Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR16. FEBRUAR1984 13 orkukaup og fasteignaskattar, ásamt búsetuhagræði, en ekki raf- orkureikningurinn einn fyrir hús- hitunina. Reykvískt framtak En ef fréttaritari vill vita það, þá hafa Reykvíkingar búiö til sín orku- ver og hitaveituna sjálfir. Hafa keypt jarðhitaréttindi og virkjunar- rétt af bændum og nú seinni árin hafa þeir borað. Þeir hafa ekki beðið eftir opinberri „leiöréttingu á mis- rétti”. Þeir keyptu vatnsréttindin í Sogi af bændum í Grafningi, jarðhitarétt- indin í Mosfellsdal og Nesjavelli, og þeir keyptu vatnsréttindin í Þjórsá af ríkinu (og hafa reyndar orðið að kaupa þau aftur og aftur af eig- endum Islands, því ríkissjóður reyndist hafa selt meira en hann átti, sem er önnur saga). Reykvíkingar virkjuðu Elliða- árnar 1921 og fyrsta áfanga Sogsvirkjunar var lokið 1937. Síðan var (illu heilli) gengið til samstarfs við ríkiö og þá byggð Irafossvirkjun 1953 og Steingrímsstöð 1960. Svo þegar ráðist var í virkjun Þjórsár, var helmingafélagið Landsvirkjun stofnaö, er tók við eignum Sogsvirkj- unar og þar virkjuöu ríkissjóður og Reykjavíkurborg upp á helming. Nú eiga Reykvíkingar helming (tæpan) í Landsvirkjun og þriðjung, sem Islendingar (mætti halda), eða um 65% Landsvirkjunar, en fá þó rafmagn ekkert ódýrara í heildsölu hjá Landsvirkjun en aðrir, og fá engan arð af því fé, sem lagt hefur verið í það firma, og þætti nú flestum þaðvondurkostur. Lagning hitaveitu hófst svo í Reykjavík 1930 og 1933 voru Reykir í Mosfellssveit keyptir. Þaöan kom vatn fyrst 1943. Arið 1956 var fyrsti stóri gufubor- inn keyptur til landsins af ríki og borg, en sá bor hefur orðið til mikilla heilla fyrir landið. Af þessu sést, að Reykjavík hefur ekki lifað neinu orkulegu sældarlífi. Reykvíkingar greiða um 190 millj- ónir króna í verðjöfnunargjöld af raf- magni, og ástæðan fyrir lágu verði á hitaveituvatni hefur gegnum árin aðallega stafað af þvi, aö menn voru aö falsa vísitöluna, en ekki að hita hús ódýrt. Þetta hefur komið harkalega niður á fyrirtækinu, sem þrátt fyrir stór- felldar erlendar lántökur og framlög úr borgarsjóði, er fyrir bragðið orðinn einn verst leikni æðasjúkl- ingur landsins. Lága verðið á Hitaveitu Reykja- víkur, var því ekki raunverð, en verður það ef til vill nú, eftir 25% hækkunina í febrúar, sem líklega heföi veriö óþörf, ef fyrirtækið hefði mátt standa undir sér f járhagslega. Ekki auðveld úrræði Eg veit aö á „köldu svæðunum”, er ekki jafnauðvelt um úrræði. Samt er þaö staðreynd, að fjarvarmaveitur borga sig. Eru t.d. algengasta formið á húsahitun í N-Evrópu (t.d. Dan- mörku). Og þá spyr maður sig, hvers vegna reyna þorpin á Vestfjörðum ekki að hagnýta sér þennan valkost? Reykjavík er t.d. meö kyndistöð (svartolía) til að mæta álagstoppum. Þá gæti lokað kerfi stórlega lækkað hitunarkostnað. Þetta ætti Vestfirð- ingum ekki aö verða öröugra en þeim sveitarfélögum, sem stofna hitaveitur um jarðvarma og/eða aðra orkugjafa. Isfirðingar hafa fjarvarmaveitu og kvarta ekki í blöðum. Slíkar veitur spara um 10% og gætu sparaö meira meö næturraf- magni. Þaö kann að vera að tal um „leið- réttingu”, eða með öörum orðum, sú aöferö að einblína á að skattleggja önnur sveitarfélög hljómi vel, en þar sem það liggur fyrir að Orkubú Vest- fjaröa er meö svipaða gjaldskrá og Rafmagnsveitur ríkisins og að 83 milljónum króna af ríkisfé er varið árlega (1984) til aö lækka raforku- verð á Vestfjörðum, þá fær almenn- ingur í þessu landi ekki annaö séö en að komiö sé þar í stöðunni að sveitar- félögin sjálf veröi — eins og önnur sveitarfélög þessa lands, — þar meö talin Reykjavík, að gjöra eitthvað annað í sínum málum en að skrifa í blööin. Meö góðum kveðjum. Jónas Guðmundsson rithöfundur. . Asmundur Stefinsson,foraetiASt,ávarpar