Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR 16i FEBROAR 1934 ■. /, > Útlönd Útlönd LÆKNISSTOFNUN FYRIR ÞÁ ER SJÁ SJÁLFSMORÐ SEM EINU LAUSN ÚT ÚR VANDRÆÐUM Eina læknisstofnunin á Norður- löndum fyrir þá sem eru í sjálfs- morðshugleiöingum er í Helsinki í Finnlandi. Þar fæst hjálp án kostn- aðar þegar í stað fyrir þá sem þang- að leita og fyllstu nafnleyndar er gætt. „Styrkur okkar felst í því að við getum brugöið við nær allan sólar- hringinn og að við skráum aldrei sjúklingana,” segir Juhani Vikkula í blaöaviðtali. Við geðsjúkrastofnanir eða hjá einkalæknum er biðtíminn oft lang- ur. ,jSá maöur sem kominn er að því að fremja sjálfsmorð getur ekki beð- iö. Hann þarf hjálp þegar í stað,” segir Vikkula. ,,Sjúklingamir sjá oft sjálfsmorð sem eina möguleikann. Hlutverk okkar er að finna aðra lausn á vandamálunum. Ef það tekst er hálfur sigur unninn.” Að meðaltali leita þrjátíu manns til stofnunarinnar á sólarhring, ým- ist meö því að hringja eða að koma á staðinn. Fjöldinn eykst stöðugt. Flestir þeirra sem leita til stofnun- arinnar eru í alvarlegum vanda staddir. Það er ekki alltaf sem þeir segjast ætla að fremja sjálfsmorð. „Margir eru hræddir viö að leita til geðlæknisþjónustunnar. Þeir eru hræddir við að verða skrásettir. Viö ábyrgjumst fyllstu nafnleynd en ókosturinn við það er aö við getum ekki sinnt vísindalegum rannsóknum hér,” segir Vikkula. 70 prósent þeirra sem leita til stofnunarinnar eru konur en á hinn bóginn er sjálfs- morðstíðni meðal karla f jórföld á við það sem gerist meöal kvenna í Finn- landi. Vandamál beggja kynja em þó þau sömu, að sögn Vikkula. Hjúskaparvandamál, vandræði á vinnustaö eða meðal ættingja og vina. Mikið ber einnig á einmana- kennd og áfengissýki. Fíkniefna- vandamál em hins vegar nær óþekkt meðal þeirra sem leita til stofnunar- innar. Stofnunin starfar án stuðnings frá ríkinu en ýmsar góðgerðarstofnanir svo og kirkjan styðja dyggilega við bakiö á henni. Fyrir framtíðina Sunnlendingar Sjálfstœdisflokkurinn efnir til almenns stjórn- málafundar á Sudurlandi í Selfossbíói sunnu- daginnl9. febrúarkl. 16.00. Ræðumenn verða: Þorsteinn Pálsson, alþingismaður — formaður Sjálfstæðisflokksins. Sophusson, alþingismaður — varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Sólrún Jensdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Almennar umræður. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN. STAÐAN í LAUIMAMÁLUM KVENNA VERÐUR RÆDD VÍÐS VEGAR UM LAND ALLT LAUGARDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 14. REVKJAVÍK: Hótel Borg. Ræðumenn: Jóhanna Sigurðardóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Elín Ólafsdóttir. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. ÍSAFIRÐI: Húsmæðraskólinn Ósk. Ræðumenn: Björg Einarsdóttir, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Erna Sigrún Hákonardóttir, Hanna Lára Gunnarsdóttir. EGILSSTÖÐUM KL. 17’ VALASKJÁLF. Ræðumenn: Sigríður Dúna Kristmundsd., Sigrún Sturludóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Sigríður Toft, Gyða Vigfúsdóttir. SELFOSSI: Hótel TRYGGVASKÁLI. Ræðumenn: Esther Guðmundsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigtryggsdóttir. STYKKISHÓLMI: SALUR VERKALÝÐSINS. Ræðumenn: Arndís Steinþórsdóttir, Svanlaug Árnadóttir, Magndís Alexandersdóttir. AKUREYRI: HÓTEL KEA. Ræðumenn: Gerður Steinþórsdóttir, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Karólína Stefánsdóttir. VESTMANNAEYJUM: SNÓTARHÚSIÐ. Ræðumenn: Sigríður Kristinsdóttir, Dagbjört Torfadóttir, Inga Dröfn Ármannsdóttir, Elsa Lilja Ólafsdóttir. KEFLAVÍK: GLÓOIN. Ræðumenn: Guðrún Ágústsdóttir, Jónína Leósdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Fjóla Sigurðardóttir. JVoL staðreyiléi^ wn_stöðt£ kvermají ^jvinnu^ fnarkaðnunh Fundirnir eru öllum opnir. Sýnum samstöðu um launakjör okkar. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.