Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1984, Blaðsíða 4
ísland íjaðri sjónvarpstungla — kapalkerf i geta bráðlega keypt margar dagskrár utanúrheimi Sá möguleiki að íslenskir sjón- varpsrýnendur geti innan fárra missera laðað inn á tæki sín erlendar dagskrár sjónvarpsstööva hefur dofnað verulega undanfarið. Nema þá gegn gjaldi og þá helst gegnum kapalkerfi. Aö vísu er enn til umræöu að skjóta upp Norðurlandatunglum, Nordsat, sem enginn veit hvernig yrðu rekin. Síma- og sjónvarpsstofnanir í flest- um Vestur-Evrópulöndunum standa að Eutelsat með tveim Satellite gervitunglum. Oðru hefur þegar ver- iö skotiö upp. Þau þjóna síma og öör- um fjarskiptum þar meö sjónvarpi og eru með 18 magnara fyrir kapal- kerfi. I gegnum þau tungl geta aðilar selt og keypt dagskrár eða tíma. Not af þessum tunglum verða háð alþjóðlegum fjarskiptalögum, bæði sending og móttaka. Og almennt mun þurfa til móttöku skerma sem eru6—8metrar aðþvermáli. Þó ekki nema um þrjá metra minnst. En þeir minnstu kosta jafnvel nokkur hundr- uð þúsund krónur. Til skamms tíma leit út fyrir að bresk BBC-tungl sleiktu Suðaustur- land 1986 þannig að aðeins þyrfti metra skerm til móttöku á Höfn í Homafirði og líklega 3—4 metra skerm í Reykjavík. Síðustu teikning- ar draga úr þessum möguleikum, að sögn Gústavs Arnar, yfirverkfræð- ings Pósts-ogsíma. Hjá BBC verður sent út á tveim rásum, annars vegar til ókeypis mót- töku með auglýsingum og hins vegar gegn greiðslu á móttöku. Nýjasta tækni er svo fullkomin að jafnvel þótt sjónvarpsgeisli falli beint á tækið getur stöðin lokað móttöku nema gegn gjaldi fyrir skráningu merkja- lykils sem hægt er að beita á hvert einasta sjónvarpstæki heima í stofu. HERB DV. LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Innlend lánsfjár- öflun gekk illa Innlend lánsfjáröflun gekk mun verr á síðasta ári en áætlað var í lánsf járlögum fyrir árið 1983. Aform- aö var aö innlend lánsfjáröflun myndi nema 985 milljónum króna en ekki tókst aö afla nema 627 milljóna, þannig að 358 milljónir króna bar í milli. Þetta er samkvæmt bráða- birgðatölum sem fram koma í skýrslu fjármálaráðherra um ríkis- fjármál 1983 sem lögö var fyrir Al- þingiíþessariviku. I lánsfjárlögum var áformað að ríkissjóður aflaði 388 milljóna króna með innlendum lántökum og 597 milljóna hjá húsnæðisiánakerfinu. Hins vegar tókst aöeins að afla ríkis- sjóði 207 milljóna króná og húsbygg- ingarsjóðunum 420 milljóna. Sala hefðbundinna spariskirteina ríkissjóös gekk erfiðlega og tókst að- eins að afla helmings þess fjár sem upphaflega stóö til að afla. Einnig var greiöslustaða húsbyggingarsjóð- anna erfiö vegna þess að mjög skorti á að fjáröflun væri í samræmi við áætlanir. Vegna erfiðrar lausafjár- stööu reyndist Atvinnuleysistrygg- ingas jóði ókleift að kaupa skuldabréf af Byggingasjóði ríkisins þrátt fyrir áform um kaup að fjárhæð 76 mUljónir króna. Endurgreiðslur á skyldusparnaði ungmenna voru 8 mUljón krónum hærri en innstreymi, en gert var ráð fyrir jákvæðu inn- streymi aö upphæð 42 mUljónir króna. Þar aö auki voru verðbréfa- kaup lífeyrissjóöanna af byggingar- sjóðunum 94 miUjónum króna lægri en áætlað hafði verið. Akvöröun ríkisstjómarinnar í október síöastliðnum um að hækka lánveitingar Húsnæðisstofnunar á ár unum 1982 og 1983 um 50% leiddi tU 280 tU 290 miUjóna króna aukinnar fjárþarfar. Þar af komu um 160 mUljónir til greiðslu á árinu 1983 og var það fjármagnað með 43 miUjóna króna skuldabréfasölu og 120 mUljóna króna fjárútvegun rikis- sjóös. OEF Mörg áhyggjuef nin á þingi Norðurlanda f Stokkhólmi: Atvinnuleysingjar nálgast milljón „Þaö eru mörg áhyggjuefnin sem rædd hafa verið hér á Norðurlanda- þinginu en ekki er þó allt svart. Umræðumar hafa verið óvenjumiklar og á köflum harðar og það hefur iðu- lega orðið að skera á mál manna. Eg er á því að þetta hafi