Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
13
maður spyr sig nú, á maður von á að
sagan endurtaki sig vegna fáfræði um
mátt hafsins sem ber landið í andlitiö
alla daga?
Reykjavíkurhöfn ver ávallt ein-
hverjum fjármunum til brimvarna, og
ef til vill gera einhver sveitarfélög það
sama. Og mér skilst að ríkissjóöur
reyni að verja skattaparadísina á Sel-
tjamarnesi á hverju ári. Dragi þangaö
grjót fyrir ríkisreikning. Mun land-
brotssjóður því nú vera illa staddur, en
þó viðlagatrygging bæti kannski
einhver tjón, eru þau uppgjör sjaldan
sársaukalaus, fremur en paradisar-
heimtin úti á Nesi.
Er hægt að stjórna veðri?
Bylurinn í seinustu viku gefurtilefni
til margvíslegra hugleiðinga um veð-
ur. Hvort rétt er staðið að veöri á Is-
landi, svo dæmi séu nefnd; svona í öll-
i um atriðum?
Það er auðvitað metnaðarmál
Veðurstofunnar að tölvuspil hennar
gangi upp. En það er ekki síður atriði
að rétt sé brugðist við vondum spám.
Er þar átt við t.d. borgaryfirvöld í
Reykjavík og Veðurstofuna líka.
Eg veit þess t.d. dæmi, að kolvitlaust
veður hefur gengiö innyfir Reykjanes
|— og á þá væntanlega eftir kortér eða
jhálftíma í höfuðborgina. En vegna
sambandsleysis, þá skilar sá bylur sér
þó á Reykjavíkursvæðinu sem óvæntur
gestur með tilheyrandi öngþveiti og
hrakningi.
Á miðvikudag byrjaöi hann á því að
brjóta Oslóartréð, og fyrir einhverja
guðsmildi hafnaði það ekki á þveru
Pósthúsinu. Og svo byrjuðu gamal-
menni að fjúka, síðan börn og loks full-
hraustir menn líka. Og menn gengu
unnvörpum á lögreglustöðvarnar og
kröfðust þess aö verða settir inn, eða
að þeim yrði ekið heim, eins og títt
mun um minna drukkið fólk.
Og ástandið í Breiðholtsjökli og í
Hraunbæ var jafnvel enn verra. Um
annan ofsa þessa veðurs hefur svo
mikið verið ritað að liklega er ekki á
bætandi.
En sú spurning hlýtur að vakna, þarf
ekki að gjöra þarna á vissa skipulags-
breytingu? Neyðarlög?
Eg veit til dæmis að í New York er
einkabíllinn bannaður þegar snjó
kyngir niður í óhófi. Aðeins leigubílar
mega þá aka, ásamt strætisvögnum,
sjúkrabílum, slökkvibílum og lögg-
unni. Ennfremur mega sendiráösbílar
aka, ef rétt er munað.
Það sama þyrfti að gilda hér. Að
lögreglunni og borgarverkfræðingi
væri heimilað að banna einkabíla, aðra
en t.d. jeppa, við hættulegar aðstæður.
Þá er sá mikli vandi úr sögunni að
snjóruðningstæki komast ekki leiðar
sinnar vegna vanbúinna bíla.
Hér er þó lögð áhersla á neyðarrétt,
fremur en almenna reglu, því svona
valdi ber að beita að skynsemi og bif-
reiðar þarf að flokka í tvo flokka eftir
hæfni og nauðsyn. Þá væru aðeins eftir
öflugir bílar á götunum, strætisvagnar
og leigubílar (með keðjur) Og slökkvi-
lið og sjúkrabílar ættu auðveldara
meö að komast leiðar sinnar, og þá
hygg ég að miklum vanda væri afstýrt.
Borgin hefur stækkað og þaökallar á
ný viðbrögð og ný úrræði sem borgar-
stjórnin ætti að taka upp á sínu trausta
eyk. Þarna er nefnilega um lifiö að
tefla — eða getur verið það. Og það
réttlætir að banna einkabílinn í fáeinar
klukkustundir á ári.
Vatn og brauð
Um annaö mál, annan storm, var
töluvert rætt um þessa helgi, en það er
tilraun lögreglunnar til þess að þagga
niöur í Þorgeiri Þorgeirssyni rithöf-
undi. Fá hann, að mér skilst, upp á
vatn og brauð á Skólavörðustíginn, eða
á Litla Hraun; mann sem hefur til
þessa verið upp á vatn og brauð við að
skrifa bækur, fyrst í Vonarstræti og
svo uppi á Bókhlöðustíg.
