Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Side 14
14
5H010KAW
KARhTE
BYRJENDANÁMSKEIÐ
HJÁ KARATEDEILD GERPLU
hefst laugardaginn 14. janúar nk. kl.
14.00. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu
Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogi.
Iimritun og upplýsingar í íþróttahúsi Gerplu,
Skemmuvegi 6. Sími 74925 eftir kl. 16.00.
Norræna húsið
Starf forstjóra Norræna hússins í
Reykjavík.
Hér með er auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Nor-
ræna hússins í Reykjavík, og verður staðan veitt frá 1.
nóvember 1984 til fjögurra ára.
Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri
starfsemi Norræna hússins, en hlutverk þess er að stuðla aö
menningartengslum milli íslands og annarra Norðurlanda
með því að efla og glæöa áhuga Islendinga á norrænum mál-
efnum og einnig aö beina íslenskum menningarstraumum til
norrænu bræðraþjóðanna.
Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að fjögurra ára leyfi frá
störfum til að taka að sér stöður við norrænar stofnanir og
geta talið sér starfstímann til jafns við starf unnið í heima-
landinu.
Laun og kjör ákvarðast eftir nánara samkomulagi. Frítt
húsnæði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðlaugur Þorvalds-
son, stjórnarformaður NH (sími 25644) og Ann Sandelin, Nor-
ræna húsinu (sími 17030).
Umsóknir stílaðar til stjórnar Norræna hússins, sendist:
Nordiska Ministerrádet, Kultursekretariatet,
Snaregade 10, DK-1205 Kobenhavn K.
Skulu þær hafa borist eigi síðar en 15. febr. 1984.
Norræna húsið er ein meðal 40 samnorrænna fastastofnana
og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni sameiginlegu
norrænu menningarfjárhagsáætlun. Ráðherranefnd Norður-
landa, þar sem menningar- og menntamálaráðherrarnir eiga
sæti, fer með æðsta ákvörðunarvald í hinni norrænu samvinnu
um menningarmál.
Framkvæmdir annast Menningarmálaskrifstofa ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmannahöfn.
DV. ÞÍÖbJtnÍÁGÚÚ 10.' JAlítrÁRÍ984.
Menning
Menning
Menni
i_l
Feimulaus og
vafningalítil
stjómmálasaga
Páll Lindal:
Ingólfur á Hellu.
Umhverfi og ævistarf — siðara bindi.
Útgefandi: Fjölnir, 1983.
Þeir Páll Líndal og Ingólfur á Hellu
láta ekki deigan síga. Bindið sem kom í
fyrra var hartnær 300 síður, en þaö
síðara, sem kom núna nokkrum dögum
fyrir jólin, losaöi þá tölu vel. Og brotið
er allvænt. Ingólfssaga er því fullar 600
síður. Það er auðséö orðið aö fáir
stjórnmálamenn, sem á annaö borð
segja eöa láta segja sögu sína, telja sig
komast fyrir í einu bindi, og má mikið
vera ef þeir fara ekki að verða þrí-
binda. Og þess er varla von aö svo
fyrirferðarmikill maður sem Ingólfur
á Hellu komist fyrir í einni bók.
Krafa um framsýni
Þeir félagar, Ingólfur og Páll, halda
áfram ferð sinni umbúðalaust þar sem
frá var horfið í fyrra bindi, rétt eins og
þeir hafi aðeins látið þar nótt sem
nam, og taki síðan daginn snemma.
Þeir stigu af baki í fyrra bindi á
árinu 1959, sem Ingólfur kallaði um-
brotaár meö miklum rétti.
I eins konar feröabæn í upphafi
máls, áöur en slegið er undir nára aö
morgni vitnar Ingólfur í orð Guömund-
ar Finnbogasonar um afstöðu tU lið-
innar tíðar og segir síöan:
„Mér þykir sérstaklega ástæða tU að
árétta það, sem segir um nauðsyn
þess, að hvaðeina sem gert er sé metið
út frá þeim viðhorfum sem riktu á
þeim tíma og þeim aöstæðum er menn
bjuggu við. Mjög oft verður þess vart,
að lagöur er mælikvarði líðandi stund-
ar á gerðir fyrri tíöar manna. Þetta er
mjög óeðlilegt og raunar ósanngjarnt.
Ofyrirsjáanleg þróun mála hefur oft
valdið því, að skoðun eða stefna sem
virðist hafa verið rétt í sjálfu sér,
þegar hún var mótuö eða. ákveðin,
hefur ekki staðist timans raun. Þá er
það líka af sömu ástæðum, að gerðir
sem viröast óskynsamlegar frá sjónar-
miöi samtíðar, hafa reynzt heppilegar.
Eitthvert glópalán virðist ef til viU
hafa fylgt þeim, sem í hlut átti. Liðinn
tími veröur því ekki dæmdur af viti og
réttsýni, nema menn þekki sæmilega
tU aöstæðna hver ju sinni.”
