Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 21
I)V. FIMMTUDAGÚR16. FÉBROÁR1984 21. Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn BESTA FERDA- TÆKIÐ Þrjú tæki voru aö þessu sinni til- nefnd til keppni um titilinn besta ferða- tækið, eða besta handbæra myndsegul- bandstækiö ef menn vilja heldur vera nákvæmir en gagnorðir. Olympus er víst Islendingum og öör- um Vesturlandamönnum kunnast fyrir ljómandi góöar ljósmyndavélar en staðreyndin er sú aö þessi framleið- andi er farinn aö færa út kvíarnar og þreifa fyrir sér á allt öörum sviöum — og þar ámeðal myndsegulbandstækni. Feröatækiö frá Olympus byggist á VHS-kerfinu og mun aö miklu leyti bú- ið til hjá Panasonic þó aö fyrrnefndi aöilinn ljái því vörumerki sitt og ráöi væntanlega ferðinni hvað varöar hönn- un og þess háttar. Þaö segir sína sögu að þetta tæki mun vera selt í ljósmyndaverslunum fyrst og fremst. Olympus framleiðir einnig tökuvél sem þykir hinn mesti kjörgripur og samanlagt nýtur þessi búnaður, tökuvél og myndband, álíka álits og Rolls Royce í bifreiðaiönaðin- um. BESTA HEILDIN — var heimaliðið Ferguson Þaö er meö hálfum huga aö ég tek mér fyrir hendur aö greina frá úrslitum í þessum flokki. Eg reikna fastlega meö því aö dómendurnir hafi verið nokkurn veginn hiutlausir þegar þeir settust niöur og vógu og mátu kosti og galla keppenda í honum flokkunum þrem, en ekki fæ ég varist þeirri tilhugsun aö breska fyrirtækiö Ferguson hafi notið góös af heimavellinum þegar valin skyldi besta heildin — enska nafngiftin er reyndar best range, sem ef til vill væri réttara aö kalla á íslensku besta úrvalið, en viö látum okkur hafa fyrr- nefndu þýðinguna í trausti þess aö ekki skakki miklu. Hvaöa atriöi voru lögö til grundvall- ar dómnum í þessari keppni? Tímaritið Video Today, sem efndi til þessarar samkeppni eitt sér og út af fyrir sig, kveöst leggja mikiö upp úr umsögnum þeirra þúsunda eða tugþús- unda lesenda sinna á Bretlandseyjum og víöar, sem hafa stungiö niöur penna og tjáö sig um myndbandabúnaö sinn, hversu vel hann hefur reynst þeim og hvar og hvenær framleiöendurnir hafa brugöist vonum þeirra. Dómendurnir gáfu einkunn fyrir gæöi, lága bilanatíðni, gott framboö á ýmiss konar jaöarbúnaöi og lipra þjón- ustu viö neytendurna. Þrír framleiöendur voru einkum til- nefndir í þessum flokki: Sony, Hitachi og Ferguson. Tvö fyrstnefndu fyrir- tækin eru japönsk, þaö síðasta breskt þótt þaö muni hafa stuöst viö JVC framan af — framleiðsla á myndbönd- um og öörum háþróuðum tæknibúnaði er oft málum blandin og iöulega eiga fleiri hlut aö þeim málum en vöru- merkið eitt gefur til kynna. Bæöi Sony og Hitachi fá fyrsta flokks meömæli af munni dómenda, þó aö Sony hljóti reyndar vissar ávítur fyrir Sony C6 Mkll — þetta tæki er aö öllu eöli nákvæmlega þaö sama og Mkl, segja dómendurnir, og þarna reyndi annars ágætur og heiðviröur framleið- andi aö slá ryki í augu neytenda og fá þá til aö kaupa gamla gerö undir nýju nafni. Þaö var heimaliðið Ferguson sem hlaut lárviðarsveiginn aö lokum og er þess sérstaklega getiö hvaö þetta fyrir- tæki hafi á sig lagt til þess aö þóknast sínum viöskiptavinum. En allir þeir fyrirvarar sem ég hef dregiö fram varðandi þennan dómsúr- skurö eru vitaskuld ekki til þess geröir aö rýra hlut Ferguson — þaö er nú eitt- hvaö annað. Mér finnst bara skylt aö geta þess sem rétt er, svo aö lesendur DV eigi hægara með að vega og meta sjálfir þaö sem um er fjallað, enda þykir mér óvíst aö íslenskir dómendur heföu komist aö sams konar niðurstööu í þessum flokki. Þaö eina sem skyggir á er verðiö — þaö er nefnilega í hæstu hæðum, rétt eins og verölag á Rolls Royce meöai bíla! Video 2000 á sína fulltrúa í þessum flokki; þaö eru Philips VR2020/2120 og þykja góö nýbreytni þessa kerfis, en dómendur fundu þessum tækjum mjög til foráttu hversu þung og þar af leið- andi óhæg í meðförum þau væru. Einnig var í þessum flokki tilnefnt myndsegulbandstækiö JVC HR-C3, sem er þróaö samkvæmt hinu létta og netta VHS-C kerfi, og þaö er eins og viö manninn mælt, aö dómendur máttu vart vatni halda vegna þess hve hand- hægt þetta tæki var í meðförum. Sigurvegari í þessum flokki varð sem sagt JVC VHS-C, og þaö sem virð- ist hafa ráöiö úrslitum eru einmitt þeir eiginleikar sem aö framan eru taldir — ágæt vinnsla en lítil þyngd og lítið um- fang. VHS-C kerfið mun reyndar ekki taliö allsendis fyrsta flokks af öllum sem láta sig þessi mál varöa en afar þægi- legt er þaö og má vera aö þessi gerö eigi mikla framtíö fyrir sér. Besta ferðatækið 1983: JVC HRC—3. 1. Mörgum hofuí aöal CHOICB, nwð^.H^min, en að h/utverki, b var hún besta dómi Vldeo * (Bgst Drarna). nú 'kornín émyndZ^"0"0 er fíokki - be 1983 • sirwm saka'né/amynd/n' '' bosto 3. RA/DERS OF THE LOST ARK þótti besta videomyndin i flokki fjölskyldumynda og ólíklegt má . telja að fjölskyldumyndin HRAFNINN FL ÝGUR hefði skákað henni. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.