fundarmenn 1. maí: „Hann tekur þátt i þeim skollaleik sem leikinn er fyrir framan launþega landsins í þeirri von að fylgiipekt vii flokkiforyituna verði launuð með lengri drottnun. ít « 1 m n : FLOKKURINN segir njet I a „Þaö er fyrst og fremst í verkalýðs- L I W hreyfingunni, sem menn vilja ekki semja. Um það liggur fyrir bein dagskipun úr I innstu herbúðum Alþýðubandalagsins. . . ” Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Enn virðist enginn skriöur kominn á samningamál á vinnumarkaði, þegar þetta er skrifað. Aðilar að kjaradeilunni láta berast frá sér vé- fréttarsagnir um einhverjar bak- tjaldaumræður, sem eiga aö ryöja brautina til frekari samningaviö- ræöna. Víst kann það satt að vera að einhverjir fái sér kaff ibolla og spjalli um kjaramál, en nær er mér aö halda aö sagnir af slíkum hulduvið- ræðum séu fyrst og fremst búnar til vegna þess að menn skammist sin fyrir að sitja aögerðalausir vikum saman. Vitað er að ekki veröur samiö um miklar kauphækkanir, í það minnsta ekki án langra verk- falla, og þaö er dálitiö erfitt fyrir verkalýðsrekendurna aö útskýra fyrir umbjóðendum sínum hvers vegna þaö er dregið mánuðum saman að semja um þá kauphækkun, sem þó liggur fyrir að í boði er. En vilja menn semja? Vilja menn semja? Svar við þeirri spurningu er vafalaust mismunandi eftir því hver á að svara. Enginn vafi er á því að ríkis- stjórnin vil að það sé samiö strax, svo hún geti miðað áætlanir sínar í efnahagsmálum við það sem um semst. Hæpnara er að vinnuveit- endur séu æstir í aö semja fyrr en þeir þurfa. Því lengur sem samning- ar dragast þeim mun síöar þurfa þeir aö fara að borga hærra kaup. Þó er ekki vafi á aö þeir sem ráða ferðinni í heildarsamtökum þeirra myndu ganga strax til samninga ef samkomulag væri í augsýn um svip- aðar hækkanir og ríkisstjórnin hefur léðmálsá. Það er fyrst og fremst í verkalýðs- hreyfingunni sem menn vilja ekki semja. Um það liggur fyrir bein dag- skipun úr innstu herbúðum Alþýðu- bandalagsins, sem ræður að venju ferðinni í Alþýðusambandi Islands, enda þótt það sé í miklum minnihluta innan samtakanna. Fulltrúar ann- arra stjómmálaflokka í verkalýðs- hreyfingunni hlýða forsprökkum Alþýðubandalagsins þar í einu og öllu að því er best verður séð og hafa jnga sjálfstæða tilburði uppi til þess ið höggva á þá hnúta sem höggva jarfá. Alþýðubandalaginu og forverum jess í stjórnmálum hérlendis hefur ;ekist býsna vel að telja fólki trú um jað að verkalýðshreyfingin hafi nikil áhrif á stefnu flokksins og ramkvæmd hennar. I raun og veru ;r þetta hinn mesti misskilningur. Verkalýðshreyfingin hefur aldrei stjórnað Alþýðubandalaginu né fyrirrennurum þess, en flokkarnir hafa hins vegar stjórnað verka- lýðshreyfingunni langt umfram raunverulegt afl’innan hennar. For- ystumenn stjórnmálaflokkanna, Kommúnistaflokksins, Sósíalista- flokksins og Alþýöubandalagsins, hafa aldrei komiö úr röðum verka- lýðs heldur menntamanna, þótt þeir hafi á stundum verið menntamenn sem settir hafa verið til áhrifa í hreyfingunni í gegnum flokksvélina. Flokksforystan hefur í gegnum tíðina veriö ófeimin viö að beita hverjum þeim brögðum sem þörf hefur veriö á til þess að hafa verka- lýðsforustuna þæga. Flokksvélin hefur mikil tök á mörgum félags- mönnum og ef það dugar ekki eru gylliboö og lýðskrum hiklaust notuð til þess að sýna fram á dugleysi óþægra forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni. Þeir hafa lært af reynslunni og þrátt fyrir ýmsar kok- hreystiyfirlýsingar vita þeir að best er að hlýöa og fara að vilja flokksins, því „það er svo dýrðlegt að drottna” eins og maðurinn sagöi. Flokkurinn segir njet Og nú segir flokkurinn nei. Barátt- an gegn núverandi ríkisstjórn hefur. gengiö heldur böslulega. Enda þótt hún hafi orðiö að grípa