Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 35
DV. LAUGARDAGUR3. MARS1984. 35 EVERTON: Bakvörðurinn sterki, John Andy Gray. hlýi Bailey. Hann hefur verið iengst maðurinn á aiira hjá Everton. Goodison. Graeme Sharp fagnar marki. t~r----------------—■— ------- in, en þaö er nú önnur saga, sem ekki gefst tími aö rekja, enda myndu blöðin líklega klárast viö þá frásögn og hvað segöu áhorfendur Everton þá? „Launa fund eða gefa" Sá sem er í fyrsta sæti hjá strákun- um í bláu skyrtunum er liðhlaupifrá andstæöingunum í dag. Sá sem um er rætt er Kevin Sheedy og var eitt sinn meö Liverpool en þoldi ekki aö vera aukanúmer og stakk af. Ekki þó lengra en til Everton hvar hann er nú sá eini sem leikið hefur alla leikina. Góöur miðlunarmaður (tengiliöur) þar á, ferö. Tveir aörir fyrrum Liverpool- menn eru staddir á Goodison þessa sjö daga og eiga þá ekki sæla þar sem þeir eru úr liðinu. Sá fyrri er refurinn gamli David Johnson sem lengi var hjá Liverpool en þurfti aö hætta þar út af Ian Rush. Johnson hefur gengiö illa síöan hann fór frá Anfield og má muna sinn fífil fegri. Alan Harper heitir sá er fyllir töluna af fyrrum Liverpoolurum hjá Everton.; Sumir hafa oröið til aö segja aö það sé misskilningur aö hann skuli vera hjá Everton. Segir sagan aö Howard Kendall yfirmaður á skútunni Everton hafi eitt sinn hringt til Joe Fagan. Á Kyndill að hafa sagt honum að hann væri með hlut sem væri í eigu Fagan. , Sagöi síðan orðrétt: „Launa fund eöa gefa?”. Joe Fagan hefur alltaf veriö maöur varkár og hugsaði sig því um í hálftíma. Hann minntist þess aö hafa týnt ljósbrúnum plastpoka merktum Hagkaupum og sagöi því Kendall aö hann skyldi frekar gefa, enda átti hann annan alveg eins. Kendall hafði að vísu sofnað við símann en rumskaöi þó viö þessar fréttir og sagöi aö nú heföi Fagan samið af sér og væri oröinn ein- um vinstri bakveröi fátækari. Símanúmer Howard Kendall Hvort þessi lygasaga er sönn skal ósagt látið en efasemdarmönnum er bent á að hringja í Howard Kendall sem er í viðtalstíma heima hjá sér á kvöldin. SíminnerOl—457—342. Hvort þaö er rétt eru engar tryggar heimildir fyrir en best er aö ganga úr skugga um það og hringja í konuna hans sem er í sama númeri. Annars er Kendall fyrrum leikmaö- ur liðsins og besti maöur. Hann hóf framkvæmdastjórastörf sín hjá Ever- ton með því að kaupa helling af mönn- um og er ekki búinn aö ákveöa ennþá hverjir eru bestir, en hefur samt veriö viövöldþar ein þrjú ár bráöum. Fleiri sniðugir menn eru á þessum fomfræga bæ og skal þá talinn Adrian Heath sem spilar miöju og skorar mik- iö af mörkum. Kóngur Eitt sinn var Andy King í Everton og hann er þaö núna líka. Hann hefur þó ekki alltaf veriö þaö, lauk skyldu- námi áöur en hann gekk í græna skó og Everton, hélt síöan til Lundúnaborgar og geröi víðreist áöur en hann lenti aft- ur uppi í Evratúni. Sagt er aö King sé kóngurinn á staönum en Kyndill þjálf- ari er honum ekki sammála og setur hann á lægri stall en svo að hann sé meðaðstaðaldri. i Sá sem passar markiö er velskur þrátt fyrir áberandi austur-asískan framburð er hann opnar kjaft. Sumir ' segja aö það sé ekki honum aö kenna heldur fööur hans sem er erindreki. Annars heitir hann Neville Southall og hefur aö því er ég held ekki orðið fyrir aökastiþess vegna. Af gömlum refum Sá sem tollaö hefur hvaö lengst í embætti þarna á Góðrisjón