Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 24
DV.FtMMTbDÁGUR-íé.í'EBÍRtfjíR MMK 24 Einstætt foreldri með tvö börn — á tveggja herbergja íbúð og gamlan enskan bfl Imyndum okkur einstætt foreldri, 30 ára, með tvö börn, bæöi yngri en 7 ára. Vinnur úti og hefur í tekjur 250.000.-. Á tveggja herbergja íbúð, fast- eignamat 1 milljón. Skuldar 700.000.-. Ásjö ára gamlan enskan bíl að verð- mæti 40.000.-. Notar vaxtafrádrátt. Hugsum okkur að skattstofnar líti þannig út: TEKJUSKATTSSTOFN: 180.000.- EIGNASKATTSSTOFN: 340.000.- TEKJUSKATTUR: Stofn: 180.000.- (22.75% af 170.000.-) 38.675,- (31.50% af 10.000.-) 3.150,- Reiknaður skattur: 41.825,- Persónuafsláttur -29.350.- Tekjuskattur álagður: 12.475.- ÚTSVAR: Brúttótekjur: 250.000.- Býr í Reykjavík og þar er 11.0% (11.0% af 250.000.-) 27.500.- Persónuafsláttur: -1.800.- Persónuafsl. v. 1. barns. -360.- Persónuafsl. v. 2. barns -360.- Útsvar álagt: 24.980.- EIGNASKATTUR: Eignaskattsstof n: 340.000.- Mörk: 780.000.- Álagður eignaskattur því 0. Önnur gjöld: (ca. 2000.-) 2.000.- Skattar alls: 39.455.- BARNABÆTUR: v. 1. barns. (12.000 + 6000) 18.000.- v. 2. barns. (12.000 + 6000) 18.000.- (6000 v. 7 ára) Alls: 36.000,- Þarf að greiða i skatta 3.455,- -JGH Einstaklingur í góðum efnum — á þriggja herbergja íbúð og nýlegan sænskan bfl Imyndum okkur einstakling, 40 ára. Hann á engin böm. Er með 400.000 kr. í tekjur. Hann á þriggja herbergja íbúð að fasteignamati 1.1 milljón. Hann skuldar í íbúðinni 50.000 kr. Hann ekur á nýlegum sænskum bíl að verðmæti 300.000 kr. Hugsum okkur að skattstofnar líti þannig út: TEKJUSKATTSSTOFN: 360.000.- kr. EIGNASKATTSSTOFN: 1.3 milljónir. TEKJUSKATTUR: Stofn: 360.000 kr. (22.75% af 170.000) 38.675.- (31.50% af 170.000) 53.550.- (44.00% af 20.000) 8.800.- Reiknaðir skattar: Persónuafsláttur: 101.025.- -29.350.- Tekjuskattur álagður: 71.675.- ÚTSVAR: Brúttótekjur 400.000.- Býr i Kópavogi og þar er 10.8% (10.8% af 400.000) Persónuafsláttur: 43.200.- -1.800.- Útsvar álagt: 41.400.- EIGNASKATTUR: Eignaskattsstof n: 1.300.000 kr. Mörk: 780.000 kr. (0.95% af 520.000) 4.940.- önnur gjöld: (ca. 5.000) 5.000,- Skattar alls sem þarf að greiða 123.015.- —JGH. HVERNIG ÞÚ GETUR REIKNAÐ SKATTANA Eftir hverju er farið? Þetta verður aðlesavel Hjón með þrjú börn — búa íeinbýlishúsi og eiga tvo bfla Imyndum okkur hjón, 45 ára, sem eiga 3 börn, 12,13 og 15 ára. Tekjur eiginmanns eru 450.000.-. Konan vinnur ekki úti og er tekjulaus. Þau búa í einbýlishúsi, fasteignamat 2,5 milljónir, eiga tvo bíla, annan nýlegan japanskan að verðmæti 300.000.-, hinn franskan aö verðmæti 100.000,- Börnin, 13 og 15 ára, hafa sumartekjur. Það 13 ára alls 40.000.- og 15 ára 70.000.-. Eiginkonan ekki í skóla. Hugsum okkur þessa skattstofna: EIGINMAÐUR: TEKJUSKATTSSTOFN: EIGINKONA: TEKJUSKATTSSTOFN: EIG N ASK ATTSSTOFN: TEKJUSKATTUR: Eiginmaður Tekjuskattsstofn: 405.000,- (22.75% af 170.000) 38.675.- (31.50% af 170.000) 53.550.- (44.00% af 65.000) 28.600.- Reikn. skattar: 120.825.- Persónuafsláttur: -29.350.- 405.000.- 0 2.6 millj. Eiginkona o -29.350.- Tekjuskattur álagður: 91.475.- -29.350.- (ónýttur persónuafsl.) ÚTSVAR: Brúttótekjur: 450.000.- Býr í Reykjavík og þar er 11.0% (11.0% af 450.000.-) 49.500.- 0.- Persónuafsláttur: -1.800.- -1.800.- Persónuafsl. v. 1. barns - 180,- -180.- Persónuafsl. v. 2. barns - 180.- -180,- Persónuafsl. v. 3. barns - 180,- -180,- Útsvar álagt: 47.160.- (ónýttur afsl.: 2340.-) EIGNASKATTUR: Eignaskattsstofn: (2.600.000.-) (1300.000 -780.000) (0.95% af 520.000) 4.940.- 4.940.- ÖNNUR GJÚLD: Sjúkratrygg. (450.000 -237.000) (2% af 213.000) 4.260.- Annað. 