fjöldi manns varö frá
aö hverfa og var þó setið í hverju
homi, aö sögn Bemharðs Guðmunds-
sonar, fréttafulltrúa Þjóðkirkjunnar.
Voru dæmi þess að fólk kæmi þremur
stundarfjórðungum fyrr til aö tryggja
sér sæti undir messunni. Séra Sigur-
björn Einarsson biskup prédikaði og
Mótettukórinn söng.
Aö sögn séra Bernharðs var mjög
almennt aö fólk setti friöarljós út í
glugga klukkan níu á aöfangadags-
kvöld. Sagöist hann hafa heyrt að víöa
úti á landi heföi veriö kerti í glugga á
hverju húsi. Heföi þátttakan veriö mun
meiri núna en á síöasta ári þegar bisk-
upinn innleiddi þennan sið í fyrsta
sinn.
Séra Bernharður sagöi aö á að-
ventunni heföi þaö komið í ljós aö eftir-
sókn eftir boðskap jólanna væri að
aukast. Nú væru enda aö komast upp
ýmsar skemmtilegar heföir sem settu
jólahátíöina í stærra samhengi. Nefndi
hann sem dæmi friðarblysför sem
farin var niöur Laugaveg á Þorláks-
messu, þar sem kórar sungu en engin
kröfuspjöld voru höfö uppi. Blysfarir
voru einnig farnar á Egilsstööum og á
Húsavík í tengslum viö söfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þá voru
kirkjur víöa opnar til aö taka á móti
framlögum til söfnunarinnar og var
þar veitt kaffi. Söfnun Hjálparstofnun-
arinnar mun nú þegar vera oröin ein
stærsta söfnun sem farið hefur fram
hér á landi en framlög munu nú vera
komin á 12. milljón króna.
ÖEF
Séra Sigurbjörn Einarsson biskup messaði i miðnæturmessu i Hallgrims-
kirkju á aðfangadagskvöld.
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
/ Kristskirkju var miðnæturmessa á aðfangadagskvöld. Til vinstri við altarið situr Hinrik Frehen, kaþólski
biskupinn yfir íslandi.
DV-myndir EÓ.
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
dauðþreyttur og fimm kílóum
þyngri. Hversdagsleikmn tekur
aftur við.
Euda þótt mörgum finnist jólahald
heldur snubbótt, þegar ekki fæst út
úr því nema einn frídagur extra, þá
má ekki gleyma hinu að jólin hafa
margvíslega praktíska þýðingu. Allt
frá því í nóvember geta menn slegið
vandamálum og verkefnum á frest í
nafni jólanna, og satt að segja er
ekki hægt að byggja á neinu sem
máli skiptir fyrr en eftir jól. Nú eru
þau að vísu afstaðin en allir vita aö
vikan milli jóla og nýárs er líka góð
tU fyrirsláttar. Þá eru menn ýmist
að jafna sig eftir jólaátið eða
undirbúa sig fyrir nýársdrykkjuna,
og þannig geta tunguliprir letingjar
og ráðvandir skuldakóngar slegið
sér frest fram á nýtt ár í anda gleði-
legra jóla og farsæls komandi árs.
Og ef einhverjum skyldi nú detta í
hug að spyrja hvar jesúbarnið sé í
öUu þessu umstangi, þá í guðanna
bænum ekki færa það í tal fyrr en
seinna. Ekki vekja pabba, ekki pirra
börnin, ekki trufla mömmu við upp-
vaskið. AUir eiga jú að vera góðir á
jólunum.
Dagfari.
Ekki eru jólin fyrr gengin í garð en
þau eru yfirstaðin. Maturinn gleypt-
ur á nokkrum mínútum, gjafirnar
rifnar upp á augabragði, jólatréð
hrunið. Húsmóðirin er að niðurlotum
komin eftir eldamennsku og uppvask
og húsbóndinn leggst upp í dívan og
ropar. Börnin dansa til málamynda í
kringum jólatréð og úrvinda fjöl-
skyldur æðibunast á milli ættingja
meðan organdi grislingar rífast um
jólagjafir án þess að hafa hugmynd
um hver hafi gefið þær.
Allir hamast semsagt við að vera
góðir við sjálfa sig og aðra og eru því
fegnastir þegar öllu þessu er aflokiö.
Fréttir berast af trúarlegum
sprengjutilræðum í fæðingarlandi
frelsarans og írski lýðveldisherinn
minnir á málstað kaþólskra, meö
huggulegum jólasprengjum í mann-
þrönginni í London.
í Beirút brjótast út bardagar í takt
við jólastemmninguna, án þess að
nokkur taki eftir því að ráöi, enda
flytur útvarpið þser fréttir að jólin
hafi farið fram með allra friðsamieg-
asta móti. Hátíðarblær hefur verið
yfir öllu jólahaldi í hinum ýmsu
byggðarlögum landsins og engra
kirkjumuna er saknað úr guðshús-
JÓLASTEMMNINGIN
um, þrátt fyrir mikla kirkjusókn.
Prestarnir í Hallgrímskirkju
blessuðu sína endurheimtu kirkju-
muni, þakklátir fyrir þá guðsforsjón
að derrickar finnast hér á landi enn.
Má jafnvel halda því fram að
Derrick hafi nærri stolið senunni frá
Drottni, þangað til jólin skullu yfir.
En þar sem hvergi er minnst á þann
fyrrnefnda i jólaguðspjallinu tókst
okkur eins og endranær að halda upp
á fæðingu frelsarans án teljandi af-
skipta rannsóknarlögreglumanna.
Og þar sem ekki á að hafa nafn Guðs
að hégóma, skal tekið fram aö
derrickarnir, sem komu með þýfið
endurheimt . í Hallgrímskirkju á
aðventunni eiga þakkir skildar fyrir
vasklega framgöngu. Síbrotamenn-
irnir stóðust þeim ekki snúning frek-
ar en fyrri daginn og má lögreglan
reyndar vera þeim þakklát fyrir að
hafa stolið kirkjumununum. Það
hefðu jú getaö verið einhverjir aðr-
ir, og þá væri tómlegra um að íitast í
Hallgrímskirkju á þessum jólum.
Þannig hefur mannabyggð og
mannkyn getað haldið upp ó heilög
'ól, hvcr eftir sínu höfði, - r áftur c .
raaður veit af, verður hver að mæta
>. il vinuu á nýjan leik, útkeyrónr og