Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 4
4 DV?PIMMTlH>»G0[M6'iTnEBROMW98ín „Bankastjórastóll enginn hægindastóll” — segir Jón Adolf Gudjónsson, nýráðinn bankastjóri Búnaðarbankans „Auðvitaö er mér efst í huga þakk- læti til þeirra sem studdu mig, banka- ráðsmanna, starfsmanna og viðskipta- manna. Þaö er mikils virði þegar maður fer í þetta mikilvæga starf,” sagði Jón Adolf Guðjónsson, nýráðinn bankastjóri Búnaðarbankans, í sam- tali viðDV. Meirihluti bankaráös greiddi honum atkvæði á þriöjudag og hann mun taka við nýja starfinu einhvem næstu daga. Jón Adolf var spurður hvort hann heföi stefnt að þessu embætti. „Nei, þetta kom mjög óvænt upp,” sagði hann. „Það eru mikil umskipti í bankanum, þegar tveir reyndir og góðir bankastjórar fara frá á sama tíma.” — Enþúertánægðurmeðþetta? „Já, ég er harla ánægöur og reyni að gera mitt besta. Eg er reyndar gall- harðuráþví.” — Verða miklar breytingar á högum þínum innan bankans við þessa stöðu- hækkun? „Oneitanlega verða þær það. Ábyrgðin er ennþá meiri á bankastjór- anum, en ég kem til með að fást við sömu mál að vissu leyti. Eg þekki starfið og veit aö hver ju ég geng.” Jón Adolf kom til starfa við Búnaðar- bankann árið 1970 þegar hann tók við nýstofnaðri hagdeild bankans og byggði hana upp. Árið 1977 var hann síðan skipaður aðstoöarbankastjóri. — Hver voru verkefni þín í hagdeild- inni? ,^em forstöðumaður hennar lagöi ég mat á lánsbeiðnir viðskiptafyrirtækja og 'gaf bankastjórum einnig upplys- ingar um stöðu bankans og banka- kerfisins. Eftir að ég varð.aöstoðarbankastjóri var ég tengiliður bankans við útibúin úti á landi og ég tel þ'að mikinn styrk aö þekkja þartil.” — Heldurðu að bankastjórastarfið verði erilsamt? „Já, það hlýtur að veröa það. En það skiptir máli að skipuleggja tíma sinn vel. Það er enginn hægindastóll að setjast í bankastjórastól,” sagöi Jón Adolf Guðjónsson. Jón Adoif er kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, starfsmanni Lands- bankans, og þau eiga tvö böm, 12 og 16 ára. -GB. „Gallharður að gera mitt besta," segir nýi bankastjóri Búnaðarbankans, Jón Adolf Guðjónsson. LárusJónsson: Vonast eftir aðgegna þingmennsku um ókomna tíð VANRÆKSLA A NOTKUN BÍLBELTA REFSIVERÐ? - f rumvarp þess ef nis lagt f ram á Alþingi „Það er erfitt fyrir mig aö meta hvað kjósendur mínir hugsa í sambandi viö áhuga minn á bankastjórastöðu í Búnaðarbankanum,” sagði Lárus Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra er DV náði tali af honum þar sem hann er staddur í Amsterdam. Meirihluti bankaráðs Búnaðarbankans studdi Jón Adolf Guðjónsson í umrædda stöðu á fundi ráösins í fyrradag. Sagði Lárus að hann teldi ekki að hann missti tiltrú kjósenda þótt hann hefði sýnt þessari stöðu áhuga., Jíg er formaður fjárveitingarnefndar Al- þingis og hef ætíð mikinn áhuga á at- vinnu- og efnahagsmálum og mun ég halda áfram að beita mér á þeim vett- vangi.” Sagðist Lárus vona að hann ætti eftir aðgegna þingmennsku áfram um ókomna tíð. Ekki kvaðst hann í bráð svipast um eftir öðrum banka- stjórastöðum. Lárus Jónsson er nú staddur í Amsterdam og er á leið til Parísar á fund efnahagsnefndar Atlantshafs- bandalagsins sem haldinn er árlega. Sagði Lárus að á þessum fundi gæfu sérfræðingar á vegum OECD skýrslu um ástand í efnahagsmálum almennt. Lárus Jónsson og Geir Hallgrimsson utanrikisráðherra i baksýn. „Eg held að núna verði fjallað sérstak- lega um orkumál sem og samskipti austurs og vesturs á efnahags- sviöinu,” sagöi Lárus Jónsson sem er væntanlegur aftur til landsins eftir helgi. -HÞ. Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á umferöarlögum þess efnis að tekin veröi upp refsiákvæði í umferöarlög þannig aö vanræksla á notkun öryggisbelta í bílum varði viðurlögum. Frumvarpið er flutt af þingmönnum allra flokka, en fyrsti flutningsmaður er Karl Steinar Guðna- son þingmaður Alþýðuflokksins. I greinargerö með frumvarpinu segir að það hafi verið raunverulegur vilji þingmanna, þegar bílbeltanotkun var ákveðin árið 1981, að refsa skyldi fyrir brot á lögunum. Engu að síður var ákveðið að refsingu skyldi ekki koma á fyrr en heildarendurskoðun á umferðarlögum lyki en hún hófst áriö 1980. Þeirri endurskoðun er ekki lokið enn og því hafi vilji Alþingis ekki náð framaðganga. Vitnaö er til skýrslu sem tekin var saman á vegum Umferðarráðs um banaslys í umferðinni á árunum 1972 til ársloka 1983. Þar kemur fram