Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 3. MARS 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. E YJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMULA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð i' lausasölu 22 kr. Helgarblað25 kr. Loforð erloforö Ríkisstjórnin hefur ekkert raunhæft gert til aö efna eitt kosningaloforða Framsóknarflokksins og helzta kosningaloforö Sjálfstæðisflokksins. Þak yfir höfuöiö er nú jafnfjarlægur draumur og þaö var, þegar stjórnin tók við völdum. Fyrir kosningar voru stjórnarflokkarnir og raunar fleiri aðilar sammála um stóraukna fjármögnun hús- bygginga. Oftast var talað um heildarlán, sem næmu 80% af verði staðalíbúðar og væru til 40 ára með 2,5% raunvöxtum. Loforðin voru viðurkenning á, að það væri réttmæt krafa kjósenda, að ungu fólki yrði á nýjan leik gert kleift að byggja, svo sem var fyrir hálfum öðrum áratug, áður en verðbólgan stökk úr 10% á ári upp í himinhæðir. Sofandaháttur margra undangenginna ríkisstjórna hefur dregið mjög úr kjarki unga fólksins. Það treystir sér ekki lengur til að eignast þak yfir höfuðið. Sjálfs- eignarstefnan hefur rotazt á síðasta hálfum öðrum ára- tug. Nú flykkist unga fólkið þúsundum saman í félag um búseturétt í leiguíbúðum. Þaö vonast til að fá þar svipuð kjör og veitt eru í félagslega lánakerfinu, sem eru stór- kostlega miklu betri en þau, er Pétur og Páll þurfa aö sæta. Engin sérstök ástæða er til að ætla, að sú hugarfars- jreyting hafi orðið með þjóðinni, að hún taki búseturétt í eiguíbúð fram yfir íbúöareign. Hroðaleg meðferð stjórn- alda á eignarstefnunni er nægileg skýring á búsetu- éttaráhuganum. I sjálfu sér á ekki að vera nauðsynlegt að deila um, vort fólk vilji fremur kaupa eða láta sér nægja búsetu- étt. Aðalatriðið er, að því séu boðnir ýmsir möguleikar, llir með sams konar f jármögnun af opinberri hálfu. Sumir vilja byggja sjálfir, sumir með öðrum í sam- innufélagi, sumir kaupa einir eða með öðrum og loks ilja sumir taka á leigu, ef þeir hafa tryggan búseturétt. II sjónarmiöin hafa sinn rétt og eiga ekki að sæta íismunun stjórnvalda. Meðan fáeinir útvaldir njóta sérstakra kjara í kerfi lagslegra íbúða og aðrir þurfa aö sæta kjörum, sem 3ra einkaeign óbærilega, er engin furða, þótt viðleitni til álfsbjargar verði útundan í þjóðfélaginu. Nú eru sagðar hryllingssögur af erfiðleikum og þræl- jmi þeirra, sem eyði beztu árum ævinnar í misheppnaöa Iraun til að eignast þak yfir höfuðið. Þessar sögur hafa azt inn og dregið mátt og kjark úr fólki. Því miður eru þessar sögur margar hverjar sannar. En að jafngildir ekki, að þaö sé lögmál, aö fólk eyðileggi sig eignarstefnu í húsnæðismálum. Meö 80% lánum til 40 ra með 2,5% raunvöxtum á fólk að geta byggt áfalla- ust. Brýnasta verkefni stjórnvalda í húsnæöismálum er cki að fjölga þeim smám saman, sem njóta forgangs- ara, heldur hækka og bæta almennu lánin upp á svipað ig og það í nokkrum myndarlegum stökkum á ekki allt mörgum árum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar klúðrað málinu svo, að ármögnun húsnæðislánakerfisins er ýmissi óvissu háð. járlög hennar og lánsf járlög einkennast af takmarkalít- i óskhyggju, sem ekki mun rætast að fullu. Ríkisstjórnin verður nú að taka í hnakkadrambið á álfri sér og gera húsnæðisdæmið að forgangsverki. Svik nnar við kjósendur eru alvarlegust á þessu sviöi. Og ki er síður alvarleg aðför hennar að sjálfsbjargarvið- itniþjóðarinnar. w Jónas Kristjánsson. Skíðabrekku* samnÍMgar Hann herti sprettinn við þessi tíð- indi og fór að bölva í hljóði. Eg tók þessu meö eins mikilli þolinmæði og mér var unnt að sýna, en mér var þó ómögulegt að einbeita mér að peys- ; unni eins og þurfti. Að lokum gafst ég upp og þó ég leggi ekki í vana minn að tala viö ókunnuga, lét ég mig hafa það aö spyrja manninn, hvað honum lægi svo mjög á? — Uppískíðaskála! — Skíðaskála? — I Hveradölum, maður. Það eru samningaviðræður! Hann hefur líklega séö að ég skildi ekki fullkomlega hvaö hann átti við. Hann stundi þreytulega og útskýrði fyrir mér, að hann væri í samninga- nefnd fyrir tiltekið stéttarfélag og að einmitt nú stæðu yfir samningaviö- ræður í Skíðaskálanum í Hveradöl- um. — Nújá, vildi Steingrímur komast á skíði. Eg þóttist nú skilja um hvað var aðræða. — Steingrímur! Nei! Það gildir einmitt að klára þetta áöur en hann kemurheim. — En er ekki búið að semja ? — Elskan mín, biddu fyrir þér, það eru engir samningar! Fimm prósent, hreinn hégómi! — Já, en fengu þeir lægstlaunuðu ekkimeira? — Sumir þeirra, jú. En þessir hag- spekingar reiknuðu ekki dæmið til enda! Sjáðu til, þetta er reyndar ein- falt dæmi. Okkar félagsmenn fengu fimm prósent kauphækkun. En fimm prósent hækkun á þeim tittlingaskít veröur aldrei að mannsæmandi laun- um. Nú teljumst við allir til hinna verst settu. Og nú á aö fara að redda því uppi í skíðaskála. — Og þú ert semsagt að fara þang- aö til að berjast fyrir hagsmunum: hinna verst settu? — Eg væri á leiðinni, ef bíldruslan hefðiekkibilað! Hann setti undir sig hausinn og ætlaöi að taka á rás aftur. En ég kom í veg fyrir það, enda hefði ég fengið taugaáfall af því að horfa á þau hlaupaðnýju. — Segöu mér þá; ef þínir menn detta ofan í hóp hinna verst settu, af þvi þeir fá aðeins fimm prósent kauphækkun, og fá þess vegna auka- hækkanir, hvað verður þá um fólkið sem fékk aukahækkanir upphaflega vegna þess að það var svo fátækt? Situr það ekki eftir með sárt ennið og lægstu launin? • — Þú hlýtur nú að skilja það, maður, að þaö gerir aðeins erfitt ástand óþolandi, að hafa alla á sultarlaunum! Hvað hjálpar þaö þeim lægst launuðu, þó að fleiri verði fátækir? Þaö er betri hálfur skaði en enginn, þaðhlýturöuaðskilja! Eg svaraði þessu ekki strax, því ég þurfti tíma tU þess að velta rök- semdafærslunni fyrir mér. Hann þagði líka um stund og sett- ist hljóðlega á bekkinn hjá mér. Eg‘ var farinn að hugsa um aö taka aftur upp tímaritiö góða og skoða peysu- hallaði skíðunum upp að vegg og stappaði snjóinn af skónum og blés ógurlega, eins og Islendinga er siöur, þegar eitthvað er að veöri. Hann hreytti út úr sér kveðjuorð- um og þeytti síðan upp hurðinni inn í salinn og stikaöi inn. Ég veit ekki hvað gerðist þar inni, en hann kom fljótt til baka að nýju og hlammaði sér á bekkinn við hliö mér. Hann sat þar um kyrrt, litla stund, en stökk svo á fætur að nýju og fór að ganga um gólf. Skyndilega nam hann staðar og reif af sér gleraugun. Undan þeim komu augu, stór.kringl- ótt og vatnsblá. Maöurinn kom mér kunnuglega fyrir sjónir. — Þetta er alveg hroðalegt! Aldeilis ótrúlega mikið áfall. Hvað á ég aö gera? Örvæntingartónninn í röddinni leyndi sér ekki. Hann reif af sér hanskana og tók til við að núa hönd- unum saman og vinda þær. Eg beið spenntur eftir því að hann tæki ofan skærrauðu skíöahúfuna og tæki til við að hárreyta sig. En það kom ekki til þess. Hann nam skyndilega staðar og leit á mig, eins og hann hefði aldrei séð mann með bilaöa bifreið áður. — Er það nokkuð alvarlegt með bílinn þinn? Heldurðu ekki að þeir veröi fljótir meö hann? Mér bráð- liggur á, sjáðu til, bætti hann svo við. Eg sagði manninum eins og var aö ég vissi ekki hvað amaði að far- skjótanum mínum og hefði ekki hug- mynd um hvað viögerð tæki langan tíma. munstrið, þegar hann tók aftur til máls og talaði nú hægar og hafði sett upp spekingslegan svip. — Það er reyndar einfalt mál, hvaö þessir samningar snúast um, og hvað það er, sem þarf til að halda friði og forðast verkföll. Meiri pen- inga, þaö er allt og sumt. Ef vinnu- veitendur væru ekki svona nískir, væri þetta allt í himnalagi. — En fara þá ekki fyrirtækin á hausinn? — Ja, hvort vilja þeir? Velstöndug fyrirtæki í algeru stoppi vegna verk- falla, eða faUítt fyrirtæki í fullum gangi? Það er þeirra val. BíUinn minn var kominn í lag og ég lagði út í næðinginn og snjófjúkiö. Eg komst aldrei að því hvaö það var, sem bilaði í honum. Eg sat inni á bifreiðaverkstæði um daginn og beið á meðan lipur og laginn iðnaðarmaður var að laga eitthvað sem hafði bilað í bUnum mínum (ég er ekki viss um hvað þaö var, en aUavega fór bíUinn ekki í gang, en nú er það komiö í lag). Þar sem ég sat og blaðaði í þr játíu ára gömlu þýsku tímariti um hannyrðir, get ég ekki neitað því, að mér leið bærilega vel! Það var kalt úti og bévaður næöingur, og þó bif- reiðaverkstæði almennt séu ekki vistlegir staðir, er þar hlýtt. Eg var einmitt að skoða mjög athygUsverða uppskrift aö stutt- erma peysu með mjög sérkennilegu tvíUtu prjónamunstri, þegar fór um mig kaldur andblær. Skyndilega stóðu dyrnar upp á gátt, og inn rudd- ist maöur, klæddur skræpóttum skíöagalla, meö heljarstór gleraugu fyrir andlitinu og skiði um öxl. Hann Úr ritvélinní Ólafur B. Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.