Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1983, Qupperneq 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER1983.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Gils Guðmunrísson.
Óviðunandi
vinnubrögð
ÞaÖ er meö ólikindum hvað
menn geta stundum gengiö á
rétt náungans til þess eins að
hygia sjálfum sér svolítiö.
Talandi dæmi um þetta eru
samskipti Hildar Helgu Sig-
uröardóttur, blaðamanns á
Morgunblaðinu, og Gils
Guömundssonar vegna
vinnslu á bókinni Öldin okkar
1971-1975.
Hildur Helga var ráöin til
aö rita um einn fjórða hluta
bókarinnar, hvaö hún og
gerði. Hún skilaði síöan fuii-
frágengnu handriti til Gils
sem ritstýrði verkinu. Svo
leið og beið, — og allt í einu
var bókin komin út. Hildi
Helgu hafði ekki cinu sinni
verið gefinn kostur á að lesa
próförk að eígin handriti né
undirbúa það til prentunar
cins og þó tíðkast í tilvikum
sem þessu. Og svo þegar
verkið leit dagsins ljós gaf að
Hilríur Halga
Sigurðardóttir.
Iíta á titilblaði: „Gils
Guðmundsson tók saman.”
Þessi vinnubrögð ritstjóra
eru í hæsta máta ósæmileg
enda mun Hildur Helga nú
íhuga að láta reyna á málið
fyrir dómstólum.
Sýnd veiði...
Margir eru þeir sem bregða
undir sig betri fætinum og
skella sér á nýársfagnað í
einhverju öldurhúsi borgar-
innar. Af hálfu húsanna hcfur
allajafna verið vandað mjög.
tU þessara samkunda. Matur-
inn hefur verið flennifínn,
skcmmtiatriði valin af alúð
og boðið upp á kokkteUa í bak
og fyrir.
En hins vegar eru aðgöngu-
, miöarnir á nýársskcmmtan-
, irnar ekki gefnir. Að því er
heyrst hefur mun Grillið á
Hótel Sögu eiga metið um
þessi áramót en þar mun mið-
inn kosta 2.700 krónur. (Já,
einn miði.) X Súlnasalinn mun
miðinn kosta 1.700 krónur. í
Naustinu verður einnig
nýársfagnaður og miðínn að
honum mun kosta kr. 1.500.
Broadway býður sínum
gestum upp á mat og tUheyr-
andi fyrir 1.400 krónur fyrir
manninn.
Það er því engin furða þótt
menn séu farnir að velta því
fyrir sér hvort hægt sé að
fara þarna inn á kreditkorti.
Fagmál
í nýútkominni og efnismik-
illi skýrslu sem fjailar um
endurskoðun á fjármögnun
og stjórnunarkerfi sjúkra-
húsa o.fl. er gripiö á ýmsu
athyglisverðu. Þar er meöal
annars taiað um „sjúklinga-
veltu” á Akureyri og tsafirði.
Menn hafa að sjálfsögðu
íhugað þetta fagyrði nokkuö
og látið sig gruna að á um-
ræddum stöðum fyrir norðan
og vestan hafi verið tekið I
notkun nýtt tæki á sjúkra-
húsunum sem nefnist sjúki-
ingavelta. Er það hald
manna að þarna sé um cins
konar veltipétur að ræða sem
auðveldi starfsfólki að búa
um rúm, einkum hjá lang-
legusjúklingum. Nema ef
vera skyldi að þarna væri
einfaldlega átt við sjúklinga-
fjölda.
Fínn með sig
Það hefur löngum verið
sagt um Austf irðinga að þeir
séu sumir h verjir hljóðvilltir í
meira lagi. Eigi þeir það
meira að segja til að rugla
samaneogi.
Einu sinni bar svo við að
maður aö nafni Guðmundur
var kosinn í hreppsnefnd.
Skömmu síðar sendi hann
strákpatta meö miða til ná-
granna síns þess efnis hvort
hann gæti fengið lánaða
kerru.
Þegar nágranninn hafði
lesiö miðann frá hrepps-
nefndarmanninum varð
honum að orði:
„Það er naumast að Gvend-
ur er orðínn finn með sig
síðan hann komst í hrepps-
nefnd. Nú er hann farinn að
skrifa kcrra með ypsiloni! ”
Umsjón:
Jóhanna S. Sígþórsdóttir.
FLORIDA-EERÐIN
Vegna hinna fjölmörgu sem náðu í
iit tœki rétt fyrirjólin,
teljum við ekki sanngjarnt
að draga vinninginn út
fyrr en öll abyrgðarskírteini hafa borist
DREGIÐ VERÐUR 6. JANÚAR.
Jíl viðskiptamanna_
banka og sparisjóða
Lokun
2. janúar
og afsagnir
víxla
Vegna áramótavinnu verða
afgreiðslur banka og sparisjóða
lokaðar mánudaginn
2. janúar 1984.
Leiðbeiningar um afsagnir víxla
liggja frammi
í afgreiðslum.
Reykjavík 20. desember 1983
Samvinnunefnd banka og sparisjóóa
V*
Oskum
viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
og farsældar d nyju dril
VOLVOSALURINN
SUÐURLANDSBRAUT 164
SÍMI35200
E
Freeport-
klúbburinn
Ái'amótafagnaðurinn verdur haldinn á
nýársdag í Átthagasal Hótel Sögu, húsið
opnað kl. 18.
Skemmtiatriði í algjörum sérflokki.
Sala aðgöngumiða og borðapantanir í
Bílaleigu Akureyrar, Skeifunni 9, sími
31615, Versluninni Bonaparte, Austur-
strœti 22, sími 28319 og 45800, Víkurbœ,
Keflavík, sími 92-2044.