Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
5
Flugvélin hafnaði i snjóruðningi um 25 metrum handan flugbrautarendans.
Óhappið á Ólafsf jarðarf lugvelli:
Akvöröun flugmanns aö lenda
á brautinni orkar tvímælis
Meðvindur, of stutt flugbraut og
þjálfunarskortur flugradíómanns
eru þeir þrír þættir sem loftferða-
eftirlit Flugmálastjórnar telur orsök
þess aö flugvél Flugfélags Norður-
lands hafnaði í snjóruðningi viö flug-
brautarenda á Olafsfirði laugar-
daginn 28. janúar síðastliðinn.
Flugvélin, sem var í áætlunar-
flugi, stórskemmdist en engin slys
urðu á flugmanni né átta farþegum.
Flugvélin, TF-JMB, var tveggja
hreyfla af gerðinni Piper PA—31—
350.
I niðurstöðum loftferðaeftirlits um
orsakaþætti segir:
„Flugvélin lenti í hliðarvindi sem
gaf smávegis meðvind og fékk að
öllum h'kindum vindgust á eftir sér í
lendingarbruninu.
Flugvéhn þurfti næstum því alla
brautina til lendingar og flugtaks við
bestu skilyrði og mátti því augljóst
vera aö 700 metra braut var of stutt
ef hemlunarskilyrði eru ekki góð.
Þjálfun flugradíómanns var
ábótavant og hann gerði sér ekki
ljóst hversu nákvæmra og réttra
upplýsinga er þörf við flugrekstur
sem þennan.
I skýrslu loftferðaeftirlits segir
ennfremur:
„Samkvæmt þeim upplýsingum
er flugmaöurinn fékk frá Olafsfirði
var frosinn þurr snjór á flugbraut-
inni og bremsuskilyrði góð. Um það
leyti sem flugvéhn var aö nálgast
fékk flugmaöurinn þær upplýsingar
að vindur sveiflaöist frá 20 hnútum á
suðaustan yfir í suður, suðaustur og
austur.
Þegar hann kemur í lokaaðflug er
vindurinn 120 gráður, 5—10 hnútar.
Brautarstefnan er 240 gráður og
virðist því sú ákvörðun flugmannsins
að lenda á braut 240 eða í suðaustur
orka tvímælis, því að þessi vindur,
þótt lítill sé, var 30° aftan frá vinstri
hhð, miðað við hliöarvind, og þama
hefur hann verið með 2—4 hnúta
beint á eftir sér.
Flugmaöur vissi þó að vindur var
ríkjandi á suðaustan, en taidi lend-
ingu í þessa átt öruggari og fannst
vera logn við endann, miðað við pok-
ann sem frosinn var niður. Landslag
veldur því að austanáttin stendur
þvert af fjailshlíðinni og má litlu
muna hvort henni slær í suðaustan
eða noröaustan átt, enda virðist
vindstrokan sam skall á flugstöðinni,
20—24 hnútar úr 60 gráðum eða beint
í lendingarstefnu hafa skollið á flug-
vélina, í lendingarbruninu.
Allan daginn haföi hitastig verið
5—6 stig yfir frostmarki á Akureyri
og nálægt veðurathugunarstöðv-
um, svo það hlýtur að hafa verið
hláka á Olafsfirði meginhluta dags-
ins, enda kemur það heim við ástand
brautarinnar, sem var ísglæra fljót-
andi á vatni, er vélin lenti.
Hæpið virðist að nota flugvélar af
gerðinni PA—31—350 á flugbraut
þessa. Brautin nægir við bestu skil-
yrði, en ekkert má útaf bera svo illa
fari.
Ekki em til reglur um flugvelli og
brautarlengdir sem nota má til flug-
taks og lendingar. Æskilegt er aö
hraða setningu slíkrar reglugeröar.
Flugradíómaðurinn er ekki starfs-
maður flugmálastjómar en annast
samt upplýsingagjöf og radíóvið-
skipti og ákveður sanddreifingu á
brautina.
