Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 Daníe! Eggertsson bóndi á Hvallátrum lést 7. febrúar sl. Hann fæddist á Heimabæ á Hvallátrum. Daníel lauk burttararprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1912. Fyrstu veturna eftir það vann hann við skrifstofustörf í Reykjavík en gerðist síðan bóndi á Hvallátrum. Daníel var stöðvarstjóri landssímastöðvarinnar á Hvallátrum frá upphafi þar til stöðin var lögö niður. Hann giftist Önnu Jóns- dóttur. Þau eignuðust ekki böm en ólu upp tvö fósturbörn. Utför Daníels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigurður Kristjánsson frá Kollabúöum lést 9. f ebrúar sl. Hann fæddist á Kolla- búðum 13. mars 1908. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sigurösson og Sesselja Einarsdóttir. Ariö 1969 fluttist Sigurður suður og vann ýmsa vinnu bæði til sjóðs og lands, vann meðal annars á skipum Eimskipafélagsins í millilandasiglingum. En aftur lá leiðin í sveitina. 1972 keypti hann jöröina Staðarhús í Borgarfirði. Síðustu fjögur árin bjó Sigurður á Akranesi. Bálför hans var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Kristinn Andrés Gunnlaugsson fórst af ms. Fjallfossi 10. febrúar sl. Hann fæddist 8. október 1957. Foreldrar hans voru Vilborg Siguröardóttir og Gunn- laugur Bjömsson. Kristinn verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. Steinunn Björg Júlíusdóttir, Innri- Múla Barðaströnd, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar aöfaranótt 13. þessa mánaðar. Guðleifur Bjamason símvirki, Sörlaskjóli 44, andaöist á heimili sínu 14.febrúar. Grétar Þór Karlsson, loftskeyta- maöur, andaðist í Landspitalanum 14. febrúar. Guðríður Sigurðardóttir, Flókagötu '53, veröur jarðsett frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Steinunn Jóhannesdóttir, Hátúni 10 A, áður til heimilis á Vindheimum við Vatnsveituveg, andaðist í Vífilsstaða- spítala aðfaranótt 14. þ.m. Daníel Vaigeir Stefánsson, Litlageröi Mosfellssveit, veröur jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 18. febrúarkl. 14.00. Gróa Halldórsdóttir, Kaplaskjólsvegi I, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 17. febrúarkl. 10.30. Ingifríður Araadóttir, Skólavöllum 4 Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands aö morgni þriðjudags 14. febrúar. Lára Jóhannesdóttir, Vesturgötu 66, er . látin. Utförin fór fram í kyrrþey. Guðrún Guðmundsdóttir, Fögrukinn 25 Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 17. febrúarkl. 15. Jóhanna J. Magnúsdóttir, Freyjugötu 39 Reykjavík, verður jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. febrúarkl. 13.30. Guðmundur Pálsson frá Seyöisfirði, Meðalholti 2 (áður Ásgaröi 43), er lést þann 10. febrúar sl., verður jarðsunginn föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Agnar Klemens Jónsson lést 14. febrúar. Olafur Olafsson lyfsali, Húsavík, varð bráðkvaddur 14. febrúar. Unnur Brynjólfsdóttir, Barónsstíg 13 Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. febrúarkl. 13.30. Sveinn Þorbergsson vélstjóri lést 10. febrúar sl. Hann fæddist þann 12. apríl 1899 á Klúku í Ketildalahreppi, Barða- strandarsýslu, sonur Þorbergs Bjamasonar og Guönýjar Sigríðar Sveinsdóttur. Sveinn kvæntist Jónínu Björgu Guðmundsdóttur og eignuöust þau þrjú böm. Sveinn starfaði lengst af sem vélstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni. Útför hans verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15. Tapað - fundið Fressköttur týndur í Kópa- vogi Aðfaranótt laugardagsins tapaöist fress- köttur frá Kjarrhólma 24. Hann er - bröndóttur, þó aðallega svartur, ekki með ól, en merktur á hægra eyra, Y 3002. Þeir sem vita eitthvað um ferðir fressins eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 44658 eða 45311. Fundarlaun. Pulsar quartz úr tapaðist í grennd við Langholtsskóla Ungur drengur varð fyrir því óláni að tapa úri sínu á leið úr Langholtsskóla að Álfheimum sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 31903 eða 13514. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferð 17.—19. febrúar: Farið verður í Borgarfjörð. Gist í félagsheim- ilinu Brúarási. Skíðagönguferðir báða dag- ana. Nægur snjór. