Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
Ólafur Jóhannesson
andvígur skattahækkun
„skollaleikur sem hvert bam sér f gegnum”
„Þaö veröur aö krefjast þess að
menn í ráðherrastóli standi við orö
sín,” sagði Olafur Jóhannesson á
Alþingi í gær er hann lýsti því yfir aö
hann væri andvígur tillögu meiri-
hluta fjárhags- og viðskiptanefndar
um hækkun skattstiga. Nefndin haföi
gert aö tillögu sinni að skattstigar
yröu lækkaöir þegar ljóst var að
launaforsendur fjárlaganna yröu
lækkaðar úr 6% í 4% en nú hefur
nefndin aftur gert aö tillögu aö skatt-
stigarnir veröi færöir í fyrra horf.
Olafur Jóhannesson sagöist vera
andvígur öllum hækkunum og aö
hann myndi greiöa atkvæöi gegn
þessari breytingatillögu nefnd-
arinnar. Sagðist hann telja þaö
óviöfelldið í mesta máta aö hækka
skattprósentur þótt kaup heföi
hækkaö nokkru meira en reiknaö var
meö. „Mér finnst þaö óviöfelldið ef
fólk hefur fengiö eitthvaö hærra
kaup heldur en gert var nú ráð fyrir,
kauphækkun, þá sé því veifaö
framan í þaö um leið aö hluti af
þessu væri tekinn aftur í staö þess aö
fara þá eðlilegu leiö sem ætíö á viö,
aö tekjur þessa árs veröi skattstofn
næsta árs. . . ” sagöi Olafur
Jóhannesson.
Olafur óskaði eftir því aö fjár-
málaráðherra yröi viöstaddur þess-
ar umræöur í efri deild en var þá
sagt aö ráöherra væri í ræðustóli í
neöri deild. Olafur hélt þá áfram:
,,Já, hann er í ræöustóli. Já, já, viö
því verður ekki gert. Hann er í ræöu-
stóli sjálfsagt aö flytja einhverjar
yfirlýsingar þar sem ég vil ekki á
neinn hátt koma í veg fyrir eöa
veröa til þess aö tefja fyrir. En ég
hefði gjarnan viljaö minna hann á
þaö aö hann hefur margoft lýst því
yfir aö í sinni tíö veröi skattar alls
ekki hækkaðir. Og það verður aö
krefjast þess að menn standi viö orð
sín, menn í ráðherrastóh standi viö
sín orð. Þess vegna heföi náttúrlega
verið eðlilegt aö hann geröi grein
fyrir þessu hér vegna þess aö þó aö
þaö sé veriö aö tala um aö þetta séu
leiöréttingar, þá er þaö auövitaö
skollaleikur sem hvert bam sér í
gegnum,” sagöi Ólafur Jóhannesson.
-OEF.
Olafur Jóhannesson alþingis-
maöur.
Félag starfsmanna
um kaup á
Landsmiðjunni
Starfsmenn Landssmiöjunnar hafa
stofnað félag sem fram geti komiö sem
viðræðuaðili gagnvart iönaöar-
ráöuneyti um kaup á fyrirtækinu.
Stofnfundur var haldinn 8. mars
síöastUöinn og bráðabirgðastjóm
kosrn.
Hlutverk félagsins, sem er stofnað
af 52 starfsmönnum Landssmiöjunnar,
er aö kanna grundvöll aö samkomulagi
viö iönaöarráðuneytiö um kaup á
Landssmiöjunni, kanna rekstrar-
Landssmiöjan við Sölvhólsgötu. 52
af tæplega 70 starfsmönnum hafa
stofnað félag til að ræða við rikið
um kaup á fyrirtækinu.
grundvöU hins nýja fyrirtækis og
kynna félagsmönnum niðurstöður
kannana,” segir í bréfi sem sent hefur
verið stjórnvöldum. Þar segir enn-
fremur aö hlutverk hins nýja félags sé
aö undirbúa stofnsamnmg hlutafélags
ef niðurstööur bendi til þess aö af
kaupum geti oröiö.
