Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANUAR1984.
VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Innritun í starfsnám
A vormisseri verða haldin eftirtalin námskeið fyrir starfandi
fólk í atvinnulífinu og aðra þá er hafa áhuga á aö bæta þekk-
ingu sína.
• Bókíærsla
• Ensk verslunarbréí
• Lögfræði — Verslunarréttur
• Ræðunámskeið — Fundarstjórn
• Stjórnun
• Sölunámskeið
• Tölvuíræði
• Tölvuritvinnsla
• Vélritun
Hægt er að velja eitt eöa fleiri námskeiö eftir því hvaö
kemur aö mestum notum.
• Fræðslusjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
greiðir helining námskostnaðar fyrir fullgilda félagsmenn
sem verða að sækja beiðni þar að lútandi til skrifstofu
félagsins í Húsi verzlunarinnar, 8. hæð, áður en námskeiðin
hefjast.
Innritun er hafin. Allar upplýsingar um námskeiðin fást á
skrifstofu skólans.
Kennsla hefst 23. janúar.
VERSLUIMARSKÓLI ÍSLANDS,
Grundarstíg 24, Reykjavik.
Sími 13550.
SUPER-SUGAN
SVAR VIÐ DYRTIÐINNI—\
SOGAR
NÁNAST
HVAÐ
SEM
ER
MEÐAL ANNARS:
VATN, MÖL 0G
SAND -
HENTUG FYRIR
ALLAR GERDIR AF
TEPPUM.
BIDJID UM
MYNDALISTA
Fyrir:
fyrirtœki, hót-
t'/, hyyyinyur-
verktaka, stqfn-
anir, vcrk-
stæi)i <)ft
heimili.
34 lítra kr, 6.818,-
43 lítra kr. 7.656,-
51 lítra kr. 9.638,-1
POSTSENDUM
ASTRA
SÍÐUMÚLA 32. - SÍMI 86544.
Fæst í kaupfélögum
um allt land.
Árs ábyrgð,
allir varahlutir
fyrirliggjandi.
Q / Notaðir
45 / bílar
FORDHÚSINU
Opið 10—19 og
10—16 laugardaga
Oskum landsmönnum gledi-
legs árs og þökkum
vidskiptin á lidnu ári.
Okkur vantar nýlegan dísiljeppa, t.d.
Pajeró árg. '82 —'83, Toyota Landcruiser
eða Datsun Patrol styttri gerð í skiptum
fyrir Mitsubishí Tredia árg. '83. Einnig Ford
Bronco eða Ramcharger í skiptum fyrir
BMW 520 árg. 1980.
SÖLUMENN Jónas Ásgeirsson og Þorsteinn Kristjónsson.
FRAMKVÆMDASTJÓRI. Finnbogi Ásgeirsson.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Sími 85366 og 84370.
Útlönd
Útlönd
Eiríkur Jónsson, fréttamaður DV í Danmörku
Kosningar í Danmörku í dag:
Schluter nær
því öruggur
Það væri synd að segja að danska
þjóðin bíði spennt eftir úrslitum
þingkosninganna, sem fram fara í
dag. Búist er við aö úrslitin liggi fyr-
ir aðeins nokkrum klukkustundum
eftir aö kjörstöðum verður lokaö,
klukkan níu í kvöld. Spurningin er
ekki hvaða ríkisstjórn taki við völd-
um heldur hvort Poul Schliiter for-
sætisráðherra og stjórn hans þurfi aö
styðjast viö smáflokkinn Radikal
venstre eða Framfaraflokk Gli-
strups til að fá meirihluta á þingi.
Niðurstöður síðustu skoðanakann-
ana, sem þirtust í dagþlööum hér í
morgun, benda til þess, líkt og allar
skoðanakannanir fyrir þessar kosn-
ingar, að sigur ríkisstjórnarinnar sé
í höfn. Upp er að rísa íhaldsflokkur
sem ógnar þeim yfirburöum sem
danskir jafnaöarmenn hafa haft svo
áratugumskiptir.
DV sneri sér til nokkurra Islend-
inga sem búsettir eru í Kaupmanna-
höfn og kunnugir eru dönskum staö-
háttum og spurði þá álits á þessum
kosningum sem virðast ætla að
marka tímamót í dönskum stjórn-
málum.
