Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Qupperneq 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
7
Isak fékk
gefins
nýja skó
Isak Stefánsson, 7 ára pilturinn í
Kópavogi sem setti skóinn sinn út í
glugga og varö síðan fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu aö skórinn, nýr
spariskór, var skorinn og eyöilagöur
fékk gefins nýja skó frá Skóverslun
Kópavogs fyrir hátíöina.
Spariskórnir voru á sínum tíma
keyptir í Skóverslun Kópavogs. Er
kaupmaöurinn þar frétti af þeim örlög-
um, sem spariskórinn fékk, ákvaö
hann aö gefa Isak nýja skó.
Aö vísu haföi móöir Isaks keypt nýja
spariskó handa honum strax eftir eyöi-
legginguna þannig aö Isak mátti velja
um skó. Hann valdi strigaskó,
sem örugglega eiga nú eftir aö koma
sér vel þegar sól fer aö hækka aftur á
lofti.
-JGH
Þ að er nauðsynlegt fyrir trompmiðaeigendur að kunna að
margfalda með 5. Trompmiðinn hefur nefnilega þá eiginleika,
að hann fimmfaldar alla vinninga, sem á hann falla. í vinningaskrá
HHI ’84 stendur t.d. 9 vinningar á eina milljón. Sá sem á trompmiðann
afvinningsnúmerinu, hlýtur 5 milljónir í vinning — góð útkoma það!
Líttu við hjá umboðsmanninum og náðu þér í tromp
VINNINGASKRÁ FYRIR
TROMPMIÐAEIGENDUR
1 @ 5.000.000 5.000.000
1 — 1.000.000 1.000.000
23 . - 500.000 11.500.000
298 — 100.000 29.800.000
2.415 — 20.000 48.300.000
12.212 - 12.500 152.650.000
50 aukav. 75.000 3.750.000
15.000 252.000.000
m--------------------------
„Gjörðu svo vel, ísak, og gleðileg jól,”
sagði Ásgeir Jónsson í Skóverslun
Kópavogs er hann gaf ísak nýja skó.
DV-mynd EinarOlason.
REIKNINGSDÆMI
] FYRIR TROMP
IV ÍIÐAEIGENDUR
--------,-
Einfalt
Skagaströnd:
Sauma-
stofa
gefur bág-
stöddum
fatnað
Frá Birgi Amarsyni, fréttaritara DV á
Skagaströnd:
Starfsfólk og forráöamenn sauma-
stofunnar Víólu á Skagaströnd afhentu
nýlega Rauða krossi Islands aö gjöf
fatnað og teppi í tilefni af söfnun vegna
bágstaddra fórnarlamba náttúruham-
fara.
Um er aö ræða 26 teppi úr uUarvoð og
88 ullarpeysur á börn og fuUorðna.
fyrirtækiö gaf allt efniö og starfsfólkið
vinnu sína viö saumaskapinn.
Fyrirtæki Gunnars Jónssonar flutti
varninginn endurgjaldslaust til
Reykjavíkur.
-GB
Eyrarbakki:
Hrað-
frysti-
stöðin
40ára
Frá Magnúsi Karel Hannessyni,
fréttaritara DV á Eyrarbakka.
Hraöfrystistöö Eyrarbakka heldur
upp á 40 ára afmæli sitt um þessar
mundir. Byrjað var aö grafa fyrir
húsinu á Þorláksmessu árið 1943 og tók
það til starfa voriö eftir.
Á þessum 40 árum hefur Hraðfrysti-
stööin veriö aðalatvinnufyrirtæki Eyr-
bekkinga og- aö jafnaöi hafa 60—70
manns verið þar á launaskrá, en fleiri
á vertíðum. Nú er aftur á móti heldur
dauft yfir húsakynnunum þar sem
engin vinna hefur veriö þar í nokkurn
tíma. En stefnt er aö því aö hefja fisk-
verkun aftur eftir áramót.
-GB