Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Síða 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
fþróttir
íþrótt
íþróttir
íþróttir
„Oðladist sjálfs-
traustið á ný”
— sagði Charlie Nicholas eftir að hann hafði skorað tvö mörk fyrir Arsenal
í 4:2 sigri á Tottenham. Forusta Liverpool í 1. deild nú þrjú stig
„Eg hef öðlast sjálfstraustið á ný en
veit ekki hvort ég get beint þakkað það
Don Howe, því það var gott að vera
undir stjórn Terry Neil. White Hart
Lane hefur reynst mér góður völlur,”
sagði Charlie Nicholas, Skotinn dýri
hjá Arsenal, eftir að hann hafði skorað
tvö mörk fyrir Arsenal gegn Totten-
ham í gærmorgun og lagt tvö önnur
mörk upp í 4—2 sigri Arsenal á ná-
grönnum sínum, Tottenham, í norður-
bæ Lundúnaborgar. Leikið á velli
Tottenham og þessi sigur treystir
Howe eflaust í sessi hjá Arsenal. Tveir
sigrar síðan hann tók við af Neil.
En leikmenn Tottenham fóru illa að
ráði sínu í leiknum, hefðu svo auðveld-
lega átt aö geta sigraö. Allan Brasil
misnotaði þrjú góð færi og Gary
ÚRSLIT
Urslit í leikjunum á Englandi og
Skotlandi um jólin.
l.DEILD:
Birmingham-Nottm. For. 1-2
Coventry-Man. Utd. 1—1
Evertoii-Sunderland 0—0
Ipswich-Wolves 3—1
Leicester-QPR 2—1
Notts Co-Luton 0-3
Stoke-Norwich 2—0
Tottenham-Arsenal 2—4
Watford-Aston Villa 3—2
WBA-Liverpool 1—2
West Ham-Southampton 0-1
2.DEILD:
Bariisley-Cambridge 2—0
Cardiff-Swansea 3—2
C.Palace-Brighton 0—2
Fulham-Derby 2—2
Grimsby-Sheff. Wed. 1—0
Leeds-Huddersfield 1—2
Man. City-Oldham 2—0
Middlesbro-Carlisle 0—1
Newcastle-Blackburn 1—1
Portsmouth-Carlton 4—2
Shrewsbury-Chelsea 2—4
3.DEILD:
Bournemouth-Newport 1—1
Burnley-Bradford 1—2
Gillingham-Southend 5—1
Huli-Scunthorpe 1-0
Lincoln-Walsall 2—1
Oxford-Bristol Rov. 3—0
Plymouth-Exeter 2—2
Preston-Port Vale 4—0
Brentford-Wimbledon 3—4
4.DEILD:
Aldershot-Reading 0-0
Bristol City-Stockport 3—1
Bury-Rochdale 3—1
Halifax-York 1—2
Hartlepool-Darlington 2—1
Hereford-Crewe 0-1
Peterbro-Colchester 2—0
Torguay-Swindon 1—0
Wrexham-Chester 2—0
SKOSKA ÚRVALSDEILDIN:
Motherwell-Hearts 1—1
St. Mirren-Aberdeen 0—3
Létt hjá
Liverpool
— gegn Birmingham
ímjólkurbikamum
Liverpool vann auðveldan sigur, 3—
0, á Birmingham sl. fimmtudag í 4.
umferð enska mjólkurbikarsins.
Liverpool hefur sigrað í þessari keppni*
þrjú síðustu árin. Leikur á útivelli
gegn efsta liðinu í 2. deild, Sheff. Wed.,
í fimmtu umferð. Steve Nicol skoraði
fyrsta mark Liverpool gegn Birm-
ingham á 38. mín. í síðari hálfleiknum
skoraði Ian Rush tvívegis, síðara
markið á 75. mín. úr vítaspyrnu.
Áhorfendur voru aðeins 11.500. -hsím.
