Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 10
10 DV.MÍÐJÚDAGUR20. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kanadamenn láta ekki meina sér selveiðina Se/veiðar manna við strendur Kanada hafa verið mjög umdei/dar. Dýraverndarar hafa reynt að stöðva selveiði Kanadamanna meö því að hefta ferðir selfangara í ísn- um, úða selkópana litarefnum til að eyðileggja sölugildi skinnanna og halda uppi hatrömmum áróöri gegn þeim um heim allan. Þessi barátta gegn selveiðinni hef- ur nú staðið í átján ár og hafa nú um- hverfisverndarsinnar gripið til nýrra ráða. Þeir skrifa þúsundir bréfa til breskra og bandarískra neytenda og kaupmanna og leggja að þeim að andmæla seiadrápi meö því að sniðganga kanadískar sjávar- afurðir. Þetta ráö hreif í Bretlandi þegar risaverslunarkeðja fékk í nósti 10.000 mótmælabréf og tilkynnti þá aö í hennar verslunum mundi hætt að selja kanadískan fisk. I Ottawa brá mönnum þá mjög í brún og mega þó heita ýmsu vanir eftir að hafa verið skotspónar sel- vina í fjölda ára, án þess að láta þá hagga við þessum 400 ára gamla at- vinnuvegi, þótt markaöurinn fyrir selskinn hafi hrunið. Meðal fyrstu viðbragöa í Ottawa voru umræður um aö banna kannski selveiðina, en Pierre de Bane sjáv- arútvegsráðherra reis öndverður gegn því og hafði sitt fram. Lýsti hann þvi yfir að veiðamar á ísnum við Nýfundnaland og Quebec mundu fara fram eins og venjulega. Veittist hann harkalega að „fyrirlitlegum glæpamönnum”, sem skirriðust ekki við að reyna fjárkúgun meö því. að níða niður atvinnu kanadískra fiskimanna og ógna þannig afkomuj þeirra. Eitt það sem selföngurum sámar hvaö mest hjá umhverfisvemdar- sinnum er notkun á áhrifamiklum ljósmyndum í áróðrinum. Eins og myndir af umkomulausum selkóp, gjarnan með augnrennsli, sem minnir á táraflóö, og veiðimanni standandi yfir honum með kylfu reidda á loft, eins og murkaö sé lífið smám saman úr ungviðinu meö bar- smíð. Þetta á sér ekki stað. I fyrsta lagi þurfti veikburða kópurinn aldrei nema eitt högg þegar og á meðan hann var veiddur. I öðru lagi er hætt að veiða kópa í mjólkurhárum eftir aö markaðir FRF lokuðust fyrir kópaskinn einmitt vegna baráttu umhverfisverndarmanna. A sel- veiðivertíöinni í fyrra létu ráðherrar EBE hrífast af málflutningi um- hverfisverndarsinna og ákváöu bann á innflutningi kópaskinna. A síðustu vertíð sniögengu selfangarar því kópana en veiddu 60 þúsund stálpaða seli. Veiöikvótinn fyrir þetta árið verður sá sami, en selskinnin eru aðallega seld til stígvéla- og skó- geröa. Þessi aðferð umhverfisverndar- sinna mælist misjafnlega fyrir, aö ráðast meö áróðri gegn útflutnings- afurðum þeirra þjóöa sem þeir vilja þvinga inn á sína stefnu. Slíkum hót- unum var beitt við Islendinga vegna afstöðu þeirra til hvalveiða í Norður- Atlantshafi og hafði áhrif, sem ekki þarf að lýsa fyrir lesendum. Sama var gert við Norðmenn vegna hval- veiða þeirra, og þótt þeir þrjóskuðust viö öllu lengur en Islendingar létu þeir einnig undan síga rúmu árinu síðar. I Kanada hefur vaknað almenn gremja vegna þessara aðgerða og áður en veiðivertíðin hófst sló í brýnu milli þeirra sem styðja selveiðina og kvikmyndatökuhóps á vegum dýra- vemdarsamtakanna Animal Welfare Fund. Þyrla kvikmynda- mannanna iiafði lent á afskekktri eyju, þar sem um 100 selveiöimenn geröu sér lítið fyrir og veltu henni um koll. Engan sakaöi þó manninn. Selfangarar ieggja nú að Ottawa- stjóminni aö fólki veröi gert vel ljóst aö selveiöin er nú stunduð með skot- vopnum en ekki kylfum. Þeir segja að aflífunaraöferðin sé ekki á neinn máta ómannúðlegri en viðgengst í sláturhúsum. Um leið vilja þeir undirstrika að selastofninum sé á engan máta hætt. Þvert á móti jaðri við offjölgun í honum. Margir sjálfstæðir trillukarlar í Kanada eiga mikið undir selveiðinni. Afraksturinn af henni stendur einatt undir endumýjun veiðarfæra þeirra. Þeir veiða sumir hverjir einnig elg, höggva skóg og fleira, sem fellur undir það að lifa á því sem landið gefur af sér. Eða eins og einn þeirra sagði við fréttamenn þegar þessi mál bar á góma á dögunum: „Þegar ég veiöi sel er ég að fæða fjölskyldu mína, og það er nokkuö sem ég verð að gera því að það gera ekki aðrir fyrirmig.” Geimfaraf rægðin varð hon- um ekki til framdráttar Hvar sem geimfarinn frægi fór um meö sitt bjarta bros þyrptist að honum fólk til þess aö biöja um eigin- handaráritun, eða þá aðeins til þess að sýna bömum sínum hann og segja: „Þarna er maðurinn sem fyrsturfór til tunglsins.” Sú var tíðin að John Glenn öldungadeildarþingmaður