Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Nancy Reagan er 47,7 kfló — ogáíerfiðleikum með að fita sig Það hefur vakiö þjóðarathygli í Bandaríkjunum hversu mjög Nancy Reagan forsetafrú hefur grennst upp á síökastið. Aldrei hefur hún verið verulega feit en nú er svo komið að blaöafulltrúi hennar, Sheila Tate, hefur ekki undan aö svara spurn- ingum fréttamanna um hvort for- setafrúin sé ekki heil heilsu. Nancy er nú 61 árs og vegur nákvæmlega 47,7 kíló. Þrýstingur fréttamanna hefur nú orðið til þess að Nancy hefur fallist á að svara spurningum um þyngd sína og heilsufar í blaðaviðtali og þar segir hún að ekki séu þaö sjúkdómar sem taki af henni kílóin heldur frek- ar stööugar áhyggjur af eigin- manninum svo og sorg yfir föður- missi. Henni brá verulega þegar skotið var á forsetann í mars 1981 og byssukúla skaust í gegnum annað lunga hans og stöövaöist ekki fyrr en, rétt við hjartað. ,,Eg var lengur í sjokki en mig grunaði,” segir Nancy, ,,og þegar fór að birta til aö nýju veiktist faðú- minn alvarlega.” Nancy og faðir hennar, heila- skurðlæknirinn Loyal Davis, voru mjög náin og sjúkralega hans og dauöi sumariö 1982 tók mjög á hana. „Þetta var í fyrsta skipti sem einhver mér nákominn lést og nú er móðir min fársjúk,” segir Nancy. Sviðsljósið óskar Nancy margra aukakílóa í framtíðinni. Megi hún fitna og blómstra. -------------------------o Nancy Reagan, áhyggjufull og grönn. Kaupmenn dæmdir í 3/a ára fangelsi — fyrirsöluálími_ Bræöurnir Kaliq Raja og Amed Raja, sem rekiö hafa söluturn í Glasgow i Bretlandi, sjá nú fram á þriggja ára prísund í fangelsi fyrir aö hafa selt skólabörnum lím, vit- andi vits aö þaö var ætlað til snefj- unar. Þrátt fyrir aðvaranir lög- reglu og mótmælastööur foreldra fyrir utan verslun þeirra bræöra létu þeir ekki segjast og héldu áfram límsölunni. Ekki nóg meö þaö, heldur seldu þeir efnið í sér- stökum neytendaumbúðum, ef þannig má að oröi komast, 250 millilítra eða 500 millilítra í poka. Bræðurnir hafa játað sekt sína og viðurkennt að hér hafi gróöa- sjónarmiö ein ráöið feröinni. Buchinsky. Scicoione. Atlen Stewart Honigsberg. WoodyAllen heitirAllen Stewart Konigsberg Það getur verið gott að skipta um nafn, sérstaklega fyrir þá sem heita ljótum nöfnum eins og Skrumskælir, Æla, Spútnik eða Þorskhaus. Svo eru það náttúrlega stjörnurn- ar, þessar heimsfrægu, sem verða að hcita einhverjum einföidum og sláandi nöfnum eins og t.d. Woody Allen sem í raun og veru var skírður Allen Stewart Konigsberg, John Denver heitir Henry John Deutschendorf Jr., Charles Bronson heitir Buchinsky og Gary Grant, Alex- ander Archibald Leach. Þá má ekki gieyma skírnarnafni Kirk Douglas sem er Issur Danieiovitch Demsky og Soffia Loren heitir eiufaldlega Sofie Scicolone. < m. Synd að rúlla svona upp áeyruná hundinum — og hita þau svo á eftir. i - I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.