Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984. Selfoss: Jólaverslun gekkvel hjáKÁ Aö sögn Pálma Guðmundssonar, vöruhússtjóra Kaupfélags Arnesinga, fór jólaverslunin frekar seint af staö í vöruhúsi KA en tók þeim mun betur við scr þegar nær dró jólum. Þaö ríkti sannkölluö jólastemmning síðustu dagana fyrir jól og mikið var um aö vera, t.d. bókakynningar þar sem rithöfundar árituðu bækur sinar fyrir viöskiptavini, og kynningar á ýmsum nýjum matvörum. Nýtt jólatil- boö var alla daga fram aö jólum og nutu þau mikilla vinsælda hjá heima- mönnum, og ekki síöur hjá fólki sem streymdi aö úr Reykjavík til aö kaupa kjötvörur hjá KA. Lúörasveit Selfoss lék jólalög í and- dyri vöruhússins á Þorláksmessu og einnig komu jólasveinar í heimsókn til að skemmta yngstu viðskiptavinunum. I Arseli var boöiö upp á kaffihlaðborö, jólaglögg og piparkökur á Þorláks- messu. Veöurfar og færö yfir Hellisheiöi var ineö besta móti yfir jólahátíöina og varö þaö, ásamt aukinni samkeppni frá Reykjavíkursvæöinu, til þess, aö fólk af okkar svæöi fór eitthvað í verslanir í Reykjavík. Þrátt fyrir þaö fór sala fram úr björtustu vonum og var greinilega mikil magnaukning á sölu matvöru. „ Viö þökkum þaö m.a. því hversu vel hefur tekist til meö tilboö vikunnar og þaö er okkur hvatning til aö halda áfram í sömu braut,”sagöi Pálmi Guð- mundsson. -Regína/Selfossi Homafjöröur: Marðist illa eftir2 l/2mfall Frá Júlíu Imsland, frcttaritara DV á Hornafirði. Málari sem var að vinna í frystihús- inu féll af vinnupalli og niður á gólf. um hádegiö á mánudag. Falliö var um tveir og hálfur metri og maröist maöurinn nokkuð illa en slapp viö brot. Læknir og sjúkrabifreið komu á staö- inn og eftir skoðun var maöurinn send- ur til síns heima. Astæöan fyrir fallinu mun vera sú aö maðurinn gleymdi aö setja bremsu á hjól sem eru undir vinnupallinum og rann hann til meö fyrrgreindum afleiöingum. -GB Davið litli Gunnarsson, dóttursonur Daviðs Sch. Thorsteinssonar, dregur út vinningshafann. Fékk Florida-ferð fyrir að kaupa Soda-stream tæki A þrettándanum var dregiö um Florída-ferðina sem Sól hf. haföi ákveðið aö verölauna einhvern hepp- inn Soda-stream eiganda meö. Sá heppni var Björn H. Einarsson, en hann býr ásamt foreldrum sínum í Neðrihreppi, Andakílshreppi í Borgar- firði. Mætti því segja að sólargeisli hafi brotist fram í Neörihreppi, þó allt hafi veriö á kafi í snjó í Borgarfirðinum. Tækiö haföi Björn keypt, aösjálfsögöu í Kaupfélaginu, mánuöi áöur en Sól hf. ákvaðaðgefa Florida-feröina. Sagði Björn aö tækið heföi komið aö góöum notum þegar samgöngu- erfiöleikar hörnluðu sjoppuferöum, og ekki heföi hann orðið uppiskroppa meö gosdrykki. Sennilega fara foreldrar Björns meö honum i feröina til aö kynna sér appelsínubúskap þar. Ekki er vitað hvort Björn hyggst taka Soda- stream tækið meö sér í feröina. -öþ Samningurinn undirritaður. Á myndinni sjást þeir, standandi frá vinstri, Brnst Hemmingsen, Mikheil Strelgsov sendiherra og Steinar Jónasson. Sitjandi frá vinstri eru þeir Guðjón Hjartarson, Pétur Eiriks- son forstjóri, BorisA. Umansky og Vladimir P. Andriyashin. Álafoss semur um útf lutning ullar- vöru til Sovétríkja Alafoss og sovéska fyrirtækið Raznoexport undirrituöu samning um sölu á einni og hálfri milljón ullartrefla og 20.000 ullarpeysum síðastliöinn þriöjudag. Þessi samningur er sá stærsti sem Alafoss hefur gert og mun vera einn stærsti samningur sem íslenskt fyrir- tæki hefur gert vegna sölu á ullar- vörum. Samningurinn er um 4,3 mUljónir Bandaríkjadala eöa 123 milljónir íslenskra króna. Framleiösla er þegar hafin og mun verkefnið taka um 11 mánuöi í fram- leiöslu, og munu um 110 manns starfa viö framleiöslunaaðmeöaltaU. Meö þessum samningi munu Sovét- ríkin vera stærsti kaupandi ullarvöru frá Alafossi áriö 84. Hér er um aö ræða þrefalda aukningu