Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 ,óháð daghlað - T . "" -\?X; ' DAGBLAÐIЗVISIR 8.TBL,—74. oglO.ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984. VERBA VARAIÚIGT? —ýmis einkenni meira atvinnuleysis en verið hef ur, segir Guðmundur J. Guðmundsson — sjáfréttábls.2 Sjónvarpíð: Launadeila úthýsir Kastljósi Deila er nú komin upp milli frétta- manna sjónvarps og ríkisútvarpsins vegna fyrirkomulags við greiðslu fyrir Kastljósþætti sjónvarpsins. Af þeim sökum hefur Kastljós verið fellt niður næstkomandi föstudag. Fréttamenn sjónvarps sem vinna Kastl jós hafa fengið í föst laun tæplega 8000 krónur á mann fyrir hvern þátt. Skiptir þá ekki máli hversu langan tíma þátturinn hefur tekiö í vinnslu. Nú hafa þeir fariö fram á aö fá greitt fyrir þættina samkvæmt tímamæl- ingu, þannig að umrædd aukavinna yröi greidd samkvæmt stimpilkorti. Telja þeir tilmæli sín sanngjörn þar sem gerð Kastljóss sé nær eina auka- vinnan sem þeir fái ofan á rúmlega 18.000 króna grunnlaun. Bogi Agústsson og Ögmundur Jónas- son hafa farið með þetta mál fyrir hönd fréttamanna og áttu þeir fund með forráðamönnum ríkisútvarpsins síðastliðinn miövikudag. Ekki náðist 'þá samkomulag um greiðslufyrir- komulag vegna þáttanna. Næsti fund- ur er fyrirhugaður í dag eða á morgun. -JSS DV ræðir við íslendinga í Kaupmanna- höf n fyrir kosningarnar Danskir kjósendur ganga að því vísu, þegar þeir skila atkvæðaseðlum sínum viö kosningarnar í dag, að Poul Schliiter og íhaldsflokkur hans fari með sigur, segir Eiríkur Jónsson, fréttamaður DV, í símtali frá Kaup- mannahöfn í morgun. „Kosningarnar eru brandari en stjórnmálamennirnir eru bara ekkert fyndnir,” segir Einar Már Guðmunds- son rithöfundur, búsettur í Höfn, í viðtali viö fréttamann DV, sem tók nokkra Islendinga tali í miðri kosn- ingabaráttunni. — sjá erlendar fréttir bls.8-9 Skríngilegir púkar, tröll, jóiasveinar og álfar skemmtu sór og öðrum 6 þrettánda- fagnaöi íþróttafélagsins Þórs á Akureyri um helgina. Áifakóngur og álfadrottning sátu i hásæti og auk þess var Ingimar Eydai við píanóið. Gestur kvöldsins var Jó- hann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari. Skemmtunin var fjöisótt og var veður hið besta, stillt og bjart en talsvert frost. Fagnaðinum lauk með skrúðgöngu álfa og flugeldasýningu sem hjálparsveit skáta sá um. -JBH/DV-mynd Jón Baldvin Halldórsson. Zetanvefst ekkertfyrir okkur — segir starfsf ólk iðnaðarráðuneytis og hlítir fyrirmælum Sverris — sjábls.3 Spældu pólísinn skveriega NancyReagan er47,7kíló — sjáSviðsljósið ábls.32 og33 Álafossselur Rússum trefla — sjá bls. 30 Jólasala verslananna: Lítilsalaá dýrumhlutum — sjá Neytendur ábls. 6og7 W—ilnlll IIWTIiiann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.