Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 27. J ANUAR1984.
5
Þœfingur er þetta!
Þrátt fyrir ófaerö á
gangstéttinni er ekki
annað að sjá en þetta
gangi ágœtlega hjá
þessum Reykjavíkur-
frúm. DV-mynd GVA.
Kínamyndir dönsku sendiherraf rúarinnar:
Ekki rétt að KODAK ^
firri sig ábyrgð hjá Hans Petersen
„Þaö er alls ekki rétt aö Kodak
tirri sig ábyrgö á Kodak-film-
unum. Kjami málsins er sá aö allir
þeir gæðaeftirlitsmenn og sér-
fræðingar Kodak erlendis, sem
skoðaö hafa umræddar þrjár filmur,
hafa dæmt þær í lagi og ógallaöar,”
sagði Ragnhildur Asmundsdóttir hjá
Hans Petersen vegna fréttarinnar í
fyrradag um Kínamyndir dönsku
sendiherrafrúarinnar.
„Viö hjá Hans Petersen höfum
fyrir alla muni viljað aö frú Palludan
yröi ánægð sem og allir okkar
kúnnar og viö teljum aö viö höfum
gert allt til að svo mætti verða.
Hvaö myndirnar á þessum þremur
filmum snertir þá eru þær af gráum
líkneskjum í gulum sandi. Og þaö aö
þessar myndir séu bláar er ekki rétt.
Að okkar mati sýndu filmumar þá
liti sem áttu aö vera en myndirnar
voru þó ýmist of dökkar eða ljósar.
Þá höfum viö ekki orðiö vör viö aö
filmurnar væru of stífar. Og hvaö
númerin neöst á filmunum varðar
þá segja sérfræðingar Kodak aö þau
hafi ekki áhrif á gæði filmanna. Þau
séu sett á eftir aö filmurnar eru
framleiddar.
Allar filmur f rú Palludan í Kina-
ferðinni vom frá Kodak. Af þessum
filmum vom 7 slidesfilmur af um-
ræddri gerð, 400 ASA Ektachrome
Kodak. Hún notaði aöeins 3 þeirra
og skUaöi hinum 4 eftir á vegna
þessamáls.
Viö tókum strax myndir með
þessum 4 fUmum, tU dæmis af marg-
litum blómum og notuöum tU þess
sitt hvora myndavélina. Síöan
sendum viö fUmumar á sinn hvorn
staðinn tU framköUunar, tvær á
hvom staö. Þess var ekki getið aö
um prófraun væri aö ræöa. Niöur-
staöan var sú aö alhr þeir litir sem
við voram aö taka komu fram.
Um 300 filmur voru á sama fram-
leiðslunúmeri og umræddar fUmur.
Þetta þýöir aö fyrst er ein stór filma
framleidd og hún síöan klippt niöur i
þrjú hundruð 36 mynda filmur. Allar
hinar filmurnar á þessu framleiðslu-
númeri hafa reynst í lagi.
Eftir að fulltrúi sá frá Kodak í
Englandi sem rætt er um í fréttinni
átti fund ásamt okkur meö frú
Palludan haföi hann samband viö
Kodak í Hong Kong til aö reyna að
láta þá útvega myndir af þeim líkn-
eskjum sem voru á þessum þremur
filmum. Þaö tókst því miður ekki.
Og reyndar má geta þess aö ekki
var hér um neinn sérfræðing í
filmugerð aö ræða, heldur var hann
staddur hér út af ööru. En okkur
fannst rétt aö gefa frú Palludan kost
áaöræða viöhann.
Eftir þetta fengum viö þá
hugmynd að láta litgreina myndimar
fyrir prentun bókarinnar meö sér-
stakri „scanner-tækni” hjá Kassa-
gerö Reykjavíkur á okkar kostnaö.
Það var gert og valdi frú Palludan þá
sjálf 7 myndir af filmunum þremur
sem hún ætlaði að nota í bókina. Aö
okkar mati heppnaöist þetta þaö vel
aö myndirnar vora orðnar nothæfar.
