Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 34
M»nr
2P aT.fl r qrTTa^n^iA rvf t
—heimildarmaður DVíHonduras segir:
„Búist við spennandi leik”
Liverpoolstórveldiö stendur í full-
um blóma þessa dagana sem og aöra
enda liðið meö fjögurra stiga forskot á
þaö næsta í deildinni. Félagiö gengur
þó um meö einn eöa tvo akkilesarhæla
þessa dagana, sem eru alvarleg
meiösli.
Kenny Dalglish gengur um meö
bólgið andlit og stirönað bros eftir al-
varlegan árekstur viö Kevin Moran
hjá Manchester Utd. þann 2. janúar.
Dalglish greyiö þurfti að styöja af velli
enda kominn meö tvö andlit, ef svo má
segja, en Moran stóö eins og væri hann
súla í byggingunni frægu á Akropolis-
hæð, enda fastur fyrir. Einhvern tím-
ann lét sá nafntogaði Billy Bonds þau
orö falla um Moran aö sennilega myndi
hann stinga höföinu í eldhaf ef hann
héldiaðþaö kæmi sér vel fyrir Man-
chester United. Nóg um þaö. Nýjustu
fréttir af Dalglish eru þær að höfuöiö á
honum er farið aö minnka aftur og
sennilega er það komiö niöur í eitt og
hálft og tæplega þaö. Vel getur fariö
svo aö hann fái aö spila meö liði sínu í
úrslitaleiknum um Mjólkurbikarinn
eftirsótta eftir hálfan mánuö.
Fyrirliði Dalglish og félaga hans í
Liverpool, Graemc Souness, ku til
skamms tíma einnig hafa legið svo til
rúmfastur þar til fyrir nokkru og
marga grunar aö hann muni fá aö setja
tá í bolta í dag, enda segja þessir sömu
aö hann sé búinn aö ná sér. Gárung-
arnir hafa reyndar haft það á oröi aö
ekki hafi annað gengið að Souness en
króniskur hiksti, er gamla kempan
Frank Worthington fór að tala illa um
hann og sagöi hann hegöa sér eins og
naut á vellinum, þ.e. að hann væri
tuddari (tuddi=—boli=naut).
Markvarðaþekkjari
Og úr því talað er um naut er eins
gott aö minnast á Ian Rush, ekki
fyrir þaö aö hann sé neitt líkur nauti,
heldur fyrir þaö að upp við markið nýt-
ur hann sín best (nýta naut nitum nitið
(eöa hvað?)). Þaö er þó ekki sama
upp viö hvort markið hann er og mun
þaö vera mark hins liösins sem hann
nýtur sín svona vel viö og kunnugir
segja að hann sjáist afar sjaldan upp
viö mark Liverpool liösins, enda á
hann ekki aö gera sjálfsmörk, heldur
venjuleg mörk og gerir líka mikiö af
þeim, sumir segja 30 þaö sem af er
vetrar, og verða þau sjálfsagt fleiri ef
ekki fer aö frjósa. Annars segja þeir
sem betur vita að Rush þekki varla
markvörö sinn, Bruce Grobbelaar,
nema bara svona rétt í sjón, svo sjald-
an liggi leiö hans aftur á bak, aðeins
fram á viö. Hina markverðina þekkir
Rush mjög vel, þó fæstir vilji nokkuð
meö hann hafa og verða fúlir mjög
þegar hann heimsækir þá, enda er
hann líka alltaf aö plata þá og senda í
hina áttina svo eitthvað sé nefnt.
Járnið og skórnir
Viö hliöina á „Flýtinum” (Rush)
leikur Mike Robinson eða Mikki málm-
ur eins og hann var kallaöur til
skamms tíma vegna jámklumpa sem
hann haföi aö öllu jöfnu í skónum sín-
um þegar hann lék fótbolta. Hann
geröi þetta til aö vernda á sér hælana
sem sagðir voru veikir eins og rass-
kinnar. Þessir klumpar höfðu slæma
aukaverkun því þeir vernduöu ekki
bara hælana heldur líka markveröina
og vamarmenn andstæðinganna, sem
alltaf náðu honum, hversu langt sem
forskot hans var. Svo um leiö og Mik-
jáll tók járniö úr skónum fór hann að
gera hluti sem hann átti aö gera, skora
mörk og hlaupa hratt, voöa hratt.
