Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Síða 4
4
DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984.
UTVARPSLAGAFRUMVARPIÐ:
Dagarþaö uppi eða fær
það skjóta afgreiðslu?
Nú þegar útvarpslagafrumvarpið
hefur verið lagt fram á þingi sem
stjómarfrumvarp, þótt þingmenn
stjórnarflokka komi til meö að hafa
óbundnar hendur, velta margir fyrir
sér hver verði örlög frumvarpsins.
Mun það daga uppi í þinginu eða
munu sjálfstæöismenn beita þrýst-
ingi til að það fái sem skjótasta af-
greiðslu. Hvaða breytingartillögur
koma til með aö veröa fluttar við
frumvarpið? Þessar og ýmsar
spurningar vakna í sambandi við
frumvarpiö til útvarpslaga sem
kveður á um að öömm aðilum en
ríkinu megi veita leyfi til útvarps og
skuli sérstök nefnd, útvarpsréttar-
nefnd, kosin hlutfallskosningu á Al-
þingi, veita þau leyfi.
Þótt forysta Framsóknarflokks
standi að þessu frumvarpi sem
stjórnarfrumvarpi má ljóst vera að
margir aðilar þingflokks fram-
sóknarmanna eru því andvígir í
grundvallaratriðum aö einkaréttur
ríkis til útvarps (með útvarpi er átt
við hljóðvarp og sjónvarp) verði af-
numinn. Þótt ýmsir þingmanna
Framsóknarflokks hafi lýst því yfir
að þeir séu fylgjandi tilslökunum aö
einhverju marki virðlst óttinn um af-
drif Ríkisútvarpsins í kjölfar „frjáls
útvarpsreksturs” ríkjandi meðal
þeirra. Einn þingmaður Fram-
sóknarflokks kvað þetta framvarp
mundu daga uppi í þinginu í vetur og
örlög þess yrðu svipuð og grunn-
skólafrumvarpsins. Annar þing-
maður Framsóknarflokks taldi
félaga sína úr þingflokknum skiptast
í tvo meginhópa þar sem annar
hópurinn vildi óskoraö forræði ríkis-
valds áfram á þessum vettvangi.
Báðir þessir þingmenn töldu tor-
tryggni ríkjandi um aö menningar-
hlutverki Ríkisútvarpsins yrði stefnt
í voða ef frumvarpið yrði að lögum.
Sagði einn þingmaöur Framsóknar-
flokks að hann teldi að menn myndu
reyna aö hafa áhrif á framvindu
mála í þingnefndinni og bak viö
tjöldin en minna yröi um að
breytingartillögur við frumvarpið
yrðu úthrópaðar í sölum Alþingis.
Þrýstingur bak við tjöldin
Þótt menn kunni aö greina á um
ýmis ákvæði í frumvarpinu. í Sjálf-
stæöisflokki, t.d. kjör útvarpsréttar-
nefndar, en mörgum finnst að hún
eigi að vera skipuð embættis-
mönnum, og að kapalstöðvum sé
óheimilt aö birta auglýsingar í dag-
skrá, virðist einhugur um að afnema
einkarétt ríkisins á útvarpi. Einn
þingmanna Sjálfstæðisflokks sagði
að einhugur væri innan þingflokksins
um að afgreiða frumvarpið fljótt úr
því það haföist að koma því í gegn að
það yrði flutt sem stjómarfrumvarp
eins og hann orðaði það. Kvað sá
sami að miklum þrýstingi væri beitt
bak við tjöldin í þingsölum til að flýta
málinu.
Einn þingmaður Alþýöuflokks
sagði sinn flokk líklegan til aö standa
að þessu frumvarpi óbreyttu. Kvað
hann meirihluta fylgjandi
frumvarpinu á þingi en kvað það
hins vegar spumingu hvort sjálf-
stæðismenn myndu freista breytinga
vegna óánægju með ákvæði um
auglýsingar og ágreinings um réttar-
sviö útvarpsréttarnefndar. Sagöi
hann að sjálfstæðismenn kynnu aö
tefla á tæpasta vaö varðandi fylgi ef
þeir gengju lengra í rýmkun auglýs-
ingaréttar.
