Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 41
Dfflmffi&mmmM" 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið A leiö sinni úr Iðnaöarbankanum í Lækjargötu sneri grímumaöurinn sér snöggt við, leit ákveðið á ljósmyndara DV en hvarf síöan upp á Amtmannsstíg þar sem , bifreið beið hans. Göngulagið var greinilega fjaðrandi. . . DV-myndir Loftur/Eiríkur. Nærmynd af grimumanninum: Blá joggingpeysa, vélsleðahúfa, grifflur, slitnar gallabuxur og íþróttaskór. Ætiaði hann að endurtaka ránið? — Ijósmyndari DV vitni að undarlegum tilburðum í miðbæ Reykjavíkur í gær Rannsóknarlögregla ríkisins stendur ráðþrota í rannsókn sinni á bankarán- inu í Iðnaðarbankanum í Breiðholti sl. fimmtudag. Þrátt fyrir nákvæma lýsingu vitna á ræningjanum er engu líkara en jörðin hafi gleypt hann og peningana meö. Þó er ýmislegt sem bendir til aö ræn- inginn sé kominn á kreik á ný. Ljós- myndari DV sem var á ferð í miðborg Reykjavíkur í gær veitti athygli manni, sem stóð og pukraðist í porti viðlngólfsstræti. „Eg veitti manninum sérstaka at- hygli vegna þess að hann var klæddur á svipaðan hátt og bankaræninginn í Breiöholtinu miðaö við þá lýsingu sem lögreglan hefur látið birta í blöðum. Eg hinkraði því við og þegar maöurinn sneri sér við runnu á mig tvær grímur. Hann hafði verið að setja á sig vél- sleðahúfu sem huldi allt andlitið aö augum og munni frátöldum.” Ljósmyndarinn fylgdi í humátt á eftir grímumanninum sem stefndi niður Bankastrætiö. Hann gekk hratt og fjaörandi og virtist stefna á ákveðinn stað. Fyrir utan Samvinnu- bankann var eins og hik kæmi á manninn, hann tvísteig en tók síðan á rás niður á Lækjartorg og fór nú öllu hraðar en fyrr. Utan við Utvegsbank- ann gerði hann sig líklegan til inn- göngu en hætti við á síðustu stundu er hann kom auga á lögregluþjón í Austurstræti. Virtist honum bregða mjög, varð flóttalegur í öllum hreyfingum og hljóp inn Lækjar- götuna. Þarna missti ljósmyndari DV sjónar á grímumanninum enda hált á gang- stéttunum og erfitt að fóta sig. Ekki tafði það þó yfirferð grímumannsins, engu var líkara en hann flygi á svellinu enda göngulagið fjaörandi. Er ljós- myndarinn var kominn á móts við gamla Menntaskólann sér hann sér til hrellingar aö grímumaðurinn kemur hlaupandi út úr Iðnaðarbankanum og fer mikinn. Hleypur upp Amtmanns- stíg og hverfur inn í bifreið sem brunar á braut. Að sögn sjónarvotta var hér um að ræða gráa Chevrolet Citation bifreið, einkennisstafir R-35311. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins hefur hún ekkert frétt af ferðum þessa dularfulla manns en segir allar upplýsingar vel þegnar. Hér geti reyndar veriö um hvern sem er aö ræða enda er DV kunnugt um aö vél- sleðahúfur eru uppseldar í sportvöru- verslunum bæjarins. „Það vakti sérstaka athygli mína aö vegfarendur veittu grímumanninum enga athygli þó svo hann svaraöi í öllum aðalatriðum til lýsingar lögregl- unnar á bankaræningjanum í Breiðholtinu. Enginn reyndi að hefta för hans, ekki einu sinni lögreglumað- urinn sem fylgdist meö honum utan við Utvegsbankann,” sagði ljósmyndari DV. -EIR. Bankaræningi gengur laus — rændi 360 þúsund krónum ílðnaðarbankanum íBreiðholti Lýsing lögreglunnar: — Maðurinn er á aldrinum 18—20 ára. — Allur mjósleginn, hokinn í herðum með útstæð hcrðablöð. — Göngulag sérkenniiegt, svona eins og f jaðrandi. — Leggjalangur miðað við búk. Fætur mjög grannir. — Skolhærður með sérstaklega stutt hár, nær ekki niður fyrir eyru. — Mjólcitur með hvasst nef. 180—185 cm á hæð, en gæti virst hávaxnari vegna þess hve hann er grannur. — Klæddur í bláa peysu úr bómullarefni, með hettu, líklega háskólabolur eða jogging- peysa. — Gallabuxur, snjáðar, þröngar og sérstaklega um leggina. — Bláir íþróttaskór með þunnum hvitum botni og tvcim hvítum röndum á hlið. — Svartir fingravettlingar sem gætu þó verið tvílitir, svokallaðar grifflur. — Hann var með vélsleðahúfu á höfði með götum aðeins fyrir augu og munn og með eitt- hvað fyrir munninum innanundir. Brunaðvarðafélag Reykjavíkur átti fertugs'afmæli sl. mánudag. Af því tilefni var haldið kaffisamsæti í slökkvistöðinni þar sem logandi kaffi var í bollum og froðu- tertur á diskum. Brunavarðafélagið var stofnað á stríðs- árunum rétt eftir Hótel Islandsbrun- ann. Fyrsti formaður þess var Anton Ey- vindsson og félagar eru nú 75 talsins. A myndinni sjást Armann Pétursson, núverandi formaður brunavarða í Reykja- vík, Rúnar Bjarna- son, slökkviliðsstjóri i Reykjavík, Davíð Oddsson borgarstjóri og Guðmundur Guð- mundsson, slökkvi- liðsstjóri á Reykja- víkurflugvelli. DV-mynd S. Davíö í afmæli brunavarða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.