Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Page 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
19
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
*
L. » '
OGBLYS
Flugeldar, blys og bombur
tilheyra áramótagleði. Þessi
sidur er hefd, hvaðan sem
hann nú er kominn. Það
vœri líklega ódýrara fyrir
landsmenn að fagna nýju ári
með því aö þeyta bílhornin,
sem við höfum ’heyrt að tíðk-
ist í sumum löndum. En sinn
er siður í landi hverju. Við
bregðum blysum á loft,
kveikjum elda og skjótum
stjörnuregni upp í himin-
hvolfið.
Hér á þessum síðum
verður litið á hluta þess úr-
vals sem landsmönnum
býðst til kaups frá fjölda
aðila.
-ÞG
Það er óhætt að fullyröa að mikiö úr-
val er á boðstólum af alls konar flug-
eldum í ár sem og önnur sem liðin eru
og löngu kvödd. Flugeldamir eru
margvíslegir, stórir og litlir, skjótast
upp ■ í loftið eða hringsnúast, svo
eitthvaðsénefnt.
En hvaðan koma þeir? Hluti þeirra
er framleiddur hférlendis í þar til
gerðri verksmiðju. Einnig kemur
nokkurt magn frá Þýskalandi og
Englandi: Og ekki má gleyma Kína,
. landinu þar sem púðrið var fundið upp
og þar sem framleiösla flugelda er
' hálfgerð listgrein. Þær eldflaugar sem
fluttar em hingað frá Kína em fram-
leiddar sem heimilisiðnaöur þar í
landi. Allir meðlimir fjölskyldunnar
vinna við að gera flugelda í frí-
stundunum. Síðan er framleiöslunni
safnaö meðal allra fjölskyldna sem
tekið hafa þátt í henni og komiö á
markað erlendis. Þannig að segja má
aö í Kína sé flugeldagerð svipuð og
prjónagerð var hér áöur fyrr.
-APH.
Tivolibomba, ein af þessum vinsælu sex saman i kassa, springur hér i loft upp.
HEIMILIS
IÐNAÐUR
í KÍNA
í FJÓRA FJÖLSKYLDUPOKA
LITIÐ
Allir þeir aðilar sem selja flugelda
bjóða upp á svokallaða fjölskyldu-
pakka. Pakkar þessir eru á misjöfnu
verði eftir stærð og fjölda hluta er í
þeim em. I hverjum pakka er sitt
lítiö af hverju og yfirleitt eitthvað við
hæfi allra- fjölskyldumeðlima. Að
kaupa fjölskyldupoka getur verið
auðvelt og oft ódýr lausn þegar flug-
eldamir em keyptir. Þó ekki sé
mikið púöur í smádótinu sem fylgir
getur það verið forvitnilegt fyrir þá
smæstu að kanna áhrif hvers hlutar
fyrir sig. Hjá KR kosta fjölskyldu-
pakkarnir frá 400 upp í 1400 kr.
Hjálparsveit skáta er meö pakka á
230 kr.—1800 kr. og slysavarna-
deildirnar með poka frá 360—1100 kr.
Verslunin O. Ellingsen er meðpoka á
600 kr.og 1000 kr.
Við litum á poka frá þessum
aðilum í svipuðum stærðarflokki og
könnuðum innihald þeirra.
Fjölskyldupoki frá KR 600
kr. og 38 stykki
1 stór flugeldur
2 miðlungsstórir f lugeldar
6 litlir flugeldar
2 stjömugos
7 blys af mism. stærðum
2 litlir pk. stjörnuljós
1 miðlungsstór pk. stjörnuljós
7 innibombur
1 snúningssól
1 lítil snúningssól
2 pk. rokeldspýtur
2 pk. hurðarsprengjur
1 púðurkerling
12 stk. í einum pakka baby f lugeldar
20 stk. í einum pakka lítil bly s
Fjölskyldupakki frá S.V.D.
610 kr. og um 37 stykki
lstórflugeldur
3 miðlungsstórir f lugeldar
10 litlir flugeldar
2 pk. lítil stjörnuljós
7 blys af mismunandi stærðum
2 pk. rokeldspýtur
1 stjömugos
4 innibombur
2 pk. hurðarsprengjur
1 púðurkerling
2 litlar snúningssólir
1 snúningssól (stærri)
20 stk. í einum pakka lítil blys
Verslun O. Ellingsen er
með fjölskyldupoka á 600
kr. og 24 stykki í hverjum
poka.
1 stór flugeldur
1 miðlungs flugeldur
5 litlir flugeldar
1 snúningssól
2 innibombur
4 pk. rokeldspýtur
6 blys af mismunandi stærðum
3 pk. lítil stjörnuljós
1 pk. miðlungsstórstjömuljós
Hjálparsveit skáta er með
poka á 750 kr. og 47 stykki
í hverjum poka
1 stór flugeldur
7 miðlungsstórir flugeldar
4 litlir flugeldar
2 pk. lítil stjömuljós
2 pk. stærri st jömuljós
2stórstjömuljós
2stjömugos
t 2 innibombur
20 blys af mismunandi stærðum
2 pk. rokeldspýtur
2 pk. hurðarsprengjur
11 pk. lítil snúningssól
Hér að framan hefur einungis
veriö talið upp þaö innihald þessara
pakka sem upp hafa verið taldir. Um
gæði þeirra er erfitt að segja en víst
j er að úrvalið er mikið í þeim.
-APH.