Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrá Stórtap Svía en samt í úrslit Urslit í leikjum í íshokkey á ólympíu- leikunum i Sarajevo i gærkvöldi og staöan i riölunum eftirþá: Júgóslavía-Pólland Sovétríkin-Svíþjóö V-Þýskaland-ítalía Staðan í A-riðli: Sovétrikin Sviþjóö V-Þýskaland Pólland Italía Júgóstavia 1-8 16-1 9-4 5 5 0 0 42—5 10 5 3 1 1 34—15 7 5 3 1 1 27-17 7 5 1 0 4 16-37 2 5 10 4 15-31 2 5 1 0 4 8—37 2 t úrslit fara Sovétríkin og Svíþjóð á betra markahlutfaili en Þjóðverjar. Noregur-Austurríki 5—6 Finnland-Bandarikin 3—3 Tékkósióvakia-Kanada 4—0 Staðan í B-riðli: Tékkóslóvakia Kanada Finnland Bandarikin Austurriki Noregur 5 5 0 0 38—7 10 5 4 0 0 24—10 8 5 2 1 2 27—19 5 5 12 2 16-17 4 5 1 0 4 13—37 2 5 0 1 4 15-43 1 Áfram úr B-riðli fara Tékkar og Kanada- menn. -SK. Óskabyrjun V-Þjóöverja — þegar þeir unnu Búlgaríu 3-2 í landsleik íknattspyrnu Vestur-Þjóðverjar fengu óskabyrjun í gærkvöldi er þeir Iéku vináttulandsleik gegn Búlgaríu í Vama. Þjóðverjar sigruðu í leikn- um 3—2 og það var Stielike sem skoraði fyrsta mark Þjóðverja strax á 2. minútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Voller. Hann hafði næstum bætt við öðm marki nokkrum mínútum síðar er hann átti gott skot i stöng. Staðan i leikhléi var 1—0 en á 66. mínútu bættu Þjóðverjar við sinu öðra marki og þá bætti Volier fyrir stangarskotið er hann skoraði markið. Og Stielike var svo aftur á ferðinni á 74. min. Skoraði sitt annað mark i leiknum með þrumuskoti eftir fyrirgjöf frá Bommer. Staðan því 3—0 og Þjóðverjamir gáfu eftir á lokaminútunum sem kostaði þá tvö mörk. Það var Iskrencv sem skoraði bæði mörk Búlgara á lokaminútunum en eftir það tókst Þjóðverjum að halda fengn- um hlut. Aðstæður allar vom erfiðar til knatt- spymuiðkunar. Sjö stiga frost var á meðan leikurinn fór fram og völlurinn mjög frosinn og háU þrátt fyrir að enginn snjór væri á honum. 20 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum en eftirtaldir leikmenn léku fyrir Vestur-Þýskaland: Burdenski, Bockenfeld, Herget, Försteer, Brehme, Bommer, StieUke, Schuster, Meier, VoUer, Rummen- igge- Staðan í 1. deild Staðan í 1. deUd íslandsmótsins i hand- knattleik eftir lelkinn i gærkvöldi er þessi: FH Valur Víkingur Þróttur Stjaraan KR Haukar KA 13 13 0 0 383—258 26 13 9 1 3 291—260 19 13 7 0 6 302-285 14 13 5 3 5 282—300 13 13 6 1 6 265—293 13 13 5 2 6 233-235 12 13 2 1 10 261-314 5 13 0 2 11 232-304 2 Markhæstu leikmenn: Kristján Arason, FH 110/43 PáU Ólafsson, Þrótti 89/14 Sigurður Gunnarsson, Vík. 74/8 ÞorgUs Ottar, FH 68 Viggó Sigurðsson, Vík 67/14 Hannes Leifsson, Stjöraunni 64/15 Brynjar Harðarsson, Val 63/30 -sk. (þróttir Umboð Adidas á íslandi mun á þessu ári styrkja fimm af bestu langhlaupurum landsins. Þeir em Hafsteinn Öskarsson, ír, Hrönn Guðmundsdóttir, ÍR, Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR, Sigurður Pétur Sigmundsson, FH, og Sigfús Jónsson, ÍR. Þau mynda Adidas-lið sumarsins en Adidas-umboðið hefur fært þeim aUan nauð- synlegan búnað til æfinga og keppni í eitt ár. Adidas og FRl gangast fyrir Adidas- skokki um miðbæ Reykjavíkur 31. maí. Á myndinni aö ofan eru Sigurður, Haf- steinn, Hrönn, Sigfús og Sighvatur Dýri. DV-mynd GVA. Norska kvennasveitin í 4X5 