Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JANOAR1984.
15
Menning Menning
n
heldur svo sem öld framar. Eg býst við
að þar kenni söguáhuga „bókarhöfund-
ar” fremur en sögumanns, að svo
djúpt og langt er grafiö til rótanna.
Þarna er allítarlegt söguyfirlit um
gang mála allt frá því aö landhelgin
var undir vernd dönsku mömmu. Þetta
er auðvitaö góð og gild upprifjun
merkra mála, en ég kem ekki auga á
ástæðuna til þess að viðhafa hana
þarna, einkum þar sem landhelgismál
heyrðu alls ekki undir Ingólf ráðherra.
Sagan af landhelgisdeilunni okkar er
ekki heldur mjög nákvæm. Þetta
lengir bókina aðóþörfu.
Ingólfs-mál
Þessu næst víkur Ingólfur að sínum
málum í viðreisnarstjórn, fyrst land-
búnaðinum. Hann rekur þar þau mál,
sem hann beitti sér fyrir og nefnir þess
ýmis dæmi aö vel hafi miðað, þótt hann
ætti jafnan við nokkuð ramman reip að
draga í stjórninni. Þessi saga er
auðvitað sögö frá sjónarmiði Ingólfs,
og af fullri einurð. Þótt sagan hafi af
þeim sökum ofurlítið sérgott yfir-
bragð, er þaö aöeins rétt mótvægi, því
að satt að segja hafa framsóknarmenn
ekki miklaö hlut Ingólfs í landbúnaðar-
málum um of, og raunar örlað á því að
þeir vildu eigna sér þar mestallan hlut.
Feimulaus saga Ingólfs af sínum þætti
hæfir því vel til aö jafna metin.
Hvort sem landbúnaöarsaga Ingólfs
verður talin alveg hlutlaus eða ekki,
dylst engum að hann sat ekki auðum
höndum á stóli landbúnaðarráðherra
og kom þar mörgum góðum málum
fram. Hann var buröarás Sjálfstæðis-
flokksins í málefnum sveita og land-
búnaöar og átti meiri hlut aö því en
nokkur annar maður að afla honum
fylgis í sveitum landsins. En fróðlegt
er líka aö minnast þess, aö nokkuö af
þeim styrk hafði hann sótt til Tryggva
Þórhallssonar, Vilhjálms Þór og fleiri
framsóknarmanna.
I Iandbúnaðarbálkinum fer eins og
um landhelgismálið, að þegar kemur
að skógræktarmálum er prjónaö ofan
við Ingólf allgildum söguannál allt frá
aldamótum.
I Samgöngumál og orkumál fá ítar-
lega umfjöllun á ráöherratíö Ingólfs,
svo og ferðamál og framkvæmda-
stofnun.
Girnilegasti kaflinn
En þegar viðreisnarsögu lýkur
kemur sá kafli þessarar bókar, sem
mér þykir girnilegastur lestur. Þar
fjallar hann nokkuð um forystumenn
Sjálfstæðisflokksins og samstarf sitt
viö þá eftir aö Olafur Thors dró sig í
hlé, farinn að heilsu 1963. Bjarni tók þá
viö, en varö að lúta grimmum örlögum
áöur en langt leið, og þá kom Jóhann
Hafstein í stól, einnig til skamms tíma.
Ingólfur ræðir þá nokkuð um forystu-
vandamál Sjálfstæðisflokksins, og
kemur þar fram, aö til voru þeir í
fremstu röðum sem töldu að fela ætti
Ingólfi formennsku Sjálfstæðisflokks-
ins, og er getiö í bókinni forvitnilegrar
heimsóknar Sveins Benediktssonar
austur á Hellu þeirra erinda. En Ing-
ólfur var raunsær og lét ekki fleka sig
til viösjálla ævintýra.
Þá er kaflinn um forsetakjörið 1968
töluvert fróðlegur og skýrir ýmislegt
sem menn hafa ekki haft á hreinu.
Hann ræðir einnig töluvert um forystu
Sjálfstæðisflokksins eftir daga þeirra
Olafs og Bjarna, þ.e.a.s. Geir og Gunn-
ar, enda kveðst hann hafa vonað eins
og margir aðrir ,,aö nú væri séð fyrir
endann á þeirri óeiningu, sem hafði
verið flokksstarfinu til mikillar óþurft-
Bókmenntir
Andrés Krist jánsson
ar". En, .reynslan átti eftir að sýna, að
sú ósk mín átti ekki eftir aö rætast
nema síður væri,” bætir hann fljótlega
við.
Loks ræðir Ingólfur nokkuð um þing-
mennskulok sin og „geigvænlegan
þverbrest” sem þá varð i framboðs-
málum Sjálfstæðisflokksins á Suður-
landi, sem endaöi með sérframboði
Eggerts Haukdals. Þar segir hann
nokkur alvöruorð við flokksstjórn sína.
Víkur að sér og sínum
Þegar eftir lifir aðeins sjöttungur
bókar víkur Ingólfur loks að sjálfum
sér og heimaranni, og má ekki seinna
vera. Þar drepur hann stuttlega á vöxt
Hellu-kauptúns, og hefði mátt fleira
um það segja.
I bókarlok lítur Ingólfur lauslega
yfir þingmanns- og 'ráöherraferil sinn.
Þar má finna ýmislegt smálegt sem
kalla má heilræði. Hann segú- t.d.:
„Eitt verður ráðherra að forðast sér-
staklega, og þaö er að nota þá aðstöðu
sem embættiö býður upp á til að skara
eld aðsinni köku.” Velmælt, og líklega
hefur Ingólfur haldið þetta boðorð vel.
