Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 16
Spurningin Hefur þú séð einhverja! þessara erlendu nektar- dansmeyja sem hingað| hafa komið til að skemmta? Jón Tryggvason bifvélavirki: Nei, ég hef ekki áhuga. En þetta er sjálfsagt fyrir þá sem hafa áhuga á svona skemmtunum. Fjóla Benediktsdóttir húsmóðir: Nei, ég er ekki úr bænum. En ég er ekki meðmælt þessum skemmtunum. Sveinn Sigurðsson húsasmíður: Nei, ég hef enga séð, ég bý úti á landi. Ann- ars fengi ég ekki aö fara á svona skemmtanir. Þetta er alveg sjálfsagt hér á landi eins og annars staöar. Metta Friðriksdóttir bankamær: Nei, ekki neina. Eg hef engan áhuga á slíku. Þetta er allt í lagi fyrir þá sem áhuga hafa. Páll Sveinsson nemi: Já, ég held ég hafi séð þær allar og sumar oftar en einu sinni. Þetta er hin besta skemmt- an. Við þyrftum að fá íslenskar stelpur til að skemmta, það væri ólíkt þjóð- legra. Snorri Baidursson kennari: Nei, þaö hef ég ekki gert. Það gæti þó verið að maður fylgdist með einni siíkri en maöur gerði sér þó ekki sérstaka ferð tilþess. DV. ÞRIÐJÚDAGiJr 27. DESEMBER1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ÞRÓUNARAÐSTOÐ BESTIKOSTURINN H.Þ. skrifar: Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú hafið eina söfnunarherferö sína enn. ' Eins og svo oft áður fer meginhluti söfnunarfjárins til aðstoðar við van- þróuö ríki í Afríku. I þessum ríkjum Igeisar mikil hungursneyð og fjöldi ' manns lætur lífið á degi hverjum. Þó aö hlutur okkar Islendinga sé kannski ekki stór getur hann bætt kjör margra sveltandi Afríkubarna. Með því að senda þessar fisktöflur sem hjálparstofnunin ætlar aö senda út er hægt að koma í veg fyrir margt dauös- fallið sem annars yrði vegna skorts á eggjahvítuefnum í fæðu fólksins. Þetta fólk þjáist af sjúkdómum sem viö Vesturlandabúar þekkjum ekki. Næringarskortur sem fyrir löngu hefur verið útrýmt hér meðal okkar leggur margan Afríkubúann. Það er því margt gott hægt að segja um fisktöflusendingar Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, þær eiga eftir að koma í veg fyrir margt dauösfalliö sem annars yrði. En sá þáttur í hjálparstarfi Hjálparstofnunar kirkjunnar sem snýr að þróunaraöstoð er sá þáttur sem kemur þessu bág- stadda fólki mest til góða. Það að geta verið sjálfum sér nógur eiga að vera sjálfsögð mannréttindi. Hvað gleður þetta fólk meira en að sjá verkefni lok- ið sem það sjálft hefur unnið að? Vatnsbrunnar með ómenguðu vatni, Allir eiga að hafa jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, segir bréfrit- ari og vill að þingmenn taki það tii greina. Fellið frumvarpið 6438-3965 hringdi: Mig langar til að koma því á fram- færi að ég er mjög óánægð með þær hugmyndir heilbrigöisráöherra og ríkisstjórnarinnar að láta sjúklinga taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir sjúkrahúslegu. Það er ekkert annað en stórfelld rýrnun á kjörum hinna lægst launuðu. Við Islendingar hrósum okkur yfir góðu heilbrigðiskerfi þar sem fólk get- ur lagst inn á spítala án þess aö komast á vonarvöl fjárhagslega. En ef þessar hugmyndir ná fram að ganga getur það þýtt að þeir sem minnstu hafa úr að spila komist ekki á spítala. Nóg er búið aö hækka verð á lyfjum, fátækt fólk hefur vart efni á að veita sér þann munað að kaupa lyf. Eg skora því á okkar hæstvirta þing- menn að fella þetta frumvarp þegar það kemur til atkvæðagreiðslu. Allir eiga að hafa jafnan aögang aö heil- brigðiskerfinu. Þó hlutur okkar íslendinga sé kannski ekki stór getur hann bætt kjör margra svettandi Afrikubama, segir H.