Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
17
Lesendur Lesendur
Ugla og Guðný i siagsmálum i Atómstöðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigrún
Edda Bjömsdóttir i hlutverkum sinum.
Góð Atómstöð
stofum?
Launinof lág
Hárgreiöslunemi skrifar:
Eg er einstæö móöir utan af landi og
er aö læra hárgreiöslu í Iönskólanum í
Rvík. Eg sé ekki fram á aö geta farið á
iamning á stofu í sumar eins og
æskilegt væri. Launin á hár-
greiöslustofu nægja alls ekki til aö
framfleyta mér og barni mínu, þ.e.a.s.
borga dagvistun og húsaleigu, mat og
rafmagn. Þetta er það nauðsynlegasta
þó. Launin eru frá 5000 —7000 kr. á
mánuði. 5000 kr. eru byrjunarlaun,
hugsiö ykkur, það kannski nægir fyrir
dagvistuninni, en á svo barniö að
svelta? Og ég þarf reyndar líka að
boröa, þó meistarar hafi ekki hugsað
út í þaö. Ef launin veröa ekki hækkuö
get ég ekki haldið áfram námi fyrr en
barnið veröur oröið nógu stórt til aö
vinna fyrir sér sjálft. Það er tveggja
ára núna og er því ansi löng biö fram-
undan.
Meistarar, hvaö höfum við nemar
gert ykkur eiginlega? Er þessi starfs-
grein svo lítáls metin aö viö þurfum
bókstaflega að líða skort á meöan við
lærum?
Eða er þetta nám aðeins fyrir fólk
sem getur búiö hjá foreldrum sínum á
fríu fæði og húsnæöi? Er veriö aö skella
hurðinni á okkur utan af landi og aöra
sem leigja sér húsnæði? Þessum og
fjöldamörgum öðrum spurningum hef
ég lengi viljaö fá svar viö.
i Hringiðí I
! 86611 !
| millikl. 13ogl51
[__eóa skrifid J
Auglýsingadeild,
Síðumúla 33— Reykjavík,
símar 27022 - 82260.
TrúverðugTinna
Laxness-aðdáandi skrifar:
Eg get ekki stillt mig um aö koma á
framfæri aðdáun og þakklæti til
aðstandenda kvikmyndarinnar Atóm-
stöðin.
Þaö var meö beyg í hjarta aö ég fór
aö sjá þessa mynd. Sem einlægur
Laxness-aðdáandi gegnum árin hef ég
gert mér í hugarlund persónur, um-
hverfi og andblæ hvers verks hans.
Eg get ímyndað mér aö þaö sé ekki
auðvelt aö gera myndir eftir sögum
Hárgreiðsla:
Forðast
nemar
sumar-
vinnu á
skáldsins og þaö sé ýmislegt sem veröi
að hnika til.
Með Atómstööina hefur þetta tekist
svo vel aö vart verður betur gert. Frá-
bært.
Eg ætla ekki að tína úr neitt sérstakt,
eins og sviðsmynd, myndatöku eða
leik. Þetta er allt sérstakt.
Eg spái því að þetta veröi
vinsælasta, íslenska kvikmyndin af
þeim sem gerðar hafa veriö. Eg fer
áreiðanlega aftur á hana og þá ætla ég
aö skoöa betur hin ýmsu smáatriði.
Eg er mjög sátt viö Uglu þó hún sé
öðruvísi í útliti en sú sem ég haföi búiö
mér til í huganum. Aðrar persónur eru
einnig trúveröugar og vil ég í því
sambandi nefna Kleópötru og eldri
soninn á Arlandsheimilinu.
Annars er þetta allt alveg frábært.
Mér finnst aö þessi saga standi og
falli meö Uglu og meö Uglu hennar
Tinnu Gunnlaugsdóttur þá stendur hún
og það vel.
Þá sjaldan ég bregö mér í bíó finnst
mér hljóðið alltof hátt stillt. Vilja
áhorfendur hafa þetta svona eða fram-
leiðendur?
HAFIÐ SAMBAND!
Timarít fyrir alla
MEÐAL URVALS-EFNIS:
MARSHEFTIÐ KOMIÐ
Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022
- í APRÍL
BILABLAÐ
kemur út laugardaginn 7. apríl. Blaðið
kemur út í byrjun sýningar Bílgreina-
sambandsins, AUTO '84.
sem áhuga hafa á að auglýsa vörur sínar og
þjenustu, vinsamlegast hafi samband við
auglýsingadeild DV, Síðumúla 33 eða í síma 82260,
virka daga kl. 9—17 fyrir fimmtudaginn 29. mars nk.
ERLENT
FERÐABLAÐ
— sumarleyfisferðir til útlanda — kemur út laugar-
daginn 14. apríl. Blaðið kemur út á þeim tíma
sem flestar ferðaskrifstofur hafa fullgert sumar-
áætlun sína og þegar landinn ætti að skipuleggja
sumarleyfisferð til útlanda.
AUGLÝSENDUR,
sem áhuga hafa á að auglýsa vörur sínar og þjónustu, vinsam-
legast hafi samband við auglýsingadeiid OV, Siðumúla 33 eða t
■ sima 82260, virka daga kl. 9—17 fyrir fimmtudaginn 5. april nk.