Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 3. MARS 1984. —iíiiiTTW : -aamMMU* Þýsi nám í Þ\\ alandi! Skra ifjöður í lífshuttinn ÞýskunánfSkeiö á ölíum stigum. Kennt er i litlum hópum, mest 10 nemendur. Skóiinn stendur i skemmtilegu hallarumhverfi. Nú námskeið í hverjum mánuöi. Auk þess er haldið sumarnámskeið i Konstanz-háskóla. Skrifiö og biðjið um upplýsinga- bækling. Humboldt-lnstitut Schloss Ratzenried, 0 - 7989 ArgenbiiN. . Simi 9049 7522- 3041. ' Teles 732651 humbod. SKtM húrið? Já — nýja lagningarskúmið [ frá L'ORÉAL f|| og hárgreiðslan verður leikur einn. ISSí POLYTAR SHAMP00 (Tar BP; Cade Oil BPC; Coal Tar BPC; Arachis Oil: Uleyl Alcoholl ÁRANGURSRÍKT FYRIRÞÁSEM ÞJÁST AF PSORIASIS, EXEMI 0G FLÚSU Á HÁU STIGI: EINNIG FÁANLEGT MEÐ NÆRINGU. Fæst í apótekum. HERMES HF. Háaleitisbraut 19 Símar: 32188 - 31240 William James Scobie: Hefur áður komist honum (William nefndi þetta á ensku og notaði orðið „cream you”). Rúmum tveimur mánuðum síðar var William í Hollywood. Þar lenti hann í deilum viö mann vegna konu. Endaði það með því að hann sló manninn nokkur högg í andlitið með þeim afleiöingum að maðurinn kinn- beinsbrotnaði. -JGH. i kast við /ögiif William James Scobie, 21 árs pilturinn sem vopnaður haglabyssu rændi tvo starfsmenn ÁTVR fyrir ut- an Landsbankann við Laugaveg 77, hefur áður komist í kast við lögin. Ymsar sögur eru manna á meðal vegna þessara fyrrum afbrota hans. Því verður hér greint frá því hver þessi afbrot eru: Hann hlaut dóm í Sakadómi Reykjavíkur þann 30. desember síðastliðinn. Dómurinn hljóðaði upp á 2 mánaða varðhald, skilorðsbundið í tvö ár fyrir líkamsárás og hótanir. Þetta voru í rauninni tvö afbrot. Það fyrra gerðist 18. ágúst 1982. Hann var þá í félagi viö annan grunaður um að hafa stolið lugt af bíl í Reykjavík. Eigandinn elti þá félaga suður í Kópavog. Er komiö var á Digranesveg í Kópavogi náði eig- andinn þeim. Ekki þótti sannað að William hefði stoliö bíllugtinni. Hins vegar þótti sannað að hann hefði haft í hótunum við eigandann með þvi að reiða kylfu til höggs og segjast „misþyrma” — hlaut dóm 30. desember síðastliðinn fyrir líkamsárás oghótanir Presturínn í Bergþórshvoisprestakalli: KÆRÐIHÚSFREYJU FYRIR AÐREYNA AÐKEYRA Á SIG „Meint atlaga Ásdísar Kristinsdótt- ur, Miðkoti, Vestur-Landeyjum, á bif- reiðinni L-2392, að séra Páli Pálssyni, Bergþórshvoli, á bifreiðinni L-1800.” Þetta er efni tveggja lögreglu- skýrslna sem lögreglan í Rangárvalla- sýslu gerði síðastliðið haust varðandi kæru sóknarprestsins á hendur hús- freyjunni í Miðkoti sem er 41 árs gömul og fimm barna móðir, fyrir að hafa reynt að aka á bifreið hans á Vestur- Landeyjavegi á móts viö bæinn Strönd hinn 26. ágúst 1983. Skýrslumar voru sendar ríkissaksóknara sem ekki taldi tilefni til frekari aðgerða. Á safnaöarfundinum sögulega í kirkjunni að Akurey þann 19. febrúar síðastliðinn las húsfreyjan í Miökoti upp úr lögregluskýrslunum. Það varð til þess að ýfa upp fundinn og varð há- reysti í kirkjunni. Eftir að lið Eggerts Haukdal hafði náð meirihluta í sókn- arnefnd var Tómas Kristinsson, bróöir Ásdísar, kjörinn sóknamefndarfor- maður. Lögregluskýrslumar eru birtar hér á eftir. -KMU. Framburðursóknarprestsins: Krefst þyngstu refsingar „Þriðjudaginn 6. september 1983, klukkan 14.25, er mættur hjá lög- reglunni í Rangárvallasýslu, séra Páll Pálsson, til heimilis að Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum, fæddur 26. maí 1927, nnr. 