Ljóst er að hvorki þingmenn
Alþýðubandalags né Kvennalista eru
hlynntir afnámi einkaréttar ríkis á
útvarpsrekstri. Og raddir úr þingliði
Bandalags jafnaðarmanna benda til
að þingmenn þar muni ekki sam-
þykkja frumvarpið í núverandi
mynd. Einn þingmannanna sagði að
hugsjónin um frjálst útvarp færi
fyrir lítið í þessu frumvarpi þar sem
leyfisveiting til útvarpsrekstrar væri
háð svo mörgum pólitískum þáttum
en ákvæði í frumvarpinu varðandi
rekstrargrundvöll væru að mati um-
rædds mjög óskýr. Er helst að
merkja að jafnaðarmönnum finnist
ekki nógu langt gengið í frjálslyndis-
átt. Hitt er annað að atkvæði þeirra
munu líkast til ekki hafa úrslitaáhrif
þar sem þegar þykir sýnt að meiri-
hluti sé fylg jandi frumvarpinu til út-
varpslaga nú þegar. Hvaða breyting-
artillögur koma upp er hins vegar
enn óljóst. -HÞ.
Dómur vegna dauða 17 þúsund kjúklinga að
Sveinbjarnargerði sumarið ’82:
Kjúklingarnir óbættir
Steingrímur Gautur Kristjánsson
kvað nýlega upp þann dóm í Bæjar-
þingi Reykjavíkur að Brunabótafélag
tslands væri ekki skaðabótaskylt
vegna dauöa liðlega 17 þúsund kjúkl-
inga í kjúklingabúinu að Sveinbjamar-
gerði sumarið 1982.
Tildrög vora þau að rafmagnsofnar
fyrir allar viftur í einu hæsnahúsanna
slógu út í einu þannig að þar varö mik-
ill hiti og loftleysi með þeim afleiðing-
um að kjúklingarnir drápust. Jónas
Halldórsson, bóndí að Sveinbjarnar-
geröi, tryggir hjá Branabótafélagi Is-
lands, en þar sem félagiö féllst ekki á
að bæta tjónið, sem Jónas mat þá á 700
þúsund krónur, höföaði Ámi Vil-
hjálmsson hdl mál á hendur félaginu
fyrir hönd Jónasar.
Við rannsókn kom í ljós að skamm-
hlaup haföi orðið í tengidós og hafði
lítillega branniö út frá henni. Sækjend-
ur byggðu sókn sína á að skammhlaup-
ið hefði orðið út frá þeim brana en
Brunabótafélagið taldi hins vegar að
bruninn hefði orðið vegna skamm-
hlaupsins.
Sú varð reyndar niðurstaða Stein-
gríms Gauts og meödómenda hans,
þeirra Aðalgeirs Pálssonar rafmagns-
verkfræðings og Aöalsteins Jónssonar
efnaverkfræðings. Verjandi Bruna-
bótafélagsins var Halldór Blöndal hrl.
Jónasi bónda var einnig gert að greiða
málskostnað.
Þessi niðurstaöa þýðir í raun að
veikleiki hafi verið í rafkerfinu, við
hvem sem svo er að sakast um það.
-GS.
Hér er sigurvegarinn i kassabílarallinu, Jacson S.
DV-mynd: Heiðar Baldursson.
Kassabílarall í Keflavík
Frá Heiðari Baidurssyni, fréttaritara
DV í Keflavík.
Nú standa yfir í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja svokallaðir starfsdagar. 1
tengslum við þá efndu nemendur til
kassabílaralls þann 29. f ebrúar.
