Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1984, Blaðsíða 8
8 » Útlönd Útlönd Útlönd DV. FimífiíÖÁ^FÍ 18Í '* VQ Utlönd V Hrydjuverkamenn láta til skarar skríða á ítalfu Myrtu í Róm yfirmann friðargæslunnar f Sinaí Yfirmaöur hinnar alþjóölegu friöar- gæslu í Sinaí var skotinn til bana í Róm í gær og kvíöa menn því aö vinstrisinna hryöjuverkaöfl séu aö rísa upp úr öskunni aftur á Italíu. Leamon Hunt, 56 ára Bandaríkja- maður, sætti fyrirsát þegar hann var á leiö til heimilis síns í suöurhverfi Róm- ar. Hann lést af sárum sínum þegar komiö var með hann á sjúkrahús. IJtvarpsstöð í Mílanó fékk upphring- ingu aöila sem sagöi að hinn „Stríö- andi kommúnistaflokkur bæri ábyrgö á árásinni. Sagöi hann aö Hunt væri vörslumaður Camp-David-samkomu- lagsins milli Egypta og Israela. Thatcher í orða- skaki út af við- skiptum sonarins Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, lenti í höröum oröa- hnippingum viö þingmenn stjórnar- andstöðunnar í gær út af viöskiptum sonar hennar, Marks, viö Austurlönd nær. Stjómarandstæöingar vilja aö rann- sakaö verði hvern hlut hún og sonur hennar hafi átt í því aö breska byggingarfyrirtækið Cementation fékk 300 milljón sterlingspunda verkefni í Oman. Mark Thatcher var í Oman að tala máli Cementation þegar móðir hans kom þangað í opinbera heimsókn í Persaflóann 1981. — Cementation var síöar faliö það verkefni að reisa há- skóla í Oman. Peter Shore þingmaöur Verka- mannaflokksins haföi í bréfi til Thatch- er látiö aö því liggja aö hún kynni aö Deilt um njósna- stöðina Deilumar út af aöild starfsfólks njósnamiðstöövarinnar í Cheltenham á Englandi hafa haldið stööugt áfram og er fast lagt aö Margaret Thatcher forsætisráðherra aö láta undan í málinu. Hjá „jámfrúnni” örlar þó hvergi á neinum merkjum þess að hún hyggist láta undan síga en fréttaskýrendur í Bretlandi spá því margir aö áöur en mánuöurinn verður á enda neyðist stjómin til þess aö fara einhverja málamiðlun. Atvinnumálanefnd neöri deildar breska þingsins (þar sem íhalds- flokkurinn hefur meirihluta) lagði til viö stjórnina aö reyna ekki að þvinga starfsfólk njósnamiðstöðvarinnar til þess aö hætta aðild aö verkalýðsfélög- um. Mælt er meö í staðinn samkomu- lagi um aö þetta fólk færi aldrei í verk- fall. Njósnamiðstöðin í Cheltenham hler- ar útvarps- og loftskeytasendingar Sovétríkjanna og annarra erlendra ríkja. Thatcherstjórnin heldur því fram aö miðstööin hafi verið óstarfhæf í fyrri verkföllum og aö slíkt stofni öryggi landsins í hættu. Verkalýös- hreyfingunni þykir að sneitt sé aö föðurlandsumhygg ju hennar meö þess- ari atlögu. Jafnvel íhaldsmálgögn eins og Daily Telegraph hafa í leiöurum lagt aö stjórninni aö endurskoöa afstööu sína í málinu. vera fyrsti forsætisráðherra Breta sem beitt heföi áhrifum sínum til fram- dráttar einu fyrirtæki er einn úr f jöl- skyldu hennar væri tengdur. Thatcher veittist að þingmanninum á þingfundi í gær fyrir ósannindi og fleipur sem ekki væri stutt neinum gögnum. — Hún hefur til þessa reynt að leiða máliö hjá sér síðan fyrst var vakiö máls á því í einu bresku blaö- anna í síöasta mánuði. Hefur Thatcher sagt að vipskiptamál sonar hennar væru hans einkamál og henni óviðkom- andi. Menn kannast viö samtök meö þessu nafni og eru þau talin harðlínu- armur Rauöu herdeildanna, hryðju- verkaaflanna sem óöu uppi á Italíu á síöasta áratug. Bifreiö Hunts haföi verið elt að heimili hans og þegar bílstjórinn stöövaöi til aö opna garðhliöið stökk vopnaður maöur út úr hinni bifreiöinni og hóf skothríö úr hríðskotariffli í gegnum afturgluggann á bifreið Hunts semvar brynvarin. Árásarmennirnir sluppu en einkabílstjórinn ók Hunt til sjúkrahúss. Aö friöargæslunni á Sinaí-skaga standa tíu þjóöir. Hún var sett upp 1981 til þess að fylgjast meö því aö Israels- menn afhentu Egyptum Sinaí. Hunt, sem var reyndur diplómat, var settur til þess aö stjórna rekstri þessa liðs en hann flutti í fyrra aöalskrifstofur