7023—4769. Hann er hér kom- inn til að leggja fram kæru á hendur Ásdísi Kristinsdóttur, Miðkoti,' Vestur- Landeyjum, fyrir að hafa föstudaginn 26. ágúst 1983, klukkan 16, reynt að aka bifreið sinni, L-2392, á bifreið sína, L- 1800. Séra Páll skýrir svo frá, áminntur um sannsögli: „Föstudaginn 26. ágúst 1983 um klukkan 16 var ég á ferð á bifreiö minni, L-1800, sem er af geröinni Suzuki Fox, ásamt eiginkonu minni, Eddu Karlsdóttur, og syni okkar, Njáli, sem er 6 ára gamall, og ókum við Vestur-Landeyjaveg og vorum á leiöinni að Hvolsvelli. Á móts við bæinn Strönd sáum við hvar á móti okkur kom rauð pallbifreið frá Miðkoti, á talsvert mikilli ferð. Eg ók á lítilli ferð og vék vel út á hægri kant, en pallbif- reiðinni var þá ekið yfir á minn kant og var greinilegt að ökumaður hans, sem ég þekkti sem Ásdísi Kristinsdóttur, Miökoti, hugðist aka á bifreiö mína. Tókst mér meö naumindum að aka bif- reið minni út fyrir veg, með hægri hjól- in, þannig að bifreiö Asdísar slapp aftur meö bifreiöinni, en rétt í því að hún ók fram hjá bifreið minni, sá ég hvar hún gretti sig í andliti og rak út úr sér tunguna. Tókst mér að koma bif- reiðinni upp á veginn aftur og hélt áfram ferð minni og lét síðan lögreglu á Hvolsvelli vita um atburðinn. Eg krefst þess, að Ásdís veröi látin sæta þyngstu refsingu fyrir athæfi þetía, semlög segjafýrir um.” Skýrsluna tók Valgeir Guðmunds- son, lögreglumaður nr. 2. Upplesiö staöfest. Páll Pálsson. Framburður húsfreyjunnar: Kveðst reyna að aka eftirsettum reglum „Mætt er hjá lögreglunni á Hvols- velli að tilhlutan hennar Ásdís Krist- insdóttir, Miðkoti, Vestur-Landeyjum, fædd 7. júlí 1942, nafnnr. 0646-8829. Mættu er kynnt efni fyrirtökunnar og áminnt um sannsögli. Mætta kveðst eiga erindi á Hvolsvöll einu sinni eða oftar í viku og kveðst ekki muna hvort hún hafi mætt séra Páli í umrætt sinn. Aftur á móti kveðst hún hafa mætt sr. Páli margoft á ferðum sínum en kveðst ekki hafa sér- staklega sett á minniö hvar og hvenær það hafi veriö. Mætta kveðst ekki hafa tekið eftir aö neitt hafi verið athuga- vert við aö mæta síra Páli á bifreið hans og kveðst hún reyna að aka bif- reið sinni eftir settum reglum. Aðspurð um ásökun Páls segir mætta aö þetta hafi alls ekki átt sér stað, enda kveðst hún ekki með gáleysi eða af ásettu ráöi fórna sínu lífi eöa limum til aö verða öðrum að tjóni. Mætta kveðst ef til vill hafa litið til Páls er þau hafa mæst en kveðst ekki vita hvort Páll álitur það grettur eða annað ef hún lítur til hans. Mætta vill endurtaka fyrri framburð að þessi ásökun á ekki við nein rök að styðjast og hefur engu frekar við þetta að bæta.” Skýrsluna skráði Sveinn Isleifsson varðstjóri. Upplesiö og staðfest. Asdís Kristinsdóttir. Hanti þóttist vera geim- fari litli strákurinn á Grœnuborg, horfði í gegnum glerið og hugsaði: — Ætlar veturinn aldrei að líða? DV-mgnd E.O. BORGARSPÍTALINN 0G RAUÐIKR0SS ÍSLANDS efna til sjúkraflutninganámskeiðs dagana 30. april til 11. maí 1984. Kennsla fer að mestu fram i Borgar- spitalanum frá kl. 08.00 til 17.00 daglega en eftir það gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspitalans og Slökkvistöðvar Reykjavikur. Umsækjendur starfi við sjúkraflutninga og hafi lokið almennu skyndihjálparnámskeiði. Þátttökugjald er kr. 5.300,- Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu RKÍ i síma 91-26722 (Hólmfríður eða Hörður). Umsóknarfrestur er til 24. mars nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.