km skíðaboðgöngunni á Ölympíuleikunum í Sarajevo hafði algjtíra yfirburði eins og reiknað hafði verið með eftir frá- bæra frammistöðu norsku stúlknanna í skíðagöngu áður á leikunum. Strax á fyrsta sprettinum náði Noregur afger- andi fomstu og hélt henni til loka. Gífurleg keppni var um næstu sætin. Eftir síðustu skiptingu var sovéska sveitin í öðm sæti en síðan komu þær finnska og tékkneska. Talið var öraggt að Finnland mundi hljóta silfurverð- launin því Marja-Liisa Hamalainen, sigurvegarinn í 5 og 10 km göngu í Sarajevo, gekk síöasta sprettinn fyrir Finnland. Hún fór fram úr sovésku stúlkunni þegar tæpir þrír km voru eftir og tékk- neska stúlkan Kveta Jeriova fylgdi henni. Marja-Liisa tókst ekki að hrista hana af sér og lokaspretturinn var ótrúlega spennandi. Rétt í lokin tókst þeirri tékknesku aö komast framúr og tryggja landi sínu silfurverðlaunin. Inger Helena Nybráten gekk fyrsta sprett fyrir Noreg og náði mjög góðri Páll skoraði tíu mörk gegn Haukum — þegar Þróttur vann Hauka í gærkvöldi 28-25 Þróttarar unnu í gærkvöldi mikil- vægan sigur yfir Haukum í 1. deildinni í handknattleik í Iþróttahúsi Hafnar- fjarðar. Lokatölur 28—25 og sigur Þróttara aldrei í veralegri hættu. Með þessum sigri vænkast hagur Þróttara nokkuð með að komast í fjögra liða úr- slitakeppnina en þó er framundan mik- ill baráttuleikur gegn Stjömunni. Fyrri hálfleikur leiksins í gærkvöldi var jafn og staðan að honum loknum jöfn, 12—12. Síðari hálfleikur var einnig jafn framan af en um hann miöjan skildu leiðir þrátt fyrir að Þróttarar kæmust aldrei nema fjórum mörkum f ram úr andstæðingi sínum. Páll Olafsson átti mjög góðan leik hjá Þrótti og var Haukunum erfiður ásamt Konráði Jónssyni. Páll skoraði 10 mörk, (3v.) en Konráö 7. Aðrir sem skoruðu fyrirÞrótt: Gisli Oskarsson 6, Láms Grétarsson 2, Jens Jensson 1, Birgir Sigurðsson 1 og Páll Björgvins- sonl. Enginn skar sig sérstaklega úr hjá Haukum en þó voru þeir Ingimar Har- aldsson og Höröur Sigmarsson einna skástir. Mörkin: Hörður 7/1, Ingimar 5, Snorri Leifsson 3, Sigurjón Sigurðs- son 3, Pétur Guðnason 2, Jón Hauksson 2, Sigurgeir Marteinsson 2 og Jón öm 1. Dómarar vom þeir Þórður Sigurðs- son og Þorsteinn Einarsson og dæmdu þeir ágætlega. -SK. forustu fyrir norsku sveitina, yfir 30 sekúndur. Á öörum spretti var Berit Aunli og hún jók fomstu Noregs vem- lega. Náöi bestum millitíma allra stúlknanna. Norsku stúlkumar voru nú svo langt á undan aö ekkert nema verulegt óhapp gat komiö í veg fyrir sigur þeirra. Á þriðja spretti var Anna Jahren og Britt Pettersen á lokasprett- inum. Þær héldu vel sínum hlut. Tími norsku sveitarinnar var 1:07.34.7 og Finnland þriðja á 1:07.36.7. Vestur-Þjóðverjarnir Hans Stang- gassinger og Franz Wembacher sigr- uöu í sleðakeppninni, tveggja manna, en heimsmeistaramir Jörg Hoffmann og Jochen Pietzsch, Austur-Þýska- landi, urðu aö láta sér nægja annað Norskt gull í bruni kvenna —Slæmt veður setur ennþá Nú stefnir í úrslita- leik Liverpool-liðanna — eftir 2-0 sigur Everton á Aston Villa í Milk Cup í gærkvöld „Þetta er aðeins byrjunin,” sagði Howard Kendall, stjóri Everton, eftir aö liö hans sigraöi Aston Villa 2—0 i fyrri leik liðanna í undanúrslitum Milk Cup að viðstöddum rúmlega fjömtíu þúsund