Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Page 6
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
RYÐVÖRN sf. SMIÐSHÖFÐA 1, S. 30945 Orösending til bifreiðaeigenda: Eigendur bifreiða úrg. '81 og eldri; vinsamlegast hugið að endurryðvörninni. Það er mesti sparnaðurinn. ttHr RYÐVÖRN
MIKIÐ ÚRVAL aTI
PRJÚNAGARNI. 1
Mikið úrval af bóní-
ullargarni og alullar-
garni
AUK ÞESS MIKIÐ URVAL AF
PRJÓNUM, SMÁVÖRUM
TILBÚNUM DÚKUM 0G
SMYRNA.
TÍSKUGARN, VENJULEGT GARN
HVERGI MEIRA ÚRVAL.
SJÓN ER SÖGU RÍKARí
PÓSTSENDUM DA GLEGA
. HOF
I - INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764
ppor crniCTiv/rrTO'TTrr rp crtir^ * rr\ tr 'rr'T-r 'trr
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
Þetta er fyrsta einbýllshúsið sem byggt er úr steinsteyptum einingum, framleiddum á Austfjörðum. Eigandi
bússins er Hreinn Halldórsson, fyrrum kúluvarpari, sem nú býr á EgUsstöðum.
DV-mynd Einar Rafn HaraldsSon.
Egilsstaðir:
Framleiðsla hafin á stein-
steyptum einingahúsum
Byggingafyrirtækið Brúnás á Egils-
stöðum hefur hafið framleiðslu á stein-
steyptum einingahúsum.
Framleiðslan hófst í haust og er því
enn á byrjunarstigi. Nú þegar hefur
fyrirtækið byggt eitt fjós og verið er að
leggja síöustu hönd á smíði einbýlis-
húss fyrir Hrein Halldórsson, Stranda-
manninn sterka.
Ragnar Jóhannsson, skrifstofustjóri
Brúnáss, sagði í samtali við DV aö enn
færi starfsemi þessi fram úti undir
beru lofti. öll tæki væru hins vegar
komin og meiningin væri að reisa verk-
smiðjuhús úr einingum á næsta ári ef
allar áætlanir standast.
Starfsmenn við framleiðsluna hafa
alla jafna veriö fjórir og sagði Ragnar
aö smíða þyrfti tíu hús á ári til þess að
verksmiðjan stæði undir sér. Aftur á
móti yrði hægt að framleiða um 25 hús
á ári með góðu móti þegar allt væri
komiðífullangang.
Brúnás smíðar einbýlishús og eru.
þau frá 112 fermetrum aö flatarmáli.
Fyrirtækiö hefur teikningar fyrirliggj-
andi, en væntanlegum húsbyggjendum
er einnig heimilt að koma með eigin
teikningar. Verð þessara einingahúsa
er rétt tæp ein milljón króna fyrir um
130 fermetra hús. Þá er það tilbúið
undir tréverk og málningu, raflagnir
eru komnar að hluta, en pípulögn
vantar.
Brúnás er fyrsti aðilinn á Aust-
fjörðum, sem framleiðir steinsteyptar
einingar til húsbygginga, en slík fyrir-
tæki eru til á nokkrum öðrum stöðum á
landinu. -GB
Föst yfirvinna sundur-
/fðuð eftir kynjum
Jóhanna Siguröardóttir alþingis-
maöur hefur lagt fram fyrirspurn til
fjármálaráðherra um hvernig greiðsl-
ur fyrir fasta yfirvinnu og afnot starfs-
manna af einkabílum skiptist milli
kynja.
1 fylgiriti með ríkisreikningnum
fyrir áriö 1982 voru þessir kostnaðar-
liðir tilgreindir sérstaklega og sundur-
liðaðir eftir ríkisstofnunum. Þar kom
fram að greiðslur ríkissjóðs til ríkis-
starfsmanna vegna afnota þeirra af
einkabílum sínum í vinnutíma námu á
árinu 1982 tæpri 51 milljón króna.
Greiðslur vegna fastrar yfirvinnu
námu 32,4 milljónum króna. Jóhanna
fer fram á aö þessir liðir verði sundur-
liðaðir eftir kynjum og að f jármálaráö-
herra svari fyrirspurninni skriflega.
I skýringum ríkisbókhaldsins með
fylgiritinu kom fram að níu stofnanir
höfðu ekki skilað upplýsingum þeim
sem beðið var um. Þessar stofnanir
eru Skálholtsskóli, Búnaðarfélag Is-
lands, Veiöistjóri, Fiskifélag Islands,
Aflatryggingasjóöur sjávarútvegsins,
Síldarútvegsnefnd, Brunabótafélag Is-
lands, Landsvirkjun og Orkubú Vest-
fjarða. Jóhanna spyr því einnig
hverjar hafi verið launagreiðslur, bif-
reiöa-, risnu- og ferðakostnaður þess-
ara stofnana og hvort þær séu undan-
þegnar þeirri upplýsingaskyldu sem
kveðið er á um í lögum um ríkisbók-
hald, gerð ríkisreikninga og fjárlaga.
ÖEF
Tillögur nefndar um endurskipulagningu sjúkratrygginga:
Tryggingaumboð inn á
heilsugæslustöðvamar
— og sjúkrasamlög lögð niður, spamaður 13,5 milljónir
I heilbrigðis- og tryggingamálaráöu-
neytinu liggja fyrir tillögur nefndar
um endurskipulagningu sjúkratrygg-
inga. Lagt er til að sjúkrasamlög
sveitarfélaga verði lögð niöur, að
Tryggingastofnun ríkisins annist allar
sjúkratryggingar og að umboö færist
frá sýslumönnum og fógetum á heilsu-
gæslustöðvarnar. Sparnaður í
tryggingakerfinu er talinn verða 13,5
milljóniráári.
Þetta eru megintillögur nefndarinn-
ar. Hún færir rök fyrir því að flytja
tryggingarnar inn á heilsugæslu-
stöðvarnar eða tengdar stofnanir. Þær
heyra undir sama ráðuneyti en núver-
andi umboö undir dómsmálaráöuneyt-
ið. Þó er talið hugsanlegt að nýta
núverandi skrifstofur sjúkrasamlagá í
stærstu kaupstöðum. Nefndin telur tví-
skiptingu trygginganna óhagkvæma
og rekstur sjúkrasamlaga ósamstæðan
innbyrðis. Með því að færa
tryggingarnar undir einn hatt hjá
Tryggingastofnun komi allt fjármagn
til þeirra frá ríkinu og hlutdeild
sveitarfélaga falli niður með aflagn-
ingu sjúkrasamlaganna. Gæti það
orðið liður í frekari breytingum á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Skýrt er frá því aö nú séu rekin 25
umboð Tryggingastofnunar, þar af 23
hjá sýslumönnum og fógetum en tvö á
vegum sjúkrasamlaga. Sýslusjúkra-
samlög eru nú 20, 19 rekin af sýslu-
mönnum og eitt hjá kaupstaðarsam-
lagi. Kaupstaöasamlögin eru 20 og þau
stærstu með eigin skrifstof ur.
Nefndin telur þetta kerfi flókið og
ekki í samræmi viö þá þjónustu sem
ætlunin er að veita. Auk þess feli það í
sér fjármunasóun og þjóöhagslega
óhagkvæmni.
HERB