Við báöum samt frú Palludan,
sem hefur veriö mjög elskuleg í alla
staöi, aö hafa samband viö okkur ef
hún væri ekki ánægö meö þessa
lausn. Þar sem hún hafði ekki sam-
band héldum viö þar meö að málið
væri leyst og aö viö hefðum getað j
hjálpaö eftir bestu getu.”
-JGH.
Fór með þrjár 400 ASA filmur til Rússlands:
Myndirnar helbláar
— úr framköllun
„Eg fór í einstaklega skemmtilega
ferð til Rússlands nú í vor, liklega þá
einu á lífsleiöinni, og það væri synd aö
segja aö Rússland hafi komið mér
rautt fyrir sjónir í gegnum linsuopið.
Eg var meö þrjár 400 ASA Kodacolor
filmur sem ég tók á en þegar þær
komu úr framköllun hér heima voru
myndirnar helbláar,” sagði Ingimar
Sigurösson lögfræðingur en hann
haföi samband viö DV í framhaldi af
frétt blaösins á miövikudaginn um
dönsku sendiherrafrúna sem fór til
Kína aö taka myndir af skúlptúram
meö heldur slæmum árangri.
„Mér var sagt aö hér væri mann-
legum mistökum um að kenna og
buðu þeir hjá Hans Petersen mér
upp á tvær filmur í skaöabætur sem
ég þáði. Eg sá ekki ástæöu til aö gera
veður út af þessu, mannleg mistök
geta alltaf átt sér staö,” sagöi Ingi-
mar. „En mér fannst athyglisvert að
lesa frétt DV á miðvikudaginn um
sendiherrafrúna og Kínaferöina. Hér
viröist eitthvað svipaö vera á ferö-
inni.”
-EIR.
Kvennaframboð kvartar yfir
fréttaflutningi:
Situr við sama borð
og aðrir f lokkar
— segir Erna Indriðadóttir
Kvennaframboðiö í Reykjavík hefur
í bréfi til útvarpsráös kvartaö yfir
fréttaflutningi rikisfjölmiölanna í
tengslum viö fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar. Sagöi Guörún Jónsdóttir
borgarfulltrúi aö þess hefði ekki verið
gætt aö öll sjónarmið kæmu fram.
„Ef ríkisfjölmiöill á aö gæta hlut-
leysis þá ber honum skylda til aö sjá til
þess að sjónarmið allra sem hafa á bak
viö sig ákveðinn fjölda kjósenda
komist á framfæri,” sagði Guðrún.
Ema Indriðadóttir, sem séð hefur
um fréttaflutning af borgarmálefnum
fyrir útvarpið, kvaöst ekki sammála
Kvennaframboöinu.
„Þaö er rangt aö Kvennaframboðinu
hafi veriö gert eitthvað lægra undir
höföi í fréttum útvarpsins en ööram
flokkum minnihlutans í borgarstjóm,”
sagöi Ema. „I minnihlutanum eru
fjórir flokkar og það gefur auga leið að
í stuttu fréttainnskoti er ekki hægt aö
tala við fulltrúa allra flokkanna fjög-
urra og f ulltrúa meirihlutans um hvert
einasta mál sem viötal er tekið út af.”
I bréfinu til útvarpsráös er kvartað
yfir grófu misrétti gagnvart Kvenna-
framboöinu og bent á aö af um 160
breytingartillögum viö fjárhags-
áætlunina hafi 99 komiö frá Kvenna-
framboöinu. Einnig segir aö Kvenna-
framboöinu hafi aldrei veriö gefinn
kostur á að koma sjónarmiðum sinum
varðandi fjárhagsáætlunina á fram-
færi.
Ema sagöi hins vegar aö þegar fjár-
hagsáætlunin hafi verið lögö fram hafi
verið greint ítarlega frá viöbrögöum
allra minnihlutaflokkanna. Viö síöari
umræöur hafi aðeins veriö greint frá
helstu breytingartillögunum og
Kvennaframboöiö þar setið viö sama
borð og aðrir flokkar.
-Þó.G.
