Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Sýklafjöldinn getur aukist mjög þegar matvæli eru kæld í langan tíma viö stofuhita. Moðsteiking: Getur valdið matareitrun — segir Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisf ulltrúi Moösteiking nefnist matreiösluaö- ferö sem færst hefur nokkuð í vöxt í seinni tíö. Þessi aðferð er fólgin í því aö maturinn er steiktur eöa soðinn viö lágan hita í langan tíma. En meö þessari matreiðsluaöferö getur hætt- unni veriö boöiö heim. „Hættan er fólgin í því aö þegar hitinn fer ekki yfir 60°C drepast ekki þeir gerlar sem kunna aö leynast í matvælunum,” sagöi Valdimar Brynjólfsson, heilbrigöisfulltrúi á Akureyri, en hann skrifaði nýlega grein um hættur samfara moösteik- inguíblaðiö DagáAkureyri. „Þessir sýklar eða gerlar geta komiö frá þeim sem meöhöndla matinn og einnig leynst í matvörunni sjálfri og ef um mikið magn er aö ræöa geta þeir valdiö matareitrun. Gerlar vaxa best við 7—60°C hita og fjölgar mjög ört á skömmum tíma. Viö bestu vaxtarskilyröi fjölgar þeim um helming á hverjum 20 mínútum sem líða. Sem dæmi um hversu hratt þeir f jölga sér getum viö hugsaö okkur aö ef einn gerill er í upphafi steikingarinnar er fjöldinn oröin 1 milljaröur eftir 10 tíma,” sagði Valdimar Brynjólfsson. Valdimar sagði ennfremur aö þegar þessir gerlar, sem yfirleitt væru klasasýklar, fengju aö fjölga sér á þennan hátt mynduðust eitur- efni í þeim. Þetta eiturefni væri ekki hægt aö fjarlægja úr matnum þó svo aö hitinn færi yfir 60°C í lok steikingarinnar. Ráöiö til að hindra þetta væri aö hita matinn strax í upp- hafi yfir 60°C og drepa meö því alla gerla sem væru í matnum og steikja síöan viö lágan hita á eftir. Valdimar sagöi aö sýklamyndun ætti sér einnig staö í matvælum undir öörum kringumstæöum. Hættan á sýklamyndun væri fyrir hendi þegar sviöasulta væri gerö. Algengt væri aö fólk léti hana kólna á eldhúsborðinu áöur en hún væri kæld. En einmitt á þeim tíma væri kjöriö tækifæri fyrir sýklana aö grassera. Einnig ætti þetta sér oft staö þegar matur væri kældur áöur en hann er settur í ísskáp. Best væri aö setja matinn, t.d. matarafganga, strax í ísskápinn. 1 þaö minnsta væri ekki ráölegt aö láta hann standa í langan tíma áður en hann væri settur í ísskáp. Hitastig í ísskápum væri yfirleitt undir 4°C og viö þær aöstæður þrif ust gerlar ekki. Valdimar sagöi einnig að þaö væri mjög mikilvægt aö þegar einhver fengi matareitrun aö þaö væri til- kynnt til læknis eöa heilbrigöisyfir- valda. Meö því væri mögulegt aö rannsaka orsakirnar sem væri mjög mikilvægtaðvita um. -APH HVAÐ ER MOÐSTEIKING? ,,Eg hef heyrt um svokallaða moð- suöu og mun þaö vera gömul mat- reiösluaöferö sem tíðkaðist hér á landi áöur fyrr. Moösuðan fór þannig fram aö suöan var látin kom upp í pottinum og látiö sjóöa í 4—5 mínútur. Síðan var potturinn settur í moðkassa, sem var kassi einangraöur meö moði. Þar var maturinn síðan látinn vera yfir nóttina,” sagöi Hilmar B. Jónsson matreiðslumaður þegar viö spuröum hvaö moösteiking væri.Hann sagöist einnig muna eftir því aö móðir sín, sem starfaði í mótuneyti Vífilsstaöa- spítala, heföi notað þessa aðferö. Astæöan fyrir moösuöu var m.a. sú aö rafmagn og kyndingarkostnaöur sparaöist. Hann sagöi ennfremur aö hér væru einnig fáánlegir sérhannaöir pottar sem byggðust upp á svipaöri aðferð og moösuöa. Hann haföi hins vegar ekki heyrt um moösteikingu en nokkuö algengt væri nú oröið aö matur væri steiktur viö lágan hita. En þá væri yfirleitt steikt viö 80—100°C hita. Nautasteik byrjar t.d. ekki aö tapa lit fyrr en viö 60—80°C. I Bandaríkjunum væru til sérhannaöir ofnar til aö steikja mat í viðláganhita. Hilmar sagöi aö það væri ekki rétt aðferð aö kæla matvæli viö stofuhita áöur en þau væru sett í ísskáp. Ástæðan fyrir því að það væri al- menn trú manna aö svo ætti aö gera mætti rekja til þeirra tíma þegar kælitæki voru mun lélegri en nú. Þá þótti ekki ráðlegt aö setja heitan mat inn í ísskápa vegna þess aö viö þaö myndaðist mikið hrím í þeim. Nú væri hins vegar ekki ástæöa til aö óttast slíkt. Best væri aö setja plast- filmu yfir matinn strax og setja hann síðan beint í ísskápinn. -A.P.H. iíannprtmberölumn €rla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. HÚRPULEIKUR Stærð 50 x 50, saumað með dökkryðrauðu Verð kr. 330. ASTARENGLARNIR Stærð 20 x 20, saumað með brúnu, 2 saman í pakkningu. Verð kr. 220. ENGLABÖRN í GLEÐI 0G S0RG Stærð 40 x 40 cm, saumað með brúnu, 2 sam- an í pakkningu. Verð kr. 360. Tilbúnir rammar og mikifl úrval af rammalistum. Sérhæf- um okkur i innrömmun á handavinnu. Vönduð vinna. ALEIGAN Stærð 50 x 70, saumað með brúnu. Verð kr. 380. TRÚLOFUNARHRINGAR Okkar sérgrein er trúlofunar- hringar. Mjög gott og fjöl- breytt úrval. Sérstaklega góð aðstaða til að skoða og velja hringana. LÍTIÐ IIMIM Sendum litmyndalista JÓN og ÓSKAR, Laugavegi 70, 101 Reykjavik, simi24910. BJOÐUM EINNIG: fiskréttahlaðborð fyrir hópa og samkvæmi, köld borð, smurt brauð og snittur. Verið velkomin. KVÖLDIN BYRJA AFTUR ÖLL FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD mi^ wmm Grandagarði 10-Sími: 15932 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir í tjónsástandi. árg. 1979 árg. 1978 árg.1973 árg. 1981 árg.1980 árg. 1979 árg. 1979 árg. 1982 árg. 1978 Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 26 Hafnarfirði laugardaginn 28. janúar frá kl. 1—5. Til- boðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 5 mánudaginn 30. janúar. Brunabótafélag íslands. Skoda120 L Chevrolet Nova Volvo 145 Lada Sport Mazda 929 L AMC Concord Toyota Starlet Fiat Ritmo Audi 100 LS Gefjun AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.