aö á þessum 12 árum hafi 165 ökumenn og farþegar í bifreiöum beöiö bana. 1 skýrslunni er það mat lagt á að notkun öryggisbelta hefði að líkindum getað forðaö 104 þessara manna frá dauða, þar af 15 frá 1. október 1981 til ársloka 1983, það er eftir að lög um skyldu- notkun öryggisbelta tóku gildi. „A þessu sést aö hér er um stórt mál að ræða sem í bókstaflegri merkingu getur skilið milli lífs og dauða og er því brýnt að nú þegar verði vanræksla á notkun öryggisbelta látin varða viður- lögum,” segir í greinargerðinni. Segir að fullreynt megi nú teljast að ekki veröi unnt með áróðri og fræðslu- starfsemi einni aö auka beltanotkun meira en orðiö er en samkvæmt síöustu talningu lögreglu og umferðar- ráös var beltanotkun um 27% hjá öku- mönnum og 28% meðal farþega í framsæti. -OEF. í dag mælir Pagfari ____________I dag mælir Pagfari____________í dag mælir Dagfari MANNKYNSSAGA ALÞINGIS Alþingi íslendinga er ekki allt þar sem það er séð. Þar sitja fleiri en ráðherrar og flokksformenn þótt ekki fari alltaf mikið fyrir hinum óbreytta þingmanni í fréttum fjöl- miðla. Það er fjölmiðlunum að kenna, ekki þingmönnum. Þingmenn gera sitt besta til að rækja skyldur sinar fyrir forseta og föðurland. Þeir gera sitt besta til að vinna fyrir kaupinu með fundasetum, ræðuhöld- um og atkvæðagreiðslum, og ef ekki vill betur tína þeir til tillögur og frumvörp af ótrúlegu hugmyndaflugi og vilja með því sýna og sanna að ekki sitji þeir auðum höndum þrátt fyrir athyglisskort í fjöimiðlum. Þetta sjónarmið er að visu á mikium misskilningi byggt því oft hefur sannast að sá þingmaður gerir sjálf- um sér og öðrum mest gagn með þvi að láta fara sem minnst fyrir sér. En hvað er það þá sem þingmenn hafa fram að færa? Hjörleifur Guttormsson fiytur þingsályktunartillögu um að erlend sendiráð gefi skýrslu um njósna- starfsemi sina. Salome Þorkelsdóttir leggur fram frumvarp um að „Ijós skuli tendruð á lögboðnum ljósker- um bifreiða, bifhjóla og léttra bif- hjóla”, jafnt á Jónsmessu sem í svartasta skammdegi. Ragnar Arn- alds vill festa í lög að foreldrar fái fjarvistarleyfi frá vinnu á dagvinnu- kaupi og vaktaálag þegar börn þeirra veikjast og allur þingflokkur Alþýðuflokksins vill gera úttekt á skattsvikum. Austfjarðarþingmenn flytja lagafrumvarp um að Bæjar- stæði i Seyðisfjarðarhreppi í Norður- Múlasýslu verði selt Jóni nokkrum Sigurðssyni sem ætlar að nota jörð- ina tU beitar. Þetta eru nokkur sýnishorn af þingmálum síðustu viku en auk þess spunnust á þingi lærðar umræður um sögukennslu í skólum og er það mál manna, sem hlýddu á þá umræðu, að ekki megi á mUll sjá hvorir þurfi á meiri sögukennslu að halda, þing- mennirnir eða börnin. Hitt er rétt hjá þingmönnum að eitthvað hefur sögukennsla farið úr- skeiðis þegar grunnskólabörn vlta ekki lengur hver Jón forseti Sigurðs- son var og gætu þess vegna haldið að sá hinn sami Jón væri nú að sækjast eftir Bæjarstæði í Seyðisfirði tU beit- ar fyrir roUur sínar. Aftur á móti voru þingmenn ekki á einu máU um hvers konar sögu skyldi kenna. Var helst að heyra að íslandssögunni skyldi skipt niður í kvenréttindasögu og stéttasögu og af því að Guðrún Helgadóttir var ekki sátt við hvernig samfélagið heföi þróast vUdi hún, að því best verður skUið, breyta sögu- kennslunni tU samræmis við þjóðfé- lagið eins og það hefði átt að vera ef hún hefði mátt ráða! Þetta mun ekki vera fyndni hjá Guörúnu. Hins vegar átti það að vera fyndni hjá Ölafi Þórðarsyni þegar hann svaraði Guðrúnu því tU að jöfnuðurinn í ís- lenskri mannkynssögu kæmi best fram í því að skipstjórinn færist með skipshöfninni þegar skip týndist! Af þessu má sjá og heyra að þing- menn taka sjálfa sig alvarlega. Ekki vUja þeir einasta búa söguna tU með löggjafarstarfsemi og málatilbúnaði á þingi. Þeir vUja einnig ráða því hvemig sagan segir frá þeim. íslandssögunni á að fjarstýra úr þingsölum og mun þá ráðast af meirihlutanum hverju sinni. Gott ef ekki verður tekin upp rússneska að- ferðin og afmáðir jafnóðum þeir kaflar sem stríða gegn pólitísku meirihlutavaldi á Alþingi. Sagnfræð- ingar munu þá sitja á þingpöUum og fræðast um íslenska sagnfræði eftir því hver er í ræðustóU. Verður það skrautleg íslandssaga og skemmti- leg. Af þessu öUu má skilja hvers vegna flutt er tUIaga um lögboðin ljósker um hábjartan dag. Þingmenn verða að rata um sínar eigin sögu- slóðlr. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.