Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUK 20. MARS1984.
Ef ekki tekst að spara verulega upp í f járlagagatið:
GETUR STEFNT í MET-
ÚTGiÖLD RÍKISSJÓDS
þótt spáð sé 4% minnkun hennar,
aöeins28,7%.
Eftir aö fjárlagagatiö er komið í
dagsljósíö og metiö í heild á 1.845
milljónir króna er ólíklegt að unnt
veröi aö halda hlutfalli ríkisútgjald-
anna svo niðri. Til þess þyrfti aö
finna sparnað á móti allri upphæð-
inni. Ef hún yrði hins vegar fengin
meö skattheimtu eingöngu og fjár-
lögin færu upp í 20.128 milljónir færu
ríkisútgjöldin upp í 31,6% af áætlaöri
þjóöarframleiðslu.
Viö þeim kosti býst þó varla
nokkur maður, enda ekki í neinu
samræmi viö yfirlýsingar fjármála-
ráöhgrra. Spamaðarvandinn nú er
hins vegar ekki auðveldur viöfangs,
á þriöja árinu í röö, þar sem stefnir í
samdrátt þjóðarframleiðslunnar.
Hér fylgir mynd af töflu yfir ríkis-
útgjöld sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu 1971-1983.
.....HERB
A tveim síðustu árum hafa ríkisút-
g jöld farið í 30,5% og 30,7% sem hlut-
fall af þjóðarframleiðslu. Bæði árin
dróst þjóðarframleiöslan saman,
fyrra árið um 2,3% og það seinna um
3,9%. Spáð er enn 4% samdrætti í ár.
Ef svokölluðu fjárlagagati verður
lokað að markí með aukinni skatt-
heimtu getur stefnt í metútgjöld
ríkissjóðs, miðað við þjóöarfram-
leiöslu.
Aðeins einu sinni áður en tvö síð-
ustu ár gengu yfir fóru ríkisútgjöld
yfir 30% af þjóðarframieiðslunni.
Það var 1975, í 30,4%, en þá dróst hún
jafnf ramt saman um 2%.
Spá Þjóðhagsstofnunar um þjóðar-
framleiðslu í ár er að hún verði 63.660
milljónir króna. Ef núgildandi fjár-
lög ríkisins stæöu, meö 18.283 millj-
óna króna útgjöldum, yrðu ríkisút-
gjöldin í ár með því lægsta síðustu 10
ár, miðað við þjóðarframleiðsluna,
Ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 1971—1983
Útgjöld skv. A-hluta ríkisreiknings. Rekstrargrunnur.
Útgjöld að frátöldum
Heildarútgjöld % Þar af framlög til almannatrygginga og niðurgreiðslna % framlögum til almannatrygginga og niðurgreiðslna %
1971 24.6 9.3 15,3
1972 26,9 10,8 16.1
1973 26,0 10,6 15,4
1974 29,1 10,8 18.3
1975 30,4 11,4 19,0
1976 26,5 9.4 17,1
1977 27,0 7,6 19,4
1978 28,6 9,5 19,1
1979 29.5 10,5 19,0
1980 ' 28,2 9,8 18,4
1981 29.9 10.6 19,3
1982 30,5 11,3 19,2
19831) 30,7 10,3 20,4
1) Skv. bráðabirgðatölum á greiðslugrunni og míðað við 53 065 m. kr. áætlaða verga þjóðarframleiðslu 1983.
Athygli cr vakin á að VÞF dróst saman um 2,0% 1975, 2,3% 1982 og 3,9% 1983, sem skýrir að hluta háar
hlutfallstölur þcssi ár.
Sigurvegarinn ieinstakiingskeppninni, Stefán Baxter, 15ára Reykvikingur.
Hann dansaði svokallaðan „break-dans" sem svo mjög virðist vera að
ryðja sér ti! rúms á meðal unglinga.
„Mistökin” og
Stefán Baxter
— sigurvegarar í íslandsmóti unglinga í diskódansi
Fimmtán ára gamall Reykvíkingur,
Stefán Baxter, og dansflokkurinn The
Mistake, urðu sigurvegarar í Islands-
móti unglinga í diskódansi, „free
style”, í Tónabæ síöastliöiö föstudags-
kvöld. Er úrslitin lágu fyrir á tólfta
tímanum mátti litlu muna að
húsakynni Tónabæjar yrðu að láta
undan, slík voru fagnaðarlæti hátt í
þúsundáhorfenda.
Keppnin hófst síöastliðiö
fimmtudagskvöld í Tónabæ. Alls tóku
16 unglingar þátt í einstaklings-
keppninni og 9 dansflokkar í hóp-
dönsunum. Atta komust áfram í ein-
staklingskeppninni, en sex í hópdöns-
unum.
Keppendur voru frá Akranesi, Mos-
fellssveit, Kópavogi, Garðabæ og
Reykjavík. Þaö voru félagsmiö-
stöðvarnar í Reykjavík sem héldu
keppnina.
Ahugi unglinga á keppninni var
geipilegur. Þegar á fimmtudgskvöldið
mættu rúmlega 8 hundruð unglingar og
á sjálfa úrslitakeppnina komu tæplega
þúsund.
Þess má geta að sjónvarpið tók úr-
slitakeppnina upp og mun sýna um
hálftíma þátt frá keppninni föstudags-
kvöldið 30. mars næstkomandi. DV var
einnig á staðnum og verður fjallaö
nánar um þessa keppni í Dægradvöl á
fimmtudag.
-JGH.
Dansflokkurinn The Mistake með góða sveiflu á gólfinu i Tónabæ fyrir framan hátt iþúsund áhorfendur.
D V-myndir: Einar Ólason.