2.145.- 600.- (kirkjugj. önnur gjöld alls: 6.405.- 600.- Skattar alls: 149.980.- (ónýttur persónu- afsl. alls: 31.690.- Eignask. 4.940.- 26.750.- < Skattar alls: 123.230.- BARNABÆTUR: v. 1. barns. 3000 v. 2. barns. 4500 v. 3. barns. 4500 12.000.- 12.000.- Þarf að greiða i skatta: Fær 11.400 kr. áv. senda heim. Barnabæt- 111.230.- ur. Kirkjugj. dróstfrá. Krakkarnir með tekjurnar eru skattlagöir sérstaklega, en foreldrarnir bera ábyrgðina og þurfa því hugsanlega að greiða skattana. LAGT Á KRAKKA. 13 ára: 40.000.- Skattur (10%): Alls 4.000.- 15 ára: 70.000,- Skattur (10%): Alls 7.000.- -JGH. 1.1 eftirfarandi dæmum er stuðst við frumvarp um álagningu opinberra gjalda sem nú er til meðferöar í efri deild Alþingis. I frumvarpinu er skattstiginn þessi hvaö varðar tekjuskattinn: Tekjuskattur af fyrstu 170.000 kr. er 22,75% Tekjuskattur af næstu 170.000 kr. er 31,50% Tekjuskattur af umfram 340.000 kr.er44% 2. Persónuafsláttur er 29.350 krónur á mann vegna tekjuskattsins. Nýtist þó einnig fyrir útsvarið, eignaskatt og sjúkratrygginga- gjald. 3. Persónuafsláttur er hér áætlaður fyrir útsvariö. Enn liggur ekki fyrir frumvarp um þennan afslátt. Gert ráö fyrir 1800 krónum á mann. Auk 360 króna fyrir fyrstu 3 börnin. Hækkar í 720 eftir það á barn. Bamaafslátturinn skiptist til helminga á milli hjóna. 4. Lagaheimild er fyrir sveitarfélög aö leggja 12,1% á svokallaðan út- svarsstofn sem útsvar. Líklegt er að Reykjavík noti töluna 11,0%. Þetta er mismunandi eftir sveitar- félögum. I Kópavogi veröur talan 10,8% væntanlega notuð. 5. Utsvarið er reiknað af brúttó- tekjum. Athugið að draga má frá brúttótekjum nokkra liði þegar svokallaður útsvarsstofn er fundinn. Algengustu frádráttarliðirnir eru þessir: Námsfrádráttur. (Athugið að ef til dæmis eiginkona er í skóla þá færist hennar námsfrádráttur yfir á eiginmanninn til frádráttar.) Giftingarafsláttur (giftu sig á árinu). Skyldusparnaður. Meðlagsgreiöslur. (Ath., greidd meðlög, ekki fengin). Ellilífeyrir. örorkubætur. Ökutækjastyrkur. Athugið að lífeyrissjóðs- greiðslur, annars vegar fenginn lífeyrir (svokölluö eftirlaun) og hins vegar greiðslur í lífeyrissjóði, má ekki draga frá eins og svo margir halda. Að þessu frádregnu fæst út svokallaður útsvarsstofn. 6. Eignaskattur kemur á eigna- skattsstofn. Hámarksfrádráttur er 780.000 kr á mann. Hjón fá bæði þennan afslátt, því alls 1560.000. Eignaskattur reiknast af fjárhæð umfram 780.000. Notuð er talan 0,95%. Eignaskattur skiptist til helminga á milli hjóna. 7. Börn, 16 ára og eldri, telja sjálf fram. Ef þau era yngri en 16 ára og hafa tekjur þá fara 10% af brúttótekjunum í skatt, 7% í tekju- skatt og 3% í útsvar. Athugið, miðað er viö brúttótekjur í bæði skiptin. Foreldrar eru ábyrgir og því getur lent á þeim að greiða skatta bamanna. Barn með tekjur fær sendan sérstakan álagningar- seðil. 8. Bamabætur eru greiddar með börnum yngri en 16 ára. Hjón fá 6000 fyrir fyrsta barn, 9000 fyrir annað barn og fleiri. Fyrir börn yngri en 7 ára kemur viðbótar- barnafrádráttur, 6000 á bam. Einstætt foreldri fær 12.000 í barnafrádrátt fyrir hvert barn. Viðbótin vegna 7 ára er einnig 6000 krónur fyrir bam. Athugið að barnafrádrátturinn skiptist á milli hjóna. (3000+3000). 9. Bamabætur koma til frádráttar tekjuskatti, eignaskatti og út- svari. Sé álagningin (skatturinn) lægri en bamabætumar þá kemur mismunurinn til greiðslu til viökomandi. Fær senda ávísun heim. Athugið að bamabætur, ónýttar til frádráttar sköttum, hjá viðkomandi (til dæmis eiginkonu) færist ekki yfir á eiginmanninn heldur greiðast út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.