Formaöur stjórnar félagsins er
Siguröur Daníelsson, forstjóri Lands-
smiöjunnar. Aörir í stjórn eru: Þor-
leifur Markússon, Jón HaUgrímsson,
Pétur Grímsson og Tryggvi Benedikts-
son.
Félagið hefur falið stjórninni umboö
sitt til viðræðna og samningsgeröar
við iðnaðarráðuneytið um kaup starfs-
manna á Landssmiðjunni með fyrir-
vara um samþykki félagsfundar.
-KMU.
Kanínukjöt
á markaðinn
Fyrstu íslensku kanínunum var
nýlega slátraö í sláturhúsi Friöriks
Friörikssonar í Þykkvabæ. Þar var
um að ræöa 20 kaninur frá nokkrum
kanínubúum á Suöurlandi.
Aö sögn Friöriks Magnússonar
framkvæmdastjóra, Miökoti, en
hann hafði umsjón meö slátruninni,
er mikil eftirspurn eftir kaninukjöti
frá verslunum og veitingahúsum i
Reykjavík. Enn sem komið er anni
framleiöslan ekki eftirspurninni
enda sé þessi slátrun enn á tOrauna-
stigi. Fullur hugur sé hins vegar i
kanínubændum að auka þennan þátt
framleiöslunnar.
Þær 20 kanínur sem slátraö var á
dögunum fóru allar í Vörumarkaðinn
í Reykjavík og að sögn Sigurðar
Tryggvasonar verslunarstjóra þar
hefur salan vcrið heldur treg. Fólk
setur veröiö nokkuð fyrir sig en kiló-
verö á kanínukjöti er 290 krónur.
Sigurður sagöi ennfremur að þeir
sem keypt heföu kanínukjötið lykju
miklu lofaoröi á gæöi þess.
-SþS.
Þingvallastræti
á Akureyri:
Útburðurinn ekki
mannréttindabrot
Mannréttindanefnd Evrópu hefur
vísað frá kæru hjónanna Olafs Rafns
Jónssonar og Danieile Somers sem
neydd voru til að flytjast úr íbúö
sinni aö Þingvallastræti 22 á
Akureyri.
„Þessi niöurstaöa byggist á því aö
þetta sé ekki brot á Mannréttinda-
sáttmálanum,” sagði Gaukur
Jörundsson lagaprófessor sem sæti á
í Mannréttindanefndinni.
I nefndinni á sæti 21 fulltrúi.
„Nefndin starfar fyrir luktum
dyrum. ViÖ höfum ekki heimild til aö
segja frá því hvemig atkvæöi falla
eða frá umræöum,” sagði Gaukur.
Utburöarmálið var á sínum tíma
forsíöuefni dagblaöa hérlendis.
Hæstiréttur Islands felldi sem
kunnugt er þann úrskurö að hjónin
skyldu flytjast úr íbúö sinni. Taldi
Hæstiréttur sannaö að þau hefðu
gerst sek um stórkostleg og ítrekuð
brot á skyldum sínum gagnvart ná-
granna.
Olafur Rafn Jónsson hefur látiö
þau orö falla aö þetta séu engan
veginn endanlegar lyktir á málinu.
-KMU.
I daa mælir Dagfari
í daq mælir Dagfari
I daa mælir Daqfari
tslensk sjómannastétt hefur ekki
sótt marga fundina um dagana, enda
mennirnir uppteknir við annað en aö
bora í nefið og draga ýsur á innan-
tómum málfundum. Sjómenn vita
sem er aö sá aflahlutur, sem reynist
þeim drýgstur, verður ekki sóttur
meö málskrafi í landi heldur með
hörðum höndum á hafi úti. Þá
sjaldan þeir þurfa á kjaftbrúki að
haida er það gert óþvegið á tungu-
máli sera allir skilja. Ordrur ofan úr
brú eru gefnar til þess eins aö þeim
sé hlýtt. Þar þarf engar atkvæða-
greiösiur.