Þetta er rétt, svo langt sem það nær,
en þó felli ég mig ekki alls kostar við þá
skoöun sem í orðunum felst. Auövitað
verða þeir sem dæma verk og stefnu
stjórnmálamanna á Uðnum tíma að
kunna skil á því sem við blasti á þeim
dögum, en það veröur engum stjórn-
málamanni næg afsökun fyrir gerðum
og stefnu, sem framtíðin dæmir rang-
ar, að þær hafi virst réttar á burðar-
degi sínum. Góður stjórnmálamaður
má nefnilega aldrei miða áUt sitt og
geröir við líðandi daginn einan, heldur
verður að hafa aö hálfu leyti framsýni
sína með í ráðum. Og þaö hefur verið
sagt, að framsýnin sé skylda stjórn-
máiamanns, og sá sem ekki lætur hana
ráöa miklu um orö og gerðir sé enginn
stjórnmálamaður, og farsæld hans
ráðist af því, hve hann sé framsýnn.
En slíkir menn veröa hins vegar oft aö'
sæta því, að dægurmenni telji gerðir
þeirra rangar þá gert er, en þeir upp-
skera síöar ávexti framsýninnar.
Af þessum fyrirvara Ingólfs, þegar
hann leggur af staö í síöari dagleiö ævi-
sögu sinnar, þar sem hann fjallar nær
einvörðungu um landsstjórnmálin,
gæti manni boðið í grun, aö hann væri
að biðja lesendur aö hafa þetta í huga,
af því að þar kæmi fram eitthvað í
verkum hans, sem hann teldi ekki hafa
„staöist tímans raun”. Það verða víst
æði margir að þola, og það er ekki
nema mannlegt að skjátlast og hendir
víst flesta — kannski aöeins mismun-
andi. Og það stækkar hvern mann að
játa það í ævisögu í stað þess að remb-
ast allar götur sem rjúpa við staur við
aö sanna framsýni sina og réttlæta sig
fyrir dómi framtíðar.
En að loknum lestri Ingólfs-sögu
verður varla sagt að þessara oröa Ing-
ólfs hafi veriö þörf í upphafi. Hann ger-
ir ekki teljandi játningar um þetta, og
þess virðist ekki heldur teljandi þörf.
Þótt Ingólfur sé fyrst og fremst maður
atgjörða og úrlausna á málum dags-
ins, er glöggskyggni hans mikil, og
Ingólfur Jónsson.
hann er ekki sérlega talhiýðinn við
dægurmenn, fer sínar leiöir, og geröir
hans virðast hafa staðist allvel „tím-
ans raun”.
Stjórnmálasaga
En meira en nóg um það. Arið 1959
urðu haröar sviptingar um kjördæma-
skipunina, og tvennar kosningar. Þá
voru gömlu kjördæmin „gift”, en ekki
lögð niður aðsögntalsmanna breyting-
arinnar. Og Bernharö Eyfirðingur hélt
líkingunni áfram og sagði að þetta
væri nauðungargifting. Eyfirðinga
langaði t.d. ekkert til að giftast Þing-
eyingum, né heldur öfugt. Svo mundi
verá um flest kjördæmi landsins. Ing-
ólfur hefur síðari áfanga sögu sinnar á
því að lýsa viðhorfum til kjördæma-
breytingarinnar og hinum hörðu
átökum um hana. Að vonum verður
honum alltíðrætt um þá kveisu sem
þetta oUi sjálfstæðismönnum á Suður-
landi og hefur gert vart við sig í
framboðum tU aUra kosninga síðan.
Þetta er svo að segja hreinkynjuð
stjórnmálasaga, meira að segja á
Iandsvísu, og er saga viðreisnarstjórn-
arinnar sælu þar mest fyrirferðar,
enda er þetta ráðherratíö Ingólfs, sem
íhöndfer.
Aðventa viðreisnar
Ingólfur lýsir allgreinUega aðdrag-
anda viðreisnarstjórnarinnar — að-
ventunni — þar sem Alþýðuflokkurinn
þjónaöi fyrir altari. Efnahagsráð-
stöfunum viðreisnarstjórnarinnar —
og landbúnaöarmálunum — er all-
glögglega lýst, en að sjálfsögðu fer þar
mest fyrir kostum en lestir fá lítið
rúm, því að Ingólfur er ekki tvíátta
maður. Hann dregur þó enga dul á, að
landbúnaöarstefna hans hafi ekki allt-
af verið fagnaðarboðskapur í eyrum
samráðherra. En hann var iöinn við
kolann og kom undramörgu fram.
Landhelgissaga
Þessu næst kemur langur og mUcUl
kafli um landhelgismáUð, og þar þykir
ekki nóg að hefja sögu á árinu 1959,