frá Ohio, sem raunar fór aldrei til tunglsins, hafði af þessu smágaman. Þetta þótti jafnvel geta oröiö honum til framdráttar í tilraun hans til þess að veröa forseti Bandaríkjanna. Of seint kom svo í ljós að geimfara- frægðin spillti fyrir honum, þegar hann reyndi meira að höfða til fólks sem stjómvitringur, hæfur til að leysa Ronald Reagan af hólmi. Þá gat hann ekki afneitað þessari fortíð sinni eða reynt aö gera minna úr henni, enda fram komin á markað k vikmynd sem sögð var byggð á ævi-| ferli hans á fyrstu árum’ geimferðanna. En hann gat heldur- ekki nýtt þann gamla frægðarljóma] til kosningafylgis. Þessi jafnlyndi brosmildi maður varð þarna á milli steins og sleggju og mátti horfa upp á kosningasigur- horfur sínar dvína smám saman og veröa að engu. Þær stundir komu aö brosið hvarf með öllu. Þegar niöurstööur forkosninganna í Iowa tóku aö berast fyrir nokkmm vikum skyggndist þingmaðurinn í andlit nánustu samstarfsmanna sinna þar sem þeir sátu fyrir framan sjónvarpið á hótelherbergi og fylgdust með. Vonleysið skein úr hvers manns svip. Hann spratt upp, þreif stól og braut hann á veggnum. — ,,Eg vil ekki sjá þennan súra svip,” æpti Glenn. „Við skulum taka okkur saman í andlitinu og herða róðurinn.” Og það var einmitt gert, en það kom út á eitt hvað reynt var. I hverjum forkosningunum á eftir öðrum dvínaði fylgi Glenns, sem í sumar hafði verið álitinn liklegasti keppinautur Mondale. Sól hans hneig, sviðsljósið hvarflaði frá honum og að Gary Hart, hinni nýju stjömu fórkosninganna, sem einn framboðsefnanna, er upphaflega voru átta hjá demókrötum, veitir nú Mondale einhverja keppni. John Glenn fæddist í Cambridge í Ohio 18. júlí 1921, sonur pípu- lagningameistara. Strax í æsku þótti strákur frískur vel, hneigður til íþrótta, starfaði sem skáti og valinn til forystu meðal jafnaldra. Hann var bekkjarformaður í skóla og síðar kennari við sunnudagaskólann. Enn í dag hefur hann — líkt og Reagan for- seti — mikla ánægju af að rifja upp þessa daga og þá ættjarðarást sem fólki var þá blásið í brjóst í hans átt- högum. John G/enn — hafði ekki erindi sem erfiði i baráttunni um að ná útnefningu sem frambjóðandi til forsetakjörs. Glenr. gekk að eiga æskuunnustu sína, Annie, og lauk stúdentsprófi í raunvísindadeild í menntaskóla Muskingum, en gekk í flugdeild flot- ans 1942. Þar reis hann til ofursta- tignar, margheiðraður. Baröist hann í síðari heimsstyrjöldinni og í Kóreu- stríðinu, en vann síðan sem tilrauna- flugmaður h já flughernum við fyrstu þotumar sem fóru hraðar en hljóðið. Með þá reynslu að baki var hann valinn í fyrsta hópinn sem þjálfaður vartilgeimferöa. Hann varð fyrsti Bandaríkja- maðurinn sem hringsólaði um- hverfis jöröina. Þaö var 20. febrúar 1962. Sá atburður vákti mikið þjóðar- stolt meðal landsmanna hans og Glenn baðaði sig í frægðarljóma. Naut hann meðal annars gestrisni John Kennedys, þáverandi Banda- ríkjaforseta. — Ymsir landsmanna hans halda enn í dag að Glenn hafi verið fyrsti maðurinn til tunglsins, sem er rangt, því að það var Neil Armstrong. Eða fyrsti maðurinn út í geiminn, sem var hins vegar Rússinn Yuri Gagarín, eða fyrsti Bandaríkjamaðurinn út í geiminn, en þaö var Alan Shepard. 1965 hætti Glenn hjá flotanum og hóf stjórnunarstörf hjá stórfyrir- tæki. Varð hann milljónamæringur af kaupsýslustörfum áður en hann sneri sér að stjórnmálum, þar sem hann náði kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Ohio-fylki árið 1974. Sem framboösefni demókrata til forsetakosninganna næsta vetur var Glenn fulltrúi miðjumanna, þar sem hann fór miðju vega milli hins íhaldssama Reagans og hins frjáls- lynda Mondale. Hann var eindreginn fylgismaður eflingar Bandaríkja- hers og studdi nær öll lagafrumvörp Reaganstjómarinnar í þá veru. Hann studdi þó hugmyndina um frystingu kjamorkuvopnabirgða stórveldanna. — Kjósendum sagði Glenn að striðsreynsla hans sjálfs gerði hann hæfastan framboösefn- anna til samningaviðræðna um að tryggjafriðinn. Glenn sakaði Mondale um úrelt frjálslyndi og sagði hann bundinn í báða skó af hagsmunasamtökum, sem styddu hann til framboösins. Sjálfur sagðist Glenn mundu efla einkaframtakið og atvinnulífið til að stuðla þann veg að efnahagsbata. Margir fréttaskýrendur telja að Glenn og ráðgjafar hans hafi gert þau meginmistök að helga kosninga- baráttuna að of miklu leyti því að gagnrýna Mondale. Önnur mistök lágu í geimfarafrægðinni, sem þokaði til hliðar í hugum fólks braut- argengi Glenns á öðrum sviöum. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.