Handahlaup
Eg minntist áðan á Bruce Grobbe-
laar eöa Grobba eins og hann er stund-
um nefndur á íslensku. Sá stendur
vaktina á milli hvítu póstanna viö enda
vallarins. Sá var eitt sinn mikill
sprelligosi og átti það til aö bregöa sér
á handahlaup þegar litiö var viö að
vera á sýningunni. Eitt sinn mætti
hann meö húfu sem á var fastur fugl
(plat) einn fríður. Þegar leiö á leikinn
og Grobba orðið kalt af hreyfingarleysi
(en svo vill oft veröa) tók hann húfuna
og festi upp á samskeytin, labbaði til
annars línuvaröarins og spuröi hvort
hann vildi ekki hjálpa sér aö reka
fuglsfjandann í burtu þar sem hann
gæti truflað leikinn. Línuvörðurinn
varö auövitaö hvumsa, gott ef hann
missteig sig ekki, en hélt þó áfram aö
passa linuna, enda ekki í hans verka-
hring aö reka burt fugla.
Nú er Grobbi hættur öllu svona
banastuöi, áhorfendum til vonbrigða
en forráðamönnum Livrapúlinga til
mikils léttis, því flestir voru þeir
komnir með fleiri magasár en læknar
mæla meö.
Ellefu á toppnum
Craig Johnstone heitir einn þeirra
. Anfield manna. Skrúfhærður bastarö-
ur sem rétt eins og Grobbelaar er
fæddur í apartheit-landinu Suöur-
Afríku. Johnstone hefur þó ólíkt
Grobba tryggt sér leyfi til aö spila meö
enska landsliðinu veröi þess einhvem
tímann óskaö. Á þaö skal ekki lagður
neinn stóridómur hér en ýmsir hafa
látið flakka að fyrst veröi hann að
sleppa í Liverpool „topp eleven” en
eins og er er Jón Steinn í 12,—13. sæti,
þó stundum ofar, allt eftir meiðslum.
Johnstone var reyndar til skamms
tíma í ellefta sæti líf-er-púl-ínska vin-
sældalistans og því gjaldgengur í
klúbbinn. En svo einn laugardagseftir-
miödaginn seint á síðasta ári fór hann
aö rífa kjaft yfir einhverju sem hann
var ekki alls kostar ánægöur meö. Þaö
má eiginlega segja aö Johnstone hafi
veriö fórnarlamb kringumstæðna
þarna því þetta mál átti eftir aö draga
dilk á eftir sér. Þegar málið er rætt í
dag þá eru einkum þrjár ástæöur til-
nefndar fyrir því aö dilkurinn var
dreginn.
Nr. 1: Hann var á fótboltaleik (ath.
aö hann var meö í leiknum).
Nr. 2: Það var staddur maður
þama meö dómararéttindi (ath. aö.
þessi maöur var líka inni á vellinum).
Nr. 3: Dómaraf jandinn heyrði þeg-
ar kjafturinn var rifinn.
Síðasta atriðið er jafnan taliö valdur
þess aö Kregur fékk ekki leyfi til aö
spila næstaleik.
Pókerspil og át
Sá sem þá fékk aö vera meö í staö-
inn hefur verið með síðan. Hann heitir
Steve Nicol, rauöhærður Skoti, sem
áöur lék með Loftfélaginu (Ayr
United, ath. ekki flugfélag) þar í landi.
Það er sagt aö þaö eina sem er verra
en rauöhæröur Skoti sé rauðhærður Iri.
en hvaö Nicol varðar þá er sennilega
til margt verra, enda er hann löngu bú-
inn aö sanna ágæti sitt meö alls kyns
hlaupum fram og aftur völlinn og
stundum setur hann boltann í mark,
sem aldrei kemur til frádráttar nema
síður sé.