Mundi
kjósa
Anker
— segirséra
ÁgústSigurdsson,
presturíJónshúsi
„Þaö er nú svo erilsamt hjá mér
hér í prestsstarfinu aö ég hef haft lít-
inn tíma til að setja mig inn í danska
pólitík en ég er samt handviss um aö
ég mundi kjósa Anker Jörgensen og
jafnaöarmenn hans heföi ég kosn-
ingarétt hér í landi,” segir séra
Ágúst Sigurðsson sem verið hefur
prestur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
aöundanförnu.
„Þaö er svo gott aö skilja Anker,
hann er bæði fastmæltur, skorinorð-
ur og sannfærandi og ekki boðberi
þeirrar lífsstefnu sem gengur út á að
flækjast til sólarlanda og njóta holds-
ins lystisemda. Þaö er slíkt fólk sem
nú er að kjósa Poul Schliiter og hans
liö. Fólk sem er að kjósa yfir sig
skipulagt atvinnuleysi með þeim af-
leiðingum aö þeir ríku verða ríkari
og þeir fátæku fátækari.”
Séra Agúst segist vera fram-
sóknarmaður uppi ó íslandi en krati í
Danmörku. „Eg á það reyndar ekki
langt að sækja. Afi minn, Agúst
Jósepsson, stundað prentiðn hér í
Kaupmannahöfn um aldamótin og
geröist þá sósíalisti og siðar einn af
stofnendum Alþýðuflokksins. Það er
því ekki skrítið að ég sé hrifinn af
Anker,” sagði séra Agúst.
Kosningarnar eru brandari
en stjórnmálamennimir ekki fyndnir um þessar mundir
— segir Einar Már
Guðmundsson
rithöfundur
„Eg tel að þessar kosningar hér í
Danmörku að þessu sinni snúist um
það hvort hinir ríku eigi aö fækka
leikföngum sínum eða hvort enn eigi
aö þrengja að smælingjunum,” sagði
Einar Már Guömundsson rithöfund-
ur í spjalli við DV í gær. — Einar
hefur verið búsettur í Kaupmanna-
höfníáraraðir.
„Sumir segja aö núverandi vald-
hafar hafi lesið Hróa hött aftur á bak
og vilji taka frá þeim fátæku til að
gefa þeim ríku. Fjölmennur milli-
hópur sættir sig síöan viö að svona
eigi þetta að vera og það er einmitt
til þessa hóps sem Schliiter og
félagar beina máli sínu. Schluter
hefur lag á því aö koma fram sem
bjartsýnismaður og segir að nú séu
hjólin farin að snúast.”
Einar Mór segist mundu halda
með Anker Jörgensen ef hér væri um
fótboltaleik aö ræða,”. . . en það er
bara verst að hann kemur ekki upp
oröi því að hann er svo upptekinn af
aðbrosatilhægri.”
Þaö er skoðun Einars að Danir
fylgist með þessum kosningum eins
og hverjum öðrum brandara og séu
alltaf aö bíða eftir því hver segi besta
brandarann. Gallinn sé bara sá að
stjórnmálamenn séu ekkert fyndnir
umþessarmundir.
Einar Már Guðmundsson rlt-
höfundur telur kosningarnar algeran
brandara.
Einar Ágústsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, telur Dani vilja tilbreytingu i
sviðsljósið.
DANIR VIUA
NÝTTBLÓD
— segir Einar Ágústsson sendiherra
,,Eg spái því, líkt og aðrir hér í
Danmörku, að ríkisstjórn Pouls
Schliiters starfi áfram eftir þessar
kosningar í sömu eöa líkri mynd og
veriö hefur,” sagði Einar Agústsson
sendiherra í Kaupmannahöfn í sam-
tali við DV í gær.
Aðspuröur sagði sendiherrann
ástæður fyrir framgangi danskra
íhaldsmanna að öllum líkindum þær
að fólk væri orðið leitt á gamla kerf-
inu, vildi nýtt blóð og væri því aö
veita nýjum mönnum brautargengi.
,,Eg hef ekki kosningarétt í þessu
landi og get því ekki gefið upp hvað
ég mundi kjósa ef svo bæri undir. Eg
er ekki lengur stjórnmálamaður,
ekki einu sinni flokksbundinn fram-
sóknarmaður,” sagði Einar Agústs-
son sendiherra.