Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Qupperneq 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984.
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Le Terrible — hinrt ógnvekjandi — kjarnorkuvopnakafbátur Frakka.
FrakkarogNATO:
AÐVERA
AÐ VERA EKKI
Iviöræðum um meöaldræg kjarn-
orkuvopn sem leystust upp í
Genf í nóvemberlok settu Sovét-
menn m.a. þaö skilyröi aö kjarn-
orkuvopn Breta og Frakka yröu
tekin meö í reikninginn. Nýlega geröi
Pierre Mauroy, forsætisráðherra
Frakka, grein fyrir vamarstefnu
stjómar sinnar og mikilvægi þess aö
hennar mati að þessum vopnum yröi
haldiö utan við slíkar umræður og
óháöum NATO. En Frakkar sögöu
sig úr hemaðarsamvinnu NATO áriö
1966 þótt þeir séu enn aöili aö varnar-
samningi NATO.
Mauroy sagði nýlega að ein megin-
ástæöan fyrir því að Frakkar slitu
sig frá sameiginlegu hernaöarbákni
heföi veriö sú sjálfvirkni sem kæmi í
kjölfar sameiningar heraflanna.
Mauroy sagöi aö skýran greinarmun
yröi aö gera á þeirri úrsögn og síöan
þeirri staöföstu ákvörðun franskra
stjómvalda aö bregöast ekki skyld-
um sínum sem grundvölluðust á
vamarsamningnum. Frakkar
mundu framvegis sem hingaö til
stuðla aö eflingu markmiða Atlants-
hafsbandalagsins þótt þeir hefðu
áfram sérstööu í varnarsamstarfinu,
aö sögn Mauroy. Sagöi forsætisráð-
herrann að Frakkar heföu enn skuld-
bindingar viö NATO sem þeir myndu
ekki bregðast. Máli sínu til staöfest-
ingar benti Mauroy á þátt Frakka í
borgaralegri samvinnu innan NATO.
Sagöi Mauroy m.a. aö Frakkar væru
sáttir við veru sína í Atlantshafs-
bandalaginu þótt þeir vöruöu viö því
aö sum aðildarríki innan banda-
lagsins tækju á sig skyldur og kvaðir
sem þeim ekki bæri samkvæmt
samningum.
„Atlantshafsbandalagiö er
hernaðarbandalag sett á stofn í
vamarskyni til aö gæta öryggis
aöildarrikja sinna. Þaö er nauðsyn-
legt aö hafa gætur á því hvemig hug-
takiö öryggi er túlkaö í þessu sam-
hengi,” sagöi Mauroy.
Sagöi Mauroy að það væri skoðun
franskra stjómvalda að Bandaríkin
túlkuöu öryggi á annan hátt og kæmi
þaö m.a. fram í því aö ógnin sem ætti
aö steöja aö NATO-ríkjum væri
yfirfærö á miklu víðtækara sviö.
Þannig teldu Bandaríkjamenn aö
varr.arsamstarfiö væri ekki bara
bundið viö ríki NATO — heldur ætti
þaö aö vera á alheimsvettvangi.
Segir Mauroy aö þetta eigi viö sér-,
staklega á viöskiptasviöinu og komi
fram hjá bandarískum stjórnvöldum
þegar þau hvetja önnur ríki, jafnvel
ríki utan NATO, til refsiaðgerða
gegn ríkjum kommúnista eins og
tíðkast hefði mikiö undanfarin tvö
ár.
Tekur Mauroy svo djúpt í árinni til
að undirstrika andúö Frakka á
slíkum viöskiptahöftum aö þaö sé
aðeins stigsmunur á slíkum höftum
og eiginlegum hemaöarátökum en í
sögunni hafi þaö tvennt alltaf farið
saman. Varaði hann viö því aö
Atlantshafsbandalagið færi út á
þessa braut og frá hinu eiginlega
markmiöi sínu. Þá varaöi Mauroy
viö því aö NATO færi út fyrir land-
fræðileg takmörk sín, sem væm
nákvæmlega skilgreind í heiti
Atlantshafssamningsins.
