Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983. Hestastóð að angra íbúa í Árbæ og Breiðholtshverf i: „Lóðin mín leit út eins og kapp- reiðavöllur eftir heimsókn þeirra” —segir einn íbúanna sem hef ur í tvígang f engið stóð inn í garðinn hjá sér Margar kvartanir hafa borist aö undanförnu til lögreglunnar í Ár- bæjarhverfi út af hestastóði frá Vatnsendabúinu. Ganga hestarnir þaöan lausir og vaöa yfir lóðir og lönd íbúa í Árbænum og Breiðholti. Lögreglan og gæslumaður borgar- innar, Jón Helgi Haraldsson, hafa þurft að fara á hverjum einasta degi að undanförnu til að smala saman hestunum og reka þá heim og stund- um hafa þeir þurft að gera þetta oft á dag. Á þremum dögum fyrir jól voru t.d. bókaðar sjö kærur á þetta hesta- stóð frá Vatnsenda, en í því eru á milli 15 og 20 hestar. Hafa þeir valdið miklu tjóni á lóð- um og eignum fólks í þessum hverf- um og er reiöi í fólki út af aðgerða- leysi þeirra sem eiga hestana. Einn íbúi sem við töluðum við sagði að hann hefði fengið stóðið inn á lóðina hjá sér fyrir nokkru. Þá hefði ekki verið frost í jörðu og sagði hann að lóðin hjá sér hefði litið út eins kapp- reiðavöllur eftir heimsóknina. öll tré sem hann hefði gróðursett fyrir tveim árum væru ónýt. Yrði hann að ganga frá lóðinni upp á nýtt í vor og myndi það kosta sig mörg þúsund krónur. „Eg fékk nautahjörðina frá Vatns- enda yfir mig í haust en þegar búið var að loka nautin inni var hestunum sleppt lausum. Eg skil ekki hvernig á því stendur að þessi dýr fá að ganga laus og vaöa um allt í bæjarlandi Reykjavíkur. Við íbúarnir hér förum að grípa til örþrifaráða ef ekkert verður gert í þessu máli á næstunni,” sagöihann. -klp- oa aórir 9 ooi egfarenqur i Vésturkindsveq Þaö er búið að opna nýja bensínstöð við Langatanga í Mosfellssveit. Þar færðu bensín, olíur, bílavörur og allskyns smávörur. Opið alla daga frá kl. 8-22. Nú er urh að gera að renna við og reyna viðskiptin, okkareránægjan. Shell V/Langatanga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.