Þ. í bréfi sinu. veituframkvæmdir til að auka upp- skeru og alls kyns framkvæmdir veita heimamönnum þá mestu hjálp sem hægt er aö veita þeim. Það ætti því aö auka þennan þátt í hjálparstarfinu, hann er sá besti þegar horft er til f ram- tíðarinnar og möguleika þessa fólks til bættra lífskjara. Stöndum því saman um aö gera veg þessarar söfnunarherferðar sem mestan, hér er á ferðinni þarft málefni og margt lítið gerir eitt stórt. Ertendu lánin — þurfa nánari skýringa Lesandiskrifar: Okkur hefur ekki blöskraö, Islend- ingum, þegar við höfum lesið um að ríkisstjórnir okkar hafi tekið erlend lán af hinu og þessu tilefninu. Eg segi hinu og þessu tilefninu, vegna þess að það hefur ekki alltaf veriö til verklegra framkvæmda sem bankastjórar okkar og forstööumenn opinberra sjóða hafa gengið á fund erlendra lánveitenda og óskaö lána- fyrirgreiðslu. Þegar nauðsynlegar framkvæmdir hafa staöið yfir eða verið í bígerð, svo sem raforkuframkvæmdir, er þaö ekki tiltökumál þótt við leitum aðstoðar erlendra lánastofnana. Hitt þarf nánari skoðunar viö þeg- ar sendir eru kosnir ráöamenn þjóðar- innar gagngert til að framlengja hvert lániö á fætur öðru, tvist og bast um heiminn, raunar alls staðar þar sem ráðamenn telja sig eiga aðgang aðfé. Fréttin um síðustu lántöku okkar, í Sviss, 650 milljónir króna, sem sagt er að eigi að verja til aö „greiða eldri lán og óhagstæðari” er alls ekki til þess fallin að lægja þann orðróm sem skotið hefur upp kollinum, að þjóðar- búið sé aö komast í alvarleg greiðsluvandræði. Nýjustu lántökufréttir þurfa a.m.k. miklu nánari skýringar en. þeirra sem lesnar eru upp í ríkisfjöl- miðlunum og sendar til fjölmiðla. Opinberum aöilum ber að skýra almenningi frá því í smáatriðum hvaða lán verði endurgreidd, ef ein- hver, og hve mikið standi eftir af þeim lánum sem flokkast undir „óhagstæð” lán. Ennfremur hljóta stjórnvöld þau er nú eru í forsvari að skýra fyrir fólki hvers vegna enn sé leitað á erlenda lánamarkaði, aðal- lega til að framlengja eldri lán þegar núverandi ríkisstjóm setti það sér- staklega á málefnalista sinn að stöðva lántökur erlendis í bili. Annaö erlent lán er mjög í sviðs- ljósinu þessa dagana. Það er lániðtil flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Heimildin um 22 millj. dollara lán eða 616 millj. íslenskra króna og niðurfelling allra gjalda til ríkisins af tækjum og búnaöi vegna bygg- ingarinnar er engan veginn réttlætanleg eins og á stendur. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er engin þörf fyrir nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli miðaö við þann ferðamannastraum sem þar fer í gegn. — Á næstu árum verður þar, án nokkurs vafa mjög minnkandi feröatíöni og viðkoma flugvéla og engin von til þess að Islendingar leggi í frekari kostnaö vegna endur- nýjunar á flugflota sem ríkið yrði að standa undir. Það er miklu raunhæfara að ætla að Islendingar þurfi að leita eftir nánari samvinnu við erlend flugfélög til að taka aö sér að hluta a.m.k., þá flutningsþörf sem eftirspurn veröur fyrir. Það er vitað að taprekstur er á öllu flugi hér á landi nema því sem stundað er milli Evrópu og Banda- ríkjanna með millilendingu hér á landi og heldur uppi þeim rekstri sem enn er gangandi. Það er hætt við að sú flugstöð sem hér á að rísa verði eins konar draugabygging, svipuð þeirri sem byggð var á Nýfundnalandi (Gander) á uppgangsárum farþega- flugsins yfir hafið. Sú bygging varð lítt sem ekkert nýtt eftir að þotur komu til sögunnar. En hvað sem líöur þróun flug- málanna, eru erlendar lántökur til flugstöðvabyggingar eöa annarra óarðbærra verkefna nokkuð sem ráðamenn geta ekki skotið sér undan að stööva nú þegar. Það er full þörf á nánari skýringum á stöðu okkar við allar erlendar lánastofnanir. Þessi mynd er fré Sviss, en þar hafa réðamenn nýlega tekið 650 milljón króna lén tH að greiða eldri og óhagstæðari lán. Bréfritari segir þessa léntöku ekki til þess fallna að auka traust manna á þjóðarbúinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.