til tímabund- innar kjaraskerðingar til þess að ná niður verðbólgu í landinu hefur hún átt miklu fylgi að fagna meðal þjóö- arinnar, sem hefur skiliö aö ekki varð lengra haldið á braut skulda- söfnunar og stjórnleysis í efnahags- málum. Hver atlagan eftir aðra hefur runnið út í sandinn. Blazer og grjónagrautar hafa runnið sitt skeiö og þótt tekist hafi að kveikja einhverja hrævarelda hefur al- menningur í landinu kunnað vel að meta aö verölag hefur verið stööugt og aö hann hefur getað gengið aö vörum á sama verði í dag og í gær. Þar að auki er honum aö veröa æ ljósari sú kjarabót sem felst í því að vextir og þar með allur fjármagns- kostnaður lækkar. I raun og veru höfum við verið áratug eöa meira á eftir nágrönnum okkar í daglegum viðskiptum og umgengni við pen- inga. Nú blasir við að íslenska krónan sé að verða alvörugjaldmiðill sem menn geta notað á ferðalögum erlendis en þurfa ekki lengur að sæta þeirri niðurlægingu að vera með „gervipeninga” hvert sem þeir fara. Við svo búið má ekki standa. Þetta gengur í berhögg við stefnu FLOKKSINS. Þetta gerir þjóðfélag okkar allt of vestrænt. Þessu verður að hrinda. Það veröur að siga laun- þegum út í verkföll til þess að koma í veg fyrir að þetta verði framtíðar- ástand á Islandi. Þess vegna verður aö þvælast fyrir samningum eins lengi og frekast er unnt og etja síðan langþreyttum verkalýö út í verkföll þegar gylliboðin hafa náö því að verða að áþreifanlegu markmiði í hans augum. Þættir í sjónarspili Að venju þarf að setja margháttað sjónarspil á svið til þess að ná þess- um markmiðum. Eitt þeirra er að draga Dagsbrún út úr samningum. Við það kemur eðlilega hik á vinnu- veitendur. Er nokkurt vit í því að fara að semja viö verkalýöshreyf- inguna án þess að hafa Dagsbrún, þetta mikla stórveldi, með í samningum? Er það til nokkurs ann- ars en aö gera samninga marklausa og stuðla að áframhaldandi óróa á vinnumarkaði? Þetta er eðlilegt sjónarmið, en hvaö kemur í ljós ef lit- ið er á hina hlið málsins? Setjum svo aö samið veröi en Dagsbrún standi utan við og fari í verkfall. Onnur verkamannafélög ut- an Reykjavíkur hafa samið, svo og öll önnur verkalýðsfélög á höfuö- borgarsvæðinu. Allir eru bundnir samningum, enginn hefur hag af né áhuga á aö Dagsbrún nái betri samn- ingum. Uppskipun á vörum og fiski verður einfaldlega flutt til annarra staða, æ fleiri ganga inn í störf Dags- brúnarmanna. Verkfallið er dauða- dæmt. Það á heldur ekki að verða neitt verkfall. Tilgangurinn er sá einn að hræða og tefja og honum virðist hafa verið náð. Til þess að setja punktinn yfir i-ið í þessum skollaleik er Þröstur Olafs- son, starfsmaður Dagsbrúnar og einkavinur Guðmundar J. formanns Dagsbrúnar og Verkamannasam- bands Islands, kosinn formaður Verkalýðsráðs Alþýöubandalagsins. Þaö er til þess eins gert að allt sé undir „kontrol”. Kokhraustu foringj- arnir í Verkamannasambandinu hafa gengist undir jaröarmen FLOKKSINS, þeir vilja drottna áfram, þeim er trúað fyrir foryst- unni. Undir allt þetta spilar svo As- mundur Stefánsson, einn mikilhæf- asti verkalýðsforingi sem Alþýðu- bandalaginu hefur tekist að dubba upp. Hann tekur þátt í þeim skolla- leik sem leikinn er fyrir framan launþega landsins í þeirri von að fylgispekt við flokksforystu verði launuö með lengri drottnun. Hann virðist hins vegar loka augunum fyrir þeim möguleika að öll mistök baráttunnar kunni að veröa skrifuð á hans reikning og hann veröi lamb til slátrunar leitt ef í ljós kemur að vilji flokksins hefur ekki reynst vænlegur til framdráttar félaga Svavars. Það er nefnilega þannig að þaö er aðeins einn vilji, einn flokkur og ein þjóð, rétt eins og forðum, og þeir sem ekki passa inn í myndina hverfa úr henni fyrr en varir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.