Eg er honum lika þakklátur fyrir aö
stjaka svolítið við fálkaorðuglingrinu,
og gaman er að fá þarna í geymslu
hina stuðluðu þingsályktunartillögu
Skúla Guðmundssonar um að leggja
niður orðuveitingar, þótt ekki sé alveg
rétt farið með orðstuöla.
Ymsum kynni að þykja sem Ingólfur
geri heldur smátínt, þegar hann fer að
rekja drauma og segja litríka sjúkra-
sögu sina. En ég er á öðru máli. Eg veit
ekki hvort Ingólfur kemur í meiri ein-
lægni til lesandans á öðrum stað í bók-
inni. Og það datt alveg ofan vfir mig.
Eg hélt satt að segja að svo hraust-
legur víkingur sem Ingólfur hefði
aldrei orðið lasinn. En svona skjátlast
manni.
I eins konar bókarauka eru býsna
skemmtilegir vitnisburðir þeirra
Björns Fr. Björnssonar, sýslumanns,
og Gylfa Þ. Gíslasonar um Ingólf, og
segist þeim vel og maklega, en Björn
er þó orðvarari en Gylfi.
I Iokaorðum segir Páll Líndal,
bókarhöfundur, m.a.: „Það sem mér
finnst einkenna stjórnmálaferil Ingólfs
Jónssonar er hið mikla raunsæi hans,
raunsætt mat á aöstæðum í staö loft-
kenndra kennisetninga.”
Þetta er hárrétt mat. Þetta er stjórn-
málafótfesta Ingólfs og hún er traust
— og alls ekki sneydd framsýni. Glögg-
skyggni hans og skýrleikur voru oft
með ágætum, og það er ekki margt
sem hef ur komið í bakseglin hans.
Bókinni lýkur svo með skemmtri-
legri smásögu um mat Ingólfs á hár-
prýði Davíðs borgarstjóra.
A síðustu síðum er skrá um fram-
bjóðendur og kosnmgaúrslit á Suður-
landi 1963—74 og nafnaskrá, gott ef
heimildaskrá er ekki líka á sínum staö.
Myndaefni í bókinni er allmikið.
1 þessari bók er mikill stjórnmála-
fróðleikur saman komúin. Bókar-
höfundur viröist hafa gert sér far um
að sannreyna allt sem best og ekki
sparað tíma eða fyrirhöfn til uppflett-
inga. Hér mun því flest rétt með farið,
en þó mun fótaskortur finnast, t.d. um
þá þingbræður Ingólfs sem enn velgja
stóla Alþúigis.
Helsti gallinn er að mínum dómi sá,
hve fátt Ingólfur segir af skemmti-
legum atvikum úr lífsglúnunni austan
Þjórsár.
SÓLEYJARGÖTU
RAUÐARÁRHOLT
LAUFÁSVEG
SKERJAFJÖRÐ I OG II
HRINGBRAUTII
AFGREIÐSLA
SlMI 27022
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 41., 43. og 46. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Suðurgata 1, Hafnarfirði, þingl. eign H.f. Dvergs, Flygenring
og Co., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og innheimtu ríkis-
sjóðs á eigninni sjálfri f östudaginn 13. janúar 1984 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
G. ÞQRSTEINSSQN & JOHNSON H.F.
Ármúla 1 Sími 85533
MASTER.
HITABLÁSARAR
FYRIRLIGGJANDI
Frá 30.000 BTV til 300.000 BVTV
B-30 B-66 B-100 B-150 B-300
Verð frá kr. 9.874,-
Árs ábyrgð.
Upplýsingar i síma (911—85533.
MEÐ CASIO f SKÚLANN
TÖLVUFRAMLEIÐAIMDINN SEM BÝÐUR UPP Á
ALMENN BROT OG BROTABROT.
FX-350
+1-1x1+ (Skiptir liðum).
sin/cos/tan/hyb = horna-
reikningur.
i*|y>o isjxím
B1M íöl m 101
.Tgáicyjlyqajncx>
lilli
',.n. n-P p-b
gBSHS'
FX-3600P
PRÚGRAMMTÚLVA
38 prógrammskref, 7 minni.
+1-1x1+ (skiptir liðum).
XV= veldi.
X1ÍV = rótarreikningur.
Log/10x/Ln/Ex-
6 svigar.
AWc = almenn brot og brota-
brot.
Statistics = meóaltalsreikningur.
RP-PR = hnitafræói.
EXP.
Slekkur sjálfkrafa á sér eftir ca
7 min ef gleymist að slökkva.
Rafhlöóuending á einni rafhlöðu
ca 1.300 klst.
Eins árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Basic-vasatölvur frá kr. 2800,-
XV = veldi.
X 1/y = rótarreikningur.
sin/cos/tan/hyg = hornareikningur.
Log/IOx/Ln/Ex.
18 svigar.
A'Vc = almenn brot og brotabror.
IntergrölL
Statistics = meðaltalsreikningur.
RP-PR = hnitafræði.
EXP.
Slekkur sjálfkrafa á sér eftir ca
7 min. ef gleymist að slökkva.
Rafhlöðuending á einni rafhlöðu
ca 1.300 klst.
Eins árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Þegar gæðin
eru á gjafverði.
Þingholtsstrœti 1 (Bankastrætismegin), s. 27510.