Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Page 11
Dv! ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983. n
20. mars 1983 brast skyndilega á mikiö óveöur með snjókomu og skafrenningi. Hundruö bíla festust víðsvegar um borgina.
Myndin sýnir félaga úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík viö hjálparstörf þann dag.
Geta hjdlparsveitir
þuift á hjúlp aö halda?
í hálfan annan áratug hafa Hjálparsveitirskáta aflaö fjártil reksturs
sveitanna og tækjakaupa meö sölu flugelda. Árum saman gaf
flugeldasalan lítið í aöra hönd, en meö markvissu uppbygginga-
starfi sjálfboöaliöa, hagkvæmari og fjölbreyttari beinum innkaup-
um, og auglýsingastarfi hefur markaðurinn verið stækkaður og
tekjurnar þar meö aukist.
Síöustu ár hafa tekjur af flugeldasölunni staðið undir stórum hluta
af rekstrarkostnaði Hjálparsveitanna. En á sama tíma hefur þaö
einnig gerst, eins og svo oft gerist, þegar byggt hefur verið upp í
langan tíma og árangur er í sjónmáli - koma aörir til skjalanna og
segja: Nú get ég.
Þannig fer þeim félagasamtökum nú fjölgandi frá ári til árs sem
ætla sér aö sækja í flugeldasölu skjótfengið rekstrarfétil starfsemi
sinnar.
Vissulega eru íþróttafélög og önnurfrjálsfélagastarfsemi fjárþurfi,
og síst dettur okkur í hug aö kvarta undan hóflegri samkeppni, en
hættan sem er samfara þessari þróun er sú, að þegar „aliir" eru
komnir í flugeldasölu hefur enginn neitt út úr því nema fyrir-
höfnina.
En þá er komið að spurningunni: Hversvegna skyldu Hjálparsveitir
skáta fyrst og fremst njóta góðs af flugeldasölunni?
Eru ekki allskonar félagasamtök alls góðs makleg? Jú, jú svo
sannarlega. En því ertil að svara að mörg þessara félagasamtaka
hafa helgað sér aðrar fjáröflunarleiðir - svo sem sölu getrauna-
seðla — sölu auglýsinga - merkjasölu — sölu á jólatrjám - jóla-
pappír - perum og fleiru og fleiru.
Hjálparsveitirnar hafa ekki farið inn á fjáröflunarleiðir annarra og
telja því ekki óeðlilegt að þeirra sérstaða sé virt. Það getur heldur
ekki talist óeðlilegt að sá aðili sem plægt hefur akurinn og sáð í
hann í 15 ár skuli vilja njóta uppskerunnar.
Þó er enn ótalin veigamesta röksemdin.
Óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf íslenskra björgunar- og hjálpar-
sveita á sér fáar - ef nokkrar hliðstæður í heiminum. Allan ársins
hring — á hvaða tíma sólarhrinsgins sem er, eru hundruðirfélaga
tilbúnir til hjálpar- og björgunarstarfa - og leitar að týndu fólki.
Og til þess að vera vel í stakk búnir þegar beiðni um aðstoð berst,
verja félagar Hjálparsveitanna þúsundum vinnustunda árlega í
æfingar og viðhald og endurnýjun tækjabúnaðar.
Þúsundir landsmanna hafa notið þjónustu hjálparsveitanna þegar
náttúruhamfarir hafa dunið yfir, - á vegum úti og jafnvel í höfuð-
borginni miðri í vitlausum vetrarveðrum, — og þeir eru ófáir sem
ekki væru til frásagnar nú hefðu ekki komið til björgunar- og
leitarstörf Hjálparsveitanna.
Það er engin spurning, hjálparsveitir verðum við að hafa. Rekstur
þeirra kostar mikið fé — farartæki til þess að komast leiðar sinnar í
hvaða veðri sem er, fást ekki gefins. Þess vegna þurfa Hjálparsveit-
irnar að vernda og halda utan um fjáröflunarmöguleika sína.
Þess vegna svörum við spurningunni í upphafi játandi - Hjálpar-
sveitirnar þurfa á hjálp að halda. Til þess að þær geti sinnt hjálpar-
starfi.
Um leið og við þökkum þér lesturinn biðjum við þig að huga að
framansögðu þegar þú kaupir flugelda til áramótanna.
Sýnið aðgát á gamlárskvöld.
Gleðilegtár.
LANDSSAMBAND
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
G«sii B Bfornss