Q
^^egir Mauroy að á fyrstu tveim-
ur áratugum NATO hafi bandalagiö
sýnt varkámi í þessu tilliti en slíkt
hafi nú breyst. Segir Mauroy aö
Frakkar geti ekki tekiö undir þá af-
stööu að öllum heiminum stafi ógn af
Sovétríkjunum eöa aö stefna eigi aö
sameiginlegri mótspymu eöa aö
stefna eigi að sameiginlegri mót-
spymu gegn Sovétríkjunum. Vanda-
mál sem liggi utan Atlantshafs-
bandalagsins geti aöildarriki rætt og
ráöfært sig um en þeim beri ekki aö
taka sameiginlega ákvöröun í slíkum
tilfellum.
— Afstööu Frakka til spennunnar í
samskiptum austurs og vesturs er
hægt að lýsa með tveimur oröum:
staðfestu og viöræðum, segir Mauroy.
Frakkar vilja halda i heiöri alþjóða-
lög en viö viljum jafnframt forða
heiminum frá skiptingu í valda-
blokkir austurs og vesturs. Réttur en
ekki vald á aö sitja í fyrirrúmi.
Þegar Frakkar ákváöu aö draga
sig út úr hemaðarsamvinnu við
NATO 1966 bentu margir á
tortryggni franskra stjórnvalda í
garð Bandaríkjanna. Stjómmála-
fræðingurinn Edward A. Kolodziej
segir aö utanrikisstefna Frakka á
tímabilinu 1965 til 1968 hafi grund-
vallast á því viðhorfi aö Bandaríkin
væru mesta storveldi heims og af því
gæti hlotist röskun á valdajafnvægi.
Grein í Le Monde frá þessu tímabili
ber yfirskriftina „Barátta gegn
bandamanni” og vissu flestir við
hvern var átt.
Á sama tíma og Bandaríkin voru
álitin heimsveldi voru Sovétríkin
álitin dvínandi stórveldi. Stjórn De
Gaulle leit svo á á þessu tímabili aö
ógnarjafnvægið kæmi í veg fyrir
átök og að óstöðugleiki innan
sovéska stjómkerfisins myndi draga
úr athafnasemi Kreml á utanríkis-
sviðinu. Þaö var jafnframt álit
Frakka, og ef til vill fleiri á þessu
tímabili, aö ríki í Austur-Evrópu
væm aö fá meira sjálfstæði undan
járnhælnum í Kreml. En þetta var
aðeins tveimur árum fyrir innrásina
í Tékkóslóvakíu. Þess gætti enn-
fremur í franskri utanríkisstefnu á
umræddu tímabili aö meö Sovétríkj-
unum yröi að stemma stigu viö of
mikilli valdaþenslu Bandarikjanna.
Afstaða Frakka til Víetnam, Kongó,
friöargæsluhlutverks S.Þ. og deilna í
Mið-Austurlöndum var um margt
svipuð afstööu Sovétríkjanna á þess-
um árum og þróunin virtist benda til
þess að smátt og smátt myndi
Atlantshafsbandalagið klofna þar eö
kaldastríðsgrundvöllurinn væri
hruninn — Evrópa myndi fjarlægast
Bandaríkin og valdabarátta stór-
veldanna myndi færast yfir í þriöja
heiminn og þar myndu Frakkar sýna
Sovétríkjunum samstööu gegn
Bandaríkjunum.
I ræðu og riti frá þessu tímabili
kom glögglega í ljós hve andsnúin
frönsk stjórnvöld voru Bandaríkj-
unum. Bent var á aö ógnunin stafaði
alls ekki fremur frá austri en vestri
— stríð gæti sprottiö upp hvar sem
væri. En aðalástæðan fyrir því að
Frakkar báru sig „mannalega” og
lýstu yfir sjálfstæði sínu gagnvart
varnarsamstarfinu var vöxtur
kjarnorkuvopnabúrs þeirra.
Þessi afstaða Frakka og óánægja
meö hemaðarstefnu NATO voru
rökin sem færð voru fyrir úrsögninni
úr hemaðarsamvinnu við önnur
NATO-ríki. Þessi afstaða breyttist;
hins vegar að nýj u í kjölfar innrásar-
innar í Tékkóslóvakíu og atburöanna
ímaí 1968.
