Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 6
I
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Jólasalan:
Lítil sala í dýrum hlutum
Þaöhefur komiö fram í fréttum aö
sala bóka var 30% minni í ár miöað viö
fyrra ár. Þetta styöur krepputal al-
mennings. Kjaraskeröing undanfarna
mánuöi hafi nú sitt að segja. Okkur lék
forvitni á aö vita hvort dregið heföi úr
sölu í verslunum almennt og hún heföi
verið minni fyrir jólin nú en áriö á und-
an.
Viö leituðum víöa frétta.
I húsgagnaverslunum var okkur tjáö
aö salan heföi síst verið minni en á
undanförnum árum. Lítiö væri um
kreditkortaviðskipti í þeim verslunum
en afborgunarskilmálar sem fyrr í
sömu skorðum. Ekki heföi boriö á því
aö fólk færi fram á lengri greiðslufrest
en heföin býöur.
I heimilistækjaverslunum var sama
upp á teningnum nema aö meiri sala
var nú í minni tækjum en áöur. Sala
stærri heimilistækja hefur aftur á móti
minnkað tilmuna.
í desemberbyrjun kom
fjörkippur
I einni heimiiistækjaverslun var okk-
engóðsalasamt
ur tjáö aö í október og nóvember heföi
salan verið frekar dauf, ólíkt því sem
heföi veriö áöur. En strax í byrjun
desember heföi salan tekiö f jörkipp og
jókst hún jafnt og þétt fram til jóla. Aö
visu er sömu sögu aö segja úr öllum
þessum verslunum aö ódýrari og
minni hlutir seldust best. Enda margir
verslunarmenn í þessum sérverslun-
um gert sér grein fyrir hvernig landiö
lá og boðið mikiö úrval af smávörum. I
gjafavöruverslunum, þar sem við
röbbuðum viö eigendur, kom í ljós aö
veltan var nokkurn veginn sú sama og
í nokkrum tilfellum jókst hún. En aftur
lítil sala í dýrustu mununum.
I einni sérverslun meö glermuni
kvaöst eigandinn vera meö sama verö
á kaffi- og matarstellum og fyrir ári.
Kemur þar m.a. til niöurfelling tolla á
þessum vörum í fyrravor.
Niöurfelling á vörugjaldi
hljómplatna ýtti undir góöa sölu á
þeim markaöi. Sala hljómplatna var
mjög dræm allt síöastliöiö ár en í
desember náöi hún sér vel á strik og
varö um þaö bil sú sama og fyrr.
/ sumum sportvöruverslunum var talað um 25—30% samdrátt á sölunni, aðrir töldu hana vera þá sömu og á fyrra ári.
„Sjaldan verið betri"
Ekki báru fatakaupmenn sig illa.
Sögöu þó sumir aö töluvert heföi boriö
á kreditkortaviöskiptum síöustu dag-
ana fyrir jól.
I matvöruverslunum bjuggumst viö
frekar viö aö heyra annan tón en svo
var ekki. Sögöu þeir kaupmenn okkur
aö salan heföi gengiö vel, einn sagöi aö
hún heföi ekki verið minni en í fyrra.
Næstisagöihinnhressasti; ,,Salanvar
alveg sérstaklega góö, sjaldan verið
betri.” Þessir matvörukaupmenn
töldu aö kreditkortaþjónustan væri
innan viö 10% í þeirra verslunum.
„Þetta rétt lafði í því sem þaö var í
fyrra,” sagöi sportvörukaupmaöur og
átti þá viö magnsölu en ekki krónutöl-
una. En nokkuð misjafnt hljóö var í
mönnum í þeim sérverslunum. Sumir
töluðu um 25—30% samdrátt í sport-
vörum.
I einni verslunarmiöstöð í Reykja-
vík, þar sem margar sérverslanir eru
undir sama þaki, var almennt talaö
um aö salan heföi aö magni til dregist
saman um ein 30 prósent.
Áhersla lögð á hagstæð
innkaup
Við heyröum einnig á sumum kaup-
mönnunum aö sjálfsagt væri óraun-
hæft aö bera síðustu jólasölu saman
viö söluna fyrir jólin 1982. Því þá heföi
kaupmáttur fólks í desember veriö
mikill, meöal annars vegna láglauna-
bótanna sem þá komu til úthlutunar.
Annars kom okkur á óvart hvaö
hljóðiö var gott í mönnum, vöruverð
heföi verið stööugt nú í nokkra mánuði.
Og margir ræddu um aö mikið kapp
væri greinilega lagt á í öllum greinum
verslunarinnar aö gera sem hagstæö-
ust innkaup. Samkeppnin væri mikil,
þvi væri til mikils aö vinna. Greinilegt
er aö breytingar eru á neyslumynstri
fólks. Lítið er keypt af dýrari hlutum
almennt, sem sagt fólk f járfestir lítiö,
hvort sem er í bifreiðum eöa stórum
heimilistækjum, svo dæmi séu nefnd.