Sagt er aö þaö skemmtilegasta sem
Sammy Lee gerir sé aö fara út aö
boröa meö unnustu sinni. Hann spilar
líka póker við háaldraöa ömmu sína og
tapar, en það er nú allt í lagi því hann
hefur þá ágætu náöargáfu aö vera góö-
ur í boltaíþróttum meö fótbolta sem
sérgrein. Hann munar því ekki um aö
bíta í þaö súra epli að vera slæmt
pókerfeis, enda hættir hann alltaf þeg-
ar amman er búin aö hafa af honum
sem samsvarar andviröi eins sláar-
skots.
Vörnin
I vörn Liverpoolliðsins eru fjórir
leikmenn eins og gerist og gengur í
knattspyrnuliöum (þess má þó geta aö
í utandeildarfélaginu Barrow eru að
staðaldri átta varnarleikmenn).
Þeir sem passa aö ljóti kallinn komi
ekki og skori hjá Grobba eru sennUega
þeir bestu í bísnesinum, enda gengur
þeim gott betur en flestum öörum í
þessari starfsgrein.
Þetta eru þeir PhU Neal (straffí-
sparkari), sem starfar lengra tU hægri
en aörir. Langt hinum megin á vinstri
hlið er Alan Kennedy, taflfélagi Neal.
Þess má geta aö gefnu tilefni að þeir
tefla aUtaf fyrir luktum dyrum og get-
ur meira en verið að þeir séu með ein-
hverja sér(kjara)samninga bak viö
hengUásinn.
ÖUu hófsamari og nær miöjunni eru
Alan Hansen og Mark Lawrenson. Þaö
er fátt af þessum heiöursmönnum aö
segja, utan að þeir tefla ekki en fyrir
kemur aö þeir grípa í spil eöa lúdó og
vinnur Hansen þá oftast, enda skoskur
og tímirekkiaötapa.
Jakkaföt
Bóndinn á bænum er Joe Fagan og
getur verið að hann sjái sér ekki fært
aö mæta í dag. Þaö er allt undir því
komiö hvort hann er búinn aö velja sér
jakkaföt sem hann veröur að vera í er
hann fer á Wembley eftir hálfan mán-
uð. Þaö var lagt blátt bann viö því aö
hann leiddi Uöiö út í rauða æfingabún-
ingnum. Viö vonum aö hann muni eftir
bindinu.
Enn er ógetiö nokkurra aukahjóla
sem aðeins eru notuö í ýtrustu neyð.
Fremstan í flokki varaskeifanna má
telja Ronnie Whelan (Rennur Hjólan)
sem er rétt aö komast á fætur eftir
mikil meiösli sem haldið hafa honum
frá félögum hans. Hvort ástæöan er
smitsjúkdómur skal ósagt látið en hin-
ir bera þaö ekki meö sér. Gary GUle-
spie er eitt af aukanúmerunum á An-
field og hefur hann aöeins leikið einn
leik hingaötU.
Aðeins fleiri hefur David Hodgson
leikiö en ekki nóg til aö komast í klík-
una. PhU Thompson er fyrrum foringi
liðsins á veUinum en nú viU hann eng-
inn og hann verður varla notaöur nema
í ýtrustu neyð, ef hann verður þá ekki
bara farinn.
Segir þá ekki fleira af þeim Lifrar-
púUngum en viö þreytumst ekki og
stingum hausnum inn um skráargat
nágranna þeirra á Evratúni, hvar
einnig mun vera fríöur flokkur manna.
Viö verðum aö fara fljótar yfir hjá
mönnunum á Góörisjón (Goodison) þar
sem miklu fleiri einstaklingar keppast
upp topp 11 sætin og hreyfingar tíöar.
Svo er ég líka að verða búinn með blöö-
Bruce Grobbelaar. Hættur öllum handahlaupum.
NSON
Mark Lawrenson var „kletturinn '
hjá Brighton" er hann lók þar.
Hann er einn af fjölhæfustu leik-
mönnum ensku knattspyrnunn-
ar.
Enski landsliðsmaðurinn Sammy
Lee, baráttujax! Liverpoolliðsins.
poolljðanna
DV. LAUGARDAGUR 3. MARS 1984.
LIVERPOOL
Graeme Souness, fyrirliði Liver-
poolliðsins. Hann er nú nýbúinn
að ná sér eftir meiðsli.