Verður að áhta að þjálfun sú sem
hann fékk sé ófullnægjandi en nauð-
synlegt er að slíkir menn fái tiitekna
lágmarksþjálfun og reglubundna
viðhaldsþjálfun þar eð þarna er um
að ræða reglubuhdið áætlunarflug.
Virðist ástæöa til þess að íhuga hvort
æskilegt sé að sami maðurinn sé
einnig umboðsmaöur flugfélags þess
sem flýgur til staöarins, jafnframt
því aö vera flugvallarvörður.”
Loks eru í skýrslunni settar fram
fjórar tillögur í öryggisátt. Þær eru:
Að sett verði reglugerð um lág-
marksafkastagetu flugvéia; að sett
verði reglugerð um fiugveili og
notkun þeirra; aö endurskoöaðar
verði þær reglur sem gilda um það,
hvenær og á hvaða forsendum skráð
er í flugmálahandbók, að flugupplýs-
ingaþjónusta (AFIS) sé fyrir hendi;
og að flugvallarverðir og flugradíó-
menn fái markvissa frumþjálfun
eftir ákveðnum reglum og endur-
þjálfunreglulega.
-KMU.
Skoda íslenskar vörur
fyrir 1.000 stórmarkaði:
Þeirfrönsku
koma
um páska
Fulltrúar þriggja franskra stór-
markaðshringja koma hingað 19.
apríl og verða í höfuöborginni í þrjá
daga til þess að skoða íslenskar vör-
ur sem hentað gætu til sölu í 1.000
mörkuöum hringanna.
Heimsókn þeirra hefur staðið all-
lengi til, en þeir koma hingað fyrir
orð Alberts Guðmundssonar fjár-
málaráðherra. Nokkrir eigendur og
stjórnendur stórmarkaöanna eru
vinir hans, scm komið hafa lil lax-
veiöa hér í meira en áratug.
Stórmarkaðarnir, Euromarehe,
Monopri og Hypermareh, eru bæði í
Frakklandi og nálægum löndum. Og
nú er verið að hasla þeim völl í
Bandaríkjunum.
Ekki fannst annar timi fyrir full-
trúa þeirra til heimsóknar hingað en
sá sem fyrr er greindur, raunar skir-
dagur, föstudagurinn langi og
laugardagur fyrir páskadag. En þeir
munu taka á móti þeim sem vilja
sýna þeim vamig i einhverjum sal,
sem enn hefur ekki verið ákveðiö
hver verður.
HERB
Iðnfyrirtækjum
fjölgar langmest
Við athugun á starfsemi nýstofn-
aöra fyrirtækja á árunum ’80 til ’82,
sem Leó M. Jónsson rekstrartækni- (
fræöingur vann fyrir tímaritið
Frjálsa verzlun, kemurí ljósaðlang-
flest ný fyrirtæki eru iðnfyrirtæki.
Þannig voru þau 289 í Reykjavík,
en næst á eftir komu 246 þjónustu-
fyrirtæki og þamæst 183 inn- og út-
flutningsfyrirtæki, eða heildverslan-
ir.
A Reykjanesi reyndust iðnfyrir-
tækin 166, því næst 63 smásölu-
verslanir og 45 þjónustufyrirtæki svo
dæmi séu tekin af tveim s væðum.
Annars staöar á landinu er iðnað-
urinn alls staðar efstur og þjónustu-
greinarnar mjög sterkar. Aukning í
smásöluverslun er þar víða heldur
meiri en á suðvestur hominu og þar
fjölgar fyrirtækjum i útgerð og fisk-
vinnslu einnig meira. I
Athugunin leiddi einnig I Ijós að
h'tið er um nýiðnað hér á þessu tíma-
bili.
•GS.
LAIRSPECTRUM 48K
TOLVAN.MST AFTUR
EFTIR FAEINADAGA
VERÐ KR.6.450-
Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á
stórlækkuöu verði.
Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur
48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda
leikja-, kennslu- og viöskiptaforrita, tengimöguleika viö
prentara og aörar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit.
Viö erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI8-15655
GOTT FÓLK