Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 17
.«W HA0flB5pl >.' H1 rnA<T! n.wn »rr DV. ÞRTÐJUmGUR 14. FEBRUAR1S84.. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Aldrei séð snjóstorm x m r mmt m r nt m m §m eoa farvion i Reykjavik — segirbréfritari Kinu sem er á móti því að kasta skít í landsbyggðina skrifar: „Ofsaveður geisar í Reykjavík," heyrist í útvarpinu og sjónvarpinu, en þegar betur er að gáð þá er ekkert svo slæmt veður. Bolvíkingurinn sem skrifaöi áður sagði bara eins og er um ástandið í Reykjavík (en ykkur hefur bara sárnað sannleikurinn, þegar þið hafið áttað ykkur á því að allt fennti í kaf ífjölmiðlum). Eg hef sjálfur búið á Vestfjörðum í 10 ár og nú í Reykjavík í tæp þrjú ár og unnið við leigubílaakstur. Þennan tíma hef ég hvorki séð snjóstorm né fárviðri (stormur= 10 vindstig og fárviðri= talsvert meira en 12 stig) hér í Reykjavík. Aðeins talsverða snjókomu og snjófjúk (skafrenning). Aftur á móti hef ég séð að um 90% af ökumönnum á Reykjavíkursvæðinu halda af staö á nauðasköllóttum sum- ardekkjum og sjálfir aðeins á nælonskyrtum, sitjandi fastir og spólandi um allan bæ, skóflulausir, keðjulausir, úlpulausir og allslausir, í staðinn fyrir að vera á vel búnum bíl- um og sjálfir vel búnir. Þetta er aðallega vegna þess að strætó er í vandræðum meö að komast . ferða sinna. Auk þess er ágætt að vera vel klæddur ef maður skyldi þurfa að ganga heim eftir að hafa skilið bíl sinn eftir, í staðinn f yrir og hrópa á hjálp. Hjálparsveitarmenn eru ekkert öðruvísi menn en við hin, þeir eru bara vel klæddir, og þá er ósköp einfalt að SAMRÖÐUN HEFTING BROT SKURÐUR LÍMING FRÁGANGUR Þessi mynd var tekin fyrir stuttu þegar „óveður" geisaði i Reykjavik. Slíkt veður kalla þeir sem kynnst hafa veðrum á Vestfjörðum „ekkert svo slæmt veður". labba úr Breiðholtinu niöur í bæ. Þáð ætti ekki að drepa neinn, þetta eru litlir 10 til 12 kílómetrar (ég á við heilbrigt og hraust fólk). Og þeir sem eiga minnstu bílana eiga bara loka þá niðri í geymslu í stað þess að reyna að leika einhverja ofurhuga á leikfangabílum. Þetta eru bara sumartíkur og gætu horfið í snjóblásarana og ekki fundist aftur. Mér finnst höfuðborgarbúar ekki haf a rétt á að hnýta í Bolvikinga, þetta er engin gorvík, heldur er þetta reglu- lega snyrtilegt sjávarpláss og með þeim stærstu á Vestfjö'rðum, og ef þessar gorvíkur væru ekki til þá væri Reykjavík líka gorvík. Og hættið þið að flauta eins og fávit- ar ef eitthvað skeður, f arið frekar út og ýtið þeim sem fastir eru og í vandræð- um. Þið eruð ekkert of f ínir til þess. Um daginn labbaði ég frá Hlemmi og upp í Breiðholt (ekki í fyrsta skipti). Og var ég hissa á því að strætó gekk ekki (veöur var þokkalegt, snjokoma og skafrenningur) en á leiöinni skildi ég það, þegar ég sá hvað margir bílar voru fastir á leiðinni. Eg var ekki nema 40 til 50 mínútur að labba þennan spotta, en ég hugsa að hinir hafi komiö heim til sin í morgunsárið miðað við hvað bílar þeirra voru vanbúnir. Að lokum: setið keðjur undir bíla ykkar og skóflu í skottið, þá komist þið kannski á leiðarenda. Eg lcgg til að þeir sem f ara á vanbúnum bílum í um- ferðina verði skildir eftir og næsta dag verði bilum þeirra rutt burt með snjó-J ruðningstækjum. Menn geta allt einsj farið út í umferðina á Soda-stream tækjunum sínum eins og illa búnum! bílum. -5TEN5ILL NÓATÚN117 SÍMI 24250 Hreyfifl ykkur som minnst i, bátnum og sýnifi sérstaka varúð ef skipta þarf um sœti. . ¦ .. 2* .,., .«*• ,„ w.. ¦'-¦ llll í Hveragerði eru hundar sem ganga lausir ekkert velkomnir. HUNDILÓGAÐ í HVERAGERDI Sædís K. Baldursdóttir skrifar: Hundurinn minn var tekinn af hundafangara hér í Hveragerði þann 3. febrúar. Var hann settur í geymslu og síðan var hringt í mig og sagði sveitar- stjórinn mér að hundinum yrði lógaö. Mamma fór og talaði við sveitar- stjórann og bað um að fá hundinn laus- an, en var sagt að vegna ítrekaðra brota yrði að lóga hundinum. Þessi brot voru þau aö hundurinn slapp þrisvar út á fjórum mánuöum. Ekki gerði liann flugu mein. Sveitarstjórinn hringdi svo út á Sel- foss til að fá leyfi til að lóga hundinum, eri leyfið var ekki veitt. Þá gaf hann okkur tvo kosti, að setja hundinn í sveit eða skrifa undir leyfi til að lóga hon- um. Þetta voru ekki góðir kostir, við vorum búin að eiga hundinn í fimm ár og hann orðinn næstum eins og einn af fjölskyldunni. Sveitarstjórinn hálfpartinn neyddi okkur til að láta lóga hundinum. Hundafangarinn lagði hundinn eigin- lega í einelti. Af hverju er verið að eltast við hiinda sem engum gera mein, í staöinn fyrir að reyna að ná hundum sem ekki eru úr Hveragerði? Þessi hundur var svo blíður að ef einhver kallaði á hann kom hann hlaupandi, þar með talinn hundafangarinn. Af hverju eru þorpsbúar ekki spuröir álits á hundahaldi? Karl Guðmundsson, sveitarstjóri í Hveragerði, sagði að bann við hunda- haldi hefði verið samþykkt einróma á sveitarstjórnarfundi '82. Það var gert til að stemma stigu við tippivöðslusemi hunda á staðnum. Ástandið hefði stór- skánað frá því sem áður var, þegar mönnum ofbauð aö hundar gengu í flokkum um bæinn. Settar hefðu verið reglur sem ætlast væri til að fólk færi eftir. Þegar svo væri ekki þá þyrfti að grípa til aðgerða. Hvaö þetta mál varðar var oiganda hundsins boðið að koma hundinum fyrir í sveit, eða að verða kærður fyrir hundahald og greiða sekt vegna þess og í þriðja lagi að láta lógii hundinum. Eigandinn váldi siðasta kpstinn o :3 sáuni um að aflífa hundúr ^Það kostar -l^at híviða áð frar fylgja banni við hundahaldi," - Karl Guðmunds- - ¦ v';¦:< a-sty< "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.