sínar frá Bandarikjunum til Rómar þar sem hann hafði um 60 manna starfslið á sín- um snærum. Lögreglan vill taka símahringing- una trúanlega en þessi sömu samtök stóöu aö ráninu á James Dozier hers- höföingja í desember 1981. Þaö var síö- asta stórræöið, sem hryðjuverkaöfl á Italíu réöust í. En menn hafa mjög var- aö viö því upp á síðkastið aö hryðju- verkaöflin mundu taka senn að láta aö sér kveöa á ný. Mark og Margaret Thatcher sjást hér á glaðri stund. Frá strandi sovéska kafbátsins í sænska skerjagaröinum 1982 en síöan hafa Svíar veriö mjög á verði og þó engan kafbát fundiö. Svíar finna engan kafbát- inn í skerja- garðinum Sænsku herskipin sem vörpuöu djúpsprengjum að útlendum kafbáti sem talin var sniglast í grennd við flotastöðina i Karlskrona sáu aldrei nein merki þess aö nokkur sprengjan heföihæft. Flotinn hóf leit í grennd viö Karls- krona um síðustu helgi en einmitt á þeim slóöum strandaöi sovéskur kafbátur í nóvember 1981. Leitin var hert í gær og var tíu djúpsprengjum varpað í sjóinn og fleirum í nótt. Tundurskeytabátar, þyrlur og fleiri eftirlitsskip leituðu, en fundu ekkert. Þá er haf in rannsókn á hvað hæft muni í orörómi um aö froskmenn hafi sést á þessum slóðum um helgina. HER KAMBYSESAR LOKS FUNDINN? —eftir að haf a verið týndur í 25 aldir Leiöangur bandarískra og egypskra fornleifafræðinga, sem undanfama mánuöi hefur leitaö í Sahara-eyðimörkinni aö persneskum her sem týndist þar fyrir 25 öldum, hefur fundið mörg hundruð grafir meö beinum. Gary Chafetz, 36 ára gamall leiö- angursstjóri, segir aö beinin viröist hafa verið grafin á persneskan hátt. „Nú þarf að aldursgreina beinin. Ef þau reynast vera frá því um 500 f. Kr. þá getum við ályktað aö hér sé um að ræöa leifar týnda hersins,” sagði Chafetz. Chafetz gerir sér vonir um aö þessi fomleifafundur hans muni leysa eina af stærstu gátunum í sjö þúsund ára gamalli menningarsögu Egyptalands, þ.e.a.s. hvar hins öfluga hers Kambysesar Persakon- ungs 525 f.Kr. en Cambysesvar sonur Kýrosar hins mikla. Kambyses sigr- aöi Egypta árið 525 f.Kr. en síöan hvarf herinn. Gríski sagnfræðingur- inn Heredotus skrifaði og haföi eftir íbúum Siwa, þar sem herinn er sagð- ur hafa horfið: „Gríöarlega sterkur vindur úr suöri feykti sandi yfir þá í hrúgum er þeir borðuðu hádegismat svo aöþeir hurfu um eilífð.” Leiðangur Chafetz fór yfir um 250 ferkílómetra svæði í sandhafinu suður af Siwa með radar og önnur leitartæki. Leitin hafði staðið í f jóra mánuði þegar grafimar f undust. Fálldin deilir við íhaldið um heilsugæslukerfiö íSvíþjóð „Ef Ihaldsflokkurinn heldur fast við þá stefnu sína að leggja heilsugæslu- kerfið undir einkarekstur þá þýöir þaö stríð við okkur,” sagði Thorbjöm falldin, formaður Miðflokksins sænska og fyrrum forsætisráðherra, í samtali við fréttamenn á dögunum. Allnokkur ágreiningur virðist nú kominn upp á milli sænsku stjómar- andstöðuflokkanna sem dregur úr lík- unum á að þeim muni auönast að starfa saman í stjóm en skoðanakann- anir undanfama mánuði hafa sýnt að stjórnarandstöðuflokkarnir njóta nú meira fylgis en sósíölsku flokkamir. Deila stjómarandstöðuflokkanna snýst meðal annars um hiö opinbera heilsugæslukerfi sem mörgum finnst svo þungt í vöfum að heppilegt hljóti aö vera aö hverfa í auknum mæli til einkareksturs í læknisþjónustunni aö nýju. Þeirrar skoöunar er Ihaldsflokk- urinn en Miðflokkurinn fylgir þar ann- arri stefnu. „Við munum aldrei láta af því að gagnrýna Ihaldsflokkinn þegar hann setur fram hugmyndir sem eru okkur ekki að skapi,” sagði Falldin ennfremur. Er hann var spurður að því hvers vegna Miðflokkurinn gæti ekki eins hugsað sér aö starfa meö jafnaðar- mönnum svaraöi hann: „Viö veljum ekki neinn til aö vinna með en þaö er ljóst aö jafnaðarmenn reka sín stefnu- mál á þann hátt að það útilokar sam- starf.” Thorbjöm Falldin: „Einkarekstur á heilsugæslunni myndi þýða stríð við okkur.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.