Astæðan er sú að Þorgeir ritaði lög-
reglunni bréf í Morgunblaðinu, tilkom-
ið út af svonefndu Skaftamáli sem nú
er til afgreiðslu í dómskerfinu. Nýi
málareksturinn á svo að verða til að
hreinsa lögregluna af barsmíöaástríöu
og hneigð til misþyrminga að því er
mér skilst. Sumir ganga jafnvel svo
langt aö telja lögregluna hafa misst
vissa æru.
Ekki skal ég meta það, en vil þó vera
undanskilinn sjálfur; hefi ekkert upp á
lögreglu að klaga, öðru nær. Þetta er
stétt sem hefur því miöur vondar
skyldur sem góöar. En það hafa rithöf-
undar einnig. Einnig þeir hafa skyldu
að gegna, þar á meðal þá, að láta ekki
lögregluyfirvöld þagga niðrí sér. Ott-
ast ekki, og sér í lagi að bregðast ekki
réttlætinu, fremur en lögreglan.
Þar sem mér skilst aö rithöfundafé-
lagið fái þetta mál nú ekki til meðferð-
ar tel ég rétt að vekja athygli á að
þarna takast á stéttir er hafa sérstöku
hlutverki að gegna, og því verður að
haga rannsókn og eftirgöngu, ef
ástæða er til, þannig að ekki hallist á.
Hver fer i svartholið er ekki málið,
heldur hitt, að orðið verði frjálst
áfram, hvort heldur það er í Morgun-
blaöinu, eða öðrum stöðum.
Bið ég menn því aö fara gætilega
þarna, — orðsins vegna.
A sunnudag var komið vorregn,
þvert ofan í allt vort tölvuvit. Og þeir
sem tóku daginn snemma, á undan sól-
inni, nutu þess að lauga andlit sitt í
volgri kylju og unaðslegu regni, í land-
inu þar sem stórhríðir eiga að standa í
þrjá daga, veðurguðir eiga svo aö
halda stillingu sinni meðan efnaö er í
nýjanbyl.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.
heldur gleyma að raforkusalan er
ekki nema hluti af heildardæminu eða
um fjórðungur af þeim tekjum er inn í
landið koma í gegnum álverið. Sá hluti
er fer úr landi aftur vegna kostnaðar
okkar vegna virkjanaframkvæmd-
anna á sínum tíma hefur farið minnk-
andi þar sem sá hluti hefur alls ekki
vaxið í samræmi við verðbólgu eins og
tekjurnar. Raunar hefur enginn at-
vinnuvegur Islendinga getað sýnt svo
hagstætt hlutfall milli tekna og kostn-
aðar gagnvart útlöndum sem þessi iðn-
aður. Hér var í fyrri grein bent á að
loðnuafuröir hafa ekkert hækkaö í
dollurum á sama tíma og raforkuverð
til álversins hefur þrefaldast. Þegar
tillit er tekið til kostnaðar vegna út-
gerðar, fiskimjölsverksmiðja og olíu
þá er útkoma loðnuiönaðarins enn
óhagstæðari en þessi samanburður
gefur til kynna. Olíukostnaður er t.d.
um fjórðungur útflutningsverðmætis
loðnuafurða. Hann og annar erlendur
kostnaður hefur stórhækkað á sama
tíma og verð afurða hefur staðið í stað.
Raunar verður harla lítið eftir af út-
flutningstekjum loðnuafuröa í landinu
þegar erlendur kostnaður af olíukaup-
um, fiskiskipum og verksmiðjum
hefur veriö gerður upp.
Samt horfir þjóðin vonaraugum til
tekna af loðnuveiðunum án þess aö
gera sér grein fyrir því að stærsti hluti
þeirra fer beina leið út úr landinu aft-
ur. Verðmæti afurða þeirra tæplega
400.000 tonna af loðnu, sem verða veidd
á þessari vertíð, eru í útflutningi litlu
meiri en tekjur okkar í gjaldeyri af ál-
verinu. Munurinn er sá aö tekjurnar af
álverinu eru að mestu leyti teknar á
þurru inn í landið en stærsti hluti
loðnuafurðanna f er i erlendan kostnaö.