Stevens átti tvívegis skot í þverslá
Arsenal-marksins. Nicholas náði
forustu á 20. mín. en Graham Roberts
jafnaði fyrir Tottenham. 1—1 í hálf-
leik. I byrjun síðari hálfleiks náði
Nicholas aftur forustu. Steve Archi-
baldjafnaði í 2—2. En Raphael Meade
skoraöi tvivegis fyrir Arsenal loka-
kafla leiksins eftir undirbúning Nichol-
as, sem lék nú aftar í liði Arsenal en
undir stjórn Neil. Meade hefur skorað
fimm mörk í tveimur leikjum fyrir
Arsenal á leiktimabilinu, Nicholas
fimm í 23 leikjum. Rétt í lokin kom Ray
Clemence í veg fyrir þrennu Meade
meö frábærri markvörslu. Ahorfendur
38þúsund.
Liverpool jók forustu sína í þrjú stig
eftir sigur á hálfgerðu varaliði WBA í
gær. Sjö aðalmenn WBA vantaði.
Liverpool hafði verulega yfirburöi í
fyrri hálfleiknum. Steve Nicol kom
Liverpool í 0—1 á 17. min. og strax á
eftir fékk Kenny Dalglish tvö auðveld
tækifæri, sem honum tókst ekki aö
nýta. Eftir það hljóp nokkurt kæruleysi
i leikinn hjá Liverpool-leikmönnunum.
Þeir voru með alla sína bestu menn,
Dalglish og Alan Kennedy komust í
gegnum læknisskoöun rétt fyrir leik-
inn. A 60. mín. tókst Tony Morley að
jafna fyrir WBA og Cyrille Regis var
mikill klaufi að ná ekki forustu á næstu
mínútu. Það átti eftir að reynast WBA
dýrt. Liverpool náði knettinum, Dal-
Loksins átti Charlie Nicholas stór-
leik með Arsenal. Skoraði tvö mörk
gegn Tottenham og lagði upp önnur
tvö.
glish lék upp kantinn og gaf síðan vel
til Graeme Souness, sem skoraði sigur-
mark Liverpool. Eftir markiö náði
Liverpool yfirhöndinni á ný og mark
liðsins komst ekki í frekari hættu nema
hvað Morley spyrnti framhjá en hætta
virtist þá lítil. Ahorfendur 25 þúsund.
Spenna í Coventry
„Eg er ánægður með jafntefliö þó
svo við hefðum komið til að sigra.
Coventry hefur góöu liði á aö skipa,”
sagöi fyrirliöi Man. Utd. Ray Wilkins,
eftir jafntefli Coventry og Man. Utd.,
1—1. Bæöi mörkin skoruð úr vitaspyrn-
um. Þeir Bryan Robson og Gary Bailey
léku ekki með United en Gordon
McQueen var meö á ný. Coventry sótti
mun meira i leiknum en vöm Man.
Utd. sterk og rétt fyrir iokin varði Jeff
Walands mjög vel frá Terry Gibson.
Coventry-liöiö var eins skipað og í
sigurleiknum gegn Liverpool.
A 22 míd. var dæmd vítaspyrna á
Coventry, sem þótti nokkuð vafasöm
og skoraði Arnold Miihren úr henni.
„Þetta var nokkuð strangur dómur en
þó hafði dómarinn sennilega rétt fyrir
sér. Vamarmaöurinn Allardyce braut
á Remi Moses eftir að hann haföi
skallaö á markiö,” sagði Frank
McLintock, fréttamaður BBC, og þótti
skrítið hve seint dómarinn flautaöi.
Um vítaspyrnu Coventry var hins
vegar enginn vafi. Einn vamarmanna
Man. Utd. hreinsaði þá frá en knöttur-
inn fór beint í Múhren og þaöan til miö-
herjans stóra hjá Coventry, Bamber.
Hann komst frír að markinu en Jeff
Walands braut á honum. Terry Gibson
tók vítaspyrnuna og skoraði örugg-
lega. Vamir beggja liða voru mjög
sterkar í leiknum en framlína
Coventry mun beittari. Framlína
United slök, Arthur Graham sást varla
og þeir Frank Stapleton og Crooks,
lánsmaöurinn frá Tottenham, ná ekki
saman. Ahorfendur 21.453 og er það
mesta aðsókn hjá Coventry síöan Man.