Nú athugar fólk verö á vörunum sem
keyptar eru og vill fá eitthvað fyrir
peningana. Hver eyrir er dýrmætur og
plastspjöldin aðeins stundarfriöur.
-ÞG
UMHIRDA GOLFTEPPA
Þaö er stööugt veriö aö traöka á
teppunum, þau eru pressuö niöur af
þungum húsgögnum, kaff i er sullaö á
þau og sígarettuösku og þaö sem
verra er stundum klórar kötturinn
þau upp — það er ekki skrýtið aö
hlutur sem fær sh'ka meðhöndlun
þurfi umönnun. En ef farið er vel
meö teppin er hægt aö halda þeim í
góöu ástandi í mörg ár.
Hversu lengi teppiö endist er háö
því hversu mikiö þaö er notaö og
hvar þaö er staösett. Teppi þarf að
velja eftir því hvar þaö á aö vera.
Þar sem teppi á aðeins aö þekja miö-
hluta herbergis er allt sem þarf —
gott og slétt gólf. Þar sem þarf að
leggja teppiö frá vegg til veggjar og
lögun herbergisins er erfiö veröur
yfirleitt aö fá hjálp frá fagmönnum.
Ef þaö er vel lagt minnkar hættan á
• því aö þaö veröi ójafnt og aö þaö,
hreyfist til.
Þaö er ráðlegt aö reyna aö komast
hjá kröftugri burstun og ryksugun á
nýju teppi. En samt sem áöur er ekki
ástæöa til aö óttast aö hæfileg ryk-
sugun skaöi nýtt teppi.
Þaö er heldur ekki ástæöa til aö ótt-
ast þó aö þaö komi ló af teppinu í
byrjun. Þaö er eðlilegt og er vegna
lausra stuttra þráöa sem hafa ekki
komið aö gagni þegar teppið var
framleitt. Fjarlægiö lóna meö mjúk-
um bursta eöa meö því aö ryksuga
þaðvarlega.
Ef maðurinn i þessum skóm hefði sjálfur þurft að hreinsa teppið hefði hann án efa skilið skóna eftir við
þröskuldinn.
Hárin í teppinu liggja yfirleitt í
ákveöna átt sem gefur því jafnan lit
og skugga, þ.e.a.s. sama ljósendur-
kast. Um leið og gengið og traökaö er
á teppinu fær þaö a sig ljósa og dökka
bletti. Astæðan fyrir þessu er ekki
framleiðslugalli heldur er um mis-
munandi endurkast á ljósi aö ræöa.
Þetta kemur minna fram á snögg-
um teppum en yfirleitt er ekki
hægt aö komast algjörlega hjá þvi aö
þetta eigi sér staö. Til aö minnka
þessi áhrif er hægt að ryksuga teppiö
varlega í sömu átt. Ef þráöur stend-
ur upp úr teppinu á ekki aö toga í
hann heldur klippa hann meö skær-
um.
Varist að láta sterkt sólarljós
skína á teppin því að flest teppi lýs-
ast ef sól skín á þau í langan tíma. Og
þegar þaö á annaö borö hefur átt sér
staö er engin aöferö tii að fá
upprunalegu litina aftur.
Teppi sem liggur laust á gólfi ætti
að snúa reglulega þannig aö þaö
veröi jafnari notkun á því öllu. Ekki
á aö draga þung húsgögn eftir teppi.
Ef teppi er ryksugaö reglulega,
einu sinni til tvisvar í viku, ætti þaö
aö vera nægilegt til að halda burtu
öllum yfirborösóhreinindum þannig
aö þau troðist ekki niður í teppið.
Teppabursti getur veriö gagnlegur
ásamt ryksugu. Þeir eru handvirkir
. og eru eins konar sópar meö burstum
sem snúast. Ef burstinn er notaöur
reglulega er auðveit aö halda
teppunum hreinum. En burstinn get-
ur þó ekki komið algjörlega í staö
ryksugunnar.
En þaö er sama hversu mikið tepp-
iö er burstaö, hvort sem þaö er með
ryksugu eöa teppabursta, meö
tímanum verða þau skítug. Þaö sér
maöur oft þegar húsgögn eru færö úr
stað. Þá verður yfirleitt aö grípa til
annarra ráða.
Til eru fyrirtæki sem sjá um teppa-
hreinsun og einnig er hægt aö leigja
tæki sjálfur og aö lokum mun einnig
vera möguleiki aö kaupa slík tæki
sjálfur ef þörf er á. Um þetta er hægt
að fá upplýsingar í teppaverslunum.
En þaö getur veriö vandasamt aö
þvo sum teppi og er því álitamál
hvort ekki borgar sig aö fá til þess
fagmenn.
Blettir í teppi
Maöur veröur að reikna meö að
þaö komi blettir í teppiö. Hin gullna
regla er aö fjarlægja blettinn strax
eftir aö eitthvaö hefur hellst niöur í
þaö. Olía eöa fita sem ekki er fjar-
lægö strax upplitar teppiö. Þurr
málning eöa tyggigúmmí veldur
varanlegum skaöa.