Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1084. 11 VIÐTAUÐ: „ALDREI LEiÐ A STARFINU” segir Rósa Tomasdóttir, apótekari á Seltjamamesi Seltirningar þurfa nú ekki lengur aö bregöa sér bæjarleið í apótek, eins og þeir hafa orðiö aö gera síöustu einu og hálfu öldina. Rósa Tómas- dóttir opnaði nefnilega lyfjabúö þar þann 22. desember síöastliöinn, í nýja miðbæjarkjarnanum. Rósa er ein örfárra kvenna sem hefur viröingarheitiö apótekari. Hún var spurð hvort hún hefði einhverjar skýringar á því hvers vegna svo væri. „Eg geri mér ekki alminlega grein fyrir því. Kannski er þetta meöfædd hæverska hjá konum,” sagöi hún. „Maðurinn minn hefur stutt mig meö ráöum og dáö og þetta væri ekki komið svona langt áleiöis ef hann heföi ekki veriö vakinn og sofinníþessu.” Rósa varö lærlingur í Ingólfs- apóteki áriö 1948, eftir stúdentspróf, og var þar næstu þrjú árin og tók aðstoðarlyfjafræðingspróf. Síðan vann hún eitt ár á heimaslóöum í Vestmannaeyjum, en hélt svo til Danmerkur og var viö danska lyf já- fræðiskólann á árunum 1952—54. Eftir heimkomuna vann hún í Lauga- vegsapóteki í nokkur ár og loks 20 ár í Vesturbæjarapóteki, áöur en hún stofnsetti sitt eigið. En hvers vegna fór hún aö læra lyf jafræöi? „Ég hafði geysimikinn áhuga á efnafræði og áöur var þaö nú þannig aö þaö var ekki um svo margt aö velja í háskólanum.” — Þú sérö ekkert eftir þessu? „Nei. Mér datt aldrei í hug aö hætta. Eg hef aldrei orðið leiö á starfinu.” Rósa sagöi aö þaö sem m.a. geröi starf lyfjafræðingsins svona skemmtilegt væru samskiptin viö viöskiptavinina. Þau væru aö vísu mismikil, eftir því hvort apótekiö væri stórt eöa lítið. Rósa var spurö hvert væri verk- sviö apótekarans. „Hann sér um rekstur og stjórn fyrirtækisins. Ég er eini lyfja- fræöingurinn hér og má því ekkert bregöa mér frá því aö ekkert apótek má vera opiö án lyf jafræöings.” Rósa sagöi aö enn væri eitthvaö um aö mixtúrur væru blandaðar í apótekunum þó aö þaö heföi minnkaö. Allt slíkt geröu lyfja- fræöingar. — Hvaö gerir apótekarinn svo þegar hann er ekki á kafi í mixtúrunum? „Ahugamálin eru mjög mörg, t.d. ýmiss konar útivist í þessu yndislega landi sem viö eigum. ’ ’ Rósa Tómasdóttir er gift Gunnari Hafsteini Bjarnasyni, véla- verkfræöingi og framkvæmdastjóra Stálsmiöjunnar, og þau eiga þrjú uppkomin börn. -GB. 0 „Kannski er þetta metnaðar- skortur hjá konum," segir Rósa Tómasdóttir, apótekari á Nesinu, um ástæðuna fyrir þvi að svo fáar kynsystur hennar reka eigið apótek. DV-myndBj. Bj. hlina Björk Arnadóttir. Sigurður Pálsson. Þjóöleikhúsið ræður tvo höfunda Selfoss: Aukin umsvif hjá versluninni Höfn Höfn hf. er hlutafélag á Selfossi og rekur sláturhús, kjötiönaðarstöö og verslun. A lóö Hafnar, beint á móti brúnni, hefur veriö rekin verslun ailt frá árinu 1923, er Kaupfélagið á Eyrar- bakka opnaöi útibú á Selfossi. Aö sögn Kolbeins Kristinssonar framkvæmdastjóra voru umsvif sláturhússins allmikil áriö 1983 miöaö viö áriö á undan. Aukning á slátrun nautgripa er um 54%, á svínum um 13%, folöldum og hrossum 53%, en aft- ur á móti hefur slátrun á sauöfé minnk- aöum8%. Verslunin gekk einnig allvel á árinu og jókst hún um 70—80%. Versluuin Höfn er eitt stærsta fyrirtækið á lands- byggöinni, sem rekiö er við hliöina á stórfyrirtækjum í samvinnurekstri, eins og Kaupfélagi Arnesinga og Sláturfélagi Suðurlands. Aö flestra mati er nauösyn aö samkeppni sé einn- ig til staöar á landsbyggöinni, ekki síö- ur en á Reykjavikursvæöinu. Þess má geta aö lokum aö Kolbeinn Kristinsson hefur veriö framkværnda- stjóri verslunarinnar Hafnar í 9 ár viö Kennaraháskólinn: góöan oröstír. Mér er sagt af einum hluthafa aö Kolbeinn sé búinn að hafa verslunina mikið upp á þessum 9 árum og hann sé rétti maðurinn á réttum stað í þessu mikla starfi og samkeppni. Hann sé kurteis maður og hæni fólk aö sér með lipurö sinni og starfsorka hans sé ótakmörkuð. Éastráöiö starfsfólk hjá