Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 20
20 DV/fJWÍT?W>AGJUB:t6rF<E^ÍJAB Wfc Tíöarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn MYNDBANDA- VÆÐINGIN - HVAÐ ER BEST? Þaö er alveg sama sagan varö- andi myndbandatæki og bifreiöar — þaö sýnist hverjum sinn fugl fagur og menn viröast ætla aö deila enda- laust um þaö hvaða gripur sé best- ur, fegurstur og hagkvæmastur. En auðvitað er ekki þægilegt aö fella neina endanlega dóma um vöru- merki, bæöi vegna þess að framfar- irnar eru örar, alltaf eru nýjungar aö skjóta upp kolli og sitt sýnist hverj- um eins og fyrr er getið. Breska Video-ritiö Video Today safnaöi saman sérfróöum mönnum laust dftir áramótin og fól þeim á hendur aö dæma um ágæti þess myndbanda-búnaöar sem völ er á í Bretlandi. Sá háttur var hafður á aö í fyrri umferö voru tilnefnd þau tæki sem veglegust þóttu en í seinni umferö- inni var svo endanlega gert upp á milli og besta tækiö valið. Keppt var í fimm flokkum: besta myndbandatækiö, besta ferðatækið, bestu kaupin, besta heildin og mesta blekkingin (biggesthardwaretype). Sigurvegari í síðasta flokki varð hið margumtalaða 8 millimetra myndsegulband sem ekki hefur enn- þá litiö dagsins ljós, hvaö sem síðar verður. Viö látum hjá líða aö greina frekar frá keppni í þessum flokki enda er grunnt á gríninu og allsendis óvíst aö þau skemmtilegheit eigi full- an rétt á sér norður á Fróni þar sem allt önnur mál eru uppi á teningnum. Viö greinum hins vegar frá mati og dómum hinna fróðu manna um helstu keppinauta í hinum flokkun- um fjórum. Þaö er skylt aö taka þaö skýrt fram aö þetta mat er aö sjálf- sögöu háö þeim aðstæðum sem ríkja á Bretlandi, enda kemur þaö sums staðar fram að til þeirra er vísaö varöandi dómsúrskuröinn. En vegna þess aö margir Islend- ingar eru áhugasamir um mynd- bandatækni og þróun í þeim efnum finnst mér vel þess viröi að þýða lauslega megininntak greinarinnar og birta þaö í víðlesnu dagblaði; þeir sem vilja ráöast beint í upprunann, ómengaöan af tjáningarmáta blaða- mannsins, ættu aö veröa sér úti um eintak af Video Today, janúarblaö- inu. Þaöhefur fengist í bókaverslun- um hér syöra og er vonandi ekki upp- selt. Myndbönd Baldur Hermannsson BESTA TÆKIÐ - FERGUSON Fulltrúi Betamax-kerfisins var að þessu sinni Sony C9, sem reyndar gegndi sama hlutverki áriö áður. En þetta var kyrrlátt ár i herbúðum Betamax, lítil hreyfing og fátt um nýjungar og þess vegna fær þetta önd- vegis áhald aö mæta til keppni í tvígang sem væntanlega er heldur sjaldgæft. Sony C9 þykir afskaplega vel heppnuð hönnun og lýsir þaö sér meöal annars í þeirri staöreynd aö önnur Sony framleiðsla miöast ,að nokkru leyti viö hana. I herbúðum Video 2000 kerfisins var einnig allt með kyrrum kjörum. I tvö ár samfleytt hefur merki Grundigs boriö þar einna hæst og svo er ennþá. Grundig 2X4 Slimline var að þessu sinni fulltrúi fyrir Video 2000 enda hefur þaö flestallt sér til ágætis sem löngum hefur þótt prýöa þetta kerfi — örugg stjórnun á myndrömmum, há- þróaö tímastillingakerfi og yfirleitt mjög vandað stjórnborð, en þar við bætist nú umfangsmeiri tímastilling og nettari hönnun. Nýjasta nýtt á vettvangi VHS- kerfisins er tæki sem gefur kost á tvennskonar hraða, einföldum og tvöföldum, rétt eins og lengi hefur tíðkast á venjulegum hljóösegulbands- tækjum. Þetta hefur í för með sér aö unnt er að taka upp helmingi meira myndefni á hverja spólu og það sem meira er: myndgæðin við afspilun eru sáralítið lakari en viö venjulegan hraöa. Þaö er Ferguson 3V32 sem er full- trúi þessarar nýju tækni og hefur sér ennfremur til ágætis innrauöa fjar- stýringu, breiöhljóm og fjölhæfa stjórnum myndramma. Sigurvegarinn í þessari keppnisgrein er Ferguson 3V32 Hönnunin er að vísu dálítið komin til ára sinna hvaö grunnlínuna áhrærir en þaö sem dómendur tímaritsins Video Today fundu því mest til framdráttar var hin nýja tækni — helmingi minni hraði, helmingi lægri afspilunartími en sáralítill munur í gæöum. Aö dómi ritsins er munurinn