■ ranska ríkisstjórnin styöur
ákvörðun NATO frá 1979 um endur-
nýjun kjamorkuvopna í Evrópu.
Þótt Frakkar hafi ekki átt þátt í
þeirri ákvöröun, telja þeir eins og
Mauroy segir að bráðnauðsynlegt sé
að mæta þeirri ógn sem stafar af
Forsætisráðherra Frakka, Pierre Mauroy.
uppsetningu sovésku SS-20 eldflaug-
anna og koma aftur á jafnvægi í
Evrópu.
— Frönsk stjórnvöld hyggjast
ekki blanda sér inn í afvopnunarviö-
ræöur í Genf, þótt þau útiloki ekki
möguleikann á því að draga úr víg-
búnaöi sínum en slíkt verður ekki
fyrr en stórveldin hafa náð samstööu
um stjómun vígbúnaðar og árangur
hefur náðst á því sviði, segir Mauroy.
Um þátttöku Frakka í afvopnunar-
málum segir hann aö uppfylla þurfi
eftirfarandi skilyrði:
— umtalsveröan samdrátt í kjam-
orkuvopnabúrum stórveldanna sem
hægt sé aö sýna fram á með sönn-
unum.
— marktækan niðurskurð hefð-
bundinna ogefnavopnaíEvrópu.
— engar tækninýjungar á sviði
gagneidflaugakerfa.
Segir Mauroy aö frönsk stjómvöki
komi ekki auga á raunsæi krafna
Sovétríkjanna um að reikna kjam-
orkuvopn Frakka með í dæminu um
meðaldræg kjamorkuvopn. — Vopn
okkar em strategísk vopn sem
eingöngu tengjast hemaöar- og
varnarmálum okkar því þau veröa
aðeins notuð í þeim tilgangi aö verja
Frakkland þegar allt annaö þrýtur,
segir Mauroy. Segir hann aö ekki
megi líkja kjarnorkuvopnum
Frakka viö kjarnorkuvopn Banda-
ríkjanna sem nota eigi í þeim til-
gangi að verja ríki Evrópu sem ekki
búi yfir slíkum vopnum. Kjamorku-
vq>n Frakka séu ekki í tengslum við
hernaöarstefnu NATO um sveigjan-.
leg viöbrögö (flexible response) og
þeim sé ekki ætlaö aö mynda hlekk í
keöjunni milli langdrægra kjam-
orkuvopna Bandaríkjanna á heima-
velli og meöaldrægra og hefðbund-
inna vopna í Evrópu.
Frakkar eiga nú 132 kjamodda,
; þar af 80 M-20 eldflaugar í kafbátum,
. 18 S-3 eldflaugar og 34 Mirage IV
flugvélar búnar kjarnorkuvopnum.
— Þessir 132 kjarnaoddar ógna ekki
Sovétríkjunum, segir forsætisráö-
herrann.
Þá segir Mauroy að utanrikisstefna
Frakka nú mótist af þeirri afstöðu aö
tengsl þeirra við önnur NATO-ríki
mótist af styrk sem sveigjanleika —
„viöviljum laga okkur aö þörfum
bandalagsins án þess aö fórna ein-
hverju af sjálfstæði okkar,” segir
hann, „þaö tryggir varnir okkar,
öryggi og vonir um frið og réttlæti. ”
Hins vegar segir Mauroy að þaö sé
einnig afstaða franskra stjómvalda
nú og Mitterrands forseta aö ríki
Evrópu ættu að reyna að þróast í átt
til aukins sjálfstæöis frá stórvelda-
blokkunum tveimur og myndi slík
þróun draga úr spennu á alþjóöavett-
vangi.
Samtímis segir hann aö brýn
■nauðsyn sé aö styrkja ákvöröun
ríkja í Vestur-Evrópu aö sýna festu í
varnarsamstarfinu. Segir hann að
það þurfi að gera lýöum ljóst hvað
ógni heimsfriönum, sérstaklega á
þeim tíma þegar barátta friöar-
hreyfinga og þeirra sem aðhyllast
hlutleysisstefnu varpi huiu á raun-
veruleg markmiöSovétríkjanna.