Tollum stórfækkað
— og hæstu tollar lækkaðir miktö
Endurskoöun tollskrár miöar nú vel
og er stefnt að þyí aö ný tollskrá taki
gildi fyrir vorið. Meö henni veröur toll-
um stórfækkaö og hæstu tollar lækk-
aöir mikið. Engu aö siður þarf ríkis-
sjóður að ná óbreyttum tekjum af toll-
um fyrst um sinn og verður þaö aöal-
lega gert með vörugjöldum á afmörk-
uðum flokkum.
Tollskráin er nú einhver mesti frum-
skógur i ríkiskerfinu, aöaltollþrep eru
um tugur, vöragjöld og alls konar álög
um tuttugu og þar að auki hátt, tíma-
bundið vörugjald í tveim þrepum.
Aöaltollþrep era upp í 80% og tíma-
bundið vörugjald 24% eða 30% sem
leggst á viðkomandi vörur og tollinn
líka. Aukagjöldin era upp í nokkur pró-
senthvert.
Þá er einnig unniö aö tölvuvæðingu á
Tollstjóraskrifstofunni í Reykjavík.
Þaö og einföldun tollskrárinnar segir
Bjöm Hermannsson tollstjóri geta
skipt sköpum í öryggi og hraöa viö toll-
afgreiðslu. Hann býst ekki við því aö
hætt verði aö gera skriflegar fyrir-
spumir að skilyrði fyrir upplýsingum
um tollflokkun vamings. En áður var
nóg aö hringja. „Breytingin olli
óánægju fyrst en síöan hefur vaxiö
skilningur á því aö öðru vísi verður
ekki fyllsta öryggis gætt. Eg á ekki von
á aö viö breytum aftur, að minnsta
kosti ekki fyrst um sinn,”segir Bjöm
Hermannsson.
-HERB.
UK0
Fæst á næsta
blaðsölustað
Toyota Cressida árg. 1982, dísil,
5 gira, ek. 100.000 km, brúnn.
Verð kr. 330.000,-
Toyota Cressida árg. 1978, 4 dyra,
5 gira, ek. 49.000 km, grœnn. VerO
kr. 170.000,-
Toyota Cressida dx árg. 1981, 5
gira, ek. 30.000 km. VerO kr.
300.000,-
Toyota Starlet árg. 1979, ek.
34.000 km, grár. Verfl kr. 95.000,-
Þarfnast sprautunar.
Toyota Carina DX árg. 1982, ek.
17.000 km, drapplit. VerO kr.
280.000,-
Toyota Cressida árg. 1979, 2 dyra,
ek. 85.000 km, blár. Verð kr.
185.000,-
Toyota Cressida árg. 1978, ek.
88.000 km, blár. VerO kr. 150.000,-
Toyota Corolla Liftback árg. 1980,
sjálfsk., 1800 cc vél, ek. 50.000
km. Verð kr. 220.000,-
Subaru 1600 árg. 1978, ek. 110.000
km, brúnn. Verð kr. 110.000,-
Toyota Carina DL árg. 1980,
sjálfsk., ek. 53.000 km, vinrauður.
Verðkr. 220.000,-
Dodge sendibill árg. 1978, ek.
59.000 km, hvitur. Verð kr.
175.000,-
Daihatsu Charade Runabout árg.
1980, ek. 62.000 km, blár. Verfl kr.
155.000,-
Toyota Carina DL árg. 1981,
sjálfsk., ek. aðeins 19.000 km,
brúnn. Verð kr. 260.000,- Mjög
fallegur bíll.
Toyota Landcruiser station árg.
1981, ek. 85.000 km, hvitur. Verfl
kr. 700.000,- (Spil, upphækkaður.
ENIMFREMUR TIL SÖLU:
Chevrolet Citation árg. 1980, 4
cyl., ek. 36.000 km, vinrauður.
Verfl kr. 240.000,-
Saab 99 GL árg. 1981, ek. 28.000
km, brúnn. Verfl kr. 290.000,-
Mitsubishi L-300 árg. 1982, ek.
19.000 km, hvitur. Verð kr.
270.000,- Sæti fyrir 8.
breifl dekk og felgur, hliómtæki) OPIÐ LAUGARDAGA
§ TOYOTA
SALURINN
Nýbýlavegi 8, sími 44144.