Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
15
hugmyndafátækt og óheiðarleg
vinnubrögð í hæsta máta.)
Alvarleg mál
Þetta eru allt alvarleg mál sem
snerta starfsfólk ferðaþjónustunnar
ekki síður en ferðamálayfirvöld og
ættu því að vera sjálfsögð umræðu-
efni á ferðamálaráðstefnum. Mörg
önnur mál eru ofarlega á baugi í
ferðaþjónustunni hér á landi um
þessar mundir og geta skipt sköpum í
uppbyggingu atvinnugreinarinnar,
s.s. landkynning og markaðsmál í
Evrópu (jafnt sem í Bandaríkjun-
um), ferðaútgerð erlendra manna
hér á landi, umferð og umgengni
ferðamanna í óbyggöum, væntanleg-
ar breytingar á ferðamálalögum og
hugsanlega sala á Ferðaskrifstofu
ríkisins. ( (Hugsið ykkur bara þá
röskun sem yrði í íslenskri feröa-
þjónustu ef selt yrði það fyrirtæki
sem flutt hefur inn stærstan hluta
erlendra ferðamanna til landsins og
hvað yrði þá um Edduhótelin, burt-
séð frá því hvaða afstöðu menn hafa
til þess máls í heild!) Hvert þessara
mála er stórmál út af fyrir sig og
verðugt umræðuefni á ferðamála-
ráðstefnu, þar sem saman komið er
á einum stað starfsfólk ferðaþjónust-
unnar úr öllum landshornum.
A síðustu ferðamálaráðstefnu, sem
haldin var í Borgamesi í nóvember
sl., sáu ráðstefnugestir hins vegar
ekki ástæðu til aö skiptast á skoðun-
um um neitt þessara mála heldur
var í almennu umræðunum enn
bryddað á gömlu deilumáli sem virð-
ist ætla að verða seigt undir tönn og
elta ráöstefnugesti eins og draugur
ár eftir ár. A ég þar viö svokallað sal-
ernismál.
Salernismál
Fyrir þá er ekki vita um hvað mál-
iö snýst verður að lengja málið ögn
og upplýsa að eigendur salerna á
áningarstöðum ferðamanna (t.d.
sjoppum, grillstöðum og veitinga-
stöðum) telja sig oftar en ekki verða
fyrir ónæði af ferðamönnum sem
stansa hjá þeim í þeim eina tilgangi
aö nota salernin en ekki til að versla.
Þeir segja að salemin þeirra séu
ekki fyrir aimenning heldur við-
skiptavini og færa þau rök aö
kostnaöur við að þrífa salernin eftir
ferðamennina sé meiri en nemur
verslun þeirra. I heilan áratug hafa
fulltrúar Félags leiðsögumanna á
ferðamálaráðstefnum fengið ákúrur
og hnútukast frá klósetthöldurum
fyrir að ryðjast inn á áningarstaðina
með ferðamannahópa, nota salernin
og fara svo í burtu án þess aö versla.
Eru þessar athugasemdir farnar að
veröa ansi þreytandi svo ekki sé
meira sagt og tími til kominn aö fá
botn í málið. Vakin skal athygli á því
að aðeins lítill hluti þeirra feröa-
manna sem ferðast um landiö eru í
fylgd félagsmanna í Félagi leiðsögu-
manna, enda þótt æ fleiri ferðamenn
sækist eftir þjónustu þeirra. Félag
leiðsögumanna hefur hins vegar í
heilan áratug átt fulltrúa á ferða-
málaráðstefnum og er í hæsta máta
ósanngjarnt að þeir taki á sig gerðir
allra þeirra sem kalla sig leið-
sögumenn eða eru í forsvari fyrir
ferðamannahópum sem ferðast um
landið og nota salerni á ferðamanna-
stöðum. Það er því ekki aðeins sann-
girnismál og nauðsynjamál fyrir
félagsmenn í Félagi leiösögumanna
heldur einfaldlega hinn almenna
ferðamann að fá það á hreint í eitt
skipti fyrir öll, og það fyrir næsta
sumar, hvort ferðamönnum sé skylt
að versla, ef þeir nota salerni á
feröamannastöðum.
Halda mætti að ferðamálaráð-
stefnur væru tilvalinn vettvangur til
að leysa mál af þessu tagi, þegar
fulltrúar starfsgreinanna og ferða-
málayfirvalda eru saman komnir á
einum stað í 2 daga til að ræða ferða-
mál og vinna að framgangi þeirra.
Svo hefur ekki orðið um þetta mál
a.m.k. og á ráðstefnunni í Borgar-
nesi neitaði fulltrúi Sambands veit-
inga- og gistihúsa aö ræða klósett-
mál. Það er víst á of lágu plani. Nei,
heldur skulu einstaka klósetthaldar-
ar halda áfram næstu áratugi að
kasta skít í leiðsögumenn fyrir að
ryðjast inn á sig með ferðamanna-
hópa í neyð, sem þeir fyrstnefndu
hafa ekkert upp úr nema skítverk.