verið mjög skemmtilegt Norðurlandaþing,” sagði PáU Pétursson þingmaður, einn af for- setum Norðurlandaþingsins í Stokk- hólmi. Þingið hefur staöiö þessa viku og því lauk í gær. Páll sagði að meðal stærri mála hefðu veriö skipulag Noröur- landaráðs, efnahagsmál, umhverfis- og félagsmál, samgöngu- og menning- armál. Stærsta vandamál þjóöanna kvað PáU vafalaust vera atvinnuleysiö hjá þeim stærri sem hefði náð til um 700 þúsund manns og stefndi í að ná tU 900 þúsunda á þessu ári. Menn væm mjög svartsýnir á að þróuninni yrði snúið við á næstunni. Þá er súr úrkoma í Skandinavíu ört vaxandi vandamál sem taUn er stafa að hálf u frá heimageröri mengun en að hálfu aökominni, sérstaklega frá Bret- landseyjum. „Hjá nágrönnunum í Þýskalandi er álitið að þriöja hvert tré hafi ekki blómgast á síðasta sumri af þessari ástæðu svo aö þetta er stór- alvarlegt. Viö heima á Islandi erum í hættu einnig því til okkar berst á köfl- um bresk mengun. A þinginu var geng- ið frá sérstakri yfirlýsingu um þetta mál sem send verður meðal annars breskum stjómvöldum.” Þá sagði Páll að uppi hefðu verið hugmyndir um að steypa saman menn- ingarfjárlögum Noröurlandaráðs og hinum almennu fjárlögum þess sem Islendingar væru alveg á móti. Það færði óhæfileg völd saman. I gær voru síðan samþykkt sérstök menningar- f járlög sem hljóða upp á 450 milljónir króna og er hækkunin 3% frá síöasta ári í raunviröi. I tengslum við fundinn í Stokkhólmi heldur samstarfsnefnd orkufyrirtækja á Norðurlöndunum, Nordel, kynning- arsýningu. Ætlunin er að hún verði flutt til Islands í s'.unar og verði opin í Reykjavík í ágúst. A fjárlögum Norðurlandaráðs verða nú veittir tæplega tveir milljarðar króna til þess að efla íslenskan út- flutningsiðnað. Einkum til þess aö opna honum greiðari leiðir á norrænan markað. Sérfræðingur frá útflutnings- ráði Svíþjóðar mun aöstoöa í þessu efni, en hann er væntanlegur til Islands innan fárra vikna. Þá hafa menntamálaráöherrar Is- lands og Noregs komist að samkomu- lagi um stóraukna samvinnu á sviði sjónvarpsmála. Þegar í sumar hefjast að líkindum tilraunasendingar frá norska sjónvarpinu til þess íslenska og verður norskt efni jafnvel sent út 3—4 klukkutíma á dag, áður en dagskrá ís- lenska sjónvarpsins hefst. HERB samningnum Verkalýðsfélag Akraness samþykkti kjarasamninga ASÍ og VSÍ með 106 atkvæðum gegn 47 á fundi á fimmtudags- kvöld. Um 160 manns mættu á fundinn og að sögn þeirra sem til þekkja eru ár og dagar síðan jafnliflegur fundur hefur verið haldinn á Skaganum. Deilur urðu bæði miklar og harðar. DV-mynd Dúi Landmark Þetta er aðeins eitt dæmi, það mætti nefna mörg önnur, en sjón er sögu ríkari! Átta verkalýðsfélög innan ASI hafa nú hafnaö þeim samningi sem samn- inganefndir Alþýöusambandsins og Vinnuveitendasambandsins undirrit- uðu 21. febrúar síöastliðinn. Verslunarmannafélag Borgarness samþykkti á félagsfundi i fyrrakvöld Gerið verðsamanburð. Hamraborg 12, á>etrtó Kópavogi. Sími 46460. Opið laugardag kl. 10—16, sunnudag kl. 14—16. Sendum í póstkröfu. E mn JBOCARD | Kr. 10.675,- stgr. að fresta afgreiðslu samningsins og óska eftir frekari viðræðum um sér- kjaraatriði. Þau félög sem að auki hafa fellt samninginn eða ákveðið að fresta afgreiöslu hans eru Verka- mannafélagið Dagsbrún, Verkalýðsfé- lag Vestmannaeyja, Verkakvennafé- lagið Snót.Vestmannaeyjum, Verka- lýösfélag Húsavíkur, Iðja, félag verk- smiðjufólks á Akureyri, Verslunar- mannafélag Ámessýslu og Verkalýðs- félagiö Jökull Hornafirði. Nú hafa tæplega 40 aðildarfélög Alþýðusambandsins samþykkt samn- inginn en aðildarfélögin eru í heild 214 ásamt landssamböndum. Búast má við að mörg félaganna bíði eftir að deila Dagsbrúnar við ríkisvaldið og Vinnu- veitendasambandið skýrist áður en þau halda fundi sina. ÖEF Áttafélög hafa hafnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.