svo litill aö einungis hinir afspyrnu kröfuhöröu taka til hans en venjulegir video-neyt- endur sjá ekki annaö en allt sé meö felldu. Bestu kaupin 1983: Sanyo VTC5150. BESTU KAUPIN - Verölag á myndbandatækjum í Vestur-Evrópu hefur fylgt sams konar óvissulögmálum og vinsældir Alþýöu- flokksins hér norður á Islandi — upp og niður, upp og niöur, út og suður. Ein veigamikil ástæða fyrir síðustu uppsveiflu verölagsins er hin saman- teknu ráö margra landa Efnahags- bandalagsins gegn hinum japönsku framleiðendum. Philips og Grundig kvörtuðu sáran undan ofurþrýstingi hinnar japönsku framleiðslu og töldu SANYO alveg sýnt aö hún væri jafnvel seld á lægra verði en svo aö framleiðendurnir gætu borið af henni nokkum umtals- verðan hagnaö. Þetta þóttu alvarlegar ásakanir og meö horfur í atvinnumálum og tækni- þróun í huga gripu ýmsar ríkisstjómir til þumalskrúfunnar en Japanir hétu bót og betmn. Og afleiðingamar? Hærra verð á japönskum tækjum og tregari af- greiðsla aö auki. Meiri útgjöld hjá al- menningi og enn ern kennslustundm í afleiöingum ríkisafskipta á verslun og viöskiptasviði. Nú vill svo til að áhrifa þessara aðgeröa gætti á mjög svo misjafna vegu í hinum ýmsu þjóðlöndum Evrópu og þess vegna má vel vera aö góö kaup í einu landi séu blátt áfram léleg kaup í ööm. Þetta atriöi verða lesendurDVaðhafaíhuga þvíaöhug- takið góðkaup er á vissan hátt saman sett af tæknilegum gæðum og verðlagi, samkvæmt einhverri þeirri uppskrift sem hverjum og einum þóknast. Af hálfu Video 2000 þótti Philips VR2022 bestu kaupin í árslok 1983. Þetta tæki er þannig úr garði gert að eigandinn getur stillt inn fleiri en eina upptöku fram í tímann ef svo ber undir og unnt er að taka upp efni í fjórar stundir samfellt viö lítinn kostnaö. Philips VR2022 er gamalt tæki og eflaustmjöggott en margt hefur gerst á myndbandasviðinu síðan þaö leit dagsins ljós og þaö sem veldur til- nefningu þess í þetta sinn er auövitaö fyrst og fremst hið einkar hagstæða verölag. Af hálfu Betamax hlaut Toshiba V31 tilnefningu ásamt Sanyo VTC 5150. Þetta em hvort tveggja harla snotur tæki og veröiö er á meðfæri flestra video-unnenda og þaö síðamefnda var reyndar í hópi allra ódýmstu mynd- segulbandstækjanna. VHS-tækln eru yfirleitt íviö dýrari en Betamax og þessi munur breytist ekki þrátt fyrir hvers kyns sveiflur í verölagi. Fyrir ári bauö Hitachi upp á VTll sem gat sér undireins orö fyrir gullfallega hönnun víða um heiminn. Til viöbótar skínandi hljóö- og mynd- gæðum fylgdi svo sérstakur fjar- stýringarkapall hverju tæki, til hægri verka hinum væmkæru. Af hálfu VHS var einnig tilnefnt Ferguson 3V35 sem kom á markaðinn síðari hluta ársins og hefur mnrauða fjarstýringu. Sigurvegari í þessum flokki varð Sanyo VTC 5150. Þetta er Betamax- tæki og þótti sameina eins og best varö á kosiö mikla tækni, ljómandi mynd- gæöi oglágtverð. Vinsælustu video-myndirnar í Bretlandi í febrúar 1 (—) Raiders of the Lost Ark 2 (—) 48 Hours 3 (5) Porky's 4 (4) WhoDareswins 5 (2) Firefox 6 (1) BladeRunner 7 (-) The Entity 8 (—) The Hunger 9 (3) First Blood 10 (9) Tron 11 (—) LocalHero 12 (—) TheLordsof Díscipline 13 (—) Timerider 14 (6) 10 to Midnight 15 (—) CodenameiTheSoldier 16 (—) Forced vengeance 17 (—) Private Popsicle 18 (7) The Beastmaster 19(15) The Wicked Lady 20 (8) Classof1984 CIC CIC FOX RNK WHV WHV FOX MCM EMI NDV EMI CIC EMI CHV GHV MCM GHV EMI CHV EMI David Keith Robert Prosky 21 (22) 22 (-) 23(14) 24 (28) 25 (-) 26(19) 27 (32) 28 (-) 29 (16) 30 (-) 31 (-) 32(17) 33(12) 34 (—) 35 (—) 36(35) 37 (37) 38 (-) 39 (—) 40 (-) ocky iii whv hePlagueDogs emi ;ad Boys emi xterminators of the Year 3000MED scape to witch Mountain wdv tar Trek II - Wrath of Khan cic urvival zone pyr lotei Heii whv ophie'sChoice prv ’artyParty amf he Hiding Place ata TRO PGV osemary's Kíller Eiv crew Balls ava i The Custody of Strangers vfm harky's Machine whv heAmateur fox •eath Trap whv attlers pgv isiting Hours FOX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.