En hvernig væri að leysa málið í eitt
skipti fyrir öll, þá er kannske von til
að umræður á næstu feröamálaráö-
stefnum komist á hærra plan.
engin salernisaöstaða í grenndinni
og því ekki um annað að ræða en
fara á bak viö stein eða ofan í skurö.
Sumir hafa gaman af frásögn af
Olafi Ketilssyni, fyrrverandi sér-
leyfishafa, sem sagður er hafa vísaö
körlum öðrum megin bílsins og kon-
um hinum megin og á svo að hafa ek-
ið í burtu þegar hæst stóð leikur. En
það er ekkert gaman að lenda í þessu
í alvörunni. . . og þaö svona seint á
20. öldinni í landi sem er auglýst sem
ferðamannaland.. . reyndar sem
ferðamannaland hinnar ósnortnu
náttúru.
Leiösögumenn þurfa oft að standa
frammi fyrir farþegum sem eru
orðnir illa haldnir og verulega illa á
sig komnir eftir marga klukkustunda
klósettlausan akstur. Þetta eru far-
þegar á öllum aldri, bæði böm , mið-
aldra fólk og gamalmenni með þvag-
blöðruvandamál, einnig konur á
ákveðnu tímabili mánaðarins sem
karlmenn þekkja ekki af eigin
raun og telja sér e.t.v. ekki viðkom-
andi. Þegar þörfin kallar koma far-
þegamir til leiðsögumannsins og
spyrja hvort langt sé að næsta
salerni. Það geta verið 1—2 klukku-
stundir eða jafnvel enn lengra, svo
aö leiðsögumaðurinn fer að skima
eftir nógu stórum steini eða nógu
djúpum skuröi. Þegar hann finnst er
ferðamanninum bent á aöstæður en
hann vill heldur reyna aö bíöa! En
íslensku vegimir em víða holóttir
svo að farþeginn kemur fljótlega aft-
ur til leiðsögumannsins, ókyrr og tví-
stígandi, og segist nú með engu móti
geta beðið lengur. Leiðsögumaður-
inn bendir viðkomandi á að nú sé
engan stein að sjá svo að ekki sé um
annað aö ræða en skurðinn meðfram
veginum, og hann viti af fyrri
reynslu aö meðfarþegamir sýni þá
tillitssemi að líta í hina áttina á
meðan. Og lái svo hver sem vill leið-
sögumanninum, og ferðamanninum,
þótt þeir fagni og freistist til að nota
alvöru salerni sem er e.t.v. fram-
undan á viöurkenndum ferðamanna-
stað.
En ágætu klósetteigendur, þið
sem þar ráöið ríkjum, látiö okkur
bara vita í eitt skipti fyrir öll hvað
það kostar. Er það ákveðin mynt í
sjálfsala, skilyrði að kaupa fyrir
akveðna upphæð eða eigum við að
taka með í útreikninginn eitthvað
sem kallast heiður og gestrisni?
Látum nú málið vera á hreinu næsta
sumar. Látið því í ykkur heyra. Og
tölum um eitthvað annað á næstu
ferðamálaráðstefnu. Með vinsam-
legrikveðju.
Hvernig væri að hafa ráð-
stefnurnar raunverulegar vinnu-
stefnur, fræða mannskapinn svolítið
og virkja, láta hann t.d. vinna í
hópum þar sem hver hópur tæki fyrir
eitt mál og legði grundvöll að sam-
komulagi eða stefnumótun fyrir
framtíðina, geröi lista yfir þau verk-
efni sem brýnast væri talið að vinna
aðánæsta ári?
Eg harma svo sannarlega þann
átroðning sem ferðamenn hafa vald-
ið klósetthöldurum á liðnum árum og
set þessa beiðni fram í fullri alvöru
og vinsemd og með góöum skilningi á
vandræðum þeirra. Vonandi er sá
skilningur gagnkvæmur og klósett-
haldarar skilji vandræði leiðsögu-
manna og ferðamanna þegar þörfin
kallar. Víða í óbyggðum hefur lengi
9 „En á meðan ekki liggur ljóst fyrir hvar
ferðamenn mega nota salerni og hvar
ekki, er ástandið heldur ískyggilegt, svo ekki
sé meira sagt.”
OFFSET
FJÖLRITUN
ískyggilegt ástand
Nú er vitað að til eru klósetthald-
arar sem ekki amast við þótt ferða-
menn noti salerni þeirra án þess að
versla. En á meðan ekki liggur ljóst
Cyrir hvar ferðamenn mega nota sal-
erni og hvar ekki er ástandið heldur
ískyggilegt svo ekki sé meira sagt.