Utd. kom þar í heimsókn fyrir tveimur
árum — í fyrsta leiknum leiktímabibð
1981-1982.
Luton í þriðja sætið
Liverpool er nú efst meö 40 stig, Man.
Utd. í öðru sæti meö 37 stig og i þriðja
sæti er nú Luton Town, liðiö sem var
við aö falla niöur í 2. deild í vor. Luton
vann auöveldan sigur í Nottingham í
gærmorgun, 3—0 gegn Notts County.
Trevor Aylott skoraði tvö markanna,
Ray Daniel eitt og Luton-liðið lék oft
frábæra knattspyrnu í leiknum.
West Ham tapaði á heimavelli fyrir
Southampton og veitir nú efstu lið-
unum varla meiri keppni um meistara-
titilinn. Peter Shilton átti mjög snjall-
an leik í marki Dýrlinganna og var
maöurinn bak við sigurinn á West Ham
en eina mark leiksins skoraði Danny
Wallace á 64. mín. Swindlehurst lék
ekki meö Lundúnaliðinu og var fram-
línan mjög bitlaus án hans. Þá meidd-
ist fyrirliöinn Frank Lampard í leikn-
um og mun ekki frekar en Swindle-
hurst leika gegn Luton Town í dag.
Leicester City vann öruggan sigur,
2—1, á QPR í gær — miklu öruggari
sigur en tölurnar gefa til kynna. Þeir
Lineker og Lynex komu Leiccster í 2—
0 í fyrri hálfleik en þegar langt var
liðið á leikinn gaf dómarinn QPR víta-
spyrnu sem Terry Fenwick skoraöi úr.
Leicester varð fyrir áfalli í leiknum,
Lynex var borinn af velli og eru litlar
líkur á aö hann geti leikið gegn Liver-
pool á Anfield í dag. Það er merkilegt
að Leicester hefur oft gengið vel gegn
Liverpool. Sigraði til dæmis í báðum
leikjunum síðast, þegar Leicester var
í 1. deild leiktímabilið 1980—1981 en féll
þó niður.
Botnliöunum gekk nokkuð vel í gær,
nema Ulfunum. Stoke vann Norwich
og Qatford gerði sér lítið fyrir og vann
Aston Villa 3—2 á heimavelli sínum.
Þeir Gilligan, tvö, og Barnes skoruðu
fyrir Watford en Cusbishley og Walters
fyrir Villa. Paul Mariner og Kevin
O'Callaghan skoruðu fyrir Ipswieh
gegn Ulfunum. Hins vegar tapar
Birmingham leik eftir leik — sínum
sjötta leik í röö í 1. deild gegn Notting-
ham Forest í gær. Þó náði Birming-
hain forustu með marki Kevin Rogers
á fimmtu mín. en Rogers lék sinn
fyrsta leik í aðalliöi Birmingham.
Gary Birtles tókst að jafna í 1—1 fyrir
Forest snemma í síöari hálfleik og
Hodge skoraöi sigurmarkið undir
lokin. Ekkert mark var skorað í leik
Everton og Sunderland í Liverpool.
Sunderland lékmeö tíu mönnum lengi i
síðari hálfleik, Chisholm rekinn af
velli.
Sheff. Wed, tapaði
Sheff. Wed, tapaöi öðrum leik sínum
á leiktímabilinu í Grimsby en hefur þó
örugga forustu í deildinni. Chelsea
vann mjög athyglisverðan sigur í
Shresbury og heldur ööru sæti en síðan
koma Newcastle og Man. City. New-
castle var heppið að ná jafntefli á.
Magnús Bergs — fyrsti islendingurinn til að leika með spánsku f élagsliði.