er John . Bailey, hægri bakvöröur einn allsnjall, þótt hann sé kannski í það þybbnasta. Talandi um þybbna menn og feita þá leiðir það auövitaö hugann aö Billy ' Wright sem í fyrra var hálfhent út af Everton af Kendall, sem kommenter- ' aöi: Hann er of feitur. Sá feiti leikur nú niöri í Birmingham og gerir þaö vel, enda klár í löppunum og með grunn- skólapróf í eðlisfræði. Frægasti maöurinn á Goodison Park þessa dagana er án efa Andy Gray fyrrverandi úlfur. Hann gafst upp á þeim bísness vegna lélegrar veiði þar á bæ. Grár er Skoti en sé litið fram hjá þeirri staðreynd þá er hann ágætur. Samstarfsmaöur hans og keppinautur, Graeme Sharp, er líka Skoti og haft er fyrir satt aö hann sé með skarpari mönnum. Annars er hann ákaflega hógvær maður og stend- ur aldrei upp á fundum, ekki einu sinni þegar mikiö liggur við. Kevin Ratcliffe er einn af þeim sem gerðu sig aö algjörum fíbbblum (ekki fræbbblum) er hann og félagar hans og vinir í velska landsliöinu ætluðu að gera apa úr Islendingum í landsleik eigi fyrir alltof löngu. Það fór öðruvísi en ætlað var, öllum til sællar minning- ar. Peter Reid er líklega stærsti „sökkssessinn” í liðinu þessa dagana, leikur miövörð og stendur mikinn og góðan vörö um hvern þann sem æðir í öfuga átt aö markinu. Ekki er aö ef a aö um verður aö ræöa mikia rimmu á milli hans og Rush í dag. Annar vel liðinn er Alan Irvine kantmaður í banastuði og leikur í peysu númer sjö. Hann er fastur í liðinu eins og ven julega. Gary Stevens gerir mikiö aö því aö spila vörn og er þessa dagana aö venjast sviðsljósinu eftir langa veru úti í kuldanum, kom hann meðal ann- ars viö á Islandi í bakaleiöinni. Derek Mountfield heitir einn af kumpánum hans í vörninni, ungur strákur með mikla hæfileika eöa ná- skyldur stjórnarformanninum. Aörir leikmenn eru minna nefndir en sumir hafa þó komist á blað. Má þar nefna Jim Arnold varamarkvörö, Higgins gamla, Trevor Steven og Kevin Richardson sem reyndar leikur mikiö með og líklegt aö hann veröi meðal ellefu fyrstu út á völlinn í dag. En þaö verður nú bara aö koma í ljós. Annars spái ég aö liðin veröi svona. Þaö er sjálfsagt allt vitlaust viö þessa spá en þaö er gaman að hafa hana meö. Evratún: Suöhæö, Stífur, Baldvin, Rottuklettur, Fjallur, Reiöur, Irsktvín, Heiörekur, Grár, Skarpur og Síöur. Varamaður: Harpa. Livrapúl: Grobbi, Níl, Þjórsá, Lafir og sonur, Neisko, Hann sem, Róbinson Krúsó, Fr jádagur, Flýti, Jón Steinn og Sú nes (Seltjamarnes). Varalitur: Albert Guðmundsson eða Hjólan. Spáin: 14—12fyrir Dani. Tæknifræöingur — trétæknir Iðntæknistofnun Islands óskar eftir aö ráða tæknifræðing eða trétækni til starfa viö trétæknideild stofnunarinnar. Starfið er fólgið í tæknilegri ráðgjöf og kennslu í tréiðnaðarfyrirtækjum. Nánari upplýsingar hjá Iðntæknistofnun í síma 687000. Um- sóknir þurfa að hafa borist fyrir 10. mars. II ■ ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS. Friður og afvopnun Opið hús verður í húsi Verslunarmannafélags Suðurnesja, Hafnargötu 28, mánudaginn 5. mars kl. 20. Umræða og spurningum svarað um frið og afvopnun. HIÐ ANDLEGA SVÆÐISRÁÐ BAHA’ÍA KEFLAVÍK. KAVAX SAXIÐ LEYSIR VANDANN Sýnum næstu viku þetta fra- bæra Kavax plötusax sem sker stálplötur frá 0,5 mm—5 mm og ryðfrítt 4 mm ISELCO SF Skeifunni 11D sími 86466. 108 Revkjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.