Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 20
Ugla og Guöný í áflogum. DV. LAUGARDAGUR 3. MARS1984. „Ertu ekki hrifin af mér?” Jens, sem leikinn er af Sigurði Sigurjór Vng Hceitaxlúlka, Vgla Falsdótlir, er rádin i vist hiá þingmann- inum liúa Árland og fjölskyldu hans. llún er þó í Reykjavík fyrst og fremsl þeirra erinda aó laera á orgel. Búi Arland er helsti miltigöngumadur um aö fá ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja að erlent slórveldi fái að setja upp her- stöð á fslandi. Vgla kynnist ýmsum hliðum á lífinu i höfuðborginni. Auk heirn- ilis Búa, þar sem ráðamenn þjóðarinnar eru heimagangar, kemst hún i kynni við ýmsa kynlega kvisti hjá kennara sinum, organist- anum. Vgla lendir í ástarsambaridi við ungan mann, jafnframt því sem samband hennar og Búa Árlands verður sífellt nánara. Togstreita sú sem á sér stað í huga Vglu, að velja milli tveggja gerólíkra manna, er svipuð þeirri baráttu sem háð er innan þjóð- félagsins, að vetja um tvœr ólíkar leiðir. Annars vegar að taka af- stöðu i valdatafli risaveldanna, hins vcgar að vera óháð þjóð. Búi Arland eöa Gunnar Eyjólf sson. Atómstöðm f rumsýnd ídag: „DÝRASTAI OERB HEFUR VEl Yngsti leikarinn í Atómstöðinni, Jónína Guðbjörg Aradóttir frá Hofi í Öræfasveit. „Við erum auövitað spenntir að sjá hvernig þetta gengur. Maður er búinn, eins og aðrir aðstandendur myndar- innar, að leggja allar eigur sínar að veöi. Það er þvi mikið atriði að þetta takist.” Þetta sagði Þórhallur Sigurðsson, aöstoðarleikstjóri Atómstöðvarinnar, kvikmyndar sem verður frumsýnd i dag. Það er kvikmyndafélagið Oðinn sem stendur aö Atómstöðinni en það eru auk Þórhalls örnólfur Ámason, sem er framkvæmdastjóri, og Þorsteinn Jóns- son leikstjóri. Laxness sáttur „Atómstöðin er fyrsta íslenska bíó- myndin sem gerö er eftir verkum Lax- ness,” sagði Þórhallur. „Hinar eru Brekkukotsannáll og Paradísarheimt, sem Þjóðverjar stóöu að, og svo Salka Valka er Svíar gerðu fyrir nokkrum áratugum.” — Er söguþræöi bókarinnar fylgt nákvæmlega? „Við reyndum að ná fram kjam- anum. En sagan er afskaplega flókin svo við þurftum að stokka upp, smíða nýjar persónur og raunar semja sjálf- stæða sögu upp úr sögu Laxness.” — Hefur Laxness fylgst meö gerð myndarinnar? Textl: Kristín Þorsteínsdéttir „Já, hann gerði það og hann fékk handritið til yfirlestrar, þegar það var fullbúiö.” — Var hann sáttur viö útkomuna ? „Já, hann hefur verið mjög kátur í öllu þessu sambandi og sáttur við þetta. Hann gaf okkur alveg frjálsar hendur og við máttum gera það sem við vildum.” — Er ekki erfitt að taka sögu eins og Atómstööina, sem allir þekkja, og kvikmynda hana. Er ekki hætt við að áhorfendur verði ósáttir viö út- komuna? „Bæði og. Þetta er stórbrotin saga og eins og ég sagði áðan notum við eigin- lega bara kjarnann úr henni. En þetta er skemmtileg saga og persónurnar skemmtilegar, við höfum gert okkar besta og þaö verður bara aö koma í ljós hvemig til hefur tekist.” — Er ekki erfitt aö finna réttu leikarana í svona hlutverk þar sem allir þekkja söguna og söguhetjurnar og hafa myndað sér ákveðnar skoðanir um útlit þeirra? „Við tókum prufumyndir af nær öllum atvinnuleikurum landsins. Eftir þær athuganir og miklar vangaveltur var hringurinn þrengdur sífellt meir og meir þar til þessi niðurstaða fékkst. V ið emm eingöngu meö atvinnuleikara i aðalhlutverkum sem eru um 30 í myndinni en fjöldi leikmanna kemur svo fram í aukahlutverkunum.” Fimm hundruð manns koma við sögu Aðalhlutverkin í Atómstöðinni eru í höndum Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem leikur Uglu, og Gunnars Eyjólfssonar sem leikur Búa Arland. Með önnur helstu hlutverk fara Arni Tryggvason, sem leikur organistann, Arnar Jónsson leikur Gunnar, þann sem Ugla lendir í ástarsambandi við, og Jónína Olafs- dóttir leikur konu Búa. Með önnur helstu hlutverk fara Sigrún Edda Bjömsdóttir, Helgi Bjömsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sigurjónsson, Barði Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinns- son, Herdís Þorvaldsdóttir og Þóra Friöriksdóttir. Aukaleikarar sem koma fram í myndinni eru hátt á fjórða hundrað. Þá vann um það bil 40 manna starfslið við töku kvikmyndarinnar, auk fjölda íhlaupafólks, til dæmis við gerð leik- mynda og búninga. Má nefna Sigurjón Jóhannsson, sem stjómaði gerð leik- myndarinnar, Unu Collins og Dóru Einarsdóttur, er höfðu búningana með höndum, og Karl Sighvatsson, en hann samdi tónlistina við myndina. Einnig koma nokkrir erlendir starfsmenn við sögu. I allt má því segja að um þaö bil fimm hundmð manns hafi unnið við sjálfa kvikmyndatökuna. Hljóðið kristaltært — Nú hafið þið fengið til liðs við ykkur erlent kvikmyndageröarfólk. Til dæmis sá Nancy Baker, bandarísk kona, um klippingu og Louis Kramer, breskur maður, stjómaði hljóðupp- töku. Hvernig stendur á þessu sam- starfi? „Við reyndum eftir fremsta megni að vanda þá þætti sem hafa verið veikasti hlekkurinn í íslenskri kvik- myndagerð hingað til, það er aö segja hljóðið og klippingin. Við fréttum af þessu fólki í gegnum kunningja og þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.