á sölu til Ráöstjórnarrík janna frá síðasta ári. Islenskar ullarvörur njóta mikilla vinsælda í Sovétrikjunum og eiga for- svarsmenn Alafoss hf. von á aö í framtíðinni muni þar veröa góöur markaður fyrir íslenskar ullarflíkur, trefla og væröarvoöir. Þess má til gamans geta hér í lokin aö ef allir treflanir sem samiö var um væru lagðir saman mundu þeir ná til Moskvu. -öþ. Áfengisverslun á Selfossi VERSLUNARMENN ÁNÆGDIR Regiua, Sclfossi: Þá er Afengisverslun ríkisins búin aö ganga frá kaupum á hæö í Vallholti 19 Selfossi, sem Snorri Olafsson byggöi fyrir hálfu ööru ári síöan. Var gengið frá kaupunum 3. janúar síöastliöinn. Er hæöin, sem er 300 fermetrar aö stærö, tilbúin undirtréverk. Meö hækkandi sól getur fólk í Suöur- landskjördæmi fariö aö njóta þeirrar sjálfsögöu þjónustu aö kaupa áfengi í sinni heimabyggö. Reikna ég meö aö flestir séu ánægöir meö aö fá áfengis- verslunina á Selfoss og ég álykta aö hinir mörgu verslunarstjórar á Sel- fossi séu ánægöastir af öllu heimafólki yfir áfengisversluninni því aö þeir líta ekki fögrum augum á þaö þegar fólk fer suðureftir í sínum einkabílum aö kaupa sér guöaveigar. Þeir eru vissir um þaö aö fólkið fari í aörar búöir og kaupi þar fyrir stóran pening og sér- staklega eru tískubúðirnar mjög armæddar yfir þessu ferölagi fólks frá Selfossi. I janúar í fyrra seldi Snorri efri hæöina aö Vallholti. Sú hæö er einnig 300 fermetrar og keyptu hana fimm at- hafnakonur sem eru búnar aö koma upp börnum sínum og höföu enga atvinnu hér og settu upp prjónastofuna Astra. Þær fluttu inn á hæöina síöast- liöiö vor. Ef starfsfólkið hjá áfengisverslun- inni á Selfossi heldur ekki á sér hita við afgreiðslustöfin þá er stutt fyrir þaö að fara á efri hæöina og fá sér þar prjóna- jakka, sokka, vettlinga ásamt mörgum öörum góöum skjólfötum. Skál og gleðilegt ár. -SGV. Hvað dvelur póstinn? á milli Neskaupstaðar og Egilsstaða Frá Gunnari Hjaltasyni, fréttaritara DV á Reyðarfirði. Reglulegir póstflutningar á milli Neskaupstaöar og Egilsstaöa hafa legiö niön frá áramótum, en þá hættu Benni og Svc.ini á Eskifirði sérleyfis- feröum á milli þessara staöa. Þeir Fjölmargir starfsmenn í fiskiöjuveri Bæjarútgeröar Reykjavikur hafa oröiö þeirrar ánægju aðnjótandi að undan- förnu aö koma i vinnu aö morgni, stimpla sig inn og fara svo heim. Af 150 manna starfsliöi fiskiöjunnar vinna þó einhverjir viö aö þrífa og gera klárt. Astæöan er einfaldlega sú aö síðasti fiskurinn kláraöist í síöustu viku og taka aftur á móti aö sér aö flytja póst ef þeir eru beðnir um þaö sérstaklega. Benni og Svenni sögöu upp sérleyf- inu um mitt síðasta ár en samgöngu- ráöuneytiö fékk þá til aö fresta upp- sögninni fram aö áramótum. Ráöu- ekki von á meiru fyrr en í vikubyrjun. Þá kemur togarinn Ingólfur Arnarson, sem veriö hefur aö veiðum um áramót- in, meö fisk handa fólkinu og á eftir fylgja fimm aörir togarar Bæjarút- geröarinnar sem allir eru nýfarnir á miöin. „Það er ágætt að byrja nýja áriö svona rólega,” sagöi Svavar Svavars- son.verkstjóriútiáGranda. -EIR \ neytiö hefur nú auglýst sérleyfið laust til umsóknar. -GB Eldur ííbúðá þriðjuhæð fjölbýlishúss Eldur kom upp í íbúö á þriöju hæð fjölbýlishússins Engjaseli 87 á tíunda tímanum á föstudagskvöld- iö. Greiðlega gekk aö slökkva eld- inn en talsverðar skemmdir uröu á íbúöinni. Engin slys uröu á fólki. Þegar slökkviliðiö kom á staöinn voru íbúar á fjóröu hæö hússins komnir út á svalir vegna mikils reyks í stigaganginum. Húsið er fjögurra hæöa. Fjórir reykkafarar fóru strax inn í íbúðina til aö kanna hvort fólk væri í henni. Svo reyndist ekki vera. Eldurinn var á gangi íbúðarinn- ar. Logaöi í boröum, stól og skil- rúmi.Eldsupptökeruókunn. -JGH Rólegt og f isklaust hjá Bæ jarútgerðinni: Stimpla sig inn — fara svo heim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.