Magnús Bergs
til Spánar
— hef ur skrifað undir samning við félagið
SantanderáN-Spáni
— Þetta er mjög spennandi
verkefni. Það er alltaf gaman að fara á
nýjar slóðir og reyna eitthvað nýtt,
sagði Magnús Bergs, landsliðsmaður í
knattspyrnu, sem hefur gengið til liðs
við spánska félagið Santander, sem er
frá samnefndri borg á norðurströnd
Spánar — rétt fyrir vestan Bilbao.
Magnús hefur skrifað undir leigu-
samning fram til vorsins og ef hann
kann vel við sig hjá Santander mun
hann skrifa undir tveggja ára samning
eftir keppnistimabiiið.
Magnús er fyrsti Islendingurinn sem
hefur gerst atvinnumaður hjá spánsku
knattspyrnufélagi. Hann hefur leikið í
V-Þýskalandi — með Borussia Dort-
mund. Gerðist leikmaður hjá félaginu
1980 en 1982 gekk hann til liðs við belg-
íska félagiö Tongeren og hefur hann
leikið með því síöan.
— Eg kunni mjög vel við mig hjá
Santander þegar ég kannaði aöstæöur
hjá félaginu og ræddi við forráðamenn
félagsins, sagði Magnús. Aðstæður
allar eru mjög góöar. Það eru þetta 20
þús. áhorfendur á heimaleikjum San-
tander sem er nú í þriðja efsta sætinu í
2. deildarkeppninni á Spáni. Þrjú félög
fara upp í 1. deild og félögin tvö sem
eru fyrir ofan Santander mega ekki
leika í 1. deild þar sem þau eru dóttur-
félög 1. deildarliöa, sagöi Magnús.
Magnús heldur til Belgíu á morgun
til aö ganga frá sínum málum hjá
Tongeren. Hann verður löglegur sem
leikmaður hjá Santander 20. janúar.
-SOS.
heimavelli gegn Blackburn. Ahorf-
endur 33.802. Barker náði forustu fyrir
Blackburn en í síöari hálfleiknum tókst
Waddle aö jafna fyrir Newcastle. Glen
Roeder lék sinn fyrsta leik meö New-
eastle. Var keyptur fyrir 125 þúsund
frá QPR í vikunni fyrir jól. Fór ekki til
Notts County ems og reiknaö var með.
Aödáendum Nottingham-liðsms tókst
ekki aö safna nægilegum peningum til
aö kaupa Roeder. Man. City fylgir
efstu liðunum eftir 2—0 sigur á
Oldham, útborg Manchester, í slökum
leik á Maine Road. Þeir Kinsey og
Parlane skoruðu mörk City. 15. mark
Parlane á leiktímabilinu. Áhorfendur
voru 35.898 svo Man. City trekkir vel.
Asa Hartford hefur misst sæti sitt í liði
City.
Leeds tapar og tapar, nú á heima-
velli gegn ööru Yorkshire-liði Hudders-
field, sem var miklu betra liðið í leikn-
um. Russel og Lillis skoruðu fyrir
Huddersfield í fyrri hálfleik en White
tókst að skora eina mark Leeds í þeim .
síðari. Peter Lorimer, einn af bestu
leikmönnum Leeds á gullaldartimabili
liðsms fyrir áratug, er nú komúin aftur
til Leeds eftir fúnm ár í Bandaríkj-
unum. Hann er nú 37 ára og mun senni-
lega leika með Leeds innan skamms.
Næstum heil umferð veröur í ensku
knattspyrnunni í dag og staöan í deild-
unum efstu verður birt í blaðinu eftir
hana. -hsím.
íslandsmet
Rut Stephens
Rut Stephens, KR, setti islandsmet í
hástökki án atrennu í gær á jólamóti
ÍR. Hún stökk 1,43 m. Hún sigraði einn-
ig í langstökki án atrennu 2,64 m og þrí-
stökki án atrennu 7,75 m. Kári Jónsson
sigraði í langstökki án atrennu í karla-
keppninni, stökk 3,24 m. Eúinig í þrí-
stökki án atrennu 9,28 m. Stefán
Stefánsson, ÍR, sigraði í hástökki án
atrennu 1,55 m.