Samkvæmt þeirri kenningu að
Islendingar ættu aö eiga meirihluta-
eign í þeim iðjuverum er nýttu orku frá
íslenskum virkjunum var lagt út í
byggingu járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga. I Grundartangaverk-
smiöjunni eigum við meirihluta á móti
erlendu stóriðjufyrirtæki sem hefur
séð um tæknilega þekkingu og sölu af-
urða. Höfnin á Grundartanga er byggð
sem almenn höfn með fjárveitingum af
almannafé. I samningum við þessa
verksmiðju um verð raforku til hennar
var sami aðili, þ.e. Islendingar og
íslenska ríkið, báðum megin við
borðið.
Reynslan hefur nú sýnt að telja
samningsstöðu okkar í slíku dæmi
betri en við erlendan eiganda einan
var fáviskan ein. Engin hækkun raf-
„ öll áföll sem við verðum fyrir i þessu óþarfo fjárhættuspiH draga úr og fresta þeirri sköpun íslenskra auðlinda sem virkjun fallvatna og jarðhita
hefur i för með sór þegar til lengri tima er litið."
orku hefur fengist þar enn umfram
upphaflegan samning og ekki hafa
heyrst raddir um einhliða aðgerðir í
raforkusölu eins og í sambandi við
ISAL. Hinn erlendi eigandi Grundar-
tangaverksmiðjunnar vill nú selja
öðru erlendu fýrirtæki sinn hluta. Sá
aðili er þar kemur til greina vill ekki
kaupa nema með sama eignarfýrir-
komulagi og fyrir er, þ.e. meiri-
hlutaeign islenska rikisins. Enda er
hans aðstaða miklu tryggari á þann
veg.
Um er að ræða fullkomnustu verk-
smiðju sinnar tegundar í heiminum og
allar áætlanir voru geröar eins og best
mátti gera. En erfitt er að spá í verð
stóriðjuframleiðslu á heimsmarkaði,
lánskjör og annað. Sérstaklega er það
varasamt þegar verið er að „spek-
úlera” með lánsfé. Gróðinn getur orðið
mikill ef heppnin er með. En sá sem
vill hirða gróðann, þegar hann gefst,
verður einnig að vera tilbúinn aö taka
á sig tapið þegar svo ber undir. Enn
sem komið er hefur veriö tap á rekstri
þessarar verksmiðju, svo mikið að sú
raforka sem þangaö er seld greiðir
ekki nema hluta tapsins. Ekki skal því
samt haldið fram að Islendingar muni
þegar allt verður gert upp tapa beint á
þessu ævintýri því hagnaður kemur
fram annars staðar í þjóðfélaginu
vegna rekstrar hennar. Það eru þær
tekjur er koma fram gegnum laun og
aöra þjónustu. Tekjur sem við heföum
hvort sem er haft af rekstri slíkrar
verksmiðju hér á landi, hver svo sem
eigandi hennar hefði verið. En eignar-
rétturinn, meirihlutaeignin hefur ein-
ungis fært okkur fjárhagslegt tap og
verri samningsaðstööu og munar
miklu hversu hagstæðari útkoman er í
Straumsvík, enn sem komiö er aö
minnsta kosti. Kannski eru öllu al-
varlegri þær afleiðingar að viö erum
þarna farnir að semja við sjálfa okkur
um raforkuverð og annaö sem kemur
til með að hafa bein áhrif á samnings-
stöðu okkar gagnvart ISAL og öðrum
erlendum stórfyrirtækjum sem kæmu
, til greina að fjárfestu hér.
Það sárgrætilega við þetta er það að
vegna fyrst og fremst ímyndaðra þjóð-
ernislegra hagsmuna erum við þarna
að „spekúlera” með erlent lánsfé á
mjög svo tilviljanakenndum markaði
þegar við eigum nóg verkefni í virkjun
vatnsfalla sem meö tíð og tima verða
okkar eign, þó til þess þurfi fjár-
festingu erlends áhættufjármagns hér
á landi. 011 áföll er við verðum fyrir í
þessu óþarfa fjárhættuspili draga úr
og fresta þeirri sköpun íslenskra
auðlinda sem virkjun fallvatna og
jaröhita hefur í för með sér þegar til
lengri tíma er litið.
Nú þegar horfir heimurinn fram til
geigvænlegrar orkukreppu, jafnvel
innan tveggja áratuga, þá getur orðið
erfitt og dýrt að virkja þá möguleika er
við höfum á sköpun þessara orkulinda.
Markmiðið hlýtur að vera að eiga þá
afskrifaöar virkjanir, raunverulegar
auölindir, en ekki bara drauma eins og
reynslan var allt til virkjunar Búrfells.
Bergsteinn Gizurarson
verkfræðingur,
starfarhjá Vita- og
hafnamálaskrifstofunni.