áhorfendum á Goodison Park í Liverpool í gærkvöldi. Everton var betra liðið i leiknum og nú stefnir aUt i úrslitaleik Liverpooi-liðanna í keppn- inni á Wembley 25. mars. Liverpool hefur þegar tryggt sér rétt í úrslita- leikinn, Aston VUla og Everton leika síðari leik sinn á VUla Park í Birming- ham á miðvikudag. Það var mikil spenna í leiknum í gær- kvöldi, mikil barátta og oft harka. Eins og knötturinn væri rauðglóandi. Everton var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum og Kevin Sheedy náði for- ustu á 28. mín. Heldur furðulegt mark og leikmaöurinn vildi ekki segja eftir á hvort hann var að senda fyrir markið eða hvort þetta átti að vera markskot. Vamir liðanna sterkar og lítið um opin færi. Framan af síðari hálfleiknum sótti Everton meir en síðan fóru leikmenn ViUa að láta meira að sér kveða. Það var þó ekki fyrr en á 66. mín að NevUla Southall, markvörður Everton, þurfti að verja í fyrsta sinn. Skot frá Curbis- ley. Á 68. mín. munaöi litlu að ViUa jafnaði. Walters gaf fyrir, Withe skall- aði á mark. SouthaU varði en hélt ekki knettinum.Tókst þó aö ná honum aftur á marklínunni rétt af tám Mortimers. En leikmenn Everton hresstust á ný. Á 82. mín. brunaði Sheedy upp og gaf fyrir markiö. Des Bremner skall- aði frá en beint fyrir fætur Kevin Ric- hardson, sem skoraði annað mark Everton með þrumufleyg frá vítateigs- Ununni. 2—0. Fagnaöarlæti voru gífurleg á Goodison Park í Everton ekkert unnið í 16 ár. Mínútu fyrir leiks- lok var Peter Withe óheppinn aö skora ekki. Átti hörkuskalla eftir hornspymu og knötturinn lenti á þverslá. Hrökk út aftur til Shaw, sem spymti á markið en Southall varöi og rétt á eftir rann leik- tíminn út. Liðln voru þannig skipuft. Everton. Sout- hall, Bailey, Stevens, Mountfield, Ratcliffe, Irwine, Richardson, Reid, Sheedy, Heathog Sharp. Aston Villa. Spinks, Gibson, Williams, Evans, MaMahon, Bremncr, Curbishley, Mortimer, Walters, Shaw og Withe. Richardsson iék ailan síftari hálfleikinn reifaður á fæti. Hann var fluttur á spítala á eftir. Er óttast aft hann sé ristarbrotinn. hsim. Valur slapp fyrir horn „Þetta var mikUI darraöardans og mUdð gert af mistökum en okkur tókst að innbyrða sigurinn í lokin og ég gleðst yfir því,” sagði Jón Pétur Jóns- son, þjálfari Vals í kvennahandknatt- leiknum, eftir að Valur hafði í gær- kvöldi sigrað Fylki 14—13 í miklum fallbaráttuleik í Laugardalshöll. Það var Ema Lúðvíksdóttir sem skoraöi 14. mark Vals þegar mínúta var til leiksloka og Fylkisstúlkunum tókst ekki að bæta við marki á síðustu mínútu leiksins. Eraa Lúðvíksdóttir var markhæst hjá Val með 8 mörk og Rut Baldurs- dóttir skoraði jafnmörg mörk fyrir Fylki. -SK. Kenny Dalglish — einn besti leikmaður Liverpool. Þrítugasta mark Senior Markaskorarinn mikli hjá Reading, Senior, skoraði sitt 30. mark á leik- tímabilinu í gærkvöldi, þegar Reading og Peterborough gerðu jafntefli 1—1. önnur úrslit. 2. deild Leeds-Swansea 1—0 3. deild Oxford-Wimbledon 2—0 4. deild Hartlepool-Crewe 2—1 Hereford-Swindon 2—1 Reading-Peterbro 1—1 í skosku bikarkeppninni sigraði Aberdeen Kilmarnock 3—1 í Kilmar- nock. í 4. umferð leikur Aberdeen við Clyde á útivelli. hsím. íþróttir íþróftir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.