Alls lögðu 5 bílar af stað og óku þeir
4 km leiö um bæinn og enduöu viö Fjöl-
brautaskólann. Einn ökumaöur var á
hverjum bíl, en tveir ýttu. Urslit urðu
þau að í fyrsta sæti uröu félagamir á
Jacson 5, á 14,55 mín., í ööru sæti varð
Boli á 15,28 mín. og þriðji varð svo Tig-
ers á 17,05 mín. Verðlaunaafhending
fór fram í skólanum á eftir.
Skattrannsóknastjóri:
Ástæða til að skoða við-
skipti f isksala nánar
— vegna ummæla sjómanna um að þeir gefi
ekki upp hluta fiskkaupa
„Þessi ummæli gefa tilefni til þess
að viðskiptahættir fisksala séu skoöað-
ir nánar,” sagöi Garöar Valdimarsson
skattrannsóknastjóri í viðtali við DV í
gær.
Tilefnið var þau ummæli sjómanna
að fisksalar gæfu ekki upp nema hluta
þess sem þeir keyptu af bátunum. Af-
leiðingin væri svo sú að sjómennimir
fengju nú mun lægri kvóta en þeir áttu
von á. Þessar raddir koma nær ein-
göngu frá útgerðar- og sjómönnum á
litlum bátum á Reyk janessvæðinu.
Garðar vildi að svo stöddu ekki tjá
sig nánar um hvort rannsókn væri haf-
in eða með hverjum hætti hún yrði
framkvæmd. -GS.
Stykkishólmur:
100 þúsund kr. til kirkjunnar
Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DV Unnið hefur verið í kirkjubygging- stefnt er að því að gera kirkjuna fok-
í Stykkishólmi. unni í haust eins og efni standa tii og heldaísumar. -GB
Kvenfélagiö Hringurinn í Stykkis-
hólmi afhenti sóknamefndinni nýlega
100 þúsund krónur aö g jöf.
Formaður kvenfélagsins, Kristín
Bjömsdóttir, sagði að fé hefði verið
safnað með ýmsu móti, t.d. með því að
halda basar og kaffisölu, svo eitthvað
væri nefnt. Þá hefðu kvenfélagskonur
sýnt kirkjunni mikinn stuðning við
ýmis verkefni sem þurft hefur að
vinna.
Þóra Ágústsdóttir, formaður sókn-
amefndar, þakkaði kvenfélaginu veitt-
an stuðning nú sem fyrr og sagði gjöf
þessa hafa tvíþætta merkingu. Hún
sýndi þann góða hug sem kvenfélags-
konur bæra til nýju kirkjunnar og að
sjálfsögðu kæmu þessir peningar sér
vel.
Þóra Ágústsdóttir tekur við peningagjöfinni úr hendi Kristinar Björns-
dóttur. D V-mynd: Róbert Jörgensen.
Óskað upplýsinga um skiptingu fiskveiðikvótans
Geir Gunnarsson og Skúli Alex-
andersson, þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, hafa lagt fram fyrirspurn til
sjávarútvegsráðherra um skiptingu
fiskveiöikvótans á fiskiskip. Oska
þeir skriflegs svars viö hvert sé
leyfiiegt aflamagn sem sjávarút-
vegsráðuneytiö hefur úthlutað
hverju einstöku fiskiskipi á árinu
1984 eftir fisktegundum.
Geir Gunnarsson sagði í samtali
við DV aö hann heföi orðiö þess vai
að þessar upplýsingar væra í hönd-
um einstakra þingmanna. Hann
taldi því rétt að þeim væri útbýtt á
Alþingi þannig að allir hefðu þær tii-
tækar en einstakir þingmenn þyrftu
ekki að vera að leita eftir þeim sér-
staklega. Þetta ætti að vera auðvelt
þar sem upplýsingar þessar væru til
tölvutækar.
Þá sagði Geir ennfremur aö þegar
verið væri að skammta af of litlum
hluta væri best að allir sæju á spilin
hjá hinum og með því að þessar upp-
lýsingar yrðu gerðar opinberar í
heild gætu menn boriö saman sinn
kvóta og þann sem aðrir hafa fengið.
OEF