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofu Fl, öldugötu 3. Dagsferðir sunnudaginn 19. febrúar: 1. Kl. 10.30: Skíðaganga í nágrenni Skálafells austan Esju. * Kl. 13.00: GengiðáStardalshnjúk (373m). Verð kr. 200. — Brottför frá Umferðarmið- stööinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Firmakeppni Firma- og félagakeppni í innanhússknattspyrnu veröur haldin í Fellaskóla helgina 3.-4. mars. Veitt verða verölaun fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er kr. 1.800. Þátttaka tilkynnist í síma 78050 dagana 20.—24. febr. milli kl. 13 og 17. STJÖRNIN. í gærkvöldi ___________í gærkvöldi Hvað gerist f næsta þætti? „Pabbi, sérðu hvað vatnið er tæknilegt,” sagöi 6 ára sonur minn viö mig þar sem ég bograði yfir upp- vaskinu. Hann hafði verið að horfa á barnatímann og var nú orðinn upp- fullur af fróðleik um eiginleika vatnsins. En um þessar mundir er verið að sýna þætti sem fjalla um undraheima vatnsins. Þeir eru mjög góðir og sérstaklega framreiddir fyrir börn. Sjónvarpið gæti tekið upp á því, að mínu mati, að búa til þætti fyrir böm þar sem hlutir og ýmis atriði væru skýrð út á þeirra máli. Einnig væri ekki óhugsandi að byrja með sérstaka fréttaþætti þar sem efnið væri gert við hæfi barna. Þeir gætu veriö á mánaðar- til hálfs- mánaöarfresti, þar sem helstu fréttaefni væru útskýrð á einfaldan hátt fyrir börn. Möguleikamir em í það minnsta margir hjá sjónvarpinu. Það kom fram í enskum þætti um sjónvarps- mál í gærkveldi. Þaö virðast vera ýmsar tækninýjungar í þeim efnum framundan. I þættinum vom sýndir fjölmargir sjónvarpsskermar á þökum húsa í London. Ekki virtist byggingarnefndin þar í bæ hafa neitt viðþaðaðathuga. I gær hlustaði ég á rás 2 og var nokkuðánægðurmeðþað. Þaðerrétt leið hjá rásinni að reyna að ná sem mestu og bestu sambandi við hlust- endur. Það er ekki nóg að vera með diskótek allan daginn. Þættirnir verða aö hafa eitthvert ákveðið viðfangsefni þar sem rætt er bæði við hlustendur og sérfróða menn. Eitthvað virðist vera að rofa til hjá Dallasmönnum og meiri hreyfing komin á hlutina. Hvaö gerist í næsta þætti? Á J.R. eftir að fara illa með bróður sinn, Bobby? Það eru fjölmargar spumingar sem brenna á vörum okkar sem horfum á þennan skrípaleik. Vonandi fáum við svör í næsta þætti. Araar Páll Hauksson. Útivistarferðir Helgarferð 17.—19. febr. Tíndfjöll í tunglskini. Fá sæti iaus. Skiöa- göngur og gönguferðir. Fararstjóri verður hinn eldhressi Jón Júlíus Eliasson. Tunglskinsganga fimmtudagskvöldið 16. febr. kl. 20. Fjörubál á Gjögrunum ef aðstæð- urleyfa. Sunnudagur 19. febr. Nýtt! Fjöruferð á Stórstraumsf jöru: 1. Morgunferð kl. 10.30 með heimkomu kl. 13.30. 2. Heilsdagsferð með brottför kl. 10.30. 3. Háifsdagsferð með brottför kl. 13. Verð kr. 200 og frítt f. börn. Fjölbreytt fjöru- lif. Margt að skoða á strandlengjunni frá Hvalfjarðareyri um Kiðafellsá að Saurbæ. F erð til kynningar á Esju og umhverfi. Gullfoss í klakaböndum kl. 10.30 ef aðstæöur leyfa. Fylgist með á símsvaranum: 14606. Brottför í ferðirnar frá BSl, vestanmegin (bensínsölu). Sjáumst. Ferðafélagið Útivist Fundir Fundarboð Fræðafundur í Hlnu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar nk. kl. 17 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Fundarefni: Hjálmar R. Báröarson siglingamálastjóri flytur erindi er hann nefnir: „Aiþjóðasigl- , ingamálastofnunin, IMO”. Aö loknu fram- söguerindi verða aimennar umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um siglingamálaefni og alþjóðleg samskipti hvattir til að fjölmenna. Aðalf undur foreldra- félags Langholtsskóla veröur haldinn í forsal unglingad. í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, kl. 20.30. Dag- skrá: venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins verður Karl Jeppesen deildarstjóri sem flytur erindi um notkun myndbanda við kennslu. Stjórnin." Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn í Félagsheimilinu þriðjudaginn 21. febrúarkl. 20.30. Ath. breytt- anfundartima. Hádegisfundur hjá Kvenréttindafélagi íslands 1 dag fimmtudag, verður haldinn hádegis- verðarfundur að Lækjarbrekku. Kynnt verða launamál kvenna en þau mál hafa verið mikiö í brennidepli að undanfömu. Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna og fulltrúar Sam- taka kvenna á vinnumarkaðnum munu koma á fundinn og segja frá samtökum sínum og þeim aðgerðum sem í gangi eru. Fundinn heldur Kvenréttindafélag Islands. Formaöur félagsins er Esther Guðmundsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur. Aðalfundur Kattavinafélags íslands verður haldinn að Hallveigarstöðum 26. þessa mánaðar og hefst kl. 14. Tilkynningar Knattspyrnudeild Víkings verður með hið árlega þorrablót sitt í félags- heimih Víkings við Hæðargarð laugardaginn 18. febrúar kl. 20. Miðar afhentir hjá Júmbó-ís og myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. % Seyðfirðingar halda hið fjörlega sólarkaffi í veitingahúsinu Artúni, Vagnhöfða II, 18. febrúar nk. kl. 20.30. Þorrablót Golfklúbbs Reykjavíkur Vegna óveöurs laugardaginn 4. febrúar var þorrablótinu frestaö. Veröur þaö haldið næst- komandi laugardag 18. febrúar. Þorramatur veröur frá Múlakaffi. Hljómsveitin Metal leikur fyrir dansi. Miöaverö kr. 500. Aögöngu- miöar seldir hjá framkvæmdastjóra. Miöa- pantanir í símum 35273,84735 og 33533. Myndakvöld FR, deildar4 verður að Síðumúla 2 fimmtudaginn 16. febr- úar kl. 20.30. Myndir sýnir FR 1623, kaffiveit- ingaríhléi. Mætiöstundvislega. Árshátíð Vals verður haldin laugardaginn 3. mars í veitingahúsinu Oðni og Þór, Auðbrekku 55. Miðar seldir í Valsheimilinu og hjá for- mönnum deilda. Bliki Annað hefti Blika Ut er komiö annað tölublaö af BUka, tímariti um fuglalif á Islandi. Ritið er gefið út af dýra- fræðideild Náttúrufræðistofnunar Islands, í samvinnu við Fuglavemdarfélag Islands og áhugamenn um fugla. Bliki er fyrsta rit sinnar tegundar sem gefið er út hér á landi. Þar er ætlað að birta sem fjölbreytilegast efni um íslenska fugla, bæði fyrir leikmenn og læröa. Ahersla verður lögð á nýtt efni, sem hefur ekki birst áðurá prenti, fremur en endursagt efni. Bliki mun koma út óreglulega en a.m.k. eitt hefti á ári. Þeim sem óska að fá ritið sent er boðið að vera á útsendingarlista. Annað hefti Blika kostar kr. 190. Innheimt er með gíróseðli. Afgreiðsla ritsins er á Náttúrufræðistofnun Islands, Laugavegi 105, 125 Reykjavík, en síminn er (91 )-29822. Börn og skilnaðir Almennur fræðslufundur á vegum Foreldra- félags Æfingaskóla KHI verður haldinn í sal skólans fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Fyrirlesarar veröa sálfræðingarnir Alfheið- ur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Stjórnin. Aætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavi Kl. 8.30 Kl. 10.1 Kl. 11.30 Kl. 13.Í 6K1. 14.30 Kl. 16.t Kl. 17.30 Kl. 19.C Samband Dýraverndurnarfélaga íslands Aö gefnu tilefni vill stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga Islands taka fram aö veröi maöur var viö dýr sem er sjúkt, lemstrað eöa bjargarvana aö ööru leyti er honum, samkvæmt 15. grein dýravemdunarlaganna, skylt aÖ veita því umönnun eftir föngum og gera eiganda (umráöamanni), löggæslu- mönnum eöa dýralækni viövart án tafar. Óháði söf nuðurinn Félagsvist veröur spiluö fimmtudagskvöldiö 16. febrúar kl. 20.30 í Kirkjubæ. Verölaun — kaffiveitingar. Fjölmenniö og takið meö ykk- ur gesti. Geðhjálp, fyrirlestur fimmtudag Fyrirlestur verður haldinn á vegum Geð- hjálpar á geðdeild Landspitalans, i kennslu- stofu á 3. hæð, fimmtudagskvöldið 16. febrúar og hefst hann kl. 20. Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir og Sigurrós Sigurðardóttir félags- ráðgjafi tala um endurhæfingu geðsjúkra. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrirlestur- inn. Kópavogsbúar Mætum öll í fjölskyldubingó að Borgum, Kastalagerði 7, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Ágæt verðlaun, kaffi á könnunni. Nefndin. Breiðfirðingafélagið Viö minnum á spilakvöldiö í Domus Medica á morgun, föstudaginn 17. febrúar, sem hefst kl. 20.30. Dansað til kl. 02. Skemmtinefndin. Skaftamálið: Ákvörðun í dag? Gefur ríkissaksóknari út ákæru í Skaftamálinu eöa veröur máliö látiö niöur falla? Svar viö þessari brenn- heitu spumingu fæst hugsanlega í dag. Er DV haföi samband viö Braga Steinarsson vararíkissaksóknara í gær og spurði hann hvort búiö væri aö taka ákvörðun í málinu sagöi hann aö svo væri ekki. — En má vænta ákvöröunar næstu daga? „Eg vil ekkert fullyröa um þaö. En get þó sagt aö þaö hefur verið stefnt aö því aö taka ákvöröun í málinu í þessari viku.” -JGH BELLA Ég hef ekki ráð á þessum neðstu 18 cm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.