Eg harma að ekki skuli vera til vett-
vangur fyrir ferðamálafólk til að út-
kljá mál af þessu tagi sín á milli. Þar
sem ekki eru til samtök eigenda sölu-
skála og grillstaða (og fram-
kvæmdastjóri Sambands veitinga-
og gistihúsa neitar að ræða þessi
mál) er ekki hjá því komist aö leita
til dagblaös til að komast í samband
viö rétta aöila. Þeir eiga nefnilega
ekki allir fulltrúa á ferðamálaráð-
stefnum. Hér með er því lýst eftir
eigendum eða umráöamönnum þess-
ara staða og þeir vinsamlega beðnir
að koma með tillögur til lausnar á
þessum sama vettvangi. Telst þetta
það mikið alvörumál að ég leyfi mér
að koma með nokkrar hugmyndir
sem uppástungur til lausnar. I fyrsta
lagi: Hvernig væri að salernis-
eigendur setji tilkynningu við inn-
ganginn þar sem bent er á aö
salernisnotkun sé takmörkuð við við-
skiptavini? Þá færu þessir hlutir
ekkert á milli mála notendur vissu
sannleikann í staö þess að eigendurn-
ir ráðist að leiðsögumönnum á
hverju hausti. Eða finnst ykkur t.d.
ráð að taka gjald fyrir salernis-
notkunina með sjálfsala? Eða viljið
þið að leiðsögumenn og aðrir for-
svarsmenn ferðamannahópa til-
kynni að salernisnotendum sé upp-
álagt að kaupa fyrir einhverja lág-
marksupphæð, t.d. kaffi eða kók,
pylsur eða súkkulaði pakka?
Eða getur verið að sú kvöð fylgi
söluskálaleyfinu eöa veitingaleyfinu
að salerni sé til staðar? Fróðlegt
væri að fá upplýst frá réttum aðilum
sem vita hvort sú kvöð er sett vegna
almennra ferðamanna eða eingöngu
vegna viðskiptavina staðarins?
þurft að vísa ferðamönnum út í móa
en Ferðamálaráð og Náttúruvernd-
arráð hafa á síðustu árum reynt aö
leysa brýnasta vandann meö því að
koma upp salernum, sem aftur þurfa
reglulegt eftirlit og hreinsun.
Óþægileg íkoma
Það er óneitanlega óþægileg
íkoma hjá leiðsögumönnum að þurfa
að standa frammi fyrir ferðamönn-
um í neyð og segja að því miöur sé
Ný tæki gera okkur kleift,
aö veita vandaða og
hraðvirka þjónustu.
Möguleikarnir sem við
getum boðið upp á eru
fjölmargir. Auk
offsetfjölritunar, Ijósritum
við, seljum pappír, blokkir
og minnismiða,
silkiprentum á ýmsa hluti,
vinnum litglærur fyrir
myndvarpa, vélritum og
bindum inn. Lítið við og
kynnið ykkur þjónustu
okkar. Byggjum á reynslu,
þekkingu á þessu sviði.
VIÐ ERUM
MIÐSVÆÐIS
RITUN SF.
jnsson
9A-25410
Vegna vinsælda þáttarins VIKAN OG TILVERAN, sem hóf göngu sina með 1. tbl. VIKUNNAR
þessa árgangs, hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um frásagnir af þessu tagi. Heitið er
þrennum verðlaunum: 1. verðlaun kr. 10.000,- 2. verðlaun kr. 7.500,- og 3. verðlaun kr. 5.000,-
VIKAN áskilur sér birtingarrétt að þessum frásögnum án frekari greiðslu og að velja úr öðrum
frásögnum sem berast kunna og verða þá greiddar kr. 2.000 fyrir hverja birta frásögn.
Eins og lesendum VIKUNNAR er kunnugt er hér um að ræða lifsreynslufrásagnir af ýmsu tagi
og eru þær birtar nafnlausar. Þær geta verið af basli i daglegu lífi, mannraunum, merkilegri
heppni, gleðilegum atburðum og raunalegum eða nánast hverju því sem hægt er að segja frá af
persónulegri reynslu á læsilegan og eftirtektarverðan hátt. Heimilt er að breyta staðarnöfnum
og mannanöfnum og öðru því sem nauðsynlegt er til að Ijóstra ekki upp um hver skrifar frá-
sögnina eða þá sem í henni koma við sögu. Æskileg lengd er 5—8 vélritaðar síður, miðað við ca
30 linur á hverri síðu.
Handrit þurfa að hafa borist VIKUNNI, pósthólf 533,121 Reykjavik, auðkennd VIKAN OG TIL-
VERAN, eigi siðar en 1. mai 1984. Handrit skulu merkt með dulnefni en rétt nafn fylgi i lokuðu
umslagi merktu með heiti frásagnarinnar og dulnefni höfundar. Dómnefnd mun gæta nafn-
leyndar höfundanna.
Dómnefnd skipa: Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur, sr. Jón Helgi Þórarinsson, fri-
kirkjuprestur í Hafnarfirði, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar.
Handritin verða metin á grundvelli atburðar og frásagnar en ekki sem bókmenntaverk.