Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 10
Ifcii 1 m .Riitij BILDSHÓFDA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SELJUM f DAG TvT SAAB 900 GLS 1982. 5 dyra, Mé- grár, 5-gíra, ek. aðeins 28.000 km. SAAB 900 GLS 1982. 3 dyra, Ijós- blár, sjálfsk., ek. 54.000 km. BfU sem nýr. SAAB 99 GL 1979, 2 dyra, gulur, 4-gira, ek. 70.000 km. Fallegur og góður bíll. SAAB 99 GLS 1978, 4 dyra, brúnn, 4 gíra, ek. 91.000 km. OPIÐ 10-4 TÖGGURHF. LAUGARDAG. §AAB UMBOÐIÐ DV. LAUGARDAGUR 3. MARS1984. Harmleikuriiui á bak við Moröiö á Dorothy Stratten, fyrrum opnustúlku Playboy, framiö af Paul Snider, eiginmanni hennar, sem síðan skaut sig, markaði ekki bara dauða smástirnis heldur upphaf goösagnar. Talað hafði verið um Dorothy sem arftaka Marilyn Monroe og þaö var ljóst að hún var eitthvaö sérstakt. Þrátt fyrir að hún hefði átt stuttan feril hafði hún mikil áhrif úr gröf sinni. Skömmu eftir dauðann var hún orðin efni í margar bækur, greinar og kvik- myndir. Sú nýjasta er mynd Bobs Fosse,STAR80. Áhugi stjómandans á að færa harm- leik Strattens á hvíta tjaldið kviknaði þegar hann las um dauöa hennar 14. ágúst 1980. Grein eftir Teresu Carpent- er Pulitzer-verðlaunahafa í blaðinu Village Voice varð einnig til að kynda undir áhugahans. Handrit Fosses að STAR 80 er að hluta byggt á þeirri grein og rekur líf þessarar kanadískfæddu feguröar- dísar frá því á æskuárum hennar í Vancouver, þar sem hún bjó í sátt og samlyndi með fjölskyldu sinni. Hún fæddist í febrúar 1960 og ólst upp frá þriggja ára aldri hjá móður sinni eftir að faðir hennar hafði yfirgefiö móður hennar, hana, yngri systur og bróður. Caroll Baker, sem leikur móður Dorothyar í myndinni, sagði: „Eg haföi bara óljósar hugmyndir um Dorothy Stratten en þegar ég sá mynd af henni eftir að ég var búin að ráða mig í'hlutverkiö þá sló þaö mig hve likar við vorum. Eg gæti raunverulega hafa verið móðir hennar.” Afbrýði Á táningsárunum vann Dorothy sem þjónustustúlka á veitingastað í heima- bæ sínum og þar hitti hún Paul Snider, ungan mann, lausan í rásinni. Hann var bílasali og stundum dólgur. Hún var 18 ára þegar hann tók mynd af henni fyrir Playboy fegurðarsam- keppnina sem varö til þess aö hún varð ungfrú ágúst 1979. Sama ár giftist hún Snider. Hugh Hefner tók hana síðar undir sinn væng og réð hana sem Play- boy kanínu. I aprílmánuði 1980 var hún kosin leikfélagi ársins. Frægðin fylgdi í kjölfar þess og hún fór að leika í sjónvarpi og kvik- myndum. En það voru ský á ánægju- himninum og á meðan henni gekk allt í haginn í vinnunni sauð afbrýðisemin í Snider. Sumariö 1980 gerði hún sína einu kvikmynd sem einhverja athygli vakti. Það var myndin They All Laughed fyrir Peter Bogdanovich. Hún varð síðar ástfangin af honum. Það var ástarsamband þeirra sem varð til þess að Snider, sem hún hafði fengiö Cliff Robertson leikur Playboy-kónginn Hugh Hefner. lögskilnað frá, skaut fyrst hana og síðansjálfansig. Mariel Hemingway leikur Dorothy Stratten í STAR 80. A meðan á töku myndarinnar stóð var hún nákvæm- lega jafngömul og Stratten þegar hún var myrt. Mariel var mjög umhugað að fá þetta hlutverk og barðist mjög fyrir því. „Eg þekkti Dorothy ekki persónu- lega,” segir Mariel, ,,en frá því aö ég las handritiö var ég viss um að ég var sú rétta í þetta hlutverk. Eg náði til Bobs Fosse í gegnum umboðsmann hans. Þegar ég fór heim eftir fyrstu prufu settist ég niöur og skrifaöi bréf þar sem ég lét í ljós löngun til að leika hlutverkið. Við hittumst aftur og Bob sagði aö ég heföi rétt útlit og að ég hefði komið vel út úr prufunum en hann endaði setninguna alltaf meö ef. Þetta var fyndið. Eg var vön að hringja í símsvara Bobs og segja: „Hinar stúlkumar eru ekki réttar í þetta hlutverk.” Þaö var ekki fyrr en í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.