Höfn er 40 manns. Verslunin Höfn er hlutafélag með 130 hluthafa, sem flestir eiga heima iSuðurlandskjördæmi. Regúia/Selfossi. Þjóöleikhúsiö hefur ráöiö Sigurö Pálsson og Nínu Björk Arnadóttur sem höfunda viö leikhúsiö á yfirstandandi ári. Siguröur mun starfa fyrstu sex mánuöi ársins og Nma Björk síöari helmingársins. Siguröur Pálsson er fæddur árið 1948. Hann hefur stundaö nám í leikhúsfræðum og bókmenntum viö Sorbonne háskólann í París, auk þess sem hann lauk prófi í kvikmynda- leikstjórn. Hann hefur starfaö sem kennari viö Leiklistarskóla Islands og leiklistarskóla SAL. Hann hefur samiö þrjár ljóöabækur og þrjú leikrit fyrir Leiklistarskóla Islands auk þess sem hann hefur fengist viö þýöingar. Nína Björk er fædd áriö 1941. Hún stundaöi nám viö leiklistarskóla Leik- félags Reykjavikur og var viö fram- haldsnám í Danmörku. Hún hefur sent frá sér sex ljóðabækur og átta leikrit hennar hafa verið sýnd á sviöi og í sjónvarpi. Hún hefur þýtt skáldsögur, leikrit og ljóö. -ÓEF. Fær5 tölvuraðgjöf IBM-fyrirtækið á Islandi hefur fært Kennaraháskóla Islands aö gjöf 5 tölvur ásamt ýmsum tilheyrandi fylgi- búnaöi. Verömæti gjafarinnar er 1,3 milljónirkróna. Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM, afhenti rektor Kennaraháskólans bréf. ALMENNUR LÍFEYRISSJÓDUR IÐNAÐARMANNA 20 ÁRA frálBMá íslandi þar sem frá gjöfinni var sagt. I bréfúiu var tekiö fram aö gjöfúi væri aflient án nokkurra skilyröa eöa kvaöa. Gjöf þessi er fyrsta verulega skrefiö til tölvuvæðingar Kennaraháskólans og hefur menntamálaráöuneytið lýst yfir stuöningi viö áframhaldandi upp- byggingu og þróun á tölvumálum í skólanum. Menntamálaráöuneytiö telur þaö eöli skólans aö gegna lykil- iilutverki i því aö efla almenna grunn- menntun i tölvunotkun. Rektor sagöi gjöfina koma á heppi- leguni tíma og myndi tvimælalaust gjörbreyta möguleikum á aö veita veröandi kennurum og starfandi fræöslu uin tölvunotkun í skólastarfi. Einnig sagöi hann að hún myndi bæta aðstöðuna til aö sinna þeim verkefnum sem Kennaraháskólanum væri skylt að rækja samkvæmt lögum og reglugeröum. -öþ. Eldur kom upp í Auglýsinga- stof u Ólafs Stephensen: Almennur lífeyrissjóöur iðnaðar- inn. Sjóöurinn er lífeyrissjóöur allra framfæri sitt hafa af iðnaði, iönrekstri manna varö 20 ára 1. janúar síöastliö- iðnaðarmanna og annarra þeirra, sem eöa iðnaðarmálum. Sjóöfélagar eru ríflega eitt þúsund og eru þeir dreifðir umallt land. Stjórn sjóösins samþykkti nýveriö nýjar reglur um lánveitingar úr sjóðn- um. Þannig öðlast menn verulegan lántökurétt eftir aðeins tveggja ára aö- ild að sjóönum. Hver ársfjórðungsleg aðild aö sjóðnum eykur lántökurétt og hámarkslán geta numiö 420 þúsundum króna. Formaður stjórnar Almenns lifeyris- sjóös iönaöarmanna er Eyþór Þóröar- son vélvirkjameistari í Njarövík. -GB Fáskrúðsfjörður. Götuheiti verðlaunuð Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúösfiröi. Hreppsnefnd Búöahrepps auglýsti íhausteftir tillögum aö gatnaheitum í nýju hverfi sem bygging er hafin í. A fundi hreppsnefndarinnar 3. janúar sl. var ákveðið aö verölauna nafnatillögur Sigurjóns Hjálmars- sonar, og voru honum afhent verðlaunin, fúnm þúsund krónur, sem heitið haföi verið fyrir bestu til- lögurnar. Götuheitin, sem valin voru, eru: Gilsholt, Stokkholt, Grundarholt, Holtavegur, Króksholt, Réttarholt og Garöaholt. -GB. Borðskreyting orsök eldsins Slökkviliðiö í Reykjavík var kvatt aö Auglýsingastofu Olafs Stephensen, Háaleitisbraut 1, laust eftir klukkan tvöá laugardag. Auglýsingastofan er á þriöju hæö hússrns. Mikinn reyk lagöi frá auglýsúigastofunni. Tveir reykkafarar fóru inn meö handslökkvitæki hússins og slökktu eldinn sem var í skilrúmi og skrifboröi. Orsök eldsins var sú að kerti í borö- skreytingu var skiliö eftir logandi. Boröskreytúigin var ofan á skilrúmi, uml,5metraháu. Skemmdir uröu ekki miklar. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.