Svo brá hinsvegar viö um helgina
að sjómenn voru boðaðir til fundar
í Sigtúni. Stafaði fundarboðið af
þeirri sérkennilegu stöðu sem upp er
komin í fiskveiðimálum að sjómönn-
um er bannaö að veiða nema sam-
kvæmt skömmtuðum kvóta ofan úr
ráðuneyti. Heitir þaö fiskveiöistefna.
Sjómönnum finnst þetta skrítin
stefna eins og skiljanlegt er enda alla
tíð staðið í þeirri meiningu aö þeir
eigi aö fiska sem róa. Nú er þetta
semsagt öfugt. Því minna sem
veiðist, því betra.
Ut á þessa öf ugþróun gekk Sigtúns-
fundurinn og ef hún heldur áfram
mega sjómenn eiga von á fleiri
FAGUR FISKUR í SJÓ
fundarsetum af þcirri einföldu
ástæöu að þeir hafa ekki annað aö
gera.
Auk þessarar nýstárlegu fiskveiði-
stefnu, sem gengur út á þaö að veiöa
sem minnst, hefur fiskmatiö látiö til
skarar skríða gegn þeim fáu fiskum
sem komast í land og dæmir þá í unn-
vörpum í úrkast og gúanó.
Afleiðingin er sú, aö hlutur sjómanna
af niðurmatinu lækkar um 50%. Þarf
enginn að vera hissa þó að hin út-
skúfaða stétt sjómanna fjölmenni í
Sigtún til aö leita frétta um framtíð
síua.
Fréttirnar sem þeir fengu voru
harla bágbornar.
Þar skömmuðust menn ýmist út i
kvótann, þorskinn eöa Kristján
Ragnarsson sem ekki létu sjá sig á
fundinum og ekki nema von.
Þorskurinn nánast útdauður og
Kristján ekki boðinn.
Engar Egilsstaða-samþykktir
voru geröar og sjómenn óvanir því
aö fjöiga þorskum með atkvæða-
greiðslum. Ráöherrann mætti á
fundinum og vildi reyna kvótann í
tilraunaskyni út árið. Þeir sjómenn,
sem iifa þá tilraun af, eiga síðan að
kjósa Framsókn i þakklætisskyni
fyrir iífgjöfina.
Aö frátöldum Sigtúnsfundinum höndum. Einhverjir þeirra hafa þó
hafa sjómenn að mestu haidið að sér viljað sýna hinni nýju stefnu hollustu
sina og hafa brugðið á þaö ráð að
henda tveggja og þriggja daga
gömlum fiski ef vel veiöist þann
daginn. Þetta heitir að taka stefnuna
bókstaflega og vemda þorskinn
jafnvel eftir aö hann er dauður. Gall-
inn er hinsvegar sá að dauður
þorskur kemur nýrri fiskveiðistefnu
að litlu gagni jafnvel þótt honum sé
hent í sjóinn af tillitssemi við kvóta-
skiptinguna og fiskmatiö.
Ekki er gott aö segja hvar ailt
þetta endar. Ljóst er að sjómenn
hafa ekki vanið sig viö þá
sjómennsku sem feist i þvi að veiða
sem minnst, hvað þá að þeir kunni að
sitja kurteisir á biöstofum hjá
skömmtunarkontórum ráðherrans í
von um aukinn kvóta. Af fundinum í
Sigtúni að dæma, nýja fiskmatinu og
þeim fiskveiðum, sem felast i því að
henda dauðum fiski í sjóinn, má ætia
að kvótaskiptingin lifi þessa óáran
af, meðan bæði þorskurinn og
sjómennirnir týna tölunni.
Heldur yrði það dapurleg niður-
staða fyrir þjóð sem hefur not fyrir
hvort tveggja. En kannski er þetta
tilgangurinn með hinni nýju
